Morgunblaðið - 20.05.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.05.1965, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtndagur 20. maí 1965 Öllum vinum mínum og velvildarmönnum, sem vott- uðu mér vinsemd með heimsóknum, viðtölum, símskeyt- um, bréfum, blaðagreinum, gjöfum eða tjáðu mér á ein- hvern hátt hlýhug sinn í sambandi við sjötugsafmæli mitt 10. þ.m. — þakka ég innilega og óska þeim af alhug velfarnaðar. pt. Reykjavík, 20. maí 1965 Karl Kristjánsson frá Húsavík. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda vináttu á sextugsaf- mæli mínu. Björn Bjarnason. Hjartans þakkir til allra sem glöddu okkur á gull- brúðkaupsdegi okkar með gjöfum, blómum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug og Guðmundur Waage. Stúlka óskast til ræstinga í sumarbúðum þjóðkirkjunnar að Kleppjárnsreykjum. Uppl. gefur séra Hjalti Guð- mundsson sími 12553. Móðir okkar INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Fjalli, Skeiðum, andaðist í sjúkrahúsinu á Selfossi 18. þessa mánaðar. Börnin. Jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, KRISTINNS PÉTURSSONAR blikksmíðameistara, fer fram frá Fríkirkjunni næstkomandi föstudag 21. þ.m. kl. 1,30. Bóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hins látna eru beðnir að láta það renna til líknarstofnana. Guðrún Ottadóttir, börn og tengdabörn. Bróðir okkar GUNNLAUGUR M. JÓNSSON verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. þ.m. kl. 1,30. — Blóm vinsamlega afþökkuð. Sigurður Jónsson, Lárus G. Jónsson, Málfríður Jónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir. Séra SIGURJÓN JÓNSSON fyrrum sóknarprestur að Kirkjubæ á Fljótsdalshéraði, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, laug- ardaginn 22. maí kL 10,30. Athöfninni i kirkjunni verður útvarpað. Anna Sveinsdóttir, Sindri Sigurjónsson, Fjalarr Sigurjónsson, Frosti Sigurjónsson, Máni Sigurjónsson, Vaka Sigurjónsdóttir. Faðir okkar WILHELM ERNST BECKMANN lézt á Vífilsstöðum þann 11. þ.m. Athöfnin hefur farið fram. Þökkum af alhug auðsýnda samúð. Einar Beckmann, Hrefna Thorhallsson. Þökkum af alhug öllum þeim er auðsýndu okkur vin- áttu og samúð við andlát og jarðarför okkar elskulega vinar ÁSGEIRS KRISTJÁNSSONAR vélvirkja, Hlíðargötu 7, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Eiginkona, dætur, faðir, systkini og aðrir vandamenn. Irinilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför mannsins míns KRISTJÁNS EINARSSONAR frá Hrísakoti í Helgafellssveit. Jóhanna Lárusdóttir og vandamenn. Sigurbjörg Pálsdótti HINN 21. apríl síðastliðinn and- aðist frú Sigurbjörg Pálsdóttir, ekkja Eggerts Jónssonar kaup- manns á Óðinsgötu 30 hér í borg. Bagga, en svo var Sigurbjörg r.efnd í daglegu tal meðal kunn- ingja, var komin hátt á áttugasta og áttunda árið, þegar hún lézt. Hún var fædd á Gaddstöðum á Rangárvöllum 26. júlí 1877, og voru foreldrar hennar Páll Jóns- son, bóndi þar, og Margrét Eiríks dóttir, kona hans. Bagga dvaldist í heimahögum til tvítugsaldurs. Þá hleypti hún heimdraganum, hélt til Reykja- víkur og vann þar næstu vetur, en var í kaupavinnu í sveit á sumrum, eins og þá var alltítt. Tvö sumur var hún í Reykholti í Borgarfirði. Þar kynntist hún Eggert, er síðar varð maður henn ar. Þau, Eggert og Bagga, settu saman bú á Rauðsgili í Borgar- firði og bjuggu þar í níu ár. Þau eignuðust ekki jörðina og urðu að hverfa af henni eftir þann tíma. Næstu tvö árin voru þau í húsmennsku og leituðu fyrir sér eftir öðru jarðnæði. En það var hvergi fáanlegt. Svo þröngt voru sveitir landsins setnar á þeim árum. Þá völdu þau þann kostinn að flytjast til Reykjavíkur o,g setj- ast þar að. í Reykjavík áttu þau síðan heima til dauðadags, en Eggert lézt fyrir nokkrum árum. Kynni mín af Böggu voru ekki löng í hlutfalli við hennar ár- mörgu ævL Það mun hafa ver- ið fyrir tólf