Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 21
Sunnudafjur 25- Jöfí 1965 MORCUNBLAÐIÐ 21 Um Ódáðarhraun Framhald af bls. 1&. ‘ Ekki er til langrar setu boðið. Bíllinn stingur sér ofan snar- bratta fjallshlíðina beint af augum og þeysir svo vestur vikrana í átt að Öskjuopi. Nú tekur nýja hrauni'ð við, dökk- rauðbrúnt, frauðkennt og þvi ) létt í sér, snarpt viðkomiu með | beittum eggjum og hvössum nálum og molnar gjarnar und- S ir fæti. Búið er að leggja veg eða öllu heldjÉ# að brjóta slóð eftir því alla leið upp að gígn- um, sem ákafast gusu haustið 1961. Leiðin er launbrött og af ar seinfarin, en áfram mjakast, þar til bíllinn sta'ðnæmist í miðri reykjarsvælunni á börm um eldvarpanna. Útlendingunum finnst nóg um ®ð vera komnir í svo nána snert ingu við undirdjúpin og byggð ina í „neðra“. Hitinn er svo mikill á yfirborði jarðar, að ill þolandi er að standa lengi í ®ömu sporum, þar sem heitast er. Mikil gufa rýkur upp úr jörðinni og skilur eftir sig marg litar útfellingar. En ævintýra- legast er að koma upp á sjálf gígabarmana og horfa ofan 1 þá gegnum reykinn og svæluna. Sumir eru ekki afar djúpir, en allvíðir, og sífellt hrynja stein ar og gjall úr börmunum niður í botn me'ð glamri og óihugnan- legum skruðningi. f barma staks gígs vestan vegarslóðar- innar (Stökuborgar) eru komn ar langar, hringlaga sprungur, og spildan innan við á greini- lega ekki langt eftir, þar tii hún fellur inn í gíginn. Þannig jafnast allir hlutir með tíman- um, leita jafnvægis, sléttast, j sjást ekki lengur. I Hér er auðvelt að endurlifa i atburðina frá siðasta gosi, ef 1 menn hafa lesið greinargóðar ! lýsingar á því og séð þaðan ! myndir. Upp úr þessum gígum stóðu þá 300m háar hraunsúlur hvít- og raúðglóandi, lýstu upp fjallahringinn í kring og orn- uðu áhorfendum skrautsýning arinnar, sem þó höfðu flestir vit á að halda sig í hæfilegri fjarlægð. En nú læddist sú hugs un inn í vitundina, að aldrei er I Öskju að treysta, og hver þorir að ábyrgjast, að hún byrji ekki aftur að hamast á næsta andar taki, og hvað yrði þá úr okkur, vesalingunum? Maðurinn er *vo agnarsmár og umkomulaus í návígi við náttúruöflin, jafn- vel þótt hann kunni að vera fljótur að hlaupa og sé á traust um bíl með talstöð. En það verð ur að taka á stillingunni og treysta á forsjónina og vera ör- lagatrúar. Það eru liðnir svo margir hálftímar, síðan gosinu linnti, að það væri undarleg til viljun, ef hún þyrfti endilega að fara að tryllast þennan eina hálftíma, sem við stöldrum við. Já, sköpun heimsins er ekki lokið enn, a.m.k. er áreiðanlega mikið verk óunnið hér á íslandi Ummerki sköpunarinnar eru víða greinileg, en ávíða fersk- ari en hér í Öskju. „Eldhjart- að slær í fannhvítum barmi.