Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.04.1965, Blaðsíða 28
MORCU N BLADID Föstudagur 2. apríl 1965 F 28 ANN PETRY: STRÆTIÐ — Mamma! Hvað á ég að sjóða egg'in í miklu vatni. ar. Því að í kvöld ætlaði hann að fleygja henni út og fína borð inu á eftir. Hann mókti í stólnum við út- varpið og beið eftir að heyra lyk il Min í skráargatinu, og braut heilann um, hvert hún hefði get að farið. Þetta var í fyrsta sinn sem hann vissi hana hafa farið út eftir að hún kom frá vinn- unni. Því að hún fór í búðir á leið inni þaðan, en eldaði síðan og tók til og sat í fótabaði það sem eftir var kvöldsins. Hún átti enga kunningja að heimsækja. Hann versnaði í skapinu eftir því sem biðin lengdist, af því að hann langaði meira til að hugsa um Lutie en brjóta heilann um, hvert Min hefði farið. 5. KAFLI. Fyrr um kvöldið, þegar Min var að gæða sér á kvöldmatnum í eldhúsinu, var hún alveg viss um það með sjálfri sér, að Jones byggi yfir einhverjum hrekkjum, þar sem hann sat inni í stofunni. Jafnvel þótt hann svaraði engu, þegar hún sagði honum að matur inn væri tilbúinn, þá hélt hún, að hann hlyti að vera soltinn, en þetta væri bara þvermóðska, og loksins missti hún þolinmæðina og kallaði gegn um dyrnar: — Ætiarðu ekkert að éta? Hann hristi höfuðið og hún fór fram aftur og fékk sér í annan bolla aftur og smurði þriðju brauðsneiðina þykkt, og hugsaði með sér. Ekki þekkir hann mig nú mikið. Hann heldur að ég viti ekki, hvað að honum gengur! Hún hafði séð augnatillitið, sem hann gaf frú Johnson, kvöldið sem hún borgaði upp í húsaleig- una. Hann hafði næstum étið hana upp til agna með augunum, svo hrifinn var hann af því að hún var svona há og grönn og heilbrigð í útliti. Þrisvar síðan hafði hún opnað hurðina og séð hann vera að glápa á eftir henni þegar hún gekk upp stigann. Hann heldur, að ég viti ekki, hvað honum er efst í huga, sagði hún við sjálfa sig. Jú, hún vissi það mætavel og hún vissi líka, hvernig hún sjálf ætlaði að snúast við því. En fyrst yrði hún nú samt að fá frú Hed- ges til að benda sér á nýjan dval arstað. Hún þóttist viss um, að frú Hedges vissi um eitthvað og mundi með ánægju benda henni á það, af því að hún vildi hvers manns vanda leysa. Ekki svo að skilja, að Jones væri þar sam- mála, af því að honum var í nöp við frú Hedges. Hann vissi held ur ekki, að henni væri kunnugt um það. En hún hafði séð hann rannhvolfa augunum upp í gluggana hjá frú Hedges, og and litið á honum hafði verið eins og á sjálfum djöflinum — -svart og illskufullt. Jones fór út úr íbúðinni og Min stóð upp frá eldhúsborðinu, lædd ist varlega fram að dyrunum og leit út í ganginn. Hann var að tala við strákinn hennar frú Johnson — og það var svei mér hraustlegur krakki. Kannski gæti það verið rétt að tala utan að því við frú Johnson, að það væri ekki rétt að láta hann vera allt of mikið með Jones. Ekki að það væri svo sem neitt athuga- vert við Jones, það var bara þetta, að hann var svo lengi bú inn að búa í kjöllurum, að hann hafði fengið ýmsar skrítnar flug- ur í kollinn. SHHBWH 13 Hún stóð svona þangað til hún heyrði Jones opna kjallaradyrn ar og stíga þungt niður eftir stig anum. Hann yrði þar nógu lengi til þess, að hún gæti klætt sig og ráðgast við frú Hedges. Hún flýtti sér að þvo upp, og hugsaði sem svo, að hvort sem hann kæmi mínútinni fyrr eða seinna upp úr kjallaranum, þá gæti það engu breytt. Hún hafði fataskipti í snatri og