Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIB Fösfaidagur 16. júlí 1965 Veiðimannasaga í uppsiglingu. Wiiliam Anders er húinn að ná í endann á línunni, sem lax- ínn sleit hálftíma áður, og heídur henni nú varlega meðan reynt er að hnýta linuendann við línuna á stöng hans. —En laxinn vann, þrátt fyrir allt! (Ljósm. Mjbl. Sv. Þ.) Setti í lax, missti hann og setti í hann aftur — en laxinn sigraði geimfarann þó að lokum í GÆRDAG áttu handarísku geimfaraefnin og fylgdar- menn þeirra frá NASA, geim ferðastofnun Bandaríkjanna, fri í fyrsta sinn frá því til íslands kom. Á meðan sumir þeirra brugðu sér á Sand- skeið til svifflugs og útreiðar túra og aðrir til innkaupa í Reykjavík, fór fréttamaður Mbl. með þeim Mr. Ted Foss frá NASA og William Anders 1 geimfara, til laxveiða í Elliða ánum. Báðir eru þeir FosS og Anders stangaveiðimenn ' af lífi og sál, og Anders hef- Ur raunar veitt hér einu sinni áður, er hann var í flughernum á Keflavíkurflug velli 1958—1959. Naumast verður sagt að veiðibprfur hefðu getað talizt i glæsilegar er við héldum inn að Elliðaám um þrjú.leytið í gærdag. Þótt að visu hafi verið ærin laxgengd í árnar undanfarna daga, hefur veið in ekki verið að sama skapi. Hefur sá, sem þessar línur ritar ekki reynt það áður, að Standa í miðri stórgöngu í árnar, eins og var sl. þriðju- dagsmorgun, og fá ekkert nema afætur. Heldur léttist þó brúnin er það spurðist í veiðihúsinu, að sex laxar héfðu komið á land í gærmorgun. Skiptu menn nú !iði, og , lagði Anders til. atlögu í,,Efri . Móhyl, en við Foss fórum í uppána, nánar tiltekið í Kist urnar svonefndu. Foss sagði þá sögu, að fyrir . nokkrum vikum hefði hann verið staddur Í^Álaska i jarð- fræðileiðangri með geimför- unum, svipuðum og þeim, sem þeir eru nú í hér. HópUrinn gisti þá smábæ, sem heitir King Salmon. „Dag einn eftir brottfarardag okkar frá King Salmon, átti Chinook-laxinn að ganga, en það er Kyrra- hafslax. Hann gengur í stór- urri tórfum í ána, og kemur gahgan öll í einu, og skeikar naumast degi“, sagði hann. „Við báðum til Guðs að lax- inn yrði einum sólarhring fyrr í ferðinni, en allt kom fyrir . ekki. Enginn íax var kominj} þegar við fórum, og þarna missti ég af tækifærinu til að veiða mínn fyrsta lax“., Anders hafði hinsvegar þá sögu að segja að þegar hann hafi. ve.rið, í, f.lughernum á Kefiavíkurflugvelli árið 1959, hafi honpm ^gpfizt kostur á að; renna um stund í Hofsá í Vopnafirði. Þar kvaðst hann hafa reynt við laxa í hyl ein um með venjulegum maðki, spón og flugu en ekkert feng ið. Þá hafi hann sett á gervi- maðk, og viti menn: Innan nokkurrar stundar lágu tveir laxar á bakkanum, 16 og 18 pund! Ted Foss er mjög snjall flugumaður, líkt og svo marg ir Bandaríkjamenn. Hann stóð með fislétta átta feta flugustöng við ána í strekk- ings sunnangolu og kastaði mun lengra og betur en marg ir þeir svonefndu „hundvönu" veiðimenn, sem hér þeys.ast um ár með 14—16 feta lurka. Bandarískir veiðimenn nota gjarnan léttar og liprar steng ur, og árangur þeirra er satt að segja oft ótrúlegur. Foss fékk einn fimm punda lax í Hólsstreng á Blue Doct or nr. 8, og var það stutt en hörð viðureign. Var Foss hinrt ánægðasti með veiðina eftir þennan stutta tíma, enda var þetta fyrsti laxinn, sem hann hefur veitt. Ein lítil veiðimannasaga Anders veiddi neðar í án- um og beitti maðki. Er: við komum til hans um það er við hættum veið.um kl. 18, sagði hann sínar farir ekki sléttár. Hann hafði sett í lax fyrir of- an 1 göngubrúna, sem liggut fyrir neðan Félagsheimili Raf veitúnnár við Elliðaár. Liax- inn rauk undir brúna, og Framhald á bls. 23 \ I ■' I Ted Foss með 5 punda laxinn, sem hann fékk á flugu í Hóls- streng. (Ljósrn. Mbl. Sv. Þ.) Skálholtshcítíðiia ú sunnudag SKÁLHOLTSHÁTÍÐIN verður | ísólfsson á orgelið. Jóhann S. Hannesson, skólameistari, flytur ræðu. Þá er ávarp, sem Magnúa Víglundsson, ræðismaður, flytipr og loks leikur dr. Páll aftur á