Morgunblaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. júní 1965 YFIRLÝSING MÉR þykir hlýða, að gera þeim, sem láta sig einhverju skifta stofnun mirmingarsafns Davíðs heitins Stefánssonar skálds, bróður mins, nokkra grein fyrir meginþáttum þess máls, svo sem það horfir við frá mínu sjónarmiði, en nú hef- ir það mál væntanlega verið til lykta leitt, svo sem fram kom í fregn í Morgunblaðinu í gær. Nokkru eftir fráfall Davíðs heitins komu fram raddir um, að tilhlýðilegt vaeri að varðveita sem safn, til minningar um hann bókasafn hans og helztu persónu lega muni. Bæjarstjóm Akur- eyrar — en þar var Davíð heit- inn heiðursborgari — leitaði eft- ir því við okkur, nánustu ætt- ingja hans, hvort við værum þessu samþykk og var svar okk- ar einróma á þá leið, að okkur og án efa öllum aðstandendum og velunnurum hans væri á- nægja að því, að minningu hans yrði sómi sýndur með einhvers- konar minningarsafni, sem yrði stofnað og starfrækt af opin- berri hálfu, Framan af virtist nokkuð óljóst, hvernig menn hugsuðu sér, að þessu yrði fyrir komið, en þegar fram í sótti virtust einkum tvær hugmynd- ir koma fram. Önnur var sú, að hús Davíðs heitins, Bjarkar- stígur 6 á Akureyri, yTði varð- veitt með öllum munum hans og bókasafni og þá væntanlega þannig, að Akureyrarbær eign- aðist það og stæði undir rekstri þess. Hin var sú, að bókasafn- inu og nánustu munum og lista- verkum hins látna yrði komið fyrir í einum sal hinnar nýju Amtsbókasafnsbyggingar á Ak- ureyri, en í henni er salur, sem mundi mjög vel hæfa þessum tilgangi. Er það Ijóst þeim, sem til þekkja, að í þessum sal mundi hið mikla og ágæta bóka safn njóta sín að fullu og að þar mundu verða skilyrði til þess að það kæmi að not- um, þar sem það væri í mjög nánum tengslum við Amtsbóka- safnið. Var það ætlun þeirra, sem þessari hugmynd fylgdu, að þessi rúmgóði, bjarti og glæsi- legi salur yrði verðugur minn- ingarstaður um hið látna skáld. Þarna yrðu starfandi bókaverð- ir Amtbókasafnsins og allur kostnaður við rekstur þessa minningarsalar yrði innan hóf- legra marka. Þeir, sem þessari leið fylgdu og þekktu til á ,Bjarkarstíg 6, töldu, að bóka- safnið nyti sín ekki þar, en þar er það í mörgum vistarverum og sumt af því lokað inni í skáp- um. Ennfremur að það kæmi þar ekki að notum þar sem mjög léleg skilyrði eru þar til lestrar ef halda á stofunum þar eins og þær voru í tíð Davíðs heitins. Auk þessa er svo það, að þarna þyrfti að halda húsvörð og bóka- vörð og húsið þarf viðgerðar og viðhalds fyrir utan annan rekstr arkostnað slíks safns í framtíð- inni, sem fyrirsjáanlega verður talsverður. Mjög hlýtur jafnan að vera tvísýnt um aðsókn að slíkum húsum og hætt við að þau verði, a.m.k. þegar fram í sækir, hálfgerðir eyðistaðir, sem verði minningu þeirri, sem þeir eiga að geyma, engu síður til óþurftar en sóma. Að fenginni rausnarlegri að- stoð ríkissjóðs til að kaupa bóka safnið í því skyni að það yrði í tengslum við Amtsbókasafnið, óskaði Akureyrarbær eftir því í nóvemberlok s.l. að kaupa bóka- safnið, en falaðist ekki eftir húsinu. Voru þá samningar gerð ir um að