árum, er ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna. Þar þurfti ekki að koma nema einu sinni til að sjá, að allt var þar með hinum mesta myndarbrag. Þar var allt fágað, hátt og lágt. Eftir því var gestrisnin. Varla mun gest h*fa borið þar að garðL svo ekki væru fram born- ar hinar rausnarlegustu veitingar, enda sagði ég stundum við Böggu í gamni og alvöru, að hún héldi töðugjöld alla daga ársins. Og Bagga tók ekki aðeins rausnarleiga á móti gestum. Hún tók líka innilega á móti þeim. Öllum leið vel í návist hennar. Umhverfis hana ríkti ró og frið- ur. Bagga var jafnan ræðin, en hógvær í tali. Hún gladdist yfir höppum annarra, aumkaði þá, sem ekki voru lánsamir, en tal- aði ekki illa um nokkurn mann. Aldrei sagði hún sögur af öðru fólki til að smækka það eða gera lítið úr því í augum annarra, enda vildi hún öllum mönnum vel, færði allt til betri vegar. Gaman var að ræða við hana um uppvaxtarár hennar á Rang- árvöllum. Hún mundi nítjándu öldina. Hún mundi séra Matthí- as í Odda. Hún mundi jarðskjálft ana miklu 1896. Þá var hún nítján ára. Minni hennar var traust. Hún hafði gaman af að Lokað á morgun föstndair 21. maí frá kl. 12 vegna jarðarfarar. bjy ggingavörur h.f. Laugavegi 176. Lokað Vegna jarðarfarar verður lokað kl. 12 á hádegi n.k. föstudag. J.B. PÉTURSSON 8LIKKSMIÐJA • STALTUNNUGERÐ jArnvoruverzlun Lokað Vegna jarðarfarar verður lokað kl. 12 á hádegi n.k. föstudag. Verkfæri & járnvörur Tryggvagötu 10 — Sími 15815. Vélsfjóri — Atvinna Ungur vélstjóri með próf frá Rafmagnsdeild Vélskól ans, óskar eftir góðri atvinnu í landi. Margt kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld 21. þ.m. merkt: „Vélstjóri —7658“. rifja upp atvik frá eldri tíð. En minningar hennar voru raun- sæjar. Hún þurfti ekki á því að halda að fegra þær. Hún undi sér vel á líðandi stund og lifði í nútíðinni. Hún naut þess að vera ferðafær og sjálfbjarga og sjá um heimili sitt með aðstoð góðrar konu, þar til hún var lögð inn á sjúkrahús þrem vik- um fyrir andlát sitt. Hún var jarðsett 27. apríl 1 Fossvogskirkjugarði. Fjöldi vina og ættingja fylgdi henni til graf- ar. Veður var þá fagurt, bjart og lygnt. Það var í líkingu við líf hennar sjálfrar. Að jarðarför lokinni kom fjöldi manns á heim- ili hennar að Óðingötu 30 og þáði góðar veitingar að ósk hinnar látnu. Bagga lét eftir sig nokkrar eignir. Það lýsir henni kannski betur en nokkuð annað,' að hún lagði svo fyrir, að mannúðar- stofnanir skyldu njóta þeirra eftir sinn dag. Hún mun lifa í minningu alira, sem henni kynntust. EJ. Soffia Leifsdóttir IVðóðurkveðja Fædd 21. september 1921. Dáin 15. marz 1965. Ég rétti hönd yfir rúmið þitt og raulaði vöggukvæði. Svo breiddi ég yfir barnið mitt og bað um það hefði næði. Því eftir bernskunnar ljúfa leik svo Ijúft er að fá að dreyma í róandi, djúpri rökkur kyrrð í rúmi hjá mömmu heima. Og árin liðu, þið urðuð stór minn einkasonur og dætur. Já, þá var nú stondum þröngur skór en þá vissir rauna hætur, að alltaf í gegnum skin og skúr þú skyldir hjá mömmu vera. Þú ætlaðir með mér alla stund um æfina raunir bera. En nú ertu farin — farin braut og fölnuð þau vonablómin og lokið er sárri sjúkdóms þraut ég sé þarna skapadóminn. í margra hugum þín minning skín, og mamma þín engu gleymir. Hún ann þér til hinzta æfikvölds og endurfundina dreymir. Nú rétti ég hönd yfir rúmið þitt og rekkjuvoðina breiði. Ég bið um að elsku barnið mitt Guðs blessandi hendur leiðí. Nú eruð þið systkin sæl og glöð öll saman í æðra heimi Ég sé ykkur öll í sumardýrð og sorginni minni gleymi. Því Drottinn hann gaf, og Drottinn tók svo dýrðlegt er það muna. Ég lít ykkar nöfn í lífsins bók þá lífinu skal ég nna. Og biðj’ um það eitt er brotnar skeið og birtist mér lífsins kraftur. t sælunnar höfn ég ajái þig • með systkinum þinum aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.