Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.1965, Blaðsíða 19
Sunnudagur 25. jGH MORCUNBLAÐID 19 Um Ódáðarhraun til Oskju EF ÞÚ ert hingað kominn til þess að njóta skuggsælla skóg- arlunda, gróðurilms og blíðra staðviðra, grípur þú í tómt. Ef þú ert hingað kominn til að láta stimamjúka þjóna bera þér rjúkandi steikur á silfurfötum í tjölduðum viðhafnarsölum, hefðir þú átt að halda eitthvað annað. Ef þú ert hingað kominn til þess að dást að mannaverk- um og menningarminjum, veita j þér stundarskemmtan í mann- í hafi og veizluglaumi eða velta I þér í hóglífi, hefir þú farið i villur vegar. | Við erum stödd 1 miðju Ó- dáðahrauni, víðusbu og mestu auðn Íslands, óravegu frá bú- 6töðum manna. Hér getum við ©rðið vottar að sköpun heims- ins; hér geisa frumkraftarnir enn, þeir sem hafa um aldaþús undir unnið að myndun og eyð ingu vors fagra, en stundum ó- blíða lands. Hér er leitun að stingandi strái eða fleygum fugli. Helslegin, stirðnuð nátt- ára, en þó töfrum slungin og heillandi í hrikaleik sínum og litaspili. Hér ríkir þögn, djúp, endalaus þögn, smyrsl og bals- am á hrjáðar hlustir þéttbýlis- ins, langþreyttar á bílaskrölti símaærustu óg óskalagaþáttum daglegs umhverfis. Aðeins þyt ur golunnar af næstu hraun- nibbu eða bergsnös hvíslar okk ur ljúft í eyra. Óralangt austur í hrauninu handan mikilla vik tirsanda duna þær systur Jökla og Kreppa daglangt og árlangt, en eyru okkar nema ekki stun- ur þeirra, er þær ryðjast úlf- gráar og illúðgar ofan grjótin og sandana. Askja, öldum saman sveipuð dul og vættatrú, lítt þékkt og an úr þokunni til að ræna þá og drepa, og tíður eldgangur „í Trölladyngjum“, ekkert af þessu var beinlínis aðlaðandi. Hin fáu örnefni þessa svæðis, jafnvel nöfn stórra fjalla eins og Dyngjufjalla sjálfra, voru lengi mjög á reiki. Sýnir það, að hér var fáförult. Nú er Askja ekki lengur ó- snortið land, sem býr yfir dul hins ókunna, heldur fjölsóttur ferðamannastaður. Engu að síð ur á hún enn þann eiginleika að geta heillað hug gesta sinna og gefið hugarflugi lausan taum, enda mun enginn, sem hana gistir, verða þaðan í frá algerlega samur maður. Hún markar mynd sína i hugann og gleymist ekki, áhrif auðnar og orku, víðernis og tignar fjalla geimsins eru djú.p og mást ekki burt þaðan. Hún fylgir gesti sínum ekki aðeins úr garði, heldur alla leið heim, seiðir hann og eggjar til endur komu. Og seiðurinn hrífur, langflestir, sem þess eiga kost, koma aftur og aftur. Slík er kynngi Öskju kerlingar. En ekki er auðhlaupið í fang henni. Fjölfarnasta leiðin ligg ur af þjóðveginum yfir Mývatns öræfi hjá Hrossaborg um Herðubreiðarlindir og suður í Öskjuop. Vegurinn liggur um sanda, mela og úfin hraun og er illur yfirferðar á köflum og varla fær nema jeppum og öðr um kraftmiklum bílum. Lætur nærri, að komast megi á 5 tím- um frá Reykjahlið þessa 140 km vegalengd. Ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir hefir í sumar tekið upp fastar ferðir frá Reykjahlíð við Mývatn inn í Öskju tvisvar í Séff af Stökuborg yflr tll hlnna glganna frá 1961. ókönnuð. Ekki er vitað til, að nokkur maður hafi stigið hér fæti sínum eða litið hana aug- um, fyrr en Björn Gunnlaugs- son, sá er banaði útilegumanna- trúnni á íslandi, kom hér á- eamt fylgdarmanni 1838, þegar hann vann að landmælingum til undirbúnings Islandsupp- drætti sínum. Byggðarmenn höfðu lítil eða engin kynni af þessum hluta óbyggðanna fram á síðu'stu öld, en stóð þó stugg- tir af þeim. Nafn hraunsins, sagnir um bústaði harðsnúinna útileguþjófa, sem komu þeys- andi að friðsömium mönn-um ut legur, glaður og óvílinn, leysir hvers mann vanda, er