Morgunblaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. júní 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 ☆ PRESTASTEFNA íslands hófst í Reykjavík í gær. Kl. 10.30 í gær- naorgun komu prestar saman til guðsþjónustu í dómkirkjunni. tar prédikaði séra Páll Þorleifs- »eon prófastur á Skinnastað, og eéra Óskar J. Þorlák.sson og séra Hjalti Guðmundsson þjónuðu fyrir altari. Biskup íslands setti presta- etefnuna kl. 2 síðdegis í kapellu Háskólans. f upphafi athafnarinn ar léku þeir saman á hljóðfæri dr. Páll fsólfsson og Þórarinn ■Guðmundsson fiðluleikari, Biskup fslands, herra Sigurbjörn Einarsson, setur prestastefnuna. Prestastefna fslands sett í gær Frá störium liðins synódusárs Ibiskup las úr 12. kapítula Hebrea bréfsins og flutti hugleiðingu og bæn og prestar sungu sálminn: .Víest ertu, Jesús, kóngur klár. Þá flutti biskup yfirlitsskýrslu nm starf liðins synódusárs. Minnt it hann fyrst látinna presta, séra Gunnars Jóhannessonar prófasts á Stóranúpi, séra Halldórs Kol- beins og séra Sigurjóns Jónsson- ar og vottaði prestastefnan þeim virðingu sína. Tveir guðfræðingar hafa verið vígðir á árinu, séra Sigurður K.G. Sigurðsson, til Hveragerðig og séra Ágúst Sigurðsson til Möðruvalla. Fleiri minni háttár breytingar gat biskup einnig um á starfskröftum kirkjunnar. Þrjár kirkjur hafa verið vígð- •r, Mosfellskirkja í Mosfells- sveit, Laugardælakirkja í Flóa og Grenjaðarstaðakirkja í Aðal- dal, sem -var endurvígð. Af öðr- um viðburðum synódusársins minntist biskup á stjórnarfund Lútherska Heimssambandsins hér í Reykjavik um mánaðamótin ágúst-september sl., Kirkjuþing, er starfaði 25. október til 4. nóv- ember og rakti nokkuð gildi og árangur þessara samkoma. Meðal mála, er afgreidd hefðu verið frá Kirkjuþingi vék biskup sérstak- leiga að frumvarpinu um kristni- sjóð, sem hann sagði að gæfi kirkjunni naöguleika til nokkurra sjálfstæðra fjárráða og þar með aukið svigrúm til starfa. Um framkvæmdir í Skálholti gat biskup þess, að Hörður Bjarnason væri nú að teikna lýð- háskólann, en einnig hefði komið hingað til lands kunnur danskur 8TAKSTEIÍVAR arkitekt til viðræðna um skipu- lagsmál og annan undirbúning skólabygginga oig hefði hann lof- að að vera húsameistara og Kirkjuráði til ráðuneytis. Sagði biskup, að þorri landsmanna skildi, að Skálholt stefndi að því að verða lifandi staður, sem mundi byggjast upp sem aðilji að margþættu menningarstarfi. Að drukknu síðdegiskaffi var Prestastefnu íslands fram haldið i hátíðasal Háskólans. Var þar tekið fyrir aðálmál prestastefn- unnar .fermingarundi-rbúnirvgur. í janúar sl. hafði biskup í sam- ræmi við ályktun síðustu presta stefnu skip'að nefnd til að gera ítarlegar tillöigur um þessi mál. Hafði séra Óskar J. Þorláksson framsögu í málinu af hálfu nefnd arinnar og lagði tillögur hennar fyrir prestastefnuna. Sagði hann tillögur nefndarinnar miða að því að skaipa meiri festu í þess um málum, og það sem nefndin legði megináherzlu á væri eftir- farandi: 1. Grundvallaratriði námsefnis iifs séu hin sömu og gengið sé eft- ir því að viss atriði séu lærð rækilega. 2. Ferminigarundirbúningstím tíminn sé jafn við svipaðar að- stæður. 3. Fermingarathöfnin sé sam- ræmd. 4. Samvinna skóla og kirkju um kristindómsfræðslu og ferm- ir.garundirbúning aukist. Að loknu erindi framsögu- manns skiptust prestar í umræðu bópa til að fjalla um þetta mál. Verður þeim umræðum fram haldið í dag árdegis, en síðar verða bornar fram samræmdar tillögur í málinu. - í gærkvöldi flutti séra Björn Jónsson synóduserindi í útvarp, sem hánn nefndi: Síra Jón lærði og smáritaútgáfa hans, 150 ára minning. í dag hefjast störf prestastefn- unnar með mongunbænum í kapellu Háskólans kl. 9,30, er séra Garðar Svavarsson annast. Kattarþvottur Ehrenburgs ÁSKORBN