Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADIÐ Sunmidaguf 25. júlí 1965 Það voru víst flestir vantrú- aðir á sannleiksgiidi þeirrar full yrðingar Mandy Rice-Davies, sem fræg varð í Profumo-mál- inu hér áður ásamt stallsystur sinni, Christine Keeier, að einn aðdáenda hennar, Pierre Einil Phiiipe Christian Cervelio, bar- ón að na fnbót (og var þó nafnið næsta nóg að sumra dómi hér) og maður vel á sig kominn til likama og íjár — eins og mynd in og víðiendar ekrur á Jam- aiea bera ljósast vitni, — vildi taka sér hana fyrir konu. En Mandy reyndist hafa á réttu að standa, því nú hefur baróninn yfirgeíið konu sína, Vivien- Cain, engiisaxneskrar og ágætr- ar ættar til að ganga að eiga hina allsendis ómenntuðu og ekki ýkja barónsfrúarlegu Mandy Rice-Davies. — ★ — Söguhetjan fræga, James Bond, virðist ætla að ná somu vinsæidum hér og annars stað- *r út í hinum stóra heimi. Eins og kunnugt er, rekur nú hver kvikmyndin aðra, þar sem Bond eltist við stórhættulega glæpamenn og hefur ein þeirra þegar verið sýnd hér á landi. I«á hefur Bond einnig átt mikl- «m vinsældum að fagna í blöð- um hér á landi og nú er ný- komin út á íslenzku bókin Goldfinger, en hún fjallar um baráttu Bond gegn harðsvíruð- um glæpamanni, sem hefur á- fcveðið að ræna 15 biiJjóna doliara virði af gulli, úr Fort Knex, guilforðabúri Bandaríkj- anna. Sagan hefur nú fyrir nokkru verið kvikmynduð og er myndin, sem hér fyigir með úr henni og sýnir hvar Sean Connern í gervi Bends reyna að afvopna giæpamanninn, sem er •kki alis kestar auðvelt verk. ☆ I»að var ekki skrítið þótt ýms ir sjómenn, sem leið áttu um Ermarsund nú fyrir skömmu héldu að þeir væru farnir að sjá hillingar sökum þorsta, er þeir sáu þessa ægistóru flösku sigla þar um. En þegar þeir korou nær sáu þeir að þetta var lítil fleyta i iaginu eins og gin- flaska og róuðust þeir þá mjög. Maðurinn sem sigldi flöskunni, «r enskur og heitir Robert Platt en eg þetta kvað ekki vera í fyista skipti, sem hann fer yfir Ermarsundið á smáum og sér- kennilegum fjeytum. BEATRICE Maieilo fór eitt sinn á hárgreiðslustofu og lét greiða sér samkvæmt nýjustu tízku. Þegar hún svo kom til síns heima og fór að sýna bónda sínum hárið á sér varð hann allt annað en hrifinn, sagði að þetta væri óþarfa peningaeyðsla og sóun á fjármunum heimilis- ins Og tók sig t»l og snoðaði konú sína. En það var ekki allt búið enn. Skömmu síðar var hann á gangi með yngstu dóttur sína og hitti þá gamlan kunningja sinn, sem hann hafði ekki séð í mörg ár. Kunningi hans byrjar á því að hæla dótturinni fyrir fríðleika en bætti við, að sér þætti það annars skrítið, hve ljós stúlkan var yfirlitum, því þau hjónin væru bæði mjög dökk. í>etta gat faðirinn ekki þolað, fór heim með dótturina og snoðaði hana lika. En nú var Beatrice nóg boðið, hún gerði uppreisn gegn harðstjórninni og fór að heiman með litlu dótturina og tvö börn þeirra önnur, sem eig- inmaðurinn hafði ekki enn náð að snoða. Á myndinni sést Beatrice ásamt litlu dóttur ^ ni eftir ,,bársnyrtmgu“ húsbond- ans á heimilinu. Skyldi