Morgunblaðið - 20.05.1965, Blaðsíða 30
30
MORCU N BLAÐIÐ
Fhnmtudagur 20. mai 1963
Viss hætta fylgir kafsundi
BRIDGE
□------□
Myndin er af íslenzka liðinn, sem sigraði í Norðurlandameistaramótinu í útihandknattleik, sem haldið var í Reykjavík s.I. sum-
ar. Nú hefur verið ákveðið að Island mæti Danmörku í heimsmeistarakeppninni.
HM kvenna:
Island mætir Danmörku
Leikjum skal lokið 31. oktober
DiANSKA blaðið Politiken skýrir 12 leikir, heima og heiman, nema
frá því s.l, sunnudag, að nú sé hjá U.S.A. og Japan, þar skulu
endanlega ákveðið hvaða lönd
mætast í undankeppni heims-
meistarakeppni kvenna í hand-
knattleik. Löndin eru þessi:
Danmörk — fsland
Júgóslavía — U.S.A.
Rússland — Holiand
Tékkóslóvakía — Japan
Unigverjaland — A-Þýzkaland
Pólland — Svíþjóð eða Noregur.
Rúmenía, sem heimsmeistarar
og V-Þýzkaland, sem gestgjafar
komast beint í úrslitin, sem fram
fara í V-Þýzkalandi dagana
7.—13. nóvember n.k. í úrslita-
keppnina komast 8 lið og varð
því að hafa tvöfalda undankeppni
milli þriggja landa, þ.e. fyrst
keppa Noregur og Svíþjóð og síð-
an keppir sigurvegarinn við Pól-
land.
Undankeppni skal vera lokið
fyrir 31. júlí n.k., nema í þeim
leikjum ‘er Ísland, Japan og
U.S.A. keppa. Þar skal undan-
keppni vera lokið minnsta kosti
viku áður en úrslitakeppni hefst,
þ.e. í síðasta lagi um mánaðar-
mótin október — nóvember.
í undankeppni skulu fara fram
báðir leikirnir fara fram í heima-
lándi mótherjanna.
Þar sem ekki ef-reiknað með
að ísland geti boðið upp á lög-
legan keppnisvöll, verða báðir
leikirnir við Dani að fara fram
í Danmörku.
Þegar undankeppni er lokið
verður þátttökuliðunum 8 raðað
i 2 riðla og verður þá tekið til-
lit til frammistöðu í síðustu heims
meistarakeppni.
Politiken raðar til gamans lönd
um í riðla og þannig:
1. riðill: Danmörk, Júgóslavía,
Rússland, V-Þýzkal.
2. riðill: Rúmenar, Tékkar,
Untgverjal., Pólland.
Leikir í 1. riðli fara fram í Ber-
lín, Hannover og Bochum, en leik
ir í 2. riðli í Offenburg, Frei-
burg og Ludwigshafen.
Úrslitaleikurinn fer fram í
Wesltfalenhalle í Dortmund 13.
nóvemiber.
Úrslit Reykjavík-
urmótsins í kvöld
í KVÖLD leika KR og Valur til
úrslita í Reykjavíkurmótinu. —
Leikurinn fer fram á Melavell-
inum og hefst kl. 20.00.
Þegar gengið var frá niðurröð-
un knattspyrnumótanna í sumar
var ákveðið að halda auðum degi
í þessari viku fyrir úrslitaleik í
Reykjavíkurmótinu, ef til kæmi
að 2 félög yrðu jöfn, svo sem bar
við í fyrra. Þá sætti það mikilli
gagnrýni, að ekki væri gert ráð
fyrir slíkum aukaleik, er gengið
væri frá niðurröðuninni.
Mótanefnd K. S. í., sem raðar
niður leikium 1. deildar, stillti
upp leik KR og Vals í 1. deild
hinn 20. maí með fyrirvara um
að flytja hann til, ef til auka-
leiks kæmi. Verður því leikur
KR og Vals í Reykjavíkurmótinu
háður í kvöld, en leikurinn í 1.
deild fluttur til og fer hann fram
föstudaginn 4. júní á Laugardals
velli.