þaulkunn ugur leiðinni og kann á flestu skil, sem hann við kemur. Þar við bætist, að hann talar erlend ar tungur af mikilli leikni. Hann tekur brosandi á móti far þegunum úti fyrir Reykjahlíð klukkan hálf níu um morgun- inn, en bíllinn bryður járnmél- in á meðan, óðfús og viljugur á fjöllin. Farþegarnir eru 12 að þessu sinni, tvenn þýzk hjón, einn Norðmaður, en hinir ís- lendingar. Allir voru nestaðir og vel skóaðir og skjóllega bún Ólafur bílstjóri ir, enda veður ótrygg á fjöll- um uppi, jafnvel um hásumar. Bjart er í lofti þennan morg- um og fjallasýn fögur. Fyrst eru Hlíðarfjall, Jörundur og Eilíf- ur á vinstri hönd, en Búrfell og Skógarmannafjöll á hina hægri, en brátt stígur drottning ís- lenzkra fjalla, sjálf Herðubreið fram á sviðið í suðri, og hún á eftir að fylgja okkur daglangt í tign sinni og rósemi, hvessa á okkur sjónir og vaka yfir hverri hræringu okkar. Vegurinn gerist nú nokkuð grýttur um sinn, en annað veif- ið liggur hann um rennislétta sanda og er rneira að segja ný- heflaður á löngum köflum. Þar kemur líka, að við ökum fram í Drekagili á víkingsmennið Pétur bónda og veggverkstjóra Jónsson í Reynihlíð og Friðrik Blöndal bílstjóra, sem eru að moka ofan íburði upp á vörubíl, og skömmu síðar veghefli, svo að það leypir sér ekki, að kapp er á það lagt eftir föngum að gera þessa leið sem allra greiðasta. Jökulsá á Fjöllum sígur og hnyklast áfram á vinstri hönd, slær sér sums staðar út um víð- ar eyrar. Við förum fram með Yztafelli, Miðfelli og Fremsta- felli, en þá komum við að blá- tærri bergvatnsá, sem heitir Grafarlandaá. f henni er snotur foss rétt fyrir ofan vaðið, og meðfram ánni er fallegur gróð- ur, sem gleður augað, grávíðir, hrossanál og hvönn að ó- gleymdri blessaðri eyrarrós- inni, sem hér er í stórum skær- rauðum breiðum, hvar sem nokkur deigja er í jörðinni. Við Ferjufjall, þar sem áður var ferjustaður á Jökulsá yfir til Möðrudals, er nú markaður allgóður flugvöllur á sléttum sandinum. f Grafarlöndum tekur við ein hver ógreiðfærasti og úfnasti vegarkafli á öllu íslandi yfir etórsprungið hraunið við Linda horn. Þessi vegarkafli er að mestu lagður með handverkfær um, sleggjum, járnköllum, hök um og skóflum og hefir kostað marga svitadropa sjálfboðaliða. En yfir læðist Ólafur slysalaust eftir hryggjum og rindum, og brátt eru þessar þrautir að baki og gleymast fljótt, því að nú er komið í hina dýrlegu vin Ó- dáðahrauns, Herðubreiðarlind- ir, með fagurtærum lækjum og furðulega þroskamiklum gróðri og blómskrúði. Hér er áð í Þorsteinsskála, vönduðu og vistlegu sæluhúsi, sem Ferðafélag Akureyrar reisti fyrir nokkrum árum af mikilli röggsemi og kenndi við þá nýlátinn formann sinn og ferðagarp, Þorstein Þorsteins- son, sjúkrasamlagsgjaldkera. Menn taka til malpoka sinna og maula nesti sitt. En talið snýst um öskju, hún er hið sameig- inlega tilhlökkunarefni allra farþeganna, sem nú eiga í vændum að sjá hana í fyrsta sinn á ævinni. Máltíðin er því í styttra lagi, og enn er haldið í suður. Þar rísa Upptyppingar fyrir stafni, tvær samvaxnar strýtur, en nokkru vestar Mið- fell, litlu lægra, en svipað að lögun. Nú beygir vegurinn til vesturs sunnan við Herðubreið artögl, og þá birtast Dyngju- fjöllin sjálf, öskjuop og nýja hraunið frá 1961, svartir taum ar á gulbrúnum vikrinum, sem nú, gerist æ meir áberandi, eft ir því sem nær dregur Öskju, og stafar frá sprengigosinu mikla árið 1875. Við erum greinilega að nálgast vígstöðv- arnar. Allt í einu sveigir bíllinn út af slóðinni og stefnir beint upp á fell eitt, sem rís stakt upp af sléttunni. Ég hugsa með mér, að annar hljóti að vera bilaður, bíllinn e'