Morgunblaðið - 20.05.1965, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 20. maí 1965
MORCUNBLAÐIÐ
19
Hvitu strikin sýna fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir 1965 og svörtu strikin fyrirhugaða un dirbyggingu gatna í Reykjavik
3965. Aðarar götur eru merktar með gráu.
Malbikun að hefjast
í höfuðborginni
Lagning gangstétta boðin út
i sumar
MALBIKUNARFRAMKVÆMD-
IR eru nú að hefjast á þessu vori
í höfuðborginni, byrjað í Laug-
arnesinu. Um 10 götur hafa þeg-
ar verið undirbúnar undir mal-
bikun. Fyrst er tekinn fyrir
Reykjavegur og síðan farið á
Lækina, sem hafa verið undir-
búnir undir malbikunina, að þ-ví
er Ingi Ú. Magnússon, gatna-
stjóri tjáði blaðinu. Eftir það er
komið að grunnunum, Brúnaveg
og Kleifarveg og þaðan farið í
Stakkalhlíð, Háteigsveg, Reykja-
hlíð og Flókagötu, en þetta er í
samræmi við malbikunaráætlun
borgarinnar.
Fyrir nokkru var byrjað að
vinna við gangstéttarlagningu og
er nú unnið við hana á Marar-
götu, Öldugötu og Túngötu, og
nýbúið er að steypa gangstéttir
við Hringbrautina milli Miklu-
brautar og Laufásvegar, í Stakka
hlíðinni og Hofteig. Nú verður
farið inn á þá nýju braut að
bjóða út lagningu gangstétta,
bæði vegna þess að útboð fara
nú vaxandi hjá bænum og hafa
gefizt vel og eins vegna skorts á
vinnuafli. Er verið að undirbúa
slíkt útboð.
í>á er verið að gera við mal-
bikaðar götur um allan bæ eftir
veturinn, bœði bæta og malbika
yfir. En ætlunin er að gera
Finþáttungarnir Nöldur og Sköilótta söngkonan verða sýndir í 30.
Sinn í kvöld, fimmtudag, á Litlasviðinu í Lindarbæ. Aðsókn hef-
ur verið ágæt og hefur verið jippselt á flestar sýningarnar Mynd-
ln er af leikendum í Sköllöttu söngkonunni.
meira að því í framtíðinni að
holufylla og setja síðan heil lög
yfir en hingað til.
Malbikaðar götur í sumar
Malbikunin nú hefst í sam-
ræmi við áætlunina um malbik-
un gatna í Reykjavík á árinu,
en þar er gert ráð fyrir að í
maimánuði verði þessar götur
malbikaðar: Reykjavegur, Lauga
lækur, Rauðalækur, Brekkulæk-
ur, Selvogsgrunn, Sporðagrunn,
Brúnavegur, Kleifarvegur,
Stakkahlíð og Háteigsvegur,
austan Lönguhlíðar.
Síðan er reiknað með að hægt
verði að halda áfram í sumar til
septemberloka og göturnar mal-
bikaðar í þessari röð: Háteigs-
vegur vestan Lönguhlíðar,
Reykjahlíð, Flókagata, Eiðs-
grandi, Hringbraut, Kvisthagi,
Fornhagi, Dunhagi n. Fálkagötu,
Fálkagata, Tómasarhagi austan
Dunhaga, Lynghagi, Starhagi,
Ægissíða s. Dunhaga, Hátún, Mið
tún, Stórholt, Stangarholt, Með-
alholt, Bólstaðahlíð, Skaftahlíð,
Bogahlíð, Háahlíð, Ánanaust,
Sólvallagata, Holtsgata, Nýlendu
gata, Tómasarhagi v. Dunhaga,
Dunhagi v. Tómasarhaga, Ægis-
síða n. Dunhaga, Hofsvallagata,
Laugarnesvegur, Kleppsvegur,
Felismúli, Grensásvegur, • Kapla-
skjólsvegur, Nesvegur og Mikla-
braut áfram innan við Grensás-
veg.
Gangstéttarlagning
Gangstéttir við þessar götur í
gamla bænum er áfor mað að
helluleggja í sumar: í Vesturbæn
um Hrannarstíg, Unnarstíg, Mar-
argötu, Túngötu, Hávallagötu,
Sólvalíagötu, Hólatorg, Kirkju-
garðsstíg, Ásvallagötu, Brávalla-
götu, Ljósvallagötu, Hofsvalla-
götu, Bræðraborgarstíg og Gróf-
ina. Og í Austurbænum Fjólu-
götu, Smáragötu, bórsgötu, Óð-
insgötu, Bergstaðastræti, Spít-
aiastíg, Njálsgötu, Grettisgöu,
Rergþórugötu, Barónsstíg, Vita-
stíg, Frakkastíg, Klapparstíg,
Hverfisgötu, Rauðarárstíg, Braga
götu og Bjargarstíg.
