Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID Sunnudagur 25. júlí 1965 GEORGETTE HEYER FRIDSPILLIRINN — Þér hafið sjálfsagt ekkert á móti því, að ég læsi, sagði Soffía. — Ég hef ðnga löngun til að láta kunningja yðar trufla okkur, skiljið þér. Og þar sem ég vil heldur ekki láta njósna um mig, hef ég stungið vasaklútnum mín- um í gægjugatið á hurðinni. Goldhanger hafði það óþægi- lega á tilfinningunni, að jörðin væri tekin að snúast öfugt. Ár- um saman hafði hann gætt þess að komast aldrei í aðstöðu, sem hann réði ekki sjálfur yfir, og gestir hans voru vanari að vera auðmjúkir við hann, en að læsa dyrunum, eða skipa honum að þurrka rykið af húsgögnunum. Hann sá nú enga sérstaka hættu í því fólgna að lofa Soffíu að hafa lykilinn, því að enda þótt hún væri stór vexti, þóttist hann viss um að geta náð honum af henni aftur, ef til þess kæmi. En meðfæddir eiginleikar kynstofns hans skipuðu honum að sýna alla kurteisi, svo að nú hneigði hann sig og sagði, að daman mætti gjarna hvað sem hún vildi í hans aumlegu húsakynnum. Síðan settist hann á stól hinumegin við skrifborðið og spurði, hvað hann mætti hafa heiðurinn af að gera fyrir hana. - Ég er hér í ósköp einföldu erindi, svarði hún. — Það er bara það að endurheimta hjá yður skuldabréf hr. Huberts Riv- enhall og smaragðshringinn, sem hann veðsetti yður. 36 — Það ætti að vera einfalt má'l, svaraði Goldhanger og brosti enn smeðjulegar. — Það er ekki nema sjálfsagt að afgreiða það fyrir yður, frú mín. Ég þarf ekki að spyrja yður, hvort þér hafið með yður upphæðina, sem um er að ræða, því að ég er viss um, að svona fagleg dama .... — Það var ágætt að heyra, svaraði Soffía innilega. — Það eru svo margir, sem halda, að konur kunni ekki neitt til neins um viðskipti. Það er bezt, að ég segi yður það strax, að þegar þér voruð að lána hr. Rivenhall Horsnæs Hanilla húsgögn!n Ný sending komin. Einkaumboð á íslandi: Verzlunin Persía Laugavegi 31, 2. hæð. — Sími 11822. þessi fimm hundruð pund, voruð þér að lána ófullveðja manni peninga. Og ég þarf vonandi ekki að útskýra, hvað það þýðir. Hún brosti vingjarnlega, er hún mælti þessi orð, og hr. Gold- hanger brosti á móti og sagði lágt: — Þér eruð sannarlega fróð ung dama! Ef ég stefndi hr. Rivenhall fyrir skuldina, mundi ég ekki fá hana aftur. En ég held 'bara að hr. Rivenhall kæri sig ekkert um málssókn út af henni. — Nei, vitanlega mundi hann ekki gera það. En enda þótt það væri rangt af yður að fara að lána honum þessa peninga, finnst mér ósanngjarnt að þér fáið ekki að minnsta kosti höfuðstólinn aftur. — Já, það væri það, samþykkti hr. Goldhanger. — Og svo eru líka lítilháttar vextir, frú mín. Soffía hristi höfuðið. — Nei, þér fáið ekki túskilding í vexti og það gæti kannski kennt yður að fara varlegar framvegis. Ég er hérna með fimm hundruð pund í seðlum og þegar þér hafið af- hent mér skuldabréfið og hring- inn, skal ég afhenda yður pen- ingana. Hr. Goldhanger gat ekki stillt sig um að hlæja ofurlítið að þessu, því að enda þótt hann væri ekki gamansamur, fannst honum það hlægilegt, að hann ætti að verða af vöxtunum, eftir skipun ungrar stúlku. — Nei, þá held ég, að ég vilji heldur hafa skuldabréfið og hringinn, sagði hann. — Já, ég get alveg búizt við því, svaraði hún. — Þér