Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 15
MORGUNBLADIÐ 15 y Sunnudagur 29. Júlí 1965 1 Fjöldi ráðstefna FLEIRI erlendir ferðamenn hafa að undanförnu komið til íslands en nokkru sinni áður. Er þar bæði um að ræða skemmtiferða- fólk og fjölda manna, sem sækja faingað margháttaðar ráðstefnur. Mest ber á norræna skólamótinu, bæði vegna þess að það er fjöl- mennasta þing með erlendum gestum, sem haldið hefur verið í Reykjavík, og eins af hinu, að skólamálin eru nú ofar á baugi en oft áður, og menn vænta mik- ils árangurs af umræðum þeim og upplýsingum, sem fram koma á ráðstefnunni. Talsvert á annað þúsund kenn- arar og aðrir skólamenn sækja þessa ráðstefnu, og er meirihlut- inn frá hinum Norðurlöndunum, en fjölmargir íslenzkir skóla- menn taka þó þátt í störfum þessa þings. Auðvitað verður erfitt að meta beint árangur þessa þinghalds, en það fer þó ekki á milli mála, að það hefur mikla þýðingu fyrir þá menn, sem gegna einu þýðingarmesta hlutverki í nútímaþjóðfélagi, upp eldi æskulýðsins, að geta skipzt á skoðunum, kynnzt sjónarmið- um annarra og nýjungum, og þannig gert sér sem bezta grein Erlendir fulltrúar koma til kennaraþings. — Myndin var tekin á ReykjavikurflugvellL REYKJAVÍKURBRÉF | Laugard. 24. júlí ^ fyrir þvi, hvar skórinn kreppir. Það er þess vegna mjög á- nægjulegt, að þetta þing skuli haldið hér í Reykjavík, og von- andi fara hinir erlendu þátttak- endur með skemmtilegar minn- ingar burt héðan og allir þeir, sem þátt tóku í þingstörfunum, munu vera nokkru rikari af reynslu og þekkingu. Samskiptin við frændþjóðirnar 1 En þótt norræna skólamótið sé langfjölmennasta þingið, sem hér er haldið, eru ráðstefnurnar marg ar og um hin fjölbreytilegustu efni. Mest ber á þingum, þar sem rædd eru samskipti Norður landanna og sameiginleg áhuga mál hinna norrænu þjóða. Nor- ræn samvinna hefur aukizt mjög á undanförnum árum, og ekki er lengur um það deilt, hve mikla þýðingu hún hefur. Norð urlöndin eru stöðugt að tengjast traustari böndum, og í heild eru þau ekki lítið afl í alþjóðlegum samskiptum. Um allan heim er það vitað og viðurkennt, að á Norðurlönd unum etendur lýðræðið traust- um fótum. Þar hafa efnahags- framfarir orðið miklar og þar rík ir réttaröryggi og jafnræði þegn anna. Þess vegna er líka hlýtt á rödd Norðurlandanna, Og þegar þeim auðnast að marka sameiginlega efstöðu, hljóta stórþjóðirnar að taka tillit til þeirra. Og inn- byrðis hafa hin auknu samskipti Norðurlandaþjóðanna líka milcla þýðingu, ekki sízt fyrir okkur íslendinga, sem smæstir erum, og getum þess vegna ekki haldið uppi öllum þeim stofnunum, sem afla upplýsinga og þekkingar, »em nauðsynleg er í nútímaþjóð félagi. Við íslendingar erum því auðvitað fremur þiggjendur en veitendur á alþjóðlegum ráðstefn um, en jafnvel hinar stærri (rændþjóðir okkar eru þrátt fyr ir allt svo smáar, að einnig þeim er nauðsynlegt að hafa víðtæk ■amskiptL „ísland er Norð- urlondum nauð- syn46 Særtóka ljóðskáldið Steltan Ar vidson, setn er nukill ísUndsvia- ur, og hefur m.a. skrifað bók um skáldsögur Gunnars Gunnars sonar, sagði í viðtali við Morg- unblaðið síðastliðinn fimmtudag: „fsland er Norðurlöndum nauð syn. Tapi Norðurlönd tengslum við fsland og íslenzka menningu, er þeirra menningu hætt. ísland má telja uppsprettu norrænnar menningar. Þess vegna er ísland svo dýrmætt okkur“. Auðvitað gleðjumst við íslend- ingar, er við heyrum orð sem þessi af vörum manns eins og Stellan Arvidson, sem verið hef- ur formaður í félagi sænskra rit höfunda í hálfan annan áratug, á sæti í Ríkisdegi Svíþjóðar og er bókmenntafræðingur að mennt- un. Þrátt fyrir alit er þá þátt- taka okkar í norrænu sam- starfi ekki þýðingarlaus, enda hafa hin Norðurlöndin sýnt það á margvíslegan hátt, að þau telja mikilvægt, sinnar eigin menning ar vegna, að halda tengsLum við ísland og íslenzka menningu, eins og Stellan Arvidson víkur að. En sé það svo, að ísland megi telja „uppsprettu norrænnar menningar“ er