Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fösfudagur 16. júlí 1965 Þáttakendor í námskeiðino í íslenzku í Utgarden, Karmey 28. júní tii 3. júlí. í fremri röð frá vinstri ern Magnús Stefánsson, lektor í Bergen, frú Maggí Knutsen, sem er íslenzk, Ivar Org- land, lektor í Lundi og Grete Lian, ritari Forcningen Norden í Oslo. Olsen, formanni Norræna Félags ins í Haugasundi. Hann lét í ljós gleði sína yfir þetta námskeið, og þakkaði ívari Orgland fyrir starf ihans. Kaare Skaflestad for- maður Félags norskra mennta- skólakennara, flutti líka kveðju. í sínum inngangsorðum lagði Ivar Orgland m.a. áherzlu á það, hvað mikið íslenzkar bókmennt- ir hafa að geft öðrum þjóðum. íslenzk tunga er nú kennd í 11 menntaskólum í Noregi. Þó að það sé ekki ofmargar sögur sem við getum kennt nemendum vor um, væntum við þess að sú byrj un auki kunnáttu um íslenzka menningu. Lesbók Magnúsar Stefánssonar og ívars Eskeland er nú lesin inn á segulband. Áð- ur höfðum við fengið tvö segul- bönd frá íslandi. Það er nú hægt að læra réttan framburð, því þegar við getum notað segul bönd, getum við heyrt íslenzkt- mál, hvenær sem við óskum. Þátttakendur námskeiðsins sögð- ust allir vera þakklátir fyrir það. Gerhard Arnesen, fram- kvæmdastjóri, flutti erindi um Norræna Félagið og gildi þess. Ivar Orgland flutti fyrirlestrar- Norskir kennarar á íslenzkunámskeiði Allir íslenzkukennarar menntaskólanna hafa sótt slík ndmskeið NÁMSKEIÐ í nútímaíslenzku á vegum Foreningen Norden fýr ir norska lektora stóð í Utgard- en Folkehögskule í Noregi 28. júní til 3. júlí og tóku þátt í því 24 kennarar. ívar Orgland, lekt- or í Lundi, sem kenndi á nám- skeiðinu, skýrir m.a. í löngu við tali í blaðinu Haugesunds Avis, tilganginn með slíkum námskeið um og upphaf þeirra, en ætlunin er fyrst og fremst að þjálfa kennarana i að tala íslenzku, svo að þeir geti veitt tilsögn í henni í samfbandi við norrænu kennsl una í menntaskólunum. Og auk þess eiga námskeiðin að veita þekkingu í þróun málsins og ís- lenzkri menningu. Fyrsta námskeiðið af þessu tagi var haldið í alþýðuskólan- um í Guðbrandsdal árið 1962 og annað árið eftir á sama stað. 1964 var efnt til framhaldsnám- skeiðs við háskóla íslands í Reykavík og gátu þátttakendur í fyrri námskeiðunum sótt það. íslenzkunámskeiðið í Utgarden er þannig þriðja byrjendanám- skeiðið og standa vonir til að það verði endurtekið næsta sum ar og að þriðja hvert ár verði, framhaldsnámskeið á íslandi. Norrænn samvinnuandi liggur að baki þessum námskeiðum. Þar sem íslenzka er lítt aðgengi- legt mál fyrir aðra Norðurlanda búa, er hugmyndin að nota tæki færið til að kenna nútímamálið í sambandi við kennslu í nor- rænu, segir Ivar Orgland i fyrr nefndu viðtali. Hann gerir enn fremur grein fyrir 'slenzku máli, nútímamálinu og fornmálinu, og segir m.a. að íslenzka ætti ein- mitt að liggja vel fyrir norskum Vestlendingum, því hún hafi upp runanlega verið vesturnorsk mál lýska. Og það notar blaðið í fyrirsögn með viðtalinu og ritar stórum stöfum: „Islenzka er upp haflega vesturnorsk mállýzka.