hann annars vita það, að þessi hár- snyrting hans var hér tízku- fyrirbæri ekki alls fyrir löngu og kennt við Yul Bryruíer. - Karmelfjall Framhald af bls. 8 ljóma um allt ísraelsríki af þeirra hinztu för. Á þessum slóðum bar og fyrir augu mín annað enn at- hyglisverðara minningartákn: Hér eru stórir flákar grýttra fjalahlíða klæddir tvítugum furuskógi, sex milljón tré gróðursett til minningar um þá sex milljón Gyðinga, sem nazistastjórnin þýzka lét myrða á valdatíð sinni. Trén eru orðin tveggja til þriggja mannhæða há, virtist mér. Þau 'binda hrapandi urð, mynda jarðveg, gera landið fegurra og byggilegra. Mér kom í hug setning úr kvæði Guðmundar Böðvarssonar skálds: Hrjóstursins ást, þar sem hann sér fyrir sér bjarg- skriðuna gráu sem skóg hvítra rósa: „Vel má þó ske bún verði hæf að lokum, veðruð og máð, í jarðveg handa liljum.“ í þessum gráu bjargskriðum Landsins helga hafði skáld- sýn bóndans á Kirkjuhóli orð- ið að veruleika. Kannski að okkar þjóð beri gæfu til að láta hana einnig rætast í Hvít- ársíðunni. Það er svo einkennilegt með Jerúsalem, að hún er mér minnisstæðust eins og ég sá hana álengdar. Þessir gul- gráu húskassar hver upp af öðrum í grýttum hlíðum fjall- anna eru fjarri því að vera aðlaðandi, þeir vekja í mér undrun, en ekki aðdáun. Eng- inn staður er fyrir mínurn augum óbyggilegri en arabisk borg, þar sem nútíminn virð- ist tæplega hafa gengið um garða, hvað þá tekið sér ból- festu. Vera má þó að nánari viðkynning breytti þessu áliti mínu. Höfuðborg Israelsríkis — nýja Jerúsalem — ber ekki arabiskan svip. Hún er fátæk af fornum helgistöðum, en vel búin þægindum vorra tíma, sniðin við venjur og hæfi Vesturlanda að húsa- kosti, menningartækjum, gatnagerð og garðaprýði. Öll gamla gorgin heyrir undir Jórdamu, utan Síonfjallið, með Gröf Davíðs konungs, MaríukJaustrið og loftsal hinn ar síðustu kvöidmáltíðar. Náttúrlega vorum við leidd um hvern krók þessara helgu húsakynna og var margt um listaverk og minjar og svart- klædda múnka sitjandi yfir bænakverum sínum og þarna má enginn karlmaður ganga inn berhöfðaður, hellur verð ur maður að hylja hvirfil sinn með einhverju og sagði Daníel Lerman að vasaklútur nægði, ef ekki væri kostur á veigameira höfuðfati. Konan mín batt á mig túrban úr slæðunni sinni og fullnægði það öilu réttiæti. Af Síonfjalli og þaki graf- arinnar sér fleira en nöfnum tjáir að nefna: Olíufjailið í austri handan við Kedron lækinn, sem Davíð konungur gekk yfir um feerfættur ®g grátandi, þegar Absalon, upp áhalds sonur bans, hafði gert samsæri gegn honum og náð Síonborg á vald sitt í feilL Getsemane blasir við í vest- urhlíðinni. Skammt í norðri er Moriafjallið, þar sem Abraham var að því kominn að fórna ísak. Sorpbrennsiu- staður borgarinnar á dögum Krists, Gehennadalurinn djúp ur og krappur, liggur hér fyrir fótum manns. Til sýnis er einnig sundlaugarstæðið forna, þar sem sagt er að Batseba hafi verið að baða sig, þegar Davíð sá hana fyrst ofan af þaki hallar sinnar. en hann iét girndina, sem kunn- við í norðurhalla