fór í betri .kjólinn og sparikápuna, og meira að segja nýrri skóna. Hun var dálítið hikandi þegar kom að hatt inum. Þríhyrnan, sem hún hafði yfir höfðinu í vinnuna var þægi legri, en hatturinn virðulegri. Hún nældi því kollháan, svartan flókahatt á höfuðið með löngum hattprjónum og festi hann þannig til að standast vindinn, sem stund um var hvass þarna í götunni. Hún leit í kring um sig í stof unni, rétt til að sannfærast um, að Jones hefði ekki komið inn meðan hún var að hafa fata- skipti. Stundum læddist hann svo hljóðlega inn, að hún varð hans alls ekki vör, en liti hún við, þá gat hann setið þarna í stólnum við útvarpið, eða jafnvel staðið rétt fyrir aftan hana í eld húsinu. Rétt eins og draugur. Til þess að vera viss um, að hún væri þarna ein, leit hún inn í bæði eldhúsið og baðherbergið. Síðan gekk hún að stóra borðinu og hnipraði sig niður, þó án þess að svarta kúpan snerti gólfið. Hún seildist inn undir borðið, en þegar hún rétti úr sér aftur var hún með ofurlítinn seðlavöndul í hendinni. Það var féð, sem hún hafði verið að spara saman í nýjar tennur. Hún leit á pening ana, rétt eins og til að ráða það við sig, hvort hún ætti að taka þá alla með sér. Jú, það ætti hún að gera, hugsaði hún um leið og hún stakk þeim í veskið sitt. Það var aldrei að vita, hversu mikils hún þyrfti með. Áður en hún fór út, klappaði hún mjúklega á borðið. Þetta var bezti peninga-felustaður, sem henni gat dottið í hug. Hún elsk aði gljáandi plötuna á borðinu og sveigjurnar í klóaloppunúm, en aðalkosturinn á því var samt leynihólfið, sem í því var. Áður en hún eignaðist borðið, hafði hún aldrei getað lagt aura til hlið ar, því að mennirnir hennar höfðu alltaf fundið þá, þó ekki væri nema einsdalsseðill eða kop arhlunkar. Það var sama, hvar hún faldi þá, þeir skyldu alltaf þefa þá uppi. Það var eins og þeir fyndu af þeim lyktina, hvort sem þeir voru settir í kaffikönn ur, undir diska, í ískassann, und ir rúmdýnur, milli rúmfatanna eða undir gólfábreiður. Stórikarl, næsti maðurinn á undan Jones, gat haft það til að rífa peningana upp úr sokkun- um hennar, fara með harðar krumlurnar inn undir kjólinn hennar, af ákafanum að ná í þá. En þegar hún fékk borðið, gat húfl platað Stórakarl. Einmitt þessvegna hafði hann hiaupið frá henpi. Og henni var svo sem sama þó hann færi, því að hann var alltaf fullur, blankur og svangur og að eiga að fæða hann var eins og að ausa í botnlausa tunnu. Þegar því Jones bsuð henni að flytja inn til sin, hafði hún tekið boðinu fúslega. Því að hún átti sér engan vísan samastað. Auk þess hafði hún borðið, svo að hann mátti þá vera eins og hin ir, því að borðið mundi varð- veita aurana hennar, og bráðum hefði hún nóg til að kaupa sér tennurnar. En Jones var ekki eins og hinir. Hann bað hana aldrei um aura. Það og svo hitt, að hann hafði boðið henni húsa- skjól, gaf henni einhverja glaða öryggiskennd. Hanh hafði vilja hana sjálfrar hennar vegna, en ekki vegna þeirra aura, sem hann gæti kreist út úr henni. Þegar hún kom ú.r vinnunni, tók hún því til í íbúðinni hjá honum, eldaði fyrir hann og pressaði fötin hans. Hún keypti kánarífugl 1 skrautbúri, af því að henni fannst hún verða að arta eitthvað upp á íbúðina, til að sýna þakklæti sitt. Þegar hún nú þurfti enga húsaleigu að greiða, safnaðist henni óðum fé, svo að bráðum gæti hún fengið tennurn ar, auk ýmislegs smávegis, sem hún keypti í búðunum í Áttundu tröð, þegar