Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 26
26 MORCUNBLADIÐ SunnudagiiT 25. júli 1965 MJKLAR bollaleggingar eru nú uppi um hver muni bera sigur úr býtum, er íhaldsmenn ganga til kosn inga um eftirmann Sir. Alec Douglas-Home næst- komandf þriðjudag. Flest- ir eru þó á eitt sáttir um, að helzt komi þar til greina annar tveggja, Reg- inald Maudling eða Ed- ward Heath. Einnig hafa verið t*tnefndir Christop- her Soames og Iain Mac- leod. Hinn síðarnefndi hef ur að vísu lýst því yfir, að hann muni ekki gefa kost á sér, en þó er talið að honum kunni að snúast hugur. Þeir Maudling, Heath og Macleod komu allir fram á Christopher Soames stjórnmálasviðið, þegar Ric- hard A. Butler endurskipu- lagði íhaldsflokkinn 1945, og eru þeir allir lærisveinar hans. Frá því að íhaldsflokkur- 'l inn tapaði í þingkosningun- uan í Bretlandi s.I. haust, hafa j ofangreind • leiðtogaefni átt sæti í „skuggaráðuneyti“ Sir. Alecs. Maudling og Heath 'i fjölluðu um mikilvæga þætti i innanríkismála, og fór Maud- , ling með fjármál, og hafði með höndum samræmingu hinna ýmsu þátta innanríkis- mála, en Heath fjallaði um efnahagsmál, skipulagningu l flokksins og stefnu hans. I Ohristopher Soames fór með landbúnaðarmál, og Macleod 1 með málefni stáliðnaðarins og hafði forystu í baráttu stjórn arandstöðunnar gegn þjóðnýt ingaráformum Wilsons. Hér á eftir kynnum við stuttlega þessa menn, sem taldir eru líklegastir arftakar Sir Alecs. Sem fyrr segir, verður gengið til kosninga n.k. þriðjudag, en þetta er í fyrsta sinn, sem atkvæða- greiðsla er látinn ráða leið- toga íhaldsflokksins. Til ’þessa hefur fráfarandi flokks leiðtogi valið eftirmann sinn, en fyrir forgöngu Sir Alecs hefur þessu nú verið breytt. Hver þeirra tekur við af Sir Alec? Til þess að ná kjöri við fyrstu atkvæðagreiðslu þarf fram- bjóðandi að hljótá hreinan paeirihluta og að minnsta kosti ' 15% fleiri atkvæði en sá, sem næst kemur. • EDWARD HEATH Frá því að íhaldsflokkur- inrf komst í stjórnararidstöðu hefur Edward Heath m.a. haft það mikilvæga hlutverk að endurskipuleggja stefnu hans með tilliti til næstu kosn inga. Einnig hefur hann fjall að um efnahagsmál í „skugga ráðuneytinu“, og stjórnaði at- lögunni gegn efnahagsfrum- varpi Verkamannaflokks- stjórnarinnar fyrir skömmu. Áður en umræður um frum- varpið hófust, hafði hann safnað um sig ungum mönn- um úr þingflokki íhalds- flokksins, og við þær stefndi hann þeim óspart' gegn tals- mönnum stjórnarinnar. I>að var einnig fyrir tilstilli Heaths, að Ihaldsþingmenn beittu þeim brögðum við þrjár atkvæðagreiðslur um frumvarpið, að látast vera farnir heim ,en bíða skammt frá þinghúsinu og þyrpast inn rétt í þann mund, er til- lögurnar voru bornar upp. Tapaði Verkamannaflokkur-' inn öllum þessum atkvæða- greiðslum, sem kunnugt er. Edward Heath var fyrst kjörinn á þing fyrir .Bexley- kjördæmi 1950 og tók mikinn þátt í félagsstarfsemi .ungra íhaldsmanna. Hann gegndi ýmsum flokksstörfum á þingi og var lengi einn af aðalrit- urum þingflokksins. Verka- málráðherra varð íleath 1959 EdwaTd Heath en þá hafði hann átt sæti í stjórninni frá 1952 og einkum fjallað um efnahagsmál. Af- skipti hans af utanríkismál- um hófust fyrir alvöru 1960, er hann varð aðstoðarutan- ríkisráðherra. Við embætti verzlunar- og iðnaðarmálaráð herra tók Heath 1963, en hafði . þá um tveggja ára skeið verið formaður brezku sendinefndarinnar, sem ræddi möguleika á aðild Breta að Efnahagsbandalaginu í Briiss- el. Áður en Heath hélt til- Brússel var hann lítt þekktur utan íhaldsflokksins, en hann gat sér góðan orðstír fyrir frammistöðu sína í samninga- viðræðunum, og sneri heim þekktur maður, þó ekki næð ist samkomulag um irmgöngu Breta í bandalagið. Heath