Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIB Föstudágur 2. apríl 1965 Útgefandi: Fr amkvæmdas t j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. KU UTAN ÚR HEIMI Endurskipulagnin kerfis Tékkóslóvakíu Einstrengistiáltiir kommún- ista hefur siglt efnahagvt- um í strand — IMú á að læra af tfleniry IForcfl ÞAR Tit fyrir skömmu heföi engum dottið í hug að kommúnistaland mundi opna landamæri sín fyrir fyrirtæki, sem ber nafnið Krupp, né heldur að það gerðist í öðru landi handan Járntjalds að velþekktur hagfræðingur frá dögum lýðræð’Lsins gæti opin berlega ráðlagt kommúnista- stjórn landsins af læra af Henry Ford. Menn hefðu held ur ekki trúað því að lepp- stjórnir A-Evrópu undirbygg ju á einn eða annan hátt að taka upp ýmsa hluti, sem hag- fræðikerfi kapítalistisku ríkj- anna telja óhjákvæmilega. En þetta er þó raunverulega að gerast í dag í flestum ríkjum A-Evrópu. Segja má að ein- strengingslegum hagfræðihug myndum sé nú fleygt í bræðslupott, raunar öllu nema þjóðnýtingunni. Og viðbrögð við þessu hafa oft og tíðum verið furðuleg. f>að er einkum Ték.kóslóva- kía, sem áður var þekkt fyrir að fylgja Stalíns-línunni dyggast allra ríkja, sem er nú í þann veginn að leggja s'íðustu hönd á end- urskipu'lagningu efnahagsmál anna á svipaðan hátt og Júgó- silavía gerði fyrir fimm árum, en hið síðarnefnda telst ekki til auisturhtakkarinnar svo- nefndu, sem kunnuigt er. G r urv dv a 11 a ih u gmynd i r þær, sem liggja að baki breytingun utm í Tékkóslóvafcíu eru eink- um að leysa áætlanagerð úr viðjum einnar stjórnarskrif- sbofu, þar sem skrifstofuvald- ið hefur haft lamandi áhrif á þróunina, raumveruLeg mark- áðshagfræði þar sem verð- myndum byggist á framboði, eftirspurn, framtakssemi (og ábyrðartiLfinningu) til þess að mynda hagnað. I>á er og á- herzla lögð á einstaklings- stjóm í verksmiðjuim til að skapa samík-eppni og „bónus- kerfi“ í iaunuim, þannig að betuir sé launað fyrir betri og meiri vinnu. Hinar nýju aðferðir hafa þegar veri'ð teknar upp i um 200 t’yrirtækjum í málmiðnaði og verzlun í tilraunaskyni, og er ætlunin með þessu að þraut kanna hvað vaxtarverki og byrjunargalLa hið nýja kerfi hefur í för með sér, og draga lærdóm af reynslunni, áðnr en öllu efnaíhagskerfimu verð- ur umibyit með firnm ára 4- æblun, sem befjast á 1. janúax 1966. !>að éru þrjú ár efnahags- legrar sböðnunar og tvö ár mikilLa umræðna sem valdið hafa þessari fyrithuguðu gjör byLtLngu. Stjórnmiá La mennLrn - ir og hLnLr „JhaLdssamu“ hag- fræðingar kommúnistafloikks- ins hafa verið ofuriiði bornir þrátt fyrir hávær mótmæli ýmissa þeirra, og yfirlýsingar um að hór sé verið að „smúa oftur til kapí taLsismans f>að ftr hinsvegar ekki rétt því að eftir sem á’ður mun öil verzlun og iðnaður verða í höndum ríkiisins; og þjóðnýt- ingin verður raunverulega ekki minni en áður. Landibún- aðurinn verður enn byggður á grundvelli einstrengingslegs samyrkjubúskapar. Það sem tókneskir kommúnistar eru nú áð gera er aðeims að læra nokikrar efnaihagslegar stað- reyndir, sem orðið hafa til þess að efnahagur Vestur- landa hefur bLómgazt — þó þau sömu Lönd haldi uppi margskonar eftiriiti ríkisins með einkafyrirtækjum og eiintoafjármagni — á meðan efmahagur þeirra eigin iandis hefur vet'ið á sböðugri niður- leið. f sambandi vi'ð þetta hefur Eugen JLoebL ritað grein í hið þekkta tékkneska tíimarit Kuiturni Zivot, þar sem hann Framhald á bls. 22 17" ommúnistar reyna oft að læða því inn í áróður sinn, að kynþáttadeilurnar í Bandaríkjunum sýni, að þar ríki ekki lýðræðislegt þjóð- skipulag og stjórnarvöldin þar í landi vilji koma