“ Ellefu menntaskólar i Noregi kenna nú íslenzku í tilrauna- skyni, annað hvort í staðinn fyr- ir norrænu eða til viðbótar við norrænukennsluna. Allir sem þar kenna hafa verið nemendur á námskeiðunum, sem Forening en Norden hefur haldið til þessa. Sá félagskapur kom námskeið- unum á fót, en áður hafði verið mikið um þetta rætt meðal há- skólanna. Nemendur á námskeiðinu í Utgarden hafa sent Morgunblað inu fréttir af því. Bréfið er skrif að á íslenzku og ber með sér að þar er íslenzkumælandi íólk á ferð. Það hljóðar svo: ÍSLENZKA í NOREGL Nú förum við heim eftir hið þriðja námskeiðið í íslenzku, sem hefur verið haldið í Noregi. í þetta sinn var námskeiðið hald ið á Utgarden, lýðháskóla í Karmey. 24 kennarar hafa tekið þátt í þessu námskeiði. Ivar Orgland, háskólakennari í Lundi Svíþjóð, hefur verið námskeiðs- stjóri. Leiðbeinandi á námskeið inu, auk stjómandans hefur ver ið Magnús Stefánsson, háskóla- kennari, í 3örgvin. Eins og til hinna námskeið- anna efnir Norræna Félagið og Félag norskra menntaskólakenn ara til þess. Námskeiðið var sett mánudaginn 28. júní af Otto Emil Frú Guðný níræð FRÚ GUÐNÝ Jónsdóttir, Bakka stíg 6, er níræð í dag. Guðný er fædd á Bakkastígnum og hef- ur búið þar mestan hluta ævinn ar. Hún er dóttir hjónanna Jóns Oddssonar, sjómanns, og konu hans, frú Ólafar Hafliðadóttur. Jón faðir hennar lézt árið 1898 og móðir hennar fyrir 42 árum. Af átta börnum þeirra Jóns og Ólafar eru þrjú enn á lífi, séra Bjarni vígslubiskup, Guðfinna og Guðný. Frú Guðný var gift Ármanni Jóhannssyni, verkamanni, sem lézt fjrrir 15 árum. og bjuggu þau á Bakkastíg 6 mestan hluta búskapar síns, ásamt 7 bömum en eftir lát eiginmanns síns hef- ur Guðný búið hjá Sigríði og • Vörn fyrir plan Halldór Jónsson, verkfræðing ur, skrifar: í bréfi til Velvakanda lætur B. í ljós vanþóknun sína á notk un orðsins plan. Vill hann nota orðið torg þar í stað. Mér finnst málið ekki vera nein heilög kýr, sem ekki megi aðlaga sig nýjum aðstæðum. Breyttir tímir tímar valda því, að ýmis hugtök koma upp, sem ekki voru til orð yfir í málinu fyrir. Dæmi um þetta eru orð eins og sykur, jeppi, bíll ó.fl. Þessi orð hafa verði aðlöguð beygingareglum íslenzks máls, og finnst mér því erfitt að finna að notkun þeirra, þó svo þau séu af erlendu kyni. Enda sé ég ekki, hvernig það er hægt, jafn töm og þau eru almenn- ingi. Og tungan lifir hvort eð er aðeins á vörum fólksins. Tunga einnar þjóðar hlýtur því að þróast með lífsvenjum henn ar, en stendur ekki frammi yfir okkur alsköpuð eins og Aþena úr höfði Seifs. Hitt er annað mál, að hverjum ber að vanda málfærr sitt, þannig að ekki verði skrípi úr. T.d. tala vél- virkjar oft um að „plana hedd- ið“. Skv. tillögu B. mætti e.t.v. hafa þetta „að torga höfuðið". Annars er þetta orð plan ekki sama og torg í öllu tilliti. Plan er stærðfræðilegt hugtak, sem hægt er að nota orðið flötur, þó að því tilskildu að það hafi hvorki massa né þykkt. Svo er líka til hugtakið gólfflötur. Hvaða rafvirki notar hin opin- beru orð lúður og snúður“ um stator og rótor?" Hin síðar- nefndu falla inn í málið og taka íslenzkum beygingarendingum og eru því að mínu viti jafngóð íslenzka og hvað annað. Mín til laga er því: Hættum þessu múðri um