“ Við njótum þeirra forréttinda að gerast áhorfendur áð öllu •jónarspilinu, íslendingar, en um leið tökum við á okkur á- hættu. Sjónarspilið hefir nefni lega alloft enginn gamanleikur verið, heldur valdið hallæri og hungurdauða víða um land, jafnvel legið við borð, að þjóð vor tortímdist. Svo lánlega hef- ir þó til tekist, að ekkert hinna síðustu stórgosa hefir valdið feljandi sköðum eða búsifjum, en gott er að vera við öllu bú- inn, enginn veit, hvað næst ger ist. En lítum nú til lofts. í súðri og vestri blasir við okkur Öskju dalurinn, þessi víði sigketill, hömrum girtur á alla vegu. Nokkur skörð eru þó í fjalla- veggina, hið stærsta Öskjuop, •em við komum inn um úr aust ri. Snjór er í fjöillum, en auð jörð að naestu á sléttlendinu. AHh vasst er af suðri og sand- byiur suður undir Öskjuvatni, Og þvi samþykkir meirihluti far þeganna að hætta við að ganga þangað þessa 20 mínútna leið, Ekki er enn orðið bílfært að vatninu, en verður það innan skamms. Aðeins einn skafl hindrar. öskjuvatn hefir mælzt dýpsta vatn á landinu, mesta dýpið 217 m í júlí 1963, en síð an mun eitthváð hafa lækkað í því. í Öskju stendur nefnilega ekkert á stöðugu. Við norður- bakka vatnsins er hinn mikli sprengigígur Víti, um 150 m í þvermál efst og rúml. 60 m, djúpnr. Það var hann, sem flæmdi mikinn fjölda Norðmýl- inga til Ameríku, með því að sáldra 0,8 teningskílómetrum af vikri yfir Austurland á 8 klukkustundum á páskunum 1875. Hún hefir stundum verið stórvirk, hún Askja. Nú var komið að því að kveðja þessa stórfenglegu eld- smiðju og halda aftur tii byggða, ógleymanlegri reynslu ríkari frá landsins hjartarót. Vi’ð höfum skynjað fsland, lif að það, eignazt það betur en áður. Við erum hluti þess og það er hluti af okkur meir en nokkru sinni. Smæð mannsins er mikil hjá reginorku höfuð- skepnanna, hversu mjö.g sem hann hreykir sér af tækni sinni og kunnáttu, það má okkur skiljast á þessum stað. Timinn skiptir öskju engu mátli, hún á nóg af honum, alla eilífðina jafnvel, og lætur til sín taka, þegar henni sjálfri þóknast, en hvílist þess á milli, hve lengi, veit enginn. Á meðan er máður inn í þrotlausu kappblaupi við mínúturnar, mest til að elta prjál og hégóma, en er þó litlu bættari efitr. Hann á sér þó þá afsökun, að ævi hans er stutt, samansett af mínútum, sem hann þykist þurfa að nota allar, en gerir það aðeins af lítilli kunnáttu oftast nær. Því verð- ur baggi sannra verðmæta sund urn léttur, þegar heim er reitt í lokin. Við skrönglumst ofan nýja hraunið og stöldrum vi'ð í Dreka gili, stórhrikalegu gljúfri í aust urhlíðum Dyngjufjalla, sem eng inn Öskjufari ætti að láta ó- skoðað. Senn er aftur komið i Þorsteinsskála í Herðutoreiðar- lindum, og menn taka til sín vökvun og lífsnæringu. Að því búnu vísar Ólafur bílstjóri okk ur leiðina að kofarústum Fjalla Eyvindar, en þær eru spölkorn noiðaustur af skálanum, svo- lítið gjóta, en haglega hlaðin og klókindalega falin í hvannstóði og víðirunnum. Ekki þætti þessi vistarvera glæsileg salarkynni á nútímavísu, þegar íbúðir ríka fólksins þykja varla boðlegar, nema lélegt kallfæri sé horna á milli í stássstofunni. Sögnin hermir, að hingað hafi Eyvind- ur strokið úr gæzlu í Reykja- hlíð, meðan messugjör'ð stóð yfir, en hér þótti honum líka einna dauflegust vist á fjöllum. „. . . fríð var í draumum fjalla- þjófs farsældin norðan heiðar, þegar hann sá eitt samfellt hjarn sunnan til Herðubreiðar,“ kveður jón Helgason um rúst- ina í Hvannalindum, en vísu- brotið gæti ailt eins átt við hér. Kofinn ber það einkenni aUra Eyvindarkofa, áð streymandi lindarvatn er undir gólfi, en þar með eru þægindin upp tal- in. „Líð, unaðsdagur, hægt, — og kenn mér, kyrrð, að kanna hjartað langt frá glaumsins hirð.