Áður fyrr var það aðalviðburð
ur sumarsins, er þessir gömlu
keppinautar mættust. Var mikil
eftirvænting eftir þeim leikjum,
en sú barátta féll í skuggann, er
Akurnesingar komu fram á svið
ið. Nú er á ný mikil eftirvænting
og áhugi fyrir leik milli KR og
Vals, og verður fyrirframsala á
Melavelli í dag frá kl. 18.00.
Leikurinn hefst kl. 20.00 og
er það gert með tilliti til hugsan
legrar framlengingar, en verði
liðin jöfn að loknum 90 mínútna
leik, verður framlengt í 2x15
mín. Verði þá enn jafnt verður
efnt til annars úrslitaleiks síðar.
Að leik loknum mun Andreas
Bergmann, varaformaður í. B. R.
afhenda sigurvegurunum verð-
laun og Reykjavíkurbikarinn.
LOKIÐ er íyrstu umferð á
heimsmeistarakeppninni í bridge,
sem fram fer þessa dagana í
Buenos Aires. í þessari umferð
hafa verið spiluð 48 spil milli
sveita og að þeim loknum er
staðan þessi:
ítalía — Argentína 153:67 *
Emgland — U.S.A. 105:83
ítalía — England 66:27
Argentína — U.S.A 44:38
U.S.A. — ftalía 90:64
England — Argentína 117:66 .
í fyrrinótt voru spiluð 48 spil
til viðbótar í leikjum milli ítalíu
og Englands og U.S.A. og Argen-
tínu. í þessari umferð spiluðu
fyrir ítalíu: Forquet; Garozzo;
Belladonna og Avarelli, en fyrir
England: Rose; Harrison Gray;
Shapiro og Reese. ítölsku spilar-
arnir spiluðu mjög vel og unnu
þessa umferð með 88:59.
Bandarísku sveitinni tókst
heldur betur að bæita stöðuna
gegn Argentínu í þessari umferð
(spil 49—9>6). Þeir fengu 98 stig
gegn 46 stigum Argentínu. Fyrir
Bandaríkin spiluðu: Erdos; Pett-
erson; Laventritt og Schenken,
en fyrir Argentinu: Attaguile;
Rocohi; Cabanne og Santamarina.
Að loknum 96 spilum er staðan
þessi:
ítalía — England 154:86 |
U.S.A. — Argentína 136:90
Erfitt er að spá nokkru um úr-
slit, en augljóst er að sveitin frá
Argentínu er veikari en hinar
þrjár sveitarnar. Itölsku spilur-
unum gekk ekki vel í leiknum
gegn Bandaríkjasveitinni, en ef
dæma má eftir fyrri keppnum
eiga þeir vafalaust eftir að rétta
hlut sinn.
Keppninni lýkur 23. maí.
Bandaríkjamtnn gera sér miklar vonir um sigur í heimsmeistara-
keppninni í bridge. Myndin er af bandarísku sveitinnl talið frá
vinstri (standandi): Howard Schenken , Peter Leventritt, Jay
Becker, Ivan Erdos, Keley Peterson. Sitjandi: John Gerber, sen»
cr fyrirliði og frú Dorothy Hayden.
f HVERRI sundlhöll að heita má,
keppa börn og unglingar sín í
milli í sundi og köfun. Venju-
lega búa þátttakendurnir sig und
ir keppnina me'ð því að draga
djúpt andann nokkrum sinnum
áður en þeir steypa sér.
Engan þeirra, og ekki full-
orðna heldur, og fæsta af sund-
kennurunum grunar, að þessi
undirbúningur undir köfun og
köfunarsund geti verið hættu-
legur.
Skal nú skýrt frá því með
nokkrum orðum hvernig á því
stendur, að þessi hætta er óum-
flýjanleg staðreynd. Sund er erf
ið íþrótt- Áreynslunni á vöðvana
fylgir mjög aukin þörf á súr-
efni, og keppendurnir ímynda
sér að þeir geti birgt sig upp
af því áður en þeir stinga sér
til sunds méð því að anda djúpt.
