Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 3
FÖstudagur 2. apríl 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 ☆ Tangier 1. apríl. — NTB. ÞEIR þrír farþegar, sem komust lífs af í flugslysinu við Marokkó í gær, höfðu öryggisbelti sín ekki spennt og það kann að Þau þrjú sem björguðust spenntu ekki öryggisbelti Um orsakir slyssins er enn ékkert vitað nokkur rif hennar brotin og löskuð. Líf hennar er ekki talið í neinni hættu. Það, sem hún man um slysið, var í dag samhengislaust og ruglings- legt. Fulltrúar frá spænska flug- félaginu Iberia, sem átti Con- vair-flugvélina, vinna stöðugt að því að komast að Orsökum hins ‘ óhugnanlega slyss, en samkvæmt fregnum frá Mad- rid munu þeir litlu nær. Þau þrjú, sem eftir lifa, munu verða í sjúkrahúsi í Tangier næstu þrjá eða fjóra daga. Til þess er tekið, að Söder- mann hafi misst ánnan hand- legg sirin fyrir skömmu, en honum tókst að ná í hluta úr brakinu, og halda sér þannig á floti. ' 1 nótt komu fjórir spænsk- ir fiskibátar til Cadiz á Spáni með lík 44 af þeim sem fórust. vera ástæðan til þess að þeir björguðust, að því er upplýst var í .Tangier í dag. Spænskum blaða- mönnum tókst í dag að ná tali af farþegunum þrem- ur, tveimur Dönum og sænskri stúlku. Með flug- vélinni fórust finímtíu manns er hún steyptist í sjóinn undan ströndum Marokkó, en í henni voru 48 farþegar og fimm manna áhöfn. Farþegamir, sem lífs kom- ust af, voru Erik Södermann og frú Tove Juel Nielsen, bæði frá Danmörku, og 18 ára gömul sænsk stúlka, Mona Andersson. Þau skýrðu frá því í dag, að þau hefðu heyrt mikla sprengingu augnabliki áður en flugvélin steyptist lóð rétt í hafið. Södermann, sem er 54 ára gamall, kvaðst hafa lært í stríðinu að hafa öryggis beltin aldrei spennt. Hann kvaðst hafa getað komizt út um glugga, annað hvort á með an flugvélin steyptist niður, eða eftir að hún var komin í sjóinn. Frú Nielsen, sem er 41 árs, greindi frá því að ör- yggisbelti hennar hefði heldur ekki verið spennt um hana, þar sem hún hefði ekki hlýðn ast flufreyjunni. Hún kvaðst hafa heyrt sprenginguna, kvaðst muna eftir því að flug freyjurnar hefðu reynt að róa farþegana, og skyndilega hefði hún vitað af sér í sjónum. Mona Andersson, sem mest er slösuð hinna þriggja, sem af komust, hafði í kvöld enn ekki fengið að vita að systir hennar er meðal þeirra sem fórust. Mona Andersson er við beinsbrotin og einnig eru Tveggja hreyfla Convair-fluvél. - Kennsl hafa verið borin á öll líkin, og verða þau eftir nokkra daga flutt með Iberia- flugvél til Kaupmannahafnar og Stokkhólms. ' 1 Skipstjóri eins fiskibatsins sagði við komuna að það hefði 7 verið af einskærri tilviljun að J bátur hans fann flak vélarin- 4 ar. „Við komum auga á stél t hennar um 25 km. frá Espar- / tel-höfða“, sagði hann. „Er við nálguðumst sáum við iik fljóta á sjónum vítt og breitt. Skyndilega heyrðum við neyð aróp. Við skutum út litlum björgunarbáti og rerum á köll in. Við fundum tvær konur og einn karlmann, sem héngu á hlutum úr brakinu. Þegar við tókum þau um borð, viss- um við ekki hvort heldur þau grétu af örvæntingu eða af gleði yfir björguninni." Enginn ski.pstjóranna fjög- urra hafði séð vélina farast og enginn þeirra Jreyrði sprenginigu. Flestir farþeganna um borð f vélinni voru Danir og Svíar. í gær kom upp deila milli sendiráðs Dana og spænskra ' yfirvalda í Madrid. Sam- ', kvæmt spænskum lögum skal grafa látna daginn eftir að dauða ber að höndum, en ætt ingjar í Danmörku vilja að sjálfsögðu láta greftra líkin í heimalandinu. Spænsk yfir- völd munu hafa veitt