Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 27
Sunntrdfagrur 25. júlí 1965 MORCUNBLAÐIÐ 27 A-Þýzkt skemmtiferöaskip BLAÐAMÖNNUM var boðið að skoða austur-þýzka skemmtiferðaskipið „Fritz Heck- ert“, sem er hér í Reykjavíkur- höfn. Willi Eckholtz skipstjóri og Gerhard Bause fulltrúi austur- þýzku ríkisferðaskrifstofunnar buðu blaðamenn velkomna og svöruðu spurningum. Skipið heitir eftir austur-þýzk- «m verkalýðsleiðtoga, er lézt i Moskvu árið 1936. í>að er byggt í A-Þýzkalandi, er rúm 8 þús. tonn að stærð, 12,5 m breitt og 142 m. langt. Aðalaflvél skipsins er 10000 hestöfl, en hámarksharði skipsins er 19 mílur. Á skipinu er 180 manna áhöfn og getur það flutt 370 farþega. Skipið er byggt fyrir fé verkalýðsfélaga í A- Þýzkalandi. Heimahöfn Skipsins er Rostock. Skipið er mikið leigt erlendum ferðaskrifstofum, t.d. er skipið hér á vegum danskrar ferðaskrif- stofu, en skipið er hér í sam- foandi við Norræna skólamótið. Aðspurður, hvort A-Þjóðverjar motuðu ekki skipið sjálfir, sagði Hr. Bause, að í ár yrðu ferðir A-Þjóðverja með skipinu 20 tals- ins, en leiguferðir aðeins 6. Ferðaskrifstofa a-þýzka ríkisins hefur umboðsmenn um allan heim. Umboðsmaður hennar hér á landi er Ferðaskrifstofan Sunna. Skipið er hið vistlegasta í alla staði. í því eru tvær sundlaugar, úti- og innilaug. Þá er í skipinu bókasafn, verzlun, danssalur og salur, sem sýndar .eru kvikmynd- ir. Aðbúnaður farþega virðist all- ur hinn bezti. Að endingu sagði hr. Bause, A- Þjóðverja reiðubúna að leigja ís- lendingum skipið æsktu þeir þess. Hoppa af Fritz Heckert ■ hverri höfn A-Þýzk ferðamannaskip aðal flóffaleiðin frá sæluríki Ulbrichts í UM þessar mundir er statt hér j við land Austur-Þýzka ferða- mannaskipið, Fritz Heckert, sem tekið hefur verið á leigu | til að flytja þátttakendur í i norræna skólamótinu hingað I til lands. Ýmsum kann að þykja það ! sæta nokkurri furðu, áð skip þetta skuli leigt til slíkra j flutninga, í stað þess að sig’la um heimsins höf með verka- ! fólk, úr sæluríki kommúnista I í orlofsferðir. Þetta verður þó enn undarlegra, þegar þess er gætt, að skipstjórinn á skipi Iþessu hefur sýnt mikla ákefð í að leigja íslendingum skip- ið til ferðalaga, svo sem fram hefur komið af blaðafregnum. Þykir mönnum einkennilegt, að skipið hafi ekki nóg verk efni í ríki Ulbrichts, en þar ráða svo sem kunnugt er, ,! verkamenn ríkjum og þess auðvitað vandlega gætt, að I þeir njóti betri hvíldar að sumarlagi en starfsbræður j þeirra í auðvaldsríkjunum m. a. með sumarleyfisferðum á j ferðamannaskipum eins og j Fritz Heckert. I En því er ekki að heilsa. Eftir að múrinn mikli var ! reistur í A-Berlín með til- I heyrandi skrfðdrekavörnum, j varðhundum og vopnuðum I hermönnum, sem þegar hafe myrt fjölda A-Þjóðverja, sem I tilraun hafa gert til að kom- | ast yfir í auðvaldsríkin í vest- i urvegi, og gaddavírar og jarð sprengjum belti lögð við landamæri V-Þýzkalands, hafa A-þýzku ferðamanna- skipin eins og Fritz Heckert orðið aðal flóttáleiðin til hins frjálsa heirns. Þegar kommúniskum valds mönnum í A-Þýzkalandi vadð þetta ljóst, gripu þeir til þess ráðs, að útiloka alla aðra frá ferðum með skipunum, en þá, sem taldir voru sanntrúaðir kommúnistar. En allt kom fyrir ekki. í hvert einasta skipti sem Fritz Heckert og önnur A-þýzk ferðamannaskip koma í höfn í Vestur-Evrópu, hoppa ein- hverjir ferðalangar af