orgelið. V, Guðsþjónusta verður aftur kl. 5. Séra Sigurður Pálsson, prófasf- ur, prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Skálholtskórinn syngur. —» Loks flytur séra Guðmundur ÓU Ólafsson kvöldbæn kló 9. Ferðir á Skálholtshátíðirvá verða frá BSÍ kl. 8:30 um morg- uninn. á Fyrsti síldarfarmurinn £ til Bolungarvíkur Bolungarvík, 15. júlí. höfnin er öll ný og óvön þessutn í GÆR kom síldarflutningaskip tækjum, svo að búazt má við, ið Dagstjarnan til Bolungarvík- að styttri tíma taki að fylla ur með fullfermi, 6.500 mál, sem skipið síðar í sumar. Meðal ana það hafði tekið um borð á síldar ars tók Dagstjarnan 1400 mál miðunum fyrir austan af 10 bát síldar af Einari Hálfdáns frá um. Eru þetta fyrstu sildarflutn Bolungarvík. Fékk báturinn ingar Dagstjörnunnar, sem áður þegar síld aftur er búið var að hét Þyrill, á þessu sumri. losa hann. Einar Guðfinnsson, útgerðar- _ Hallur.' maður, hafði Þyril á leigu í fyrrasumar og flutti um 20 þús. mál síldar til - Bolungarvíkur á rúmlega einum mánuði. í vet- ur festi Einar ásamt Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni á ísa- firði, kaúp á Þyrli, og var skip- inu þá gefið nafnið Dagstjarnan. í vor var Dagstjarnan til viðgerð- ar og endurbóta í Þýzkélandi, en var síðan í olíuflutningum nú í verkfallinu. Dagstjarrtan er búin tveitrtur fiskidælum og var önnur þeirra notuð til að dæla síldinni úr bát unum úti á miðunum yfir í flutn ingaskipið. Tók 18 tíma að fylla skipið, en geta má þess, að á- Sjónarvotta vantar Á TÍMABILINU frá kl. 8.55 til kl. 9:30 í gærmorgun var ekið á Volkswagen-bifreið á stæðinu neðst við Vesturgötu með þeim, afleiðingum, að skemmdir urðu á frambretti og högghlíf að fram- an. Rannsókrifirlögreglan biður ökumannínn, sem tjóninu olli og sjónarvotta að gefa sig fram- Snæíellsnesierð Heimdullar Félagsheimili ! Heimdallar opið í kvöld ! . I FELAGSHEIMILI Heimdallar ?r opið í kvöld frá kl. 20. Eru félagsmenn eindregið hvattir til þess að fjölmenna. Spil og töfl liggja frammi og veitingar verða. Félagsheimilið er jafnn opið i þriðjudögum og föstudögum og er þetta kjörið tækifæri fyrir skólanemendur til þess »ð hittast yfir sumartímann. Félagsheimili Heimdallar er innréttað af mikilli smekk- vísi og búið nýtízku húsgögn- um: Þangað er öllum heimilt éð koma og eru raenn hvattir til þess að lita inn og skoða hin vistlegu húsakynni Heim- iallar. sunnudaginn 18. juii. Hetst hun með klukknahringingu og morg- unbæn kl. 9 árdegis. Þá verður messa kl. 11. Biskupinn yfir ís- landi, herra Sigurbjörn Einars- son, prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkirkjuprestur, séra Guðmundur Óli Ólafsson, aðstoð- ar. Skálholtskórinn syngur. — Trompetleikarar eru Stefán Steph ensen, Snæbjörn Jónsson og Eyj- ólfur Melsted. Organleikari: er Guðjón Guðjónsson, stud. theol. Kl. 2 siðdeeis leikur dr. Páll um helginu Á MORGUN efnir, Heimdallur FUS til helgarferðar um Snæ- fellsnes og verður lagt af stað frá Valhöll við Suðurgötu kl. 2 eftir hádegi. Á laugardag verður ekið að Búðum og gist þar í tjöldum, en daginn eftir verður ekið fyrir jökulinn, um Hellissand og Ólafsvík, og yfir Fróðár- heiði til baka. Ferðin kostar 375 kr. og eru menn beðnir að tilkynná þátttöku í síma 17100. Þátttakendur hafi með sér við- leguútbúnað. Þetta er önnur helgarferð Heimdallar á þessu sumri, ea sú fyrsta var farin í Þórsmörk og tókst með afbrigðum vel. Heimdallarfélagar eru éin- dregið hvattir til þess að taka þátt í Snæfellsnesferð Heim- dallar og taka með sér vini og kunningja. 1 KOMINN var SA-kgldi og helgina. Þá má búast við ein- 3 i loftvog byrjuð að falla á hverri Vætu sunnan lands, en ! | Suðvesturlandi, því að lægðin þurrkatíð fyrir norðan, eink- ! f suðvestur af landinu þokaðist um á Nörðausturlandi Ög á j | nær. Eru horfur á, að suðlæg Fljótsdalshéraði. i átt munj haldast fram yfir IIMMilllMIIIIIIIIU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.