er 49 ára, fæddur 1916, sonur kaupsýslumanns í Kent. Háskólanám stundaði hann í Oxford og gegndi her- þjónustu í konunglega stór- skotaliðinu í heimsstyrjöld- inni síðari. Er styrjöldinni lauk sneri hann sér að banka- og fjármálastarfsemi og á nú sæti í bankoráði Lundúna- banka. Það þykir nokkur hindrun á framabraut Heaths í stjórn- málum .að hann er maður ó- Iain Macleod. kvæntur. Eiga Bretar erfi'. með að hugsa sér Downing- street 10 án forsætisráðherra- frúar, og það hafa þingmenn Ihaldsflokksins eflaust einnig í huga, er þeir kjósa leiðtogá sinn. • REGINALD MAUDI.ING Þetta er í annað sinn, sem Reginald Maudling þykir einna líklegastur til að verða leiðtogi íhaldsflokksins. Þeg- ar Harold Macmillan sagði af sér flokksforystunni í október 1963, ríkti mikil óvissa um eftirmann hans, og voru þeir oftast tilnefndir Maudling og Butler. Er Maor.ihan valdi Sir Alec Dougias-Bome í em- bættið, kom það mönnum mjög á óvart. Maudling varð fjármálaráð- herra í stjórn Macmillans 1962 og gegndi embættiuu áfram eftir að Sir Alec varð forsætisráðherra. Eftir kosn- ingaósigurinn s i. haust, fól Sir Alec Maudling meðferð fjármála í „skuggaráðuneyt- inu“, og auk þess var hann leiðtogi stjórnarandstöðunnar í neðri málst.ofunni, þegar Sir Alec var fjarverandi. Þegar Maudting tók vxð fjármáláráðherraembætinu, var hann aðeins 46 ára, og einn af- yngstu ráðherrunum. Hann hafði þá setið á þingi frá 1950, og var teiinn manna fróðastur um efnahags- og fjármál. Maudimg hefur gegnt ýmsu.n r-iðherraem- bættum, og haíði m.a. verið birgðamálaráðherra, verzlun- armálaráðherra, og nýlendu- málaráðherra áður en hrna tók við fjármá'aráðuneytmu. Ex* viðræður hófust um stofnun Ffivei'zlunarbanda- lagsins (EFTA), var Maudl- ing falin forusta orezkú sendi nefndarinnar. Hanr bar fram gang EFTA mj >g fyrir brjósti og var því mótfalhnn að Bret ar sæktust eitir t.ði d að EBE. Hann er í einkar vinsam.eg- um tengslum við brezku verkalýðsfélögin og hafði nána samvmnu v;ð þau um efnahagsþróun rkisins. Maudling er 48 á.a, fæddur 1917 í London, .ærður í Ox- ford. Hann lauk lögfræðiprófi 1940, og var í flughernum í heimsstyriöldinm síðari, en gegndi auk þess um skeið störfum í brezka flugmála- ráðuneytinu. 1945 gerðist hann ráðunautur íhaldsflokks ins um efnafhags- og fjármál, og var síðar ráðgjafi Sir Winstons Churohills, þáver- andi leiðtoga stjóniarandstöð unnar, um þessi mál. Eiginkona Maudlings var leikkona þar til þau gengu í hjónaband. Þau eiga tvo syni og eina dóttur, sem fetað hefur í fótspor móður sinnar. • CHRISTOPHER SOAMES Margir telja Christopher -Reginald Maudling Soames sigurstranglegan, tak ist íhaldsmönnum ekki að komg sér saman um annað hvort Heath eða Maudling. Hann er yngstur þeirra for- mannsefna, sem tilnefnd hafa verið, aðeins 45 ára, og er nú helzti talsmaður stjórnar- andstöðunnar um varnarmál. Hann er auk þess landbúnað- ar-, fiskveiði -og matvælaráð herra í „skuggaráðuneytr* Sir Alecs, og fór með sömu mál í stjórn hans fyrir kosn- ingarnar. Soames komst á þing 1950 og var einkaritari Sir Winst ons Churchills á þingi frá 1952 til 1955, síðan varð hann fulltrúi í flugmála- og flota- málaráðuneytinu og gegndi þeim embættum þar til hann varð flotamálaráðherra 1957. Árið eftir varð hann hermála ráðherra, en við embætli land búnaðar-, fiskimála- óg mat- vælaráðherra tók hann 1960. Gegndi hann því embætti er landhelgisdeilan var til lykta leidd 1961. Menntun sína hlaut Soames í Eton og Sandhurst. í styrj- öldinni síðari gegndi hann herþjónustu í Frakklandi, Ítalíu og Austurlöndum nær. Hann særðist við E1 Alamein og hlaut heiðursmerki fyrir framgöngu sína. Soames er fimm barna faðir og býr búi sínu skammt frá