bærinn keypti bóka- safnið og jafnframt gáfu ættingj arnir listmuni og aðra innan- stokksmuni hins látna til þess að allt þetta yrði varðveitt í hinum fyrirhugaða minningarsal í Amtsbókasafnsbyggingunni. Þetta samiþykkti bæjarstjóm Akureyrar einróma og virtust þessi mál nú vera komin far- sællega í höfn. Erfingjarnir voru yfirleitt ánægðir með þessa ráðstöfim, töldu hana mjög smekklega og skynsam- lega og stóðu einlhuga að þess- ari lausn málsins. En nú gerist í máli þessu það, sem alkunnugt er, að samtök urðu meðal allmargs fólks á Akureyri um að vinna að því að fyrri leiðin yrði farin, þ.e.a.s. að húsið yrði, á vegum Akur- eyrarbæjar, varðveitt með því, sem þar var þegar Davíð heitinn féll frá. Virðist samtökum þess- um hafa þótt sú lausn, sem feng in var, allsendis ófullnægjandi og ekkert sæmandi annað en að sú leið yrði farin, sem þau vildu vera láta. Var nú hafist handa um fjársöfnun þá, sem eigi þarf hér að lýsa. Skal það viður- kennt, að við, erfingjarnir, viss- ★ HÁLFA I.KIÐ TIL TUNGLSINS Menn virðast hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að land- kostir séu hvað líkastir á tungl- inu og á íslandi. Þetta er engin ný uppgötvun, en fyrst nú telja menn beint hagræði að tungl- landslaginu okkar. Bandaríkja- menn ætla sem sagt að senda nokkra tilvonandi tunglfara og vísindamenn hingað til æfinga og tilrauna. Héðan í frá ættu þeir, sem áhuga hafa á tunglferðum, því að geta komizt hálfa leið til tunglsins með því að fara inn að Öskju og klöngrast þar yfir hraunið í geimferðabúningi. Síðan gætu þeir endurskoðað afstöðu sína og komizt að end- anlegri niðurstöðu um það, hvort þá langar nokkuð til tunglsins, þegar öllu er á botn- inn hvolft. Við vonum samt að ekki bresti flótti í lið tilvonandi ferðalanga frá Bandaríkjunum. * RÓS í HNAPPAGATIÐ Nú ættu ferðamálamenn- irnir okkar að fá eina nýja rós í hnappagatið. Þeir geta í fram- tíðinni farið og sýnt ferðamönn- um um fyrirætlanir samtakanna um söfnun þessa áður en hún hófst. Var hún a.m.k. flestum okkar þá þegar mjög á móti skapi, en við settum okkur ekki upp á móti henni og mun þar hafa ráðið miklu um, að for- göngumenn samtakanna voru, ajm.k. sumir, vinir og kunningj- ar Davíðs heitins. Mtm okkur, satt a ð segja, eigi þá, í upplhafi og í skammsýni okkar, hafa ór- að fyrir því, hvílíkri skapraun söfnun þessi og það, sem henni fylgdi, mundi valda, ekki ein- ungis okkur heldur einnig fjöl- mörgu öðru fólki, sem lét sig þessi efni skifta. Er ég eigi ó- hræddur um, að þeir, sem að söfnuninni stóðu, hafi eigi aS- gætt nægilega inn á hve við- kvæm einkasvið þeir voru að ráðast, né hvaða óheillaöfl þess- ar gerðir þeirra kynnu að leysa úr læðingi Eitt af því, sem samskotaher- ferðin hafði í för með sér, er það að okkur systkinunum hefir af ýmsum verið legið á hálsi fyrir það, að við skyldum ekki gefa húsið til safnstofnunar þessarar. Um þetta skal það tek- ið fram, að við höfðum leyst mál þetta með bæjarstjóm Ak- ureyrar á þann hátt, sem við vorum mjög ánægð með og ekk- ert lá fyrir um að bærinn hefði hug á að eignast húsið í því skyni, að halda þar uppi