í veg fyrir að blökkumenn búi við sömu mannréttindi og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Auð- vitað er þessi lævíslegi áróð- ur á sandi byggður vegna þess, að stjórnarvöld Banda- ríkjanna hafa unnið kapp- samlega að því að koma mannréttindamálum þar í landi í það horf, sem bezt er samboðið lýðræðislegu þjóð- félagi'. Ekki þarf að minna á baráttu Kennedys fyrir jafn- rétti svartra og hvítra í Bandáríkjunum, og nú hefur JoKnson Bandaríkjaforseti og stjórh hans tekið upp merkið, þar sem frá var horfið. Það eru þannig stjórnarvöld Bandaríkjanna, sem standa fremst í fylkingu í barátt- unni fyrir jafnrétti svartra manna og hvítra þar í landi. Aftur á móti ber hins að mirinast, að mikill minni hluti hvítra og jafnvel svartra of- stækismanna í Bandaríkjun- um hefur reynt að hindra framkvæmd mannréttinda- laganna og hefta lýðræðis- lega þróun í landinu. Þessi öfl hafa án efa gert Banda- ríkjunum talsvert tjón meðal annarra þjóða, vegna þeirra hörmulegu atburða, sem þau hafa af stað komið. Þessi litli ofbeldisminnihluti hefur því miður rýrt orðstír Bandaríkj- anna, en hinu má ekki gleyma, að mikill meiri hluti bandarísku þjóðarinnar hef- ur slegið skjaldborg um jafn- rétti allra þegna, svartra og hvítra, og áreiðanlega mun ekki langt um líða þar til fullkomið jafnrétti verður komið í framkvæmd um öll Bandaríkin. Sá félagsskapur, sem hefur staðið hvað fremst í and- spyrnunni gegtn jafnrétti svartra og hvítra í Banda- ríkjunum er Ku Klux Klan, eins og kunnugt er. Saman stendur hann af hópi hvítra ofbeldismanna, einkum í Suð- urríkjunum, sem reynt hafa að brjóta stjórnarskrá Banda- ríkjanna í þeim tilgangi að hindra eðlilega þróun mann- réttindamálanna þar í landi. Ekki alls fyrir löngu vakti morðið á ungri konu, Violu Liuzzo, hrylling um heim sllan. Morðingjarnir þekktu hana ekki að öðru en því, að hún. hafði veitt þeim öflum lið í Alabama, sem ákveðin eru í því að koma jafnréttis- hugsjóninni í framkvæmd þar í ríkinu. Morð þetta vakti ekki hvað minnstan hrylling í Bandaríkjunum sjálfum, þar sem það hefur verið for- dæmt. Ekki löngu eftir morð hinnar ungu konu voru fjórir menn úr samtökum Ku Klux Klan handteknir, en heims- athygli vöktu viðbrögð John- sons, Bandaríkjaforseta, þeg- ar hann sagði þessum ofbeldis félagsskap stríð á hendur í nafni bandarísku þjóðarinn- ar. Hann lýsti því yfir að hann mundi sjá til þess, að félagsskapurinn yrði settur undir mjög strangt eftirlit og skoraði síðan á félaga í Ku Klux Klan að „fara úr hon- um áður en það væri um seinan“. Síðan hvatti hann Bandaríkjaþing til að vera á verði gegn þessum ofbeldis- öflum og fór þess á leit við óamerísku nefndina, sem áð- ur hefur m.a. rannsakað undirróðursstarfsemi komm- únista í Bandaríkjunum, að hún gerði athuganir á starf- semi Ku Klux Klan og ann- arri svipaðri starfsemi og hlutdeild þessara afla í því að efna til ofbeldis. í þessu sam- bandi var einnig minnzt á fá- mennar nazistaklíkur, sem skotið hafa upp kollinum í Bandaríkjunum eins og víða annars staðar. Þá lýsti forset- inn því yfir, að hin unga kona hafi verið myrt af „óvinum réttlætisins“. Síðan gat Bandaríkjafor- seti þess, að faðir hans hefði ávallt barizt gegn Ku KIux Klan og lagði áherzlu á, að hann mundi sjálfur halda því áfram „vegna þess að ég veit að hollusta þeirra er ekki holl usta við Bandaríki Norður- Ameríku, heldur samfélag of- stækisfullra hettumanna“. í Bandaríkjunum ríkir eitt hið fullkomnasta lýðræði, sem heimurinn þekkir. Stjórn arvöld landsins eru staðráðin í að verja þetta lýðræði á hverju sem veltur. Mikill meiri hluti