Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADIÐ SunnudagUT 25. júlí 1965 Jón Eyþórsson: SANDVATNSHLIÐAR OG HAGAVATN FORMÁLI Þess var nýlega getið í blöðum að Lionklúbbur í Reykjavífc hefði gert ferð sína inn á Hvít- | ársand og dreift þar grasfræi og | tilbúnum áburði til þess að hefta nppblástur, sem hefur herjað þessa landspildu að undanförnu. Mér þótti þetta bæði góð frétt og merkileg, og ég yonast eftir, að fleiri félög og starfshópar taki Bér hana til fyrirmyndar. Það er öllum mönnum gott að láta sér annt um eitthvað, og ég er viss um, að þeir, sem taka sér fyrir hendur að hlú að land- spildu í byggð eða óbyggð, taka líka tryggð við hana. Þeir njóta endurfunda gleði í hvert sinn er þeir líta hana augum og sjá hvað hefur á unnizt og hvað stendur til bóta. Á efri árum 'geta þeir sagt hinum yngri, hvemig aðkoman var í fyrst- nnni. — Á síðustu 20—30 árum hefur t.d. mörg falleg gróður- torfa í Tangaveri orðið sandi og moldroki að bráð. Hvernig verð- ur þar eftir næsta aldarfjórðung? f eftirfarandi línum minnist ég á landspildu, sem heitir Sand- vatnshlíð. Þar var áningastaður O' ‘aldstaður ferðamanna fyrir ; si u aldamót. Nú eru þar sand ar einir að heita má. Nokkrir ( smáhólmar eru þó til minja um það, sem áður var. Ef þeir væru ekki, mundi vera erfitt að í- mynda sér, að þetta land hefði allt verið gróið fyrir einni öld | eða svo. Mig hefur oft langað til að bjarga þessum gróðureyjum und ir Sandvatnshlíð frá tortímingu, þótt ekki hafi orðið af fram- fcvæmdum. Nú spyr ég: Hver vill bjarga gróðurhólmunum undir Sand- vatnshlíð? j -- XXX --- LEIÐIN AÐ HAGAVATNI Ferðafélagið reisti sæluhús skammt frá Hagavatni árið 1942. Stendur það innan við Einifell við mynni Jarlhettudals. Jafn- framt var vegur ruddur upp með Sandá, og gerður sæmilega bíl- fær, en mjög verið bætt um hann síðan. ' Eins og kunnugt er, liggur leið in að Hagavatni upp Biskups- tungur, fram hjá Gullfossi og síð «n um stórgrýttar, fornar jökul- urðir að Sndá. Allt er þetta ör- foka land að heita má, nema nokkrar gróðurtorfur eru hjá veginum við Sandá. Þær heita Réttatungur, en Kæfusteinn heit ir klettur við ána rétt neðan við vaðið. Rétt norðan við Sandá liggur 1 Hagavatnsvegur (14 km) út af aðalleiðinni upp'með Sandá að norðan. Sandá kemur úr Sand- vatni, sem er allstórt en fremur grunnt lón suðvestur af Sand- vatnshlíð, en hún er langur hjalli, sem nær óslitinn norður undir Bláfellsháls. Úr Sand- vatni kemur líka Árbrandsá, sem er aðalupptakakvísl Tungufljóts. Meðan Norðlingar fóru Kjal- veg til alþingis og síðar til skreið arflutninga, lá leið þeirra norð- ur, oftast af Þingvöllum, um Hlöðuvelli og Hellisskarð og fyr ir ofan byggð í Biskupstungum. Norðan við Sandfell (hjá Hauka dal) höfðu þeir áfangastað, sem hét í Grasdölum, og tjörn var þar kölluð Norðlingatjörn. Þaðan lá vegurinn notðan við Sandvatn ; og inn með Sandvatnslíð í stefnu ! á Bláfellsháls. „Þessi partur veg ! arins hefur lagzt af vegna ágangs af sandi og þar af leiðandi gras- leysi“, segir Sigurður bóndi Páls- son í Haukadal í grein, sem hann ritaði um Kjalveg 1886. Þarna var fyrrum öðruvísi um horfs. Þá virðist sem allt landið upp með Hvítá hafi verið grasi og skógi vaxið inn undir Bláféll, og 1570 á Torfastaðakirkja skógar- teig í Sandvatnshlíð. Árið 170^ er þessi skógur aleyddur og kom inn í sand (Jarðabókin). og steypist úr vatninu fram af klettabrún í allmikilum fossi, sem mætti heita Nýifoss, því að hann varð ekki til fyrr en 1939. Hagavatn sjálft sést ekki frá sælu hú,sinu. — Handan dalsins lokast útsýni af Brekknafjalli og Fagra dalsfjalli, en Fagrilalur mun dal urinn heita milli Einifells og þessara fjalla. Þröngur skarðdal- ur skilur Brekknafjall og Fagra dalsfjall, kallaður Sanddalur (ranglega nefndur Fagridalur á Bl. 46). Litlu innar en sæluhúsið lok ast dalurinn af bröttum mel- hjalla, en mjó dalskora heldur áfram inn með Jarlhettum og nær norður að stóru Jarlhettu eða Tröllhettu (960 m). Eftir honum rennur straumhörð kvísl og sameinast farinu undan sælu- húsinu. Hún kaliast Jarlhettu- kvísl. Þegar uppdráttur var gerð ur af þessu svæði, 1937, rann Jarlhettukvíslin suður úr skarð- inu austan Tröllhettu og austan undir Jarlhettum að Einifelli en beygði þar suður í Sandvatn. Sumarið 1942 voru enn Jökul- stabbar meðfram kvíslinni efst í jarlhettudal, svo að. hún mun hafa skipt um farveg nálægt 1940. Áður hafði jökull náð al- veg að Tröllhettu og stíflað tals vert lón, sem kvíslin rann úr. Nú hafði jökulhaftið bráðnað, var þá hulinn jökli. Á þessum tíma er talsverður vafi um rennsli úr Hagavatni. Eitthvað hefur siazt gegnum Lambahraun, og niður eftir Mosaskarði. Þar eru að minnsta kosti allmiklar vatnsgræfur. Eitthvað kann að hafa runnið um Sanddal, þegar Á slódum Ferðafélagsins Nú eru suðvestan undir Sand- vatnshlíð nokkrir litlir gróður hólmar, sem heyja vonlausa bar- áttu við sandfokið, nema manns- hönd komi þeim til bjargar. Vegurinn liggur í bröttum sneiðingi upp á vestursporð Sand vatnshlíðar, en beygir þá mjög mikið til vesturs í stefnu á Eini- fell. Á þessari leið blasa við Jarlhettur, sérkennilegur og fög ur fjallaröð, sem nær frá Eini- felli norðaustur með Langjökli að Skálpanesdyngju norður af Bláfellshálsi. VEB SÆLUHÚSH) Það stendur ‘norðan undir syðstu Jarlhettunni. Þar er birki kjarr nokkurt, og fellið því stund um kallað Birkifell. Norður und an blasir við allbreiður dalbotn og hanrf flæmist allmikil jökulá, sem heitir Far, oftast kölluð Farið. Það kemur úr Hagavatni lónið tæmzt og kvíslin skipt um farveg. Þeim sem ganga inn með Jarl hettum er ráðlagt að ganga sunn an og austan undir þeim inn eftir, en Jarlhettudal til baka. Það er skemmtileg gönguleið, og ber jafnvel margt óvænt fyrir augu. HAGAVATN Þar hafa verið meiri breyting- ar og byltingar á síðustu 40 ár- um en trúlegt mætti þykja í fljótu bragði. Fram til 1929 var vatnið aðallega á bak við Fagra- dalsfjall og Brekknafjall, en jökulhamrar gengu fram í það á löngum kafla noyðan Hagafells, sem er langur hryggur, er geng- ur norður í Langjökul andspæn- is Fagradalsfjalli. Jökullinn náði þá fram á brúnir á klettaröðli inn af Brekknafjalli og alveg niður á hjallann fyrir botni Fagradals. Nýifoss, sem nú er, Hagavatn eftir blaupið 1939. Tröllhetta í fjarska. mest var í vatninu, og loks hefur eitthvað runnið um Leynifoss- gljúfur, sem þá var að vísu hulið jökli uppi við brún. Sumarið 1929 gerðust þau tíð- indi og ofsalegt jökulhlaup kom í Tungufljót í Biskupstungum og gerði mikinn usla á engjum með fram fljótinu. Upptökin voru auð rakin til Hagavatns. Þar hafði brostið jökulstífla og vatnsflaum ur ruðst fram um Leynifoss- gljúfur og seiinilega dýpkað það allmikið. Þegar