“ En allir dagar eiga kvöld, og þetta kvöld komum við í Mý- vatnssveit eftir ógleymanlegan unaðsdag og rennum í hlað í Reykjahlíð. — Á slóðum Framhald af bls. 12. jaðri, og þá á hægri hönd röð klettóttra fella samhliða Jarlhett um. Þessi fellaröð var til skamms tíma að mestu grafin í jökul og jökultungur teygðu sig gegnum skörðin niður í Jök- ulhettudal, enda sjást þar víða fjöruborð eftir horfin uppistöðu lón. Ef gengið er upp hjá Leyni- fossi er brátt komið á hinn forna vatnsbotn norðan Brekknafjalls. Þaðan er ekki greið leið í Haga fell Vegna kvíslar, sem kemur vestan með jökli og rennur í Hagavatn. En það er skemmti- leg leið að ganga út í Sauðdal og gegnum hann suður í Fagra- dal, þá upp með Farinu, upp á brú, og heim í Sæluhús. Fyrir vetrarferðir, skíðaferð- ir, á Langjökul er Sæluhúsið við Hagavatn vel í sveit sett. Ef gengið er fremst af Haga- felli í hánorður, er komið niður í Flosaskarð við Eiríksjökul. Öll leiðin er um 30 km., þar af 20 á jökli. Frá Hagavatni til Hveravalla eru rúmir 50 km. þar af 40 á jökli, auðveld leið. FISKS J AR Þverá (Kjarrá) Lausar eru 3 stengur dagana 31. júlí til 7. ágúst. — Upplýsingar í síma 41816. I. DEILD AKUREYRI : í dag, sunnudag 25. júlí, kl. 4, leika á Akureyri Í.R.A. — Valur Mótanefnd. Kaupmcnn — Kaupfélög Ferðaverzlanir — Kvikmyndahúseigendur Smith’s kartöflu-crips kartöflu-snips Heildsölubir gðir: Eiríkur Ketilsson Garðastræti 2 — Símar 23472 og 19155. Þessar viðurkenndu japönsku fisksjár nú aftur fyrir liggjandi. — Tilvaldar fyrir alla minni báta og sýna á allt að 65 metra dýpi. Vatnaveiðimenn: Reynið NEC fisksjána. — Hún sýnir jafnvel einstaka fiska. Verðið mjög hagstætt. MARCO HF. Aðalstræti 6. — Símar 15953 og 13480. Afgreiðslumaður Viljum ráða mann til afgreiðslustarfa í verzlun vora. — Fyrirspurnum ekki svar- að í síma. Byggingavöruverxlun Kópavogs Kársnesbraut 2. Skrifstofumaður óskast við bókhald o. fl. hjá góðu fyrirtæki. Starfið er skemmtilegt og gefur mikla möguleika. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 30. júlí, merkt: „Góð laun — 6126“. Rúðugler 4ra — 5 og 6 mm., fyrirliggjandi á gamla verðinu. Heildsölubirgðir. Verkstjori Smiður eða laghentur maður, sem gæti tekið að sér verkstjórn við byggingar og verksmiðjuvinnu, óskast nú þegar, tilboð, merkt: „Verkstjóri — 6128“ send- ist afgr. Mbl. fyrir föstudag. Rafvélavirki — Bifvélavirki eða maður vanur viðgerðum í rafkerfi bíla óskast strax. BILARAFIVIAGIM HF. Vesturgötu 2, v/Tryggvagötu Reykjavík. — Sími 21588.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.