En andardráttur gerir annað
og meira en að afla líkamanum
súrefnis. Með aðstoð hans losar
hann sig við kolsýru, en hún
kemur fram við efnaskiptin
(brunann). Jafnvæginu eða rétt-
I um hlutföllum milli kolsýrunn-
ar og andrúmsloftsins í lungun-
um er stjórnað af ósjálfráða
taugakerfinu, og má lítið út af
bera. En það má breyta þessu
hlutfalli me'ð því að anda hrað-
ar og breytist þá kolsýrumagn
blóðsins, þannig að bráður háski
getur stafað af.
Krampi getur hlotizt af þvi að
anda óeðlilega ört. Þó er það
ekki þetta, sem veldur hættunni
af að anda djúpt áður en lagzt
er til sunds. Það sem yfirliði
getur valdið, er þa'ð, að líkam-
inn losi sig við kolsýruna örar
og í meira mæli en að jafnaði
gerist, og jafnframt sé reynt all-
mikið á vöðvana. Yfirlið af þessu
tagi kemur án þess að gera nokk-
ur boð á undan sér, og gerist
þetta í kafi, eru björgunarhorf-
urnar ekki góðar.
Enginn vafi er á því, að marg-
ar drukknanir eru því að kenna,
a'ð almenningur veit þetta ekki.
Frá Englandi berast fregnir um
13 slík tilfelli, sem öll gerðust
við sundæfingar, og af þeim
urðu a-m.k. 5 banaslys, og var
þó margt manna viðstatt í sund-
lauginni í öll skiptin.
Með tilraunum hefur tekizt að
sanna, að yfirliðin koma alveg
að óvörum og gera engin minnstu
boð á undan sér, svo ekkert ráð
rúm er til að leita sér bjargar.
Ef ma'ður andar djúpt 10 til
15 sinnum, heldur síðan niðri í
sér andanum, og gerir líkams-
æfingar jafnframt, svo sem djúp
ar knébeygjur, fer ekki hjá því
að hann falli í ómegin.
Hið sama getur einnig gerzt
við iangvinnan, ákafan hósta.
Þetta sannaðist fyrir nokkrum ár
um, þegar eftir því var tekið, að
ýmsum, sem þjáðust af hósta
var gjarnt til að fá yfirlið, og
hlutust stundum af því slys, ef
viðkomandi sat vi'ð stýri bif-
reiðar. Þegar þetta var rannsak-
að, kom í ljós, að maðurinn hafði
fengið hóstahviðu, og staðið á
öndinni snöggvast á eftir, af því
að lungun voru tæmd af lofti.
Á því leikur varla nokkur
vafi, að þa'ð er hættulegt að búa
sig undir köfun eða köfunarsund
með því að anda djúpt hvað eftir
annað, áður en lagzt er til sunds
ins. Og líði yfir mann djúpt niðri
í laúginni,. eða á botninum, af
þessum sökum, er varla þess að
vænta að fram komi þau ósjá'lf-
rá'ðu taugaviðbrögð, sem til þess-
eru ætluð að forða því að vatn
fari ofan í lungun.
Auðvitað er ætíð hættulegt
að verða veikur á sundi, en það
kemur v.arla fyrir að ekki líði
4 til 5 sekúndur á'ður en manni
hverfur meðvitund, og ætti þá
að gefast nægur tími til að kalla
á hjalp. Þannig fer ætíð þegar
sundmaður fær krampa af því
að vatnið er of kait- Þessi stutti
frestur hefur nægt mörgium til
bjargar. En sá sem missir með-
vitund af því sem hér hefur
verið greint, á sér enga bjargar-
von nema einhver nærstaddur
sjái til hans áður en mínúta er
liðin og komi svo tafarlaust tii
bjargar.
M0LAR
FYRRVERANDI heimsmeist-
ari í þungavigt Floyd Patter
son, sigraði Tod Herrnig í 3.
lotu í keppni, sem fram fór
í Stokkhólmi í sl. viku. ,
UNGVERSKA liðið Ferene
Vards tryggði sér rétt til að
keppa í undaúrslitum í borga-
keppni með því að vgra
spánska liðið Atletico Bjib-
ao með 3:0 í aukaleik er liðin
urðu að heyja.