Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 13
F5studagTJr W. JðW 1965 MORGU N BLADID 13 "V Hindraði að presta- kallíð yrði lagt niður Rætt við Friðfinn Sigurðsson, bónda á Rauðuskriðu, sem er 100 ára í dag HUNDRAÐ ÁRA er í dag Friðfinnur Sigurðsson, bóndi í Rauðuskriðu. Hann er fædd- ur Þingeyingur og hefur allan sinn aldur átt heimili i Ljósa- vatns- eða Aðaldælahreppi og lengst af í Rauðuskriðu. Frið- finnur hefur um dagana lagt gjörva hönd á margt og verið forvígismaður um ýmis fram- faramál sinnar sveitar og hér- aðs. Fréttaritari Morgunblaðsins á Húsavík heimsótti Friðfinn í gær, þar sem hann liggur nú í sjúkrahúsi Húsavíkur og hefur verið í þrjú ár, en árið 1962 lærbrotnaði hann og hef- ur ekki haft fótavist síðan. — Mig langar að eiga við þig viðtal, sem kæmi í Morg- unblaðinu. — Það þarf þá að vera eitt- hvað af viti, en ég hef nú ekki mikið af mér að segja. Þú getur komið á afmælis- daginn minn. Mér er sagt að þeir ætli ýmsir að heimsækja mig, og þú skalt heyra hvað þeir segja. Vonandi ýkja þeir ekki mína sögu. — Hvernig hafðir þú það á æskuárum þinum? — Miðað við þeirra tíma aldarhátt hafði ég það gott. Byrjaði strax og ég gat að vinna, enda hefur vinnan alltaf glatt mig. Var ungling- ur til sjós í J>rjú ár, réri frá Hríseý, en landbúnaðurinn hefur átt hug minn allan æfinlega. — Hver var þín skóla- ganga? — Hún; var engin. Ég lærði að lesa og skrifa hjá eldri bróður mínum, sem svolitla tímukennslu hafði hlotið. Því Vár það að ég hjálpaði Bald- Vin á Ófeigsstöðum til að kömast í skóla. Þú hefur ef- laust heyrt1 þá Sögu? • :>« — Nei, hvernig var hún? — Það var fjármarkaður að Úflsbæ í Bárðardal og Baldvin rak þangað tvær kindur, þær einu, sem hann átti og ætlaði að selja þær. Þeir vildu að vísu kaupa kindurnar, en ekki greiða þær í peningum heldur í vör- um. En það kom Baldvin ekki að gagni svo hann varð að hætta við og fór þess hugar heim á leið, að úr skóla- göngu yrði ekki. Hann kom við á Halldórsstöðum, og þegar ég heyrði sögu hans þótti mér það leið endalok svo ég bauðst til að kaupa kindurnar fyrir 15 krónur í peningum og gerði það. Síð- an slátraði ég þeim og lét gera kæfu úr kjötinu og fór með afurðirnar til Akureyr- arar og fékk fyrir þær ein- mitt 15 krónur Ég átti hvort eð var leið þangað, svo þetta kostaði mig ekkert. — Það hefur verið erfitt að vera unglingur í þá daga? — Ja, ég veit ekki. Ég held bara að unga fólkið í dag sé ekkert ánægðara en við vor- um, þó það hafi það á marg- an hátt miklu betra eða öðruvísi. Nú er nóg um pen- ingana en illa farið með þá. Mér finnst menn hljóti að lifa um efni fram. Menn hugsa ekki nóg fyrir morgundegin- um og þó ísinn sé rétt við landið hefði það lítil áhrif. Ég reyndi alltaf um mína daga að skulda engum. Eina skuldin, sem ég man eftir var lánið, sem ég fékk hjá Stefáni Guðjohnsen kaup- manni. Það var þegar ég keypti þann hluta af jörðinni, sem ég átti ekki í upp'nafi. Ég fékk lánaðar 500 krónur. Þegar ég spurði Guðjohnsen hvaða tryggingu ég ætti að gefa honum vildi hann enga, og þetta var einu sinni ekki skriflegt. En ég gat borgað þetta áður en umsaminn tími var liðinn. — Þú hefur þá ekki lent í kreppulánunum á sínum tíma? — Ekki fyrir sjálfan mig, en ég þvældist mikið i þess- um skuldum fyrir aðra. — Hvað kom þér í þessar álnir? — Og bara það að fara vel með fé og fjármuni. Ég eyddi aldrei meiru en ég aflaði. Ég var alltaf allan minn bú- skap vel heyjaður og fékk því góðar afurðir. — Og þú hefur þá máske verið aflögufær? — Já, því betur þurfti ég ekki að láta þá, sem komu til mín með tóma sleða fara erindisleysu, þó það hafi nú ekki verið eins mikið og gefið var af gamla heyinu á Laxa- mýri. Þú þekkir þá sögu. — Varstu ekki öfundaður af velgengni þinni í búskapn- um? — Nei, síður en svo. Ég vildi alltaf láta gott af mér leiða, og menn voru mér þakklátir en ekki öfund- sjúkir. — Hvað léztu gott af þér leiða? — Já, ég átti til dæmis að- ild að stofnun Sparisjóðs Kinnunga, Jarðræktarfélagi í Aðaldal, nú og svo þetta með Grenjaðarstaðarprestakallið. — Hvað með Grenjaðar- staðaprestakall? — Það var nú í tíð Jónasar frá Hriflu, að það átti að leggja