Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Foshjdagur 16. júíí 1965 „Eg ætla mig við samt að halda eldflaugar" Geimfðrarnir boðnir í gær i svifflug og réiðtúr á vegum Loftleiða BANDARÍSKU geimfararnir fengu í gær að kynnast nokkru á íslandi, sem þeir þekktu fæstir af eigin reynd. Loftleiðir buðu þeim til svif- flugs og að skreppa á bak ís- lenzkum hestum. Geimfararnir áttu frídag í lendingar og tókst hún prýði- lega. Chaffe ljómaði eins og sól í heiðríkju. „Þetta er fyrsta ferð mín í svifflugu. Það var mjög gam an, þótt ég ætli samt að halda mig við eldflaugar. Þetta er allt önnur tilfinning en að Á meðan þeir næstu fóru upp með svifflugunni vildu þeir á jörðu niðri fá að skreppa á bak íslenzku hest- unum. Dóttir Sigurðar Magn- ússonar, Steinunn, hafði kom ið með honum og var geim- förunum til leiðsagnar við hestamennskuna. Þeir Schweickart og Cernan náðu sér í reiðskjóta, brugðu sér á bak og riðu á- brott. Schweickart hafði gott taum hald á hestinum og hvarf í rykmekki. Erfiðlegar gekk hjá Cernan, sem tókst þó að Geimafararnir á reiðskjótunum ásamt Steinunni Sigurðardóttur. — Myndirnar tók Ól. K. M. gær og þágu sjö þeirra boð Loftleiða og komu þeir upp á Sandskeið um kl. 1,30 í gær. Þar biðu þeirra Leifur Magn ússon og Þórður Hafliðason frá Svifflugfélaginu, svo og reiðskjótar. Geimfararnir eru hinir frísklegustu náungar, en held ur þótti þeim kalt í veðri, enda hvasst. Leifur Magnús- son sagði þeim, að veður væri ekki sérlega hagstætt til svif flugs og því yrði þeir stutt á lofti hver um sig. Ætlunin var að fljúga í rennilegri svif flugu, sem bar einkennisstaf ina TF-SAL. Fyrstur til að setjast upp 1 sviffluguna var Roger Chaffe, sem er reyndur þotuflugmað- ur. Leifur hafði stjórnina á hendi. Taugin var fest í og svifflugan var dregin á loft. Hún hækkaði sig mjög ört og lyftist þá brúnin á geimför- unum. Þeir höfðu orð á því, að þetta væri greinilega hin mesta skemmtun. „Við ætt- um kannski að fá okkur svif flugu“, varð einum að orði. Þeir Leifur og Chaffee hringsóluðu nokkurn tíma, en svo kom svifflugan inn til fljúga þotu. Tilfinningin fyr- ir fluginu er miklu næmari í svifflugu. Þetta er alveg ný reynsla fyrir mig. Leifur leyfði mér að taka við stjórninni stutta stund og tók ég sviffluguna í boga. — Þetta var mjög spennandi“, sagði Chaffee. Næstur á loft var Charles Bassett, sem einnig er reynd- ur þotuflugmaður. Hann var sá eini í hópnum, sem áður hafði flogið í svifflugu. Þegar þeir Leifur lentu aft ur sagði Bassett, að hann hefði skemmt sér konunglega og hefði hann fengið að stjórna flugunni smástund. Hann sagðist aldrei fyrr hafa verið dreginn á loft með spili. Það hefðu ætíð verið flugvélar, sem dregið hefðu sviffluguna á loft. „En það er ekki nærri því eins sláandi og þetta. Þegar flugvél dreg- ur mann á loft er ekki hægt að hækka sig svona ört. Það gengur miklu hægar og róleg ar fyrir sig. Við þotuflug- mennirnir skemmtum okkur bezt þegar við förum sem beinast og hraðast upp“, sagði hann. halda á eftir félaga sínum. Bassett náði sér í einn grá- an og hugðist halda á eftir hinum, en sá grái gerði' sér lítið fyrir, gekk að næstu þúfu og tók að bíta gras. Hann tók þó á smásprett, þegar hestasveinn tók til sinna ráða og ýtti við þeim gráa með fæt Geimfararnir virtust skemmta sér prýðilega og voru hinir kátustu. Þegar Schweickart kom þeysandi til baka kallaði hann til félaga sinna: „Þið ættuð að skreppa á bak þessum. Hann er hinn mesti hlaupagarpur". Hann sneri sér svo að Bassett og spurði: „Viltu fá hestinn? En þú verður að tala við hann ís lenzku til að koma honum ai stað“. Bassett fórnaði höndum til himins og sagði brosleitur: „Nei, nei. Ég vil heldur fá flugvél“. Og annar bætti við, sem var nýkominn úr þeysi- reið: „Og ég vil fá púða, því sitjandinn er svo aumur“. Þannig skemmtu þeir sér við glens og gaman, svifflug og reiðtúra. Síðar um daginn fóru þeir með Loftleiðavagninum aftur til Reykjavíkur, litii inn í Ár- bæ og víðar í borginni, en héldu loks til samkvæmis, sem bandaríska sendiráðið hélt þeim og fleiri gestum að Hótel Sögu. Chaffee stígur um borð í sviffluguna. Gegnt honum er Þórður Hafliðason, en Cernan snýr baki í myndavélina. Blastoff! Hestasveinninn kemur Bassett af stað á þeim gráa. v>". wwj-v v • Fiórðunqsmót hesta- manna í Borgarfirði DAGANA 17. og 18. júlí verður fjórðungsmót hestamanna á Vest- urlandi haldið að Faxaborg í Borgarfirði. Þar verða sýndir um 20 stóðhestar, þar af helmingur- inn frá hrossaræktarsambandinu, sem á mjög athyglisverða hesta og verða 3 þeirra sýndir með af- kvæmum. 36 hryssur eru skráðar til sýningar og auk þess er reikn- að með 36 gæðingum. Sex hestamannafélög standa að mótinu, þ. e. hestamannafélagið Faxi í Borgarfirði, hestamannafé- lagið Dreyri á Akranesi, hesta- mannafélag Snæfellinga á Snæ- fellánesi, hestamannafélagið Glað ur í Dölum, hestamannafélagið Kynskær í A-Barðastrandarsýslu og hestamannafélagið Blakkur á Ströndum. Mótið hefst á laugardag. Þá verð ur byrjað að vinna að dómum kl. 10 árdegis og starfa dómnefndir allan daginn. Kl. 17 verða undan- J rásir í kappreiðunum. Þarna verð ur keppt í stökki á þremur vega- I lengdum, 200 m, 250 m og 300 m sprettum og einnig á 250 m skeið- spretti. Á sunnudag hefst mótið kl. 10.30 árdegis með því að hesta- menn ríða fylktu liði inn á svæð- ið. Um 40 hestar eru skráðir til leiks í kappreiðunum og eru margir þeirra þekktir hlaupa- garpar. Verða há verðlaun og bú- izt við spennandi keppni. Nýlegur sumarbústaður til sölu, á fallegum stað í ná- grenni Reykjavíkur. Tilboð sendist Mbl. fyrir hádegi á laugardag, merkt: „Sumar — 6081“. Reglusöm stúlka óskar eftir herbergi og eldhúsi eða aðgangi að eldhúsi. Vil gjarnan gæta barna tvö kvöld í viku. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudag, merkt: „Þrifin — 6078“. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.