ljóst, að okkar vandi er mikill og við verðum dag hvern að hafa það hugfast, að þá menningu verðum við að varðveita og verja hana áföllum. Það hvorki getum við þó né vilj- um gera á þann hátt að útiloka erlenda menningarstrauma. Um okkur hljóta þeir að leika. En okkar eigin menning verður að vera það bjarg, sem þeir ekki brjóta. Vinsamleg en eggjandi ummæli Vist eru ummæli gestsins, Stellan Arvidsons, vinsamleg. Ekki skal þó dregið í efa, að þau séu hans sannfæring. En jafn- framt því, sem orð hans lýsa vin- arhug hans í garð íslands, eru þau líka eggjunarorð til okkar íslendinga. Afgreiðsla handritamálsins, norræna húsið, tíðar heimsóknir ýmissa beztu manna frændþjóð- anna í menningarefnurn, allt er þetta til þess fallið að brýna okkur ísléhdinga til að standa vel á verði um' íslenzka rtienn- ingu og sameiginlegan menning- ararf norrænna manna. ; ‘ Vandi fylgir vegsemd hverri. Við höfum krafizt handritanna og Danir vilja senda okkur þau. Frændþjóðirnar reisa norræna húsið og sýna okkur marghátt- aða virðingu og íslenzkri menn- ingu viðurkenningu. Við höfum hlotið vegsemdina, en verðum að gera okkur grein fyrir vandan- um, sem henni fylgir. Við skulum játa það hrein- skilnislega, að við höfum ekki gert allt, sem unnt er, til að tak- ast þennan vanda á herðar. En við skulum líka hafna bölsýni manna, sem ekki trúa á íslenzka menningu, og snúa okkur að því að treysta hana og efla. Á því sviði eru mörg verk enn óunnin og skal hér ekki farið lengra út í þá sálma. íslenzka tunp;an varðveitt Um það er oft rætt, að íslenzka tungan bíði tjón af erlendum áhrifum, vegna hinna síauknu og óhjákvæmilegu samskipta við út- lendinga. Sjálfsagt er að vera vel á verði gagnvart þessari hættu, enda hefur það verið gert fram að þessu, og sannleikurinn er sá, að einmitt á þessari öld hraðans og samskiptanna við er- lenda menn, hefur málhreinsun átt sér stað, og nú er talað betra mál hér á landi en áður var. Raunar er ekki fráleitt að bollaleggja um það, hvort ná- lægðin við erlend áhrif haldi mönnum ekki einmitt vakandi. Þannig hefur því verið hreyft, að íslendingar mundu ekki hafa hreinsað svo og bætt mál sitt, sem raun varð á, ef þeir hefðu ekki átt í baráttu við Dani, og þjóðerniskennd þeirra hefði efizt við hættuna á auknum menn- ingaráhrifum frá Dönum. Nú er mikið um það talað, að íslenzk menning verði fyrir áhrifum hinnar engilsaxnesku, og er það ekki að ástæðulausu, því að áratugum saman hefur hér verið fjölmennt lið enskumæl- andi manna og stöðug samskipti okkar við þjóðir Engilsaxa. Samt sem áður stendur íslenzk menn- ing traustum fótum, og menn gera sér glögga. grei,p fyrir því, hvað íslenzkt er og hvað erlent. Að vissú leyti má Segja, að ná- iægðin við þá útlendu rtienn, serti hér hafa dvalið, hafi örváð okkur til árvekni. Við höfum gert okkur grein fyrir því, að hættan var fyrir hendi, og þess vegna brynjað okkur gegn henni. í menningarefnum er andvara- leysið hættulegast. Og um sof- andahátt í menningarefnum verða íslendingar ekki sakaðir. Land funda og þinga Um alllangt skeið hefur mikið verið um það rætt, að fslending- ar gætu haft verulegar tekjur af erlendum ferðamönnum. Þó hef- ur lítið verið gert til þess að örva komur ferðamanna hingað til landsins, þar til nú allra síð- ustu árin, að veruleg breyting er að verða á í þessu efni. Nokk- ur ný gistihús hafa risið og önn- ur eru í undirbúningi. Ferða- málaráð hefur verið sett á lagg- irnar og hefur það fengið nokk- ur fjárráð, þótt margfalda þurfi framlög til ferðamála á næstu ár- um, ef verulegur árangur á að nást. ísland er orðið mikið ráðstefnu land, og ráðstefnur þær, sem hér eru haldnar með okkar þátttöku, geta haft verulega þýðingu, bæði menningarlega og efnahagslega, eins og áður var að vikið. Sum- um kann að vísu að vaxa það í augum, að opinberir aðilar hafa nokkur útgjöld af því að vera sæmilegir gestgjafar, en mönn- um sést þá yfir það, að hinir er- lendu gestir verja hér verulegu fé, nota