það niður. En slíkt var móti mínum vilja og að minnsta kosti flestra ef ekki allra í sókninni. Þá fór ég mína fyrstu og einu ferð til Reykjavíkur árið 1930. Það var dálítið erfið ferð. Við Jónas vorum báðir stífir, en ég sigraði nú. Og gaman var að minnast þess á 100 ára af- mæli Grenjaðarstaðarkirkju nú um daginn. En við Jónas urðum aldrei óvinir út af þessú. Ég held ég eigi enga óvini þó ég hafi átt í baráttu við ýmsa. — Þú fylgist með heims- málunUm? — Ég hlusta alltaf á frétt- irnar, en ég skil ekki þennan stöðugá ófrið í heiminum, og fylgist lítið með því sem fyrir Utan landsteinanha gérist. Mér finnst öllu megi fórna fyrir friðinn. •— Þú hefur heyrt af geim- förunum, sem nú fljúga át i himingeiminn? — Það skil ég nú ekki og þykir ótrúleg saga. Ég vildi ekki heldur eyða peningum í þetta. Það er nóg með þá að gera í annað betra, en ég er nú líka orðinn of gamall til þess að skilja þetta. — Hefurðu farið í flugvél? — Nei, og mundi ekki gera það. Það eru betri kjör með bilunum, þeir eru ágætir og mér heyrist fólkið hafa nógan tíma, svo þar mætti nú spara. — Þú ert þá líklega ekki hlynntur þessum miklu bíla- kaupum, sem nú eiga sér stað. — O, þar held ég nú að keypt sé um efni fram. Menn eiga að fá sér allt annað áður og vera skuldlausir áður en þeir kaupa bíla, en mér skilst nú annað. Nú kemur gangastúlkan með kvöldmatinn handa Frið- finni svo fréttaritaranum fer að verða ofaukið. •*— Finnst þér, Friðfinnur, maturinn ekki betri núna en hann var áður? — Ég veit ekki hvort hann er nokkuð betri eða hollari. Mér þykir lítið varið í þessar súpur og sætu graúta. Það er betra að hafa matinn þann sama og þann, sem maður ólst upp við, en ég borða það sem að mér er rétt. — Áttu einhver áhugamál í dag? — Ahugamál? Já, það er nú það, að styrkja sjúkrahús- bygginguna hér, og ég er að vinna að því núna. Það eru til heima í minni sveit gamlir sjóðir, sem ég vil að renni hingað. Það verður þá mitt síðasta verk. Þá er nú bezt að fara að slá botn í þetta spjall. — Ja, blessaður, ég hefi alltaf gaman að því að spjalla og leita frétta, þreytist aldrei á því að spjalla. — Er þá ekki meira gaman að því að spjalla við konur? — Nei, þær eru nú frétta- færri en karlmennirnir. — Viltu ekki að lokum gefa samferðamönnum þínum einhver ráð eftir þína löngu lífsreynslu? — Það er vandásamt að vísa til vegar og líklega > myndu fáir fara að mínum ráðum. Ég vil bara þakka mín um samferðamönnum fyrir hve mörgu mér lánaðist að koma í framkvaund af því sem ég hafði áhuga fyriK, Það fæ ég aldrei fuj.lþakkað, og mér líður vel. Svo þakka ég heimilisfólkinu hér í sjúkra- húsinu fyrir allt og vóna að menn heimsæki mig nú á af- mælisdaginn, — S. P. B. ’-'S" IH * IMý akbraut í Artúnsbrekku t af baki op; slasaðist UNDANFARNA daga hefur verið unnið að gerð nyrrár akkbrautar í Ártúnsbrekku »K er henni ætlað a$ bæta Úr því öngþveiti, sem ott skap ast í brckkunni í mikilli um- ferð um helgar. Vegamila- stjórnin sér um þessar fram- kVæmdir. og skv. upptýsing- um hennar á að nota þessa nýju braut fyrir umferð nið- ur brekkuna, en liiua gömlu, sem er tvöföld, aðeins fyrir akstur upp hana. í r ð er a rykbinda nýju brauttna, en tef það gefst ekki nægilega vel, má búast við, að hún verði malbikuð. Ýmsar breytingar þarf að gera á útkeyrslum frá þess- um brautum áður en sú nýja verður tekin í notkun, en von ir standa til, að lagningu hennar verði lokið í næstu viku. (Ljósm. Sv. Þ.) Akraiiesi, 14. júlíl — ÞAÐ BAR við uppi í Skorradal sl. laugardagskvöld, að ung stúlka irá Grund, Guðrún Pétura dóttir, datt aí baki og meiddi sig. Hún þeysti ásamt einhverjum fleiri á veginum út frá bænum, en áður en varði slitnaði önnur ístaðsólin og stúlkan hrökk af baki. Henni var komið heim þegar í stað. Um morguninn var fenginn sjúkrabill úr Borgarnesi, sem ók henni á ílugvöllinn við Stóra- Kropp, þar sem sjúkraflugvél tók við henni og flaug með hana til Reykjavíkur. Guðrún liggur nú á Landsspíialanum. Hún meidd- ist mikið í baki og fyrst var haid ið, að nún væri höfuðkúpubrot in. Svo reyndist ekki, en hún hef ur fengio siæman heilahristing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.