og verða frelsinu fegnir! Um mánaðarmótin júlí/júlí, var Fritz Heckert á ferð við Noreg og kom í höfn í Karm sund, sem er nálægt Hauga- sundi, þar tóku þrír til fót- anna. Systurskip Fritz Heck- ert, Voelker Freundschaft, hefur einnig verið á ferð við Norðurlönd í sumar. í Stokk hólmi hoppuðu 10 A-Þjóð- J verjar af skipinu, í Kaup- mannahöfn áttu sex þeirra fótum fjör að launa og í Osló hoppaði einn af í fyrra og einn nú í júní. Það er því kannski ekki svo undarlegt, að A-þýzkir valdhafar hafa gefizt upp á að senda kúgað fólk í sumar- leyfisferðir með þessum skip- um, þegar það hoppar af í hverri höfn og þetta skýrir ákefð þeirra í að leigja okk- ur Í9lendingum skipið! Snmkeppni d Norðurlöndum um nýja gerð sillurborðbúnaðor SILFURSMIÐJA Georgs Jensen í Kaupmannahöfn efnir um þess- ar mundir til samkeppni um teikningu að nýjum borðbúnaði á öllum Norðurlöndunum fimm. Er þetta gert í tilefni aldaraf- mælis Georgs Jensen stofrvanda fyrirtækisins, en það er 31. ágúst 1966. Allir ríkisborgarar á Norðurlöndum geta tekið þátt i keppíii þessari. Góð verðlaun verða veitt og nema þau alls 40 þúsund dönsk- um krónum, eða sem næst 250 þús. íslenzkum krónum, fyrstu verðlaun verða 15000 d kr., ert engin verðlaun lægri en 2000 d kr. Tillögum f keppni þessari skal vera skilað fýrir 15. nóvember nk. Veslmanna- eyjadeilan EKKERT samkomulag hefur enn tekizt í vinnudeilunni í Vestmannaeyjum, en þar er nú deilt um næturvinnuálag. Hefur Verkalýðsfélagið þar svo sem kunnugt er stöðvað alla nætur- vinnu. Deilunni hefur verið vísað til sáttasemjara ríkisins og óskaði hann eftir því við aðila sl. föstu dag, að samninganefndir þeirra kæmu saman þá um kvöldið til þess að ræða ágréiningsefnið. Af því varð ekki, sökum fjarveru nokkurra forustumanna verka- lýðsfélagsins, en fundur samn- inganefndanna var boðaður kl. 4 í gær. í stuttu máli Vancouver, 24. júlí — AP Rannsóknarnefnd, sem skip uð var vegna flugslyssins, sem varð nærri Vancouver 8. júlí, segir, að sprengju hafi verið komið fyrir í flugvél- inni. Hér var um að ræða far- þegaflugvél af gerðinni DC- 6B, í eign Canadian Pacific Airlines. 52 farþegar og áhafn armeðlimir voru með vélinni, og fórust allir. Segja nefndarmenn, að á því leiki enginn vafi, að minniháttar sprengju hafi ver ið komið fyrir á salerni vél- arinnar, og hafi hún sprengt gat á búkinn, með þeim af- leiðingum, er fyrr greinir. Berlín, 24. júlí — AP A-þýzkur landamæravörð- ur flýði í dag til V-V3erlínar. Maðurinn 22 ára gamall A- Berlínarbúi, gat leikið á sam starfsmenn sína, og komizt yf ir Berlínarmúrinn, þar sem gæzla er hvað mest. Hann gaf sig þegar fram við V- j þýzk yfiryöld. Margir ferða- | menn sáu, er maðurinn flúði, | og var honum fagnað með lófatald- Nýborg við Lindargötu. — Þeir erfa Framhald af bls. 28 — Fer það nokkuð eftir útsölum, hvaða tegund mest er seld? — Nei, nei, nei. Brennivín, brennivín, allstaðar brenni- vín, segir Einar og hlær. — Er geneverinn orðinn einna vinsælastur núna sfð- ustu árin? — O, þetta rúllar svona, drengir mínir, rúllar svona. — Hafið þið orðið varir við að fólk hafi gefið verzluninni eitthvert heiti. — Nei, það höfum við ekki orðið varir vað, en blessáðir góðu, komið þið Nýborgar- nafninu á hana, það er orðin hefð allt frá Landsverzluninni gömlu. — Fékk fyrsti viðskipta- vinurinn engan glaðning, þegar hann kom í morgun? — Nei, en þáð