sveitasetri því ,er Sir Winston Churchill átti í Kent. Kona hans er Mary, yngsta dóttir Sir Winstons, og er það mál manna, að tengsl hans við hinn látna stjórnmálaskör- urig geti orðið honum til veru legs framdráttar við leiðtoga- val íhaldsmanna. • IAIN MACLEOD Þegar Sir * Alec Douglas- Home tók við forsætisráð- herraembættinu af Macmill- an, bauð hann Iain IVlacleod ráðherraembætti í stjórn sinni, en Macleod aíþakkaði. Hann var einn af helztu sam- starfsmönnum Macmillans • í forsætisróðherratíð hans, gegndi embætti nýlendumála ráðherra frá 1959—’63, og var formaður skipulagsnefrdar flokksins. Eftir kosningarnar s. 1. haust féllst Macleod á að laka sæti í „skuggaráðuneyti" Sir Alecs og fór þar með málefni stáliðnaðarins. Macleod er frá skozku há- löndunum, fæddur 1913 og nam í Edinborg og Cp m- bridge. Lauk hann prófi það- *án 1935. Þá hóf hami störf við útgáfufyrirtæki í London og las jafnframt lögfræði, en varð að hætta þvi námi er heimstyrjöldin brauzt úr. Hann gerðist sjálfboðaliði í hernum og barðist m.a. i Frakklandi. Hann særðist lífs hættulega og ’lá rúmfastur í eitt ár, en sneri þá til baka til vígstöðvanna og barðist þar unz styrjöldinni lauk. Við heimkomuna gekk hann í þjónustu íhaldsflokks ins og varð bráit yfirmaður innanríkismáladeildar • hans. 1950 var Macleod kjörinn á þing og lét mikið til sín taka um heilbrigðis og trygginga- mál. Heilbrigðismálaráðherra varð hann 1952 og gegndi því embætti til 1955, en tók þá við Verkamálaráðuneytinu og hafði málefni þess með hönd um til 1959. Macleod er maður kvænt- ur og eiga hjónin einn son og eina dóttur. ! i 1 i ! i I — Skólafólk Framhald af bls. 3. stendur veðrið. — Ég skal vísa ykkur á stað, þar sem nóg er af skóla- fólki. Miklu meira en hér. — Blessaður gerðu það, eegjum við og förum í hum- átt á eftir manninum, sem strunsar upp á efri hæðina, þar sem fjöldi krakka vinnur við flökunarvélar. urleg. Við heyrum varla til sjálfra okkar. Er maðurinn að gera gys að okkur. Hann get- ur þó ekki ætlast til þess, að við eigum viðtal við krakk- ana í þessum hávaða? — Halló, þú þarna! Hvað heitir þú? — Ha?, sýnist okkur hún segja. Við endurtökum spurning- una og fáum svar, sem okkur heyrist vera Anna Ragnars- dóttir. — En stalla þín? köllum við af lífsins og sálar kröft- um. — Já, þetta er salla fínt, segir hún og brosir. — Hvað heitir hún vinkona þín? segjum við og bendum á stúlkuna. — Ó, segir Anna og skelli- hlær, hún Hanna hún heitir Jóhanna Guðmundsdóttir. Þetta finnst okkur góður árangur. Að við skyldum ná nöfnum þessara yngismeyja í slíkum hávaða. Við snúum því við og höldum til baka, en hittum í bakaleiðinni ung- an mann, sem stendur við færi band og heldur á krókstjaka. —■ Hvað heitir þú, kunningi, segjum við — Sæmundur Ásgeirsson. — Og í hvaða skóla ert þú? — Ég er í öðrum bekk Hagaskólans, segir hann og virðist önnum kafinn. Við sjáum ekki annað en við séum að tefja fyrir Sæ- mundi með frekari orðaskipt- um, svo að við sleppum tal- inu og löbbum niður stigann, niður á næstu hæð. í anddyrinu, þegar við er- um á útleið verður fyrir okk- ur hópur krakka, sem sitja og bíða eftir fari í bæinn. — Vinnið þið ekki meira í dag? spyrjum við. — Nei, segir Kristín Sveins dóttir, allar stelpurnar í kol- anum eiga að hætta klukkan fimm. — Hvaða skóla ert þú í? — Réttarholtsskólanum, seg ir hún um leið og hún bregð- ur sér upp í vagninn, sem ek- ur henni heim, þar sem hún mun hvíla lúin bein og safna kröftum fyrir morgundaginn. Er við höldum heim og ræð um um það, hve þróttmikil og dugleg æskan er, sem erfa á landið, — verðum við sam- mála um það, að íslandi sé ekkert að vanbúnaði í fram- tiðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.