rithöfundarins Ilja Ehrenburgs, sem dreift var með- al rússneskra hermanna um jóla- leytið 1944 hljóðaði svo: „Drepið! Ðrepið! Meðal Þjóðverja ero engir saklausir, hvorki þeir lif- andi né hinir óbornu. Fylgið fyrirmælum félaga Stal- ins og útrýmið í eitt skipti fyrir öll hinni ' fasistisku skepnu i greni sínu. Brjótið með ' valdi þjóðarstolt kvenna af germönsk- um stofni. Takið þær eins og réttmætt herfang." Þessa itemalau.su áskorun sendi Ilja Ehrenburg ttl rússneskra hermanna eflaust skv. fyrirmæl- um Stalins, sem einskonar jóla- boðskap 1944. Merkar rannsóknir á meðfæddum munngöllum islendinga Haldið áfram í sumar TJNDANFARIN fjögur ár hefur Háskólinn í Alabama, í samráði við Háskóla íslands, staðið fyrir irannsóknum á útbreiðslu og tíðni munnsjúkdóma á íslandi. Upphaflega voru 600 íslenzk böm, á aldrinum 2—6 ára, skoð- uð. Þessum lið rannsóknarinnar er nú lokið og hefur hluti af árangri hennar verið birtur í gr.ein í noxrænu tannlækninga- timariti, (Pálmi Möller: Oral Healt Sui-vey of Preschool Children in Iceland. Acta Odont. Sand. 21: 47—97, 1963). Síðan hafa um 4000 íslend- ingar verið skoðaðir. Með þeirri rannsókn hafa fengizt upplýs- ingar, sem að aflokinni úr- vinnslu, ættu að gefa mjög ýtar- legt yfirlit yfir útbreiðslu og tíðni tannskemmda, gómasjúk- dóma og annarra munnsjúkdóma meðal Islendinga á öllum aldri. Að svo komnu hefur þegar verið unnið úr upplýsingum, sem feng ust viðvíkjand i gómasjúkdóm- um, og hefur Dr. John B. Dun- bar birt árangurinn af þessum lið rannsóknarinnar í Doktors- ritgérð, sem hann varði við Tul- ene Háskólann, 1963. Einnig hafa þeir, Pálmi Möller og John Dun- bar flutt fyrirlestra um munn- sjúkdóma á íslandi á árlegu þingi International Association for Dental Research. Einn þáttur rannsóknarinnar var athugun á meðfæddum munn göllum. Með tilliti til hinna ýmissu erfiðleika, sem þessir meðfæddu munngallar skapa sjúklingnum, aðstandendum hans og læknum, sem við hann fást, var ákveðið, að þessi liður rann- sóknarinnar yrði ýtarlega athug- aður, sem sjálfstætt rannsókn. arefni. Sumarið 1963, dvaldist Pálmi Möller hér á landi, til þess að safna upplýsingum um börn, sem fæðzt hafa með klofna vör og hoJgóma. Þá var stefnt að því að skrástja öll börn, sem fæðzt höfðu holgóma, eða með klofna vör hér á landi, á tíma- bilinu 1956—62. Samband var haft við aðstandendur barnanna og ýmissa upplýsingia aflað hjá þeim. Niðurstöður ' þessarar rannsóknar munu birtast inrtan skamms í Ensk-Amríska tíma- ritinu Archives of Oral Biology. Geta má þess, að þessi meðfæddi munngalli virðist vera mun al- gengari hér á landi en annars staðar í heiminum. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem þá feng ust, fæði;st eitt barn með skarð í vör eða holgóma af hverjum 500 fæðingum hér á landi. Til samanburðar má geta þess, að beztu heiraildir í Bandaríkjun- um benda til hlutfallsins 1:800 og í Danmörku hafa tölur þess- ar verið áætlaðar 1:700. Þssi mis munur getur þó, að einhverju leyti átt rætur sínar að rekja til mun betri aðstöðu til skýrslu- gerðar hér á landi, heldur en víða annarsstaðar. Þessi órnetanlega aðst^ða hér á landi, hefur orðið til þess að Pálma Möller var veittur styrk ur af National Institute of Health I Bandaríkjunum til þess að halda þessum rannsóknum Fálmi Möller áfram í sumar. Nú verður i fyrsta lagi lögð áherzla á stað- festingu á þeim upplýsingum, sem fengust sumarið 1963, • og í öðru lagi verður reynt, eftir því sem kostur er á, að safna sem ýtarlegustum upplýsingum varð- andi arfgengi þessa munngalla. Þótt' orsök þessa munngalla sé enn, að mestu óráðin gáta, má telja öruggt, að arfgengi skipi þar áhrifamiklu hlutverki. Reynt verður að safna sem nákvæm- ustum upplýsingum varðandi nánustu ættingja barna, sem fæðzt