ættuð að athuga það, frú mín, að ég gæti gert hr. Rivenhall heldur meinlegan grikk. _Hann er í Oxford, er ekki svo? Ég býst ekki við að það mundi vekja teljandi hrifningu þar, ef þessi viðskipti hans við mig kæmust upp. — Satt er það. En það gæti bara lika orðið yður til óþæg- inda, eða hvað? En kannski getið þér sannfært þá um, að þér hafið enga hugmynd haft um, að hr. Rivenhall væri ófuilveðja? — Þér eruð nokkuð sniðug, svaraði hann. — Nei, en ég hef almenna skynsemi og hún segir mér, að o □ D DQ 1 LJ U UTL-J L-s / i 1 DDO 1 □ 1 JL na \í — Hve oft á ég að segja þér, að við kaupum nýjan bíl strax og þeir lækka í verði. ef þér þverskallist við að afhenda skuldabiéfið og hringinn, þá liggi beinast við fyrir mig að aka beint hérna yfir í Bow Street og leggja málið fyrir yfirvöldin þar. Brosið þurrkaðist út og hr. Goldhanger horfði á hana hálf- lokuðum augum. — Ekki held ég nú, að það væri klókindalegt af yður, sagði hann. — Nú, ekki það? Ég held ein- mitt, að það mundi vera það eina rétta og ég er ekkert frá því, að herrarnir í Bow Street hefðu gaman af að heyra frá yður. Hr. Goldhanger var á sama máli, en hann trúði því hinvegar ekki að Soffíu væri alvara, þar eð viðskiptamönnum hans var ekkert um opinberan málarekst- ur gefið. Hann sagði: — Ég held, að Ombersley lávarður mundi heldur vilja greiða mér það, sem mér ber. — Það mundi hann sjálfsagt vilja og einmitt þess vegna hef ég ekki sagt honum neitt frá þessu, því að mér finnst það aum ingjaskapur að láta svona kvik- indi eins og ýður pína út úr sér fé bara af því að mann skortir hugrekki! Þessi óvenjulega afstaða tók Heimilisiólk yðar og gestir njóta gœðanna Royal Ferðaskrifstofa Úlfars Austurstræti 9. — Sími 1-34-99. Verzlunarmannahelgi — Þórsmörk SÓLÓ skemmta farþegum á afgirtu svæði. Farið verður föstudag 30. og laugardag 31. júlí. — Verð krónur 675,00. — Engin aukagjöld. — Skógræktar- og skemmtana- gjald innifalið. Girðinganet Túngirðinganet 5 og 6 strengja. Garðanet. Byggingavaruverzlun Kópavogs Kársnesbraut 2. — Sími 4-10-10. JAMES BOND é é é Eftir IAN FLEMING Svo nú hefur þriðji maðurinn, sem stóð á bakvið sprengjutilræðið, náðst. að gera hr. Goldhanger órólegan. Hann vissi, að kvenfólkið gat verið óútreiknanlegt. Hann hall- aði sér fram í sætinu og tók að útskýra fyrir henni þær óhugn- anlegu afleiðingar, sem málið gæti haft fyrir hr. Rivenhall, ef hann gengi frá nokkru af skuld sinni. Hann talaði vel og þetta var ræða, sem var vön að koma vitinu fyrir skuldunauta hans. En í dag brást hún algjörlega. Soffía greip snöggt fram í: — Allt þetta er ekki annað en kjaftæði og það vitið þér engu síður en ég. Það mundi ekki ann- að koma fyrir hr. Rivenhall, en það, að hann mundi fá skammir og verða í ónáð hjá föður sínum skamma stund, en hvað það snertir, að hann yrði rekinn frá Oxford, þá kemur það ekki til neinna mála. Þangað fréttist það aldrei, því að það er trúa mín, að þér gerið stundum annað verra en að lána ómyndugum fé, með okurvöxtum og þegar ég er búin að koma við í Bow Street, FLJUGIÐ með FLUGSÝN til NORÐFJARÐAR I i Ferðir ollo | virko dogo I | Fró Reykjavík kl. 9,30 | Fró Neskaupstað kl. 12,00 1 AUKAFERÐIR * EFTIR J ÞÖRFUM I Bloðið kostar 5 krónur í Iousasölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.