hæðanna handan við grunnt dalverpið, en þetta er samt í öðru landi og gaddavírsgirðingin mann- held. Á Hæð Rakel-ar er sagt að grafin sé Rakel yngri kona Jakobs ísraels. Hingað má því ekki rekja þráðinn í því fyrrum vinsæla og marg- sungna kvæði Gísla Brynjólfs sonar, „Grátur Jakobs yfir Rakel“: „Hvert er farin hin fagra og felíða? Fórstu, Rakel, í svipanna hím? Fyrir sunnu sé ég nú líða svarta flóka, og dimmir I geim. Rakel, Rakel, daprast nú dagar, dvín mér gleði, hrátt enda mun líf; leiðir eru mér ljósgrænir hagar, liggur í moidu hið ástkæra víf“. A þessari sömu hæð mættu ísraelsménn aðalher Egypta i frelsisstríðinu 1947—’48, eftir að hafa brotizt austur um „veg hreystinnar*1, og héðan ráku þeir flótta óvinanna alla leið vestur til Súes. í Jerúsalem þóttist ég vita af Eyrbekkingnum Björgúlfi Gunnarssyni frá Akbraut, sem um mörg ár var búinn að vera loftskeytamaður í bæki- stöð Sameinuðu þjóðanna á hlutlausa svæðinu í Jerúsa- iem, en við eftirgrennslan fékk ég að vita, að hann væri fluttur þaðan, genginn úr þjónustu Sameinuðu þjóð- anna, kvæntur hebreskri konu, tekinn við starfi hjá flugfélagi í Tel Aviv og bú- settur þar. Ég stanzaði of skamma stund í Tel Aviv til þess að mér -entist tími til að leita hann uppi, og ég hitti hann því miður ekki. Frá einum stað í suður- jaðr; Jerúsalem, sér maður niður til Dauða hafsins. Það liggur þarna á hotni dýpzta dals veraldar, yfirborð þess er 400 metrum neðar en sjávarmál, svo að djúpt mundi þurfa að kafa í iður jarðar til að finna leifar Sódómu og Gómorru sem taidar eru liggja á botni þessa drepsalta stöðuvatns. En engan hlut hef ég séð jafn hreinbláan, ekki éinu sinni himininn, sem þó gefur þvi þennan lit. Hinum megin við það rísa Móabsfjöllin, nakin og rauðieit, í miskunnarlaus- um bruna kvöldsólarinnar, og fjallið Nebó, þaðan sem Móses horfði inn í fyrirheitna landið og hvarf lýð sínum að því búnu til að sameinast eílífðinni í musteri Sögu. Eftir langan dag er haldið til baka, ákvörðunarstaðurinn Tel Aviv í hinu forna landi Filista. Ég hlusta út í rökkr- ið og heyri næturvindinn þjóta. Ekki veit ég hvort það er skegg Mósesar sem bylgj- ast þarna uppi á hæðinni, eða er það olíuviðargrein? Gyð- ingahjón með asna í taumi víkja út af þjóðveginum og stefna í suður í átt tii eyði- merkurinnar: Jósef og María á flótta til Egyptalands. Þvl að í þessu iandi líður ekki tíminn, heldur stendur hann öðrum þræði og með einhverj- um hætti kyrr. Næturvindur og húm, heitt eins og blóð úr und, flæðir um fjöil og hálsa Júdeu, og um vitund mína — úr austurbotnum Asíuheims. Sjúkrahtís- byggingunnÉ Akranesi miðar vel HELDUR miðar í áttina. Nú er ugt er, ieiða sig til nokkuð sem sagt verið að ijúka við að umdeiidra athafna! steypa aðra hæð í helming Á öðrum útsýnisstað sunn- seinni álmu viðbyggingar sjúkra an við borgina, „Hæð Rakel- hússins. í dag er verið að vír- ar“, er maður ekki nema kipp binda og koma fyrir raflögnu'm. korn frá Betlehem, sem blasir Á morgun verður loftið steypt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.