stóðu tveir fyrir utan og biðu. — Hvað er langt síðan haf- in var smíði þessarar verzlun ar? — Það var byrjað í marz, að vinna að verzluninni sjálfrl en bifreiðastæðið hér fyrir utan mun hafa tekið lengri tíma. — Hve lengi hefur þú verið verzlunarstjóri í hinni ágætu Nýborg, Einar? — Ja, vi'ð skulum nú sjá.. . það eru ein átta ár, að ég held. — Og þú tókst við af föður þínutn? — Já, þeir erfa rikið, prins- arnir. Nú kveðjum við Einar og tökum einn viðskiptavininn tali, og spyrjum hann, hvort honum finnist ekki mtkiU. munur á því að verzla bér og á gamla staðnum. — Jú, mikil ósköp. Þó að að manni hafi nú veri’ð farið að þykja vænt um gamla stað inn. Ég skal segja ykkur, að það er eitt, sem vantar nauð- synlega og var á gamla staðn- um. — Nú, og hvað er það? S'pyrjum við. — Jú, það er tappatogarinn, maður, tappatogarinn, segir hann og strunsar í burtu. — Vinstrimerm Framhald af bls. 1 ur flokks forsætisráðherrans á nokkrum vikum. Fyrir skemmstu var kosið í Tokyo og nágrenni til efri deildar japanska þings- ins, og þá töpuðu íhaldsmenn hlutfallslega jafn mörgum sæt- um og í borgarstjórnarkosning unum nú. Sósialistar unnu mestan sigur að þessu sinni, og fengu 45 menn kjörna, bættu við sig. 13 sætum. Komeito — nýi flokkurinn — sem segist berjast gegn hvers konar spillingu, náði marki sínu. Allir frambjóðendur flokksins, 23 vor kjörnir. Bætti flokkurinn við sig 6 sætum. Sigur kommúnista, sósíalista og Komeito er álíka nú og í kosn ingunum til efri deildarinnar í Tokyo og nágrenni. Komeito hefur fram til þessa einungis talið sig andstöðuflokk íhaldsflokksins, en hefur nú náð oddaaðstöðu í borgarstjóminni, því að enginn einn flokkur hef- ur hreinan meirihluta, 61 sæti. Sósíaldemokratar, hægfara flokkur, sem fékk engan mann kjörinn við síðustu kosningar, unnu nú þrjú sæti. Stjórnmálafréttaritarar í Tokyo telja nú hættu á, að Kom eito taki höndum saman við sós íalista og kommúnista, og veiti stuðning þeirri tillögu þeirra, að endurskoða alla löggjöf borgar- innar um ígrip lögreglu, þegar til fjöldafunda er boðað, en mikl ar óeirðir hafa oft fylgt í kjöl- far þeirra í Toyko á undanföm um árum. Hafa vinstrimenn, sem mjög beita sér gegn vestrænni sam- vinnu, efnt til þeirra við mörg tækifæri. Síld til Akranes Akranesi, 24. júlí: 6300 tunnur af síld bárust hing- að í morgun af 8 aðkomubátum, sem þeir veiddu í nótt á síldar- miðunum austan við Vestmanna eyjar. Aflahæst er Skarðsvik SH með 1300 tunnur, þá Gulltoppur VE 1050, Kap II VE 900, Stapa- fell SH 900, Halkion VE 775, Kristbjörg VE 700, Valafell SH 700 (gat ekki kastað nema eiinu sinni, því að nótin lenti í skrúf unni). Náð var í Hafstein frosk mann, sem korn og hreinsaði skrúfuna og Blíðfari EH 50 tunn ur, sem hann veiddi vestur und ir Jökli. Síldin er allri landað til bræðslu í Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunni. Ef til vill koma fleiri bátar með síld hingað I dag. — Oddur. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og ammj SIGRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR Hörpugötu 41, sem lézt 21. þ. m. verður jarðsungin frá Neskirkju þriðju daginn 27. þ. m. kl. 1.30 e.h. — Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á S. V. F. í. Guðjón Eyjólfsson, Emil Rúnar Guðjónsson, Inga Guðmundsdóttir, Birgir Berndsen, og barnaÍHtrn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.