hlaupinu lauk, hafði vatnsborð Hagavatns lækk að um 10 metra. Vatnið hafði fjar að _af allbreiðri spilldu nyrzt og austast í Lambahrauni; og skilið eftir þykkt og dúnkennt, Ijós- brúnt íeirlag. Norðan í Brekku fjalli lá vatnið að klettum og hafði því ekki dregizt neitt telj- andi saman á þann veginn. Frá Leynifossgljúfri lá mjór áll með landinu, og var örskammt þaðan í jökulhamra, sem lágu í víðum boga norður að Hagafelli. Nú líðu um 10 ár. Þá var það seint í séptember-mánuði að nýtt hlaup kom í Tungufljót, og átti það sem fyrr upptök í Haga- vátni. Nú va'rð þurrt Leynifoss gljúfur, en nýr foss myndaðist á klettabrúninni um 500 metrum austar. Milli fossgilja þessara er kollóttur móbergsbunki (150 m), sem kallast Stemmir, en á hon um mæddi jökullinn löngum, og 1939 mátti ganga af honum út á jökulinn, og voru þar 20 m. háir jökulhamrar vestan í móti, skammt frá Leynifossi. Á brún inni fyrir ofan Nýjafoss var lít ið lón, krökkt af jökum, og rann vatn þangað undir breiðu jökulhafti. Við þetta síðasta hlaup lækkaði enn um 10 m í Hagavatni. Nú hvarf vatnið alveg norðan und ir Brekknafjalli og urðu þar eftir sléttar brúnleitar leirur, sem síð an hafa gróið upp að nokkru leyti. Hagavatn minnkaði meira en um helming, en að norðaust an lágu enn sem fyrr jökulhamr ar út í það. Á árunum eftir 1939 færðust þessir hamrar smám saman til baka og vatnið stækkaði ár frá ári. Um 1950 var aðeins mjó jökultota, sem náð fram í vatn- ið og endaði þar í 1—2 m. hárri skör. Nú nær jökullinn hvergi að vatninu, og er um 1000 m. breið spilda milli vatns og jök- uls. Hún hefur til skamms tírna verið ógreið yfirferðar vegna aurbleytu, en harðnar og þorn- ar með ári hverju Þeir, sem fylgzt hafa með breytingunum á Hagavatni síðan 1929 hljóta að undrast hinar geysilegu breytingar, sem þar hafa orðið á sjálfu vatninu og skriðjöklunum báðum megin Hagafells. — Vestur með skrið- jöklinum og skammt norðáustur af Þórólfsfelli var stórt uppi- stöðulón, sem jökullinn stíflaði. Sumarið 1948 var jökullinn svo eyddur ,að allt vatn hljóp úr lóni þessu, og er það nú horfið með öllu. Það var kallað Efra- Sandvatn. GÖNGULEIÐIR "Þeir sem koma í sæluhús Ferðafélagsins munu flestir láta það verða sitt fyrsta verk að ganga upp að Nýjafossi. Það er varla nema hálftíma gangur. Yfir Jarlhettukvísl er gengið á trébrú rétt ofan við sæluhúsið, þá um stórgrýtta aura og loks upp hjallann fyrir botni dalsins, er fyrr var getið. Þar á hjalla- brún er göngubrú úr járni yfir Farið, og er þaðan skammt að Leynifossi, sem nú er enginn foss og verður aldrei, fyrr ea jöklar ganga svo langt fram, að þeir stífli Nýjafoss. Á brúninni við Nýjafoss fellur vatnið í þröngri rauf fram af brúninni, og þurfti engann ofurhuga til a, stökkva þar yfir, fyrst eftir að fossinn myndaðist. Nú hefur raufin víkkað nokkuð, og eru menn eindregið varaðir við að I tefla þarna í tvísýnu. f íossinn | og gljúfrið er ekki steinsnar og j ofanferðin ekki girnileg. Þarna ■ spr vel yfir Hagavatn og ná- grenni. Hið næsta í vestri er Brekkna fjall (630 m.), klettótt og hiiða- bratt móbergsfjall. í fjarska gnæfir Hlöðufell og norður af því Þórólfsfell og Þórisjökull lengst í norðvestri. Frá Nýjafossi má nú ganga inn fyrir Hagavatn og yfir í Haga- fell eða ganga austur með jökul- Framhald á bls. 2L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.