Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 3
, SunnudaguT 23. Júlí • 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 lm Skólafdlk í fiskvinnu Sr. Eiríkur J. Eiriksson: Hugur fylgi máli Heimsókn i ísbjörninn ÞAÐ var fögur fjalla.sýn af Seltjarnarnesinu í fyrradag, er við áttum þar leið um. 1 norðri gnæfði Esjan ægifögur á að líta, dimmblá eins' og hún er oft eftir nýfallna skúr. Það stafaði á sjóinn og hreint loft- ið ilmaði af regnvotu grasinu. Það var því ekki laust við, að við kviðum fyrir að slíta okk- ur frá þessu og fara inn í frystihúsið ísbjörninn, en þang að var ferðinni heitið. Við vissum, hvað beið okkar er þangað kæmi, fiskifýla og þess háttar eða það, sem sumir kalla peningalykt. En er við hugsuðum til ungu kynslóð- arinnar, er þar beið okkar starfsöm og þróttmikil létum við okkur hafa það, hertum upp hugann og renndum í hlað. Er í hlað kom sjáum við, hvar stendur þar maður, er virðist bæði þéttur á velli og þéttur í -lund, yfirverkstjór- inn G<uðmundur Guðmunds- son. Guðmundur kemur upp að bílnum og tekur okkur tali. — Megum við ekki hafa tal af nokkrum skólakrökkum, sem vinna hjá þér og taka af Okkur heyrðist þær segja Anna Ragnarsdóttir og Jóhannai Guðmundsdóttir. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) um í sal einn mikinn, þar sem urmull kvenfólks vinnur, að því að skera úr karfaflökum, vigta þau og pakka. Við tök- um eina litla stúlku talL Strákarnir unnn að þvi að losa stúlkurnar við úrganginn úr fiskinum. Þeir heita: Halldór Jónsson, Kristján Ágústsson og Jón Viðar Andrésson. þeim myn’dir?, spyrjum við. — Jú, alveg sjálfsagt, seg- ir Guðmundur, það eru þrjá tíu ár síðan ég sat á skólabekk svo að ég þarf þá liklega ekki að fá hjarslátt? — Láta krakkarnir ekki vel aí því að vinna hér?, segjum -við. — Jú jú, því skyldu þau ekki láta vel af því? segir hann. — Hvað heitir þú? segjum við. — Guðrún Sæmundsdóttir, segir hún og brosir. — Og í hvaða skóla ert þú? — Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, segir hún. Og nú er allt að fara í vit- leysu á færibandinu hjá henni, enda ekkert gaman að fá svona blaðasnápa í heim- sókn, sem bara flækjast fyrir. h svo að hún geti komið lagi á færibandið að nýju og vind- um okkur að þremur stúlkum, sem eru í óða önn að skera blóð úr karfaflökum. — Hvað heitið þið stúlkur góðar? segjum við. — Súsanna Þorsteinsson, Anna Karlsdóttir og Lára Fi'ið'bertsdóttir, segja þær ein eftir aðra, svo að við eigum fullt í fangi með að ná niður nöfnunum. — Og fáið þið sæmilegt kaup? spyrjum við. — Svona um tuttugu og átta krónur á tímann, segir Lára og virðist hreint ekki óánægð með það. — Finnst ykkur ekkert vond lyktin? höldum við áfram. — Ekki svo, segja þær allar í kór, en ein þeirra fitjar ör- lítið upp á nefið. — Þetta venst allt, segir Anna, og ber sig borginmann- lega. — ★ — Við hittum að máli stúlku, er stendur við færiband og ýtir flökunum til stallsystra sinna, sem verka þau. —r Hvað heitir þú? — Anney Bergmann, segir hún óg það bregður fyrir ör- litlu feimnisbrosi við annað munnvikið. — Ertu í skóla á veturna? spyrjum við, þó að við þykj- umst nú vissir um að svo sé. VI. sunnudagur eftir trinitatis. Guðspjallið Matth. 5,20—26. RÉTTLÆTI Fariseanna stendur við þenna helgidag i almanakinu. Farisearnir voru miklir kennend- ur. Þeir voru lærdómsmenn. Þeir voru einnig áhugasamir um fræðsluna, en þó vantaði þá aðal hins góða kennara*. Það, sem þeir voru að kenna, var ekki af sjálf- um þeim, þeir voru bókstafs- menn, lögmálsins skyldi vandlega gætt, en hugur og hjarta var einatt ekki með í leiknum. Þungamiðja guðspjallsins felst í orðum þess: „Því ég segi yður, að ef réttlæti yðar tekur ekki langt fram réttlæti fræðimann- anna og Fariseanna, komist þér alls ekki inn í himnaríki". Sólheitur sumardagur. Jöklam ir sjást óljóst og Hekla er nær hulin skykkju hitamóðunnar með hlöðum úr sólargulli. Þorpið er ævintýraborg á himinströnd, og haf í milli hennar og landsins hér. Árnar í fjarska verða að víggirðingum í tíbránni og mýra- borgirnar að virkjum. Umhverfið hið næsta, lág vot- lend rhýrin, með einslaga þúf- urnar í þúsundatali, verður hversdagslegt. Þar er ég, barn að aldri, við sumarstarf mitt. Þjóðvegurinn er þarna rétt hjá. Fáir fara um hann þenna annadag. Þó stanzar bíll á móts við mig. í honum eru tveir af kennurum mínum. Þeir eru á leið til Reykjavíkur, og svo er ferð- inni heitið þaðan með