íslenzka þjónustu, ís- lenzk farartæki og kaupa íslenzk an varning. Af þessu höfum við verulegar tekjur, sem ástæðu- laust er að vanmeta. En gallinn við ráðstefnurnar hefur fram að þessu verið sá, að þær hafa verið haldnar á fáum sumarmánuðum. Þá er allt yfir- fullt á gistihúsunum, en nýting þeirra hinsvegar ekki nægileg að vetrarlagi. Nú er það svo, að ýmsa ^fundi þarf að halda að vetri til, og flestar ráðstefnur má auðvitað halda á öðrum tíma en yfir hásumarið. Á því hefur ekki verið vakin athygli, að vetrarveðráttan hef- ur hér á.landi að undanförnu — flest ár a.m.k. — verið mildari og betri en í flestum nágranna- landanna. Samt er það hreinn viðburður, að alþjóðlegir fundir séu haldnir hér að vetrarlagi. Má vera að nafn landsins eigi hér enn hlut í — að menn veigri sér við þvj i kalsa vetrarins að leggja upp til íslands. En er ekki orðið tímabært að vinna að því að útbreiða þá vit- neskju, að hér er oft milt veður, þegar frosthörkur eru ytra. Ættu ekki forráðamenn ferðamála, og raunar líka stjórnmálamenn og aðrir, sem sækja erlend þing og fundi, að beita áhrifum sínum til þess, að hér séu haldnir fund- ir á öðrum tímum en yfir hásum- arið. Ef við á annað borð óskum eftir erlendum ferðamönnum, bæði til þess að kynna landið og afla tekna, ættum við auðvitað fyrst og fremst að sækjast eftir því fólki, sem kemur á marghátt- aða fundi og ráðstefnur, því að venjulega er það fólk í ábyrgðar- stöðum og einna mestur fengur að fá það til landsins. Veik eða sterk stjórn? Að undanförnu hafa stjórnar- blöðin og stjórnarandstöðublöðin átt í orðaskiptum um það, hvort núverandi ríkisstjórn væri veik stjórn eða sterk stjórn. Um þetta má auðvitað deila í það enda- lausa, og leggja á það margvís- legan mælikvarða, en væntan- lega væri þó haldbezt að spyrja, hvort fólkið vildi þá stjórn, sem við völd væri, og vildi í megin- atriðum una þeirri stefnu, sem hún fylgdi. Ætti þá að telja hana sterka, en veika ella. Hver og einn getur svo dæmt um það, hvað honum finnst í þessu efni. Annar mælikvarði er auðvitað til, þ.e.a.s. að telja þá stjórn sterka, sem sölsar undir sig yfir- ráð á sem flestum sviðum þjóð- lífsins, en hina veika, sem eftir- lætur þegnunum það frelsi til at- hafna og eigin ákvarðana, sem unnt er, án þess að gengið sé á hlut heildarinnar. Ef sá mæli- kvarði er notaður, hefur vinstri stjórnin sáluga verið sterkasta stjórn, sem við íslendingar höf- um haft, enda lýstu ráðamenn hennar í upphafi yfir, að þeir mundu sitja í nokkra áratugi, og stjórna öllu með harðri hendi. Sú stjórn hrökklaðist þó frá við lítinn orðstír, og verður a.m.k. varla talin sterk dagana sem hún var í andarslitrunum. En fyrir þá menn, sem þennan mælikvarða nota og vilja sterka stjórn, er auðvitað skelfing kjána legt að vera að burðast við ein- hverjar lýðræðishugmyndir. Þá væri rétt að hverfa hreinlega yfir í sósíalismann, kommúnismann, eins og raunar einstakir hópar vilja. r Aran»ur við- reisnarinnar Árangur viðreisnarinnar «r fyrst og fremst í því fólginn, að frjálsræði þegnanna hefur auk- izt, og bein afleiðing af því hefur orðið sú, að efnahagsframfarirn- ar hafa orðið miklu meiri en nokkru sinni áður, og hagur landsmanna batnað í samræmi við það, bæði lífskjörin og eins staða landsins gagnvart útlönd- um. Það er þetta sem Viðreisnar- stjórninni hefur tekizt að gera. Hún stefndi frá upphafi að því að afnema höft og hömlur, að minnka hið pólitíska vald og auka frelsi þegnanna. Ef menn vilja halda því fram, að það sé veikleiki stjórnarinnar að hafa náð þessu takmarki, ef menn vilja telja það veikleika, að efna- hagslífið blómgast nú betur en nokkru sinni áður, vinnurfriður ríkir og fullt atvinnuöryggi, þá geta menn auðvitað gert það. En hætt er við, að þeir menn, sérti virðast telja sjálfum sér trú um það, að ríkisstjófnín sé veik, en ekki sterk, eigi eftir að vakna upp við vondann draum þegar fólkið næst kveður upp dóm sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.