undan- þágu vegna þessa, og verða líkin flutt heimleiðis innan skamms, eins og fyrr segir, lík lega á mánudag. Hætta ekki við Sæluviku Bæ, Höfðaströnd, 1. apríl. HÉR skemmti á Hofsósi í gær karlakórinn Feykir, sem er einn þriggja kór hér í Skagafirði við góðar móttökur. Hinir eru Heim- ir í Fram-Skagafirði og Karla- kór Sauðárkórks. Að venju er mjög mikið sönglíf í héraðinu. Læknar hér munu vara fólk við að sækja sæluvikuna vegna inflúenzunnar, en forstöðumenn hennar geta ekki fallizt á að hætta við hana þar sem mikill kostnaður hefir verið lagður í allan undirbúning. — Björn. «>-------------------:---- Þyrlan flutt til Rvíkur HIN nýja þyrla landhelgls- gæzlunnar var flutt til borgar innar í gær. Var þá þegar haf- izt handa um samsetningu hennar. Myndimar sýna hús vélarinnar og vængi, sem ekki höfðu verið teknir upp úr kassanum, er myndin var tekin. STAKSTEIWAR Vindhögg Alþýðublaðsins ALÞÝÐUBLAÐIÐ ræðir í leið- ara i gær um ástandið í gatna- málum Reykjavíkur og telur það vera fyrir neðan allar hellur. Þar segir m.a.: l „Lélegastar allra gatna munn þó vera slagæðar umferðarinnar út úr höfuðborginni, leiðin yfir Elliðaár upp brekkuna að vega- mótum, og hins vegar Hafnar- fjarðarvegurinn. Þessi kaflar eru svo hörmulegir, að ökumönnum léttir, þegar þeir komast á mal- arvegina utan við bæinn". ; Síðan er haldið áfram: „Mundf raunar ekki verða þolað i neinni borg nema hér, að slíkar götur séu í ófremdarástandi marg ar vikur.‘ , Vel má vera, að ástandið sé ekki of gott á þessum árstíma, þegar ís er að fara úr jörðu ©g allir vegir spillast af þeim sök- um. Hins vegar er nokkuð djúpt í árina tekið, að slíkt mundi ekki þolað í „neinni borg nema hér.“ Og þegar Alþýðublaðið nefnir þær götur, sem í verstu ástandi eru, þá er það svo klaufalegt að nefna einmitt götur, sem ekki eru í umsjá Reykjavíkurborgar. Ríkið á að sjá um viðhald vegar- ins yfir EUiðaár upp brekkuna** og einnig Hafnarfjarðarvegar frá Fossvogslæk. Svona málflutning- ur heitir á islenzku vindhögg. Enn skipt um skoðun? BLÖÐ Framsóknar eiga að von- um erfitt með að verja stefnu- leysi Framsóknarflokksins, sem snýst eins og vindmylla í nær hverju máli. Og nú er svo langt gengið, að Tíminn er jafnvel far- inn að plokka „skrautfjaðrirnar" af samvinnuhreyfingunni, þar sem það hentaði betur málflutn- ingi blaðsins þann daginn. Blað- ið „íslendingur“ á Akureyri ræð ir þetta lítillega undir fyrirsögn inni: Hefur Framsókn skipt um skoðun. ,,íslendingur“ segir: Tíiminn birtir litla forustu- grein s.l. sunnudag imdir yfir- skriftinni AKUREYRI, að því er hann segir í tilefni af vinsam- legri forustugrein Morgunblaðs- ins fám dögum áður um Akur- eyri og þróun hennar. Kveður Tíminn það fádæma smekkleysi af Mbl. að tala vinsamlega um Akureyri, þar sem það „vinnur nefnilega ekki aðeins að því að koma í veg fyrir, að stóriðjufyrir tæki rísi upp í nánd við Akur- eyri, ef úr byggingu þess verð- ur heldur styður það nú öflug- lega þá innflutningsstefnu, sem er að lama og eyðileggja mikinn hluta iðnaðarins, sem EINKA- FRAMTAKIÐ HEFUR BYGGT UPP Á AKUREYRI" (lbr. hér). Það er okkur nýtt, að Fram- sóknarblöð tali um iðnað, sem 'einkaframtakið hafi byggt upp á Akureyri. Til skamms tíma hefur sungið þannig í tálknum þeirra, að iðnfyrirtæki SÍS og KEA hefðu byggt upp þann iðn- að í bænum, sem hefði gert það að verkum, að stundum væri talað um Akureyri sem iðnaðar- bæ. Annars myndi allt, sem iðn- aður héti, í kalda koli hér! Kannske Framsókn hafi í þessu efni skipt um skoðun? * l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.