safni með ærnum kostnaði. Áttuim við þá þótt einlhverjir vildu hafa þetta á annan veg, að gefa hús- ið til þess fyrirkomulags minn- um — ekki aðeins eldfjallið Öskju — heldur líka æfinga- stöðvar bandarískra geimfara. Þeir geta farið með ferðafólk sitt hálf leið til tunglsins og er það meira en ýmsir aðrir geta gert. * FITAN Á KJÖTINU Við borðum meira dilka- kjöt en áður, segir í blöðun- um. Það er í rauninni ekkert óeðlilegt þótt kjötneyzla fari vaxandi. Öll neyzla fer vaxandi, ekki sízt á matvælum, því landsmönnum fjöigar jafnt og þétt — og hingað koma æ fleiri útlendingar, sem þurfa að borða alveg eins og við — hér á tunglinu. Þess vegna er ljóst, að kjöt- framleiðsla þarf stöðugt að fara vaxandi — ég segi kjötfram- leiðsla og á þar ekki eingöngu við lambakjöt. Við þurfum að legigja aukna áherzlu á fram leiðslu annarra kjöttegunda, því kjötframleiðslan hér er allt of einhæf. Og vegna þess hve framleiðsla annarra tegunda er lítil er verð þeirra óeðlilega hátt. Ég held a.m.k., að svo hljóti að vera. En það er heldur ekki nóg ingarsafnsins, sem okkur — a. m.k. flestum — þótti síðra en það, sem ákveðið hafði verið? Ég vil svara þessu svo, að eigi hafi með sanngimi verið unnt að ætlast til þess, að við gerðum það, enda kom aldrei til greina, að það yrði gert Söfnunin virtist ekki hafa náð því sem þeir, sem að henni stóðu, aetluðust til, en hún hefir orðið til þess, að bæjarstjórn Akureyrar hefir á ný gengið í málið með því að kaupa húsið í því skyni að þar verði minn- ingarsafnið. Mun mál þetta þá vera þann- ig til lykta leitt, en eigi skyldi 'það undra mig þótt að því Ættir Aust- firðinga AF ÆTTUM Austfirðinga eft- ir sr. Einar prófast Jónsson á Hofi, eru nú komin út alls sex bindi. Sjötta bindið er nýkom- ið úr prentun. Sjöimda bindið, sem jafnframt verður lokabindi verksins, er þegar komið í und- irbúning til setningar. Það verð- ur stærst af vöxtum og efni. Ef til vill verður nauðsynlegt að sfcipta því í tvö bindi, svo líkur eru til að bindin verði alls átta. Því mun og fylgja nafnaskrá, sem jafnframt er lykill að ætt- unum. Nafnaskráin er samin af syni höfundarins, sr. Jakobi Ein- arssyni, prófasti frá Hofi. Ættir Austfirðinga spenna að mestu leyti yfir Austur-Skafta- fellssýslu, Múlasýslurnar báðar og Norður-Þingeyjarsýslu. Þetta mikla hjáverkastarf sr. Einars Jónssonar, prófasts á Hofi mun því bráðlega fá að sjá dagsins ljós, eða í síðasta lagi á næsta ári, enda hefur hið háa Alþingi að framleiða. Það, sem fram- leitt er, þarf að vera gott. Ég vil nefna dæmi: Svínakjöt hér er yfirleitt allt of feitt. Það eru bókstaflega svik við neytendur að selja þeim fituklump í stað kjöts — og það verður æ erfið- ara að koma út slíkri vöru, því nú er fólkið farið að varast fituna. Það er sóun á vinnu og verðmsetum að eyða þeim í framleiðslu á fitu af því tagi. — Qg þetta á líka við lamba- kjötið. * FRIMERKIN Surtseyjarmerkin eru loks- ins komin út og leyfi ég mér að óska Póst- og símamálastjórn- inni til hamingju, þrátt fyrir að ég sé ekki að öllu leiti dús við litina. Þessi útgáfa er samt sem áður merkileg, því það