þjóðarinnar stend- ur á bak við stjórn sína í þess ari viðleitni. Það er öllum deginum ljósara sem fylgjast með kynþáttadeilunum í Bandaríkjunum. Ku Klux Klan og sálufélagar þeirra hafa smitazt af sama sýklin- um og kommúnistar. Og sjúk dómurinn, sem hann veldur, er trúin á ofbeldið. MÁLVERND ¥ fréttaauka í útvarpinu í *• fyrrakvöld skýrði Halldór Halldórsson, prófessor, frá merkri nýjung. Stofnuð hef- ur verið málnefnd, sem á að fylgjast með nokkrum þátt- um íslenzkrar tungu, en þó á hún einkum að sjá um ný- yrðasöfnun og koma nýyrð- um á framfæri. Er þetta tví- mælalaust hið þarfasta verk og vonandi að nefndinni verði vel ágengt í þeim störfum, sem hún hefur fengið til úr- lausnar. Aftur á móti var ekki að sjá af upplýsingum prófess- orsins, að nefndinni væri ætl- að að fylgjast á nokkurn hátt með málþróuninni hér á landi, framburði og öðru þess háttar. Nýyrði eru auðvitað ágæt, en íslenzk tunga stend- ur ekki né fellur með þeim einum saman. Hér þarf því að taka rösklegar til hendi, og fylgjast einnig með öðrum þáttum í þróun íslenzkrar tungu nú og í framtíðinni. Það ætti ekki síður að vera í verkahring sérfróðra manna, og er vonandi að hið opin- bera láti ekki staðar numið við málnefndina eina, heldur gangi nú vel fram í því að láta t.d. fylgjast rækilega með framburðarþróun málsins og ýmsum þáttum öðrum, svo unnt verði að sporna við fæti, ef málið skyldi renna í annan og óheppilegri farveg en ætla má æskilegt. Við útrýmdum flámælinu á sínum tíma, nú er komið að öðrum þáttum, sem nauðsynlegt er að vera á varðbergi fyrir og uppræta úr tungunni, áður en það er um seinan. Málnefndin er góð byrjun, en hér er um að ræða miklu veigameira mál heldur en fram kom af upp- lýsingum prófessorsins í út- varpinu í fyrrakvöld. EFLUM BÓK- MENNTAÁHUGA ví ber að fagna að Almenna bókafélagið hefur gefið út tvær nýjar bækur eftir unga höfunda, Indriða G. Þorsteinsson og Jóhann Hjálmarsson. Eru þessir ungu höfundar báðir vel þekktir af verkum sínum og má fullyrða að bókmenntamenn hafi á- huga á, að kynnast þessum nýju bókum þeirra. Oft er deilt um verk ungra höfunda eins og vera ber, og sýnist þar sitt hverjum. Það útaf fyrir sig sýnir að mikill áhugi er hér á landi á íslenzkum bók- menntum, og er það vel. A- hugi þessi mætti þó vera raunhæfari — bækur ungra höfunda og þá sérstaklega ljóðskálda, seljast ekki eins og sæmir „bókmenntaþjóðinni“. í þessum efnum þarf að gera átak til að rétta hlut ný- græðingsins í bókmenntunum því framtíð okkar veltur ekki sízt á því, hver þroska- og þróunarskilyrði hann fær hjá þeirri þjóð, sein á að njóta hans. Nýlega hefur Ijóðabók eft- ir Hannes Pétursson verið þýdd á sænsku og gefin út í Stokkhólmi af ljóðaklúbb þar í borg. Mikill áhugi er á ís- lenzkum bókmenntum er- lendis og þá ekki sízt ljóðlist- inni, enda hefur hún fengið góðar viðtökur á Norðurlönd- um. Hannes Pétursson er án efa í fremstu röð ungra ljóð- skálda á íslandi og er vel að ljóðabók eftir hann hefur nú verið þýdd á sænsku. Þá er einnig unnið að þýðingu á ljóðum hans á dönsku og sýn- ir það áhugann, sem útlendir menn hafa á íslenzkri nú- tímaljóðlist. Ljóðaklúbburinn, sem gef- ur út bók Hannesar í Stokk- hólmi er hið merkasta fyrir- tæki og hefur eflt til muna ljóðlistina í Svíþjóð, enda vart hægt að ímynda sér að áhugi á ljóðlist sé öllu meiri annars staðar um þessar mundir. Nú mætti varpa fram þeirri spurningu, hvort ekki sé ástæða til að efla ís- lenzka ljóðlist og glæða áhuga fólks á henni, t.d. með ein- hverri slíkri útgáfustarfsemi hér á landL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.