Steyptar verða gangstéttir við
þessar malbikuðu götur: Hring-
braut, Leifsgötu, Borgartún, Ing-
ólfsstræti, Stakkahlíð, Skafta-
hlíð, Bólstaðahlíð, Úthlíð, Flóka-
götu, Háhún, Álftamýri, Ármúla,
Sigtún, Laugateig, Hofteig, Silf-
urteig, Helgateig, Kirkjuteig,
Hraunteig, Hrísateig, Otrateig,
Álfheima, Hjarðarhaga, Forn-
haga, Dunhaga, Skúlagötu og
Laugaveg. Og malbikaðar verða
gangstéttir við Grófina og
Tryggvagötu.
Hér er þá ótalin vinna við ýms
ar malargötur, sem áformuð er í
sumar og við alcbrautir í nýjum
hverfum. Er áætluð gatnagerð í
sumar fyrir 92,9 millj. kr. og hol-
ræsagerð fyrir 54,8 millj. eða
samtals 147,7 millj. kr.
Reiðhjól
Nýkomin falleg reiðhjól fyrir drengi og telpur
7—12 ára.
Verð kr. 1895,—
Karlmannahjól kr. 2120.—
Miklatorgi.
Hafnarfjörður Hafnarfjörður
Atvinna
Viljum ráða mann helzt eitthvað vanan sælgætis-
gerð eða ungan reglusaman mann sem áhuga hefði
á slíku starfi.
Efnagerðin Kaldá
Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði — Sími 51280.
Jóhonn Gnrðor
Jóhnnnesson
ii
fró Oxney
F. 15. nóv. 1897. D. 21. febr. 1965.
Klökknar lund við kveðjumál
kvatt hefur Jóhann Garðar
—- fagurhljóma — söngvasál
sonur Breiðafjarðar.
Fúna kveikir. Fallin bið
feigðarleik að hlýða.
Hæstu eikur eiga við
erfiðleika að stríða.
Brá til fagurblika máls
brosa, lagaslyngur,
þuldi brag og þreytti frjáls
þjóðkær hagyrðingur.
Stuðla-nisti stakan bar
stílhrein kysstust merkL
Stemma er gisti góm hans var
gerð að listaverkL
Heimför andans hefur skeð
heppnast land að taka,
fyrir handan hafið séð
„heiðar strandir vaka“.
Listatökum leikni manns
lék við rök og gaman.
Lengi stökur, stemmur hana
standa vöku saman.
Vinur minn er vikinn frá
veröld finna og kanna. ^
Góða kynning geri hjá
gulli minninganna.
Iðunn man þig, mann og sál
meðan þekkist gleðin,
talað íslenzkt móðurmál
mynduð staka og kveðin.
Sigurbjörn Stefánsson
frá Gerðum.
Magnús Thorlacius
hæstaréttarlögmaður
Málflutningsskrifstofa
Aðalstræti 9 — Sími 1-1875
Ingi Ingimundarson
hæstaréttarlögir.aöur
Klapparstíg 26 IV hæð
Sími 24753.
Félagslíf
KR, knattspyrnudeild
Sumartafla 1965
5. flokkur C — D
Mánudaga kl. 5.2Ó grasv.
Þriðjudaga kl. 5.20 malarv.
Miðvikudaga kl. 5.20 grasv.
fimmtudaga kl. 5.20 malarv.
Þjálfari Gunnar Jónsson.
5. flokkur A — B
Mánudaga kl. 6.20 grasv.
Þriðjudaga kl. 6.20 malarv.
Miðvikudaga kl. 6.20 grasv.
Fimmtud. kl. 6.20 malarv.
Þjálfari Gunnar Jónsson.
^4. flokkur A — B — C
Mánudaga kl. 7—8 malarv.
Þriðjudaga kl. 7—8 grasv.
Fimmtudaga kl. 7—8 grasv.
Föstudaga kl. 7—8 malarv.
Þjálfari
Sigurgeir Guðmannsson.
3. flokkur A — B
Mánudaga kl. 8—9 Malarv.
Þriðjudaga kl. 8—9 grasv.
Fimmtudaga kl. 8—9 grasv.
Föstudaga kl. 8—ð malarv.
Þjálfari Óskar Guðmucdss.
2. flokkur A — B
Mánudaga ki. 7.30.
Þriðjudaga kl. 9.
Fimmtudaga kl. 9.
Pöstudaga kl. 7.30.
Þjálfari Hreiðar Ársælsson.
1. og meistaraflokkur
Æfingar samkv. sértöflu.
Þjálfari Guðbjöm Jónsson.
KR-ingar klippið æfingatöfl-
una út og mætið vel eftir
henni.
Knattspyrnudeild KR.