óíslenzkuleg orð, og notu... öll þau orð, sem okkur finnst sæma, og NB. taka ís- lenzkum beygingum. Þau eru ekki verri fslendingar en að- fluttir landar okkar. Halldór Jónsson, verkfr." • Ófullkomin utvarps- dagsskrá í dag- blöðum „Ein tólf ára“ skrifur: „Kæri Velvakandi. Ég er tólf ára og hlusta oft á barnatímana í útvarpinu. Stundúm stendur þannig á, að ég get ekki hlustað, en ég fylg- ist ævinlega með hvaða efni á að flytja hverju sinni. Síðast- liðinn sunnudag varð ég fyrir vonbrigðum, þegar ég sá dag- skrá útvarpsins í Mbl. Þar stóð aðeins kl. 17.30: „Barnatími Helga og Hulda Valtýsdætur flokik um Stefán frá Hvítadal, Davíð frá Fagraskógi, Tómaa Gúðmundsson og Stein Steinar. Hann befur líka þýtt öll þessi skáld á norsku. Auk þess sýndi hann litljósmyndir, sem hann hafði tekið á fslandi. Þegar við sendum þetta bréf, langar okkur til að senda kve’ðju til kennara á námskeið- inu fyrir norska menntaskóla- kennara, sem var haldið í Reykja vík í fyrra. Við vorum þátttak- endur í því námskeiði líka. í Haugasundi býr íslenzk kona sem heitir Maggi Knutsen. Hún heimsótti okkur, og okkur þótti mjög vænt um að sjá hana í fal- legum íslenzkum upþhluti. Hún steikti hundrað íslenzkar pönnu- kökur, og eitt kvöld efndum við til veizlu. Hvað var þá náttúr- legra heldur enn að segja: Víst er ísland fögrur ey. Vrkjum því um stökur. Fegurst finnst þó manni og mey Frónsins pönnukökur. Með kveðju, Ellen Thorsp, Odd Tangerud. Jönsdóttir í dag Ólafi, börnum sínum. Blaðamaður Mbl. heimsótti Guðnýju á dögunum og bað hana að segja lesendum blaðsins eitthvað frá langri ævi, en Guðný taldi ekki ástæðu til þess. — Ef þið viljið hafa eitthvað eftir mér, þá vil ég aðeins segja, að ég hef alltaf verið ánægð, alltaf liðið vel. Eg er Vesturbæ- ingur og hefði varla farið af blettinum hér á Bakkastígnum, nema hvað ég var eitt sumar I kaupavinnu fyrir norðan og bjó nokkur ár við Ránargötuna. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika get ég ekki verið vanþakklát. Hamingj- an hefur fylgt mér og guð verið mér góður. stjórna." Þar stóð ekki eitt orð um, hvaða efni ætti að vera i tímanum. Ég skil ekkert í þessu hjá blaðinu. Þar var t.d. ná- kvæm skilgreining á miðdegis- tónleikunum í a, b og cliðum. Oktett í E-dúr op. 32, sinfóní* nr. 3 í D-dúr, Pólska hljóm- kviðan op. 29 eftir Tjaikovský o.s.frv. Hvort ætli sé fylgzt meira með í bæjum og svdtum efni miðdegistónleikana eða eða efni barnatímans? Það er eins og fullorðna fólkið gleymi stundum, að það hafi sjálft ver ið börn. Velvakandi! Viltu vera svo góður að birta þetta bréf. Þá lesá ritstjóramir það, og kippa þessu vonandi í lag. Velvakandi tekur undir >rð telpunnar. Auðvitað á að birta útvarpsdagskrána alla í heild I blöðunum, en ekki einhverjar glefsur úr henni. Ekki á síður að segja frá því, hvaða tónverk á að leika hverju sinn*, því að eins og sumir hafa gaman af barnatímum, ha - aðrir gaman af tónlist. Velvakandi hefur oft þurft að leita án árangurs í öll- um dagblöðunu mað b”,f v "ð eigi að leika t.d. í miðdegisút- varpinu eða á su-mudagsmoi ga- um. Nýtt símanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.