hún var þar á ferð inni. Henni var alveg sama þó að Jones væri fámáll og fengi stundum ólundarköst — en þá mátti hvorki hún né hundurinn verða á vegi hans. En þrátt fyrir þetta skap, þótti honum vænt um hana á sína vísu og hann þarfnaðist hennar raunverulega. Hún vissi ekki sjálf, hvenær hún hafði verið svona hamingjusöm. Það gat blossað upp í henni, svo að hún þreyttist aldrei á að tala við hann og hundinn. Og þegar hann og hundurinn fóru út og stóðu fyrir utan húsið, talaði hún bara við sjálfa sig, en svo lágt, að fólk skyldi ekki heyra til hennar og halda, að hún væri eitthvað skrítin í koilinum. Allt var sem sagt í himnalagi þangað til þessi frú Johnson flutti í húsið. Þá breyttist Jones svo mjög, að nú var hann alltaf níðingslegur og önugur. Hann sparkaði í hundinn og lamdi hana. Og það var ekki lengra síð an en í gærkvöldi, þegar hún var að taka baunirnar út úr bakara- ofninum, þá hafði hann sparkað í hana, rétt eins og hún væri hundurinn. Henni hafði tekizt að halda í baunabakkann, en sagði ekki neitt og tókst að kingja ópinu, sem var komið upp í kverkarnar á henni, af því að hún. vissi alveg hvað að honum gekk. Hann hafði verið að bera saman. baksvipinn á henni og hitt, hvernig frú JohnSon mundi líta út ef hann sæi hana svona aftan frá. Jæja, tennurnar urðu þá að bíða eitthvað enn, því að hún varð að eyða öllu andvirðinu til þess að geta haldið í íbúðina. Hún lokaði hægt á eftir sér. — unum þægilega fyrir á glugga- kistunni og bjóst til að eiga langt viðtal. — Heldurðu, að ég mætti koma inn eina mínútu? sagði Min. — Það er nokkuð dálítið mikilvægt, sem ég þyrfti að tala um við þig. — Sjálfsagt, elskan. Gaktu beint inn. Hér er alltaf opið. En þú ættir að hringja tvisvar svo að stúlkurnar haldi ekki, að það sé viðskiptavinur. Min hringdi tvisvar og gekk inn, hugsandi með sjálfri sér: Ef þetta gengur ekki, að hún geti hjálpað mér, þá veit ég ekki hvað ég á til bragðs að taka. Hún get- ur bent mér á eitthvað ef hún vill, en stundum er fólk svoddan kvikindi, að það vill það ekki. En frú, Hedges er ekki þannig, hugsaði hún vongóð. Áreiðanlega ekki frú Hedges. Iheodór $. Georgsson málflutningsskrifstofa Uverfisgötu 42, III. hæð. Símj 17270. Höfn í Hornafirði BRÆÐURNIR Ólafur og Bragi Ársælssynir á Höfn í Hornafirði eru umboðsmenn Morgunblaðsins þar. Þeir hafa einnig með höndum blaðadreifinguna til nær- liggjandi sveita og ættu bændur, t.d. í Nesjahreppi að athuga þetta. Sandur UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Sandi er Herluf Clausen. Gestum og gang- andi skal á það bent, að í Verzl. Bjarg er Morgun- blaðið selt í lausasölu. Grundarfjörður VERZLUN Emils Magnús- sonar í Grundarfirði hefur umboð Morgunblaðsins með höndum, og þar er blaðið einnig selt í lausasölu, um söluop eftir lokunartíma. Blaðburðarfólk öskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Sími 22-4-80 Lindargata Bergstaðarstræti KALLI KÚREKI -*■ Teiknari: J. MORA — Sjáðu þetta. I>eir eru svei mér ekki hræddir. — Eg hef það á tilfinninguimi að þetta séu slæmir Indíánar. — Kjöt hvítu mannanna er skolli gott. — Gott, slæmt. Hverju skiptir það. Það er fengið í landi sem hvítu mennirnir stálu frá Apache-Indi- ánunum. — Ætlarðu að skjóta þá núna eða tala við þá fyrst. — Eg vona að enginn verði skot- inn, en byssan verður örugglega laus í hulstrinu þegar við tölurn við þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.