eru til- tölulega mjög fáar þjóðir, sem geta státað af frímerkjum með eldfjallamyndum. — Merkjun- um hefur verið tekið mjög vel af frímerkjasöfnurum og ég er viss um að þau munu vekja mikla athygli í útlöndum. ★ EIN AF SÖNGKONUM LANDSINS Eftirfarandi bréf hefur borizt: kæmi, að safnið yrði flutt í sal- inn í Amtsbókasafnsbyggingunni og væri vel að forráðamenn hennar yrðu við því búnir. Er þess nú að vænta, að kyrrð færist yfir þessi mál, svo sem vera ber. Þótt harla ógeðfellt sé, að rita opinberlega um svo nákomin einkamál, sem þetta er að vissu leyti, tel ég mig — að marg- gefnum tilefnum — eigi geta hjá því komist, að fá þessa yfir- lýsingu birta og verður hver a3 virða það sem verkast vill, en það skal skýrt fram tekið, að ég stend einn að henni. veitt aukinn styrk til lokaútgáf- unnar. Útgáfumaður og kostnaðarmað ur þessa merka ættfræðirits er Benedikt Gislason fræðimaður og rithöfimdur frá Hofteigi. Með ráðamaður hans við útgáfuna er Einar Bjarnason, ættfræðingur og ríkisendurskoðandi. Þeir, sem þegar hafa eignazt það sem út er komið af Ættun- um, og hafa orðið varir við skekkjur, ættu sem allra fyrst að koma leiðréttingum á fram- færi við útgefanda, svo að hægt verði að sameina þær öðrum leiðréttingum aftan við síðara bindið. Austfirðingar hér í Reykjavík og víðar á landinu hafa nú haf- ið fjársöfnun til styrktar loka- útgáfu Ættanna. Þeir, sem fús- lega vilja leggja hönd á plóginn með fjárframlagi til útgáfunnar, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Jón Þórðarson prentara , Edduprentsmiðju, sem veitir fjársöfnuninni forstöðu. Bókayerzlun ísafoldar hefur einkasölu í Reykjavík á Ættum Austfirðinga. „Kæri Velvakandi. Þann 17. júní s.l. gerðum við tvær vinkonur okkur til gam- ans, að fara í eftirmiðdagskaffl á „Hótel Borg“, að afstoðnum hátíðahöldunum við AusturvölL Allt í ei-nu kom inn í salinn kona í hátíðarbúningi, sem vakti athygli viðstaddra. Hverr- ar þjóðar búningur er þetta? spurðum við hvor aðra. Er hann norskur? Það var ekki laust við að við bærum kinn- roða, er okkur var sagt að þetta væri gamli íslenzki faldbún- ingurinn, með krókfaldi. Okkur virtist búningurinn fallegur og sérkennileguT. Islenzkar konur ættu að taka hann upp aftur, og nota hann jafnframt hinum nýrri búningum. Konan sem skartaði í þess- um rammíslenzka búningi, var ein af söngkonum landsins. Þeg ar við heyrðum hljómsveitina leika íslenzk ættjarðarlög, óskuðum við, að heppnin hefði verið með okkur, að heyra hana syngja í þessum búningi. Við fórum að bollaleggja sitt at hverju, þar á meðal hvort veit- ingahúsin gætu eigi tryggt sér oftar þjóðlega skemmtikrafta, og á lýðveldisdeginum sjálfum ætti það að vera sjálfsagður hlutur. íslenzkir skemmtikraft- ar eiga að vera hlutgengir þennan dag, og engir aðrir, jafnvel þó þeir séu frá bræðra- þjóðum okkar á Norðurlönd- um. Með kærri þökk fyrir birt- inguna, Gestir á Borginni". Valdimar Stefánsson Alltaf eykst úrvalið. Nú bjóð- nm vér einnig rafhlöður fyrir leifturljós, segulbönd, smá- mótora o. fL BRÆÐURNIR ORMSSON hi. Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.