skipi til Kaupmannahafnar. til þátttöku í norrænu kennaramóti þar. „Blessaðir ráðleysingjar eru nú þessir kennarar. Þeim væri nær að fara í kaupavinnu en að vera að fara til Danmerkur um hábjargræðistímann", sggði fólk. „Eins og börnin fái ekki nóg af fræðslu^ni, þó ekki sé verið að auka á kröfurnar með erlendum fyrirmyndum, sem ekki eiga við í okkar fátæka landi“. Kennararnir kveðja mig. Þeg- ar bíllinn er farinn, finn ég til einmanakenndar. Mér fannst þess ir vinir mínir véra eins og fleyg- ir fuglar, en ég fjötraður bönd- um vinnu minnar í fangelsi — Já, ségir hún, ég var í Vogaskóla í vetur. — Og þér finnst gaman að vinna þér inn skilding í sum- arleyfinu, spyrjum við og það liggur við að okkur klígi af allri fisklygtinni. — Já, já, segir hún um leið og maðúr vindur sér að okk- ur og segir. — Þið vilduð ná tali af skólakrökkum? — Já, segjum við og skilj- um ekki, hvaðan á okkur Framhald á bls. 26. Þær skárn blóð úr fiskflökum. Frá vinstri: Súsanna Þorsteins son, Anna Karlsdóttir og Lára Friðbertsdóttir. Það er ekki gaman að fá svona blaðasnápa í heimsókn. Það safnast fljótt fyrir á færibandinu. Guðrún Sæmundsdóttir að störfum. þröngu. Vegurinn út í fjarskann, sléttan, öll eins, án raunveru- legra takmarkana með hillingum 'sínum, ögruðu mér. Grátur brauzt fram, tilefnislaus, og án tilgangs, án saka, árangurslaus — sem betur fór. Mér var hollast starfið, að vera staðbundinn. Sumarið leið. Fyrirferðarmik- ið er það í endurminningunni: Bjartir morgnar eins og harpa, þúsundstrengjuð. Kvöldin eins og karfa full af angandi blómum drauma og ljúfsárra kennda. Um konung einn, er uppi var á Englandi um 630 segir svo. — Drottning hans var kristin og sjálfur lét hann skírast til krist- innar trúar —: „Fullkominn frið- ur var alls staðar, þar sem yfir- ráð hans náðu til. Móðir gat 6- áreitt farið með ungbarn sitt um þvert og endilangt England. Það er til marks um hve konungi var umhugað um velferð þegna sinna, að hann lét festa upp drykkjarílát við lindir á þjóð- vegum úti ferðafólki til fyrir- greiðslu. Þorði enginn að snerta þenna útbúnað til annars en þess, er hann var ætlaður til, af ótta- blandinni virðingu fyrir konungi þessum". Mýnd er hér brugðið upp, sem er fögur: Móðir, sem nýtur frið- helgi með barn sitt og fyrir- greiðsla við lindina. Jesús leggur áherzlu í dag á, að við berum sjálf okkur fram sem fórn, sem fegurst sé sú fórn og hreinust ósnortin svo sem framast má verða af vondum hugrenningum sjálfra okkar og annarra í okkar garð. Guðsþjón- usta okkar sé fólgin í andlegum þroska og siðferðilegu þreki, en ekki ytri fullnæging guðsdýrkun- ar, þar sem við sjálf erum undan- þegin eigin framlögum af okkar innsta eðli og veru. Jesús kennir í dag, að sannur bróðurhugur eigi að vera eink- unn og innsigli guðsrækni okk- ar, hugarrækt og hjartans skóla- gangan að prófborði lífsins, þar sem höfundur þess og fullkomn- ari ræður og dæmir. Góður kennari er sá einn, er hyggur að grundvelli þekkingar og fræðslu, sem er persónulegur þroski og göfgi. Kristindómurinn hefur átt í vök að verjast að fá framgengt boðskap sínum um gildi mann- göfginnar, mannssálarinnar og, að lindin við veginn fái að svala þreyttum vegfaranda. Kristindómurinn er í innsta eðli sínu nýtt málefni mann- heima, nýr siður, en umfram allt nýtt innihald, nýtt hjarta, hugur, sem fylgir 'máli. Sá hugur er kærleikurinn, sumartíð blíð, er vöxtur allur má ekki án vera, né nein mann- leg sál. Með haustinu komu kennararn ir heim frá norræna kennara- mótinu. Margt skammdegiskvöldið varð bjart, er þeir sögðu okkur börn- unum frá ferðinni til Danmerk- ur. Kennslustundin marg mótaðist af nýrri þekkingu, en um fram allt nýrri umhyggju og kærleika til okkar barnanna. Litla kennslu stofan bauð okkur heimsins beztu hugsanir um, hvernig bezt yrði búið að mannssál, einnig hér úti á íslandi í litlu sjávarþorpi. Guð gefi, að samfundir kenn- ara og mót leiði til þeirrar bless- unar í síauknum mæli, að sál sér- hvers barns nærist við lindir kærleiksríkrar umönnunar og fórnandi hugarfars kennenda og ábyrgra manna, hver sem stétt þeirra er eða starf. Gerumst öll uppalendur. Alhug ur kærleikans fylgi máli okkar og helgi það, að sumar verði og vöxtur þjóðanna á Norðurlönd- um og, hvar sem barn er um víðan heim, og þrá og þörf fyrir Guðs vernd og miskunn og hans lind til meimta og blessunar. — Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.