hafa holgóma eða með klofna vör, í þeirri von að auka við þá vitneskju, sem fengizt hefur með rannsóknum víða um heim. Árni Björnsson, læknir við Landsspítalann, mun hafa sam- ktarf við Pálma Möller í þessum rannsóknúm í sumar. Ámi Bjgrnsson hefur undanfarin ár gert allar skurðaðgerðir á þess- um börnum og er manna fróð- astur um þessi efni, hér á landi. Ætla þeir félagar að reyna að ná til sem flestra íslendinga, sem fæðzt hafa holgóma eða með skarð í vör, og nánustu ættingja- þeirra. Hefur þegar verið hafizt handa og allir foreldrar þeirra barna, sem þegar er vitað um, hafa verið beðnir um aðstoð við upplýsinga-söfnun þessa. Mögu- leikar á fullkomnun rannsóknar, sem þessari, eru háðir samhug allra viðkomandi og vonast þeir eftir góðri samvinnu við alia aðstandendur barnanna. Nalnskirteini Framih. af bls. 2 því sé mynd. Er af þessum sök- um öUum á aldrinum 12—25 ána eindregið ráðlagt að láta setja myrad á skírteini sitt, helzt um leið og þeir fá það afhent. Mynd til festingar á nafnskír- teini skal vera 35x45 mm að stærð. Hún skal vera á endingar góðum pappír og að öllu leyti fullnægjandi að dómi lögreglu- stjóra. Nóg er að afhenda eina mynd. Skírteinishafi greiðir sjálfur kostnað við gerð mynd- ar, en upphaflegt skírteini hvers manns er látið í té ókeypis. Menn eru ekki skyldir til að bera skírteinið á sér, en þeir, sem hafa það ekki tiltækt, njóta ekki þeirra réttinda og þess hagræð- is, sem skírteininu fylgir, auk óþæginda, sem þeir kunna að verða fyrir. 1 lögunum um út- gáfu nafnskírteinis er hins vegar heimilað að ákveða með reglu- gerð, að menn skuli sýna nafn- skírteini í skiptum sínum við opinberan aðila, sem notar nafn- númer Þjóðskrár í umsýslu sinni, og í ýmsum öðrum lög- um og opinberum fyrirmælum eru ákvæði, sem fela í sér beina eða óbeina skyldu til að sýna nafnskírteini í nánar tilteknum tilvikum". Ehrenburg . Margir rússneskir hershöfð- ingjar kvörtuðu undan þessarl áskorun Ehrenburgs og var þá gefin út tilskipun um það, að Ehrenburg mætti ekki senda áskoranir til hermannanna, nema með leyfi yfirherstjórnarinnar! Þjóðviljinn .skýrir frá því fyr- ir nokkrum dögum, að hann ætli að endurbæta blaðaútgáfuna með því að birta um skeið sem frám- haldssögu endurminningar Ilja Ehrenburgs, eins hvimleiðasta flugumanns Stalíns, þeim sem liann sigaði á saklaust fólk, sem síðan var sent í fangabúðir eða svift lífi. Lokaharmur Ilja Ehrenburgs verður aldrei annað en kattar- þvottur. 1 flokki úrþvætta mann- kynssögunnar trónar hann við hlið Cains og auðvirðilegustu þýja verstu harðstjóranna. Það eykur ekki hróður hans, þótt hann sé penna- og tungu- lipur eins og margir aðrir rithöf- undar af hans tagi og hafi mikla æfingu í því að aka seglum efttr vindi. Sundraður flokkur Klofningurinn innan Fram- sóknarflokksins lýsir sér á ýmsan hátt, t.d. í fréttaflutningi blaðs- ins af heimsókn Manlio Brozio, aðalframkvæmdastjóra Atlanta- hafsbandalagsins, sem dvalizt hefur hér undanfarna daga. Af ótta við laumukommaklíku Kristjáns Thorlaciusar hefur Tíminn ekki þorað að skýra frá þessari heimsókn nema í ör- stuttum klausum. Blaðið hefur ekki séð ástæðu til að birta neitt af því, sem Brozio hefur sagt hér, t.d. á fundi SVS og Varðbergs um málefni Atlantshafsbanda- lagsins jafnan þegar sérstakar fréttir eru af starfsemi NATO, á Tíminn í harðri baráttu við sjálf- an sig. Hvað er þorandi að birta an þess að hrekja frá Framsókn- arflokknum liðið á vinstri vængn um, sem flokkurinn og blaðið hafa lagt sig sérstaklega eftir með þeim árangri, að nú starfar innan Framsóknarflokksins vel skipulögð fimmtaherdeild, sem hefur sig mikið í frammi . Það er erfitt að starfa í sundr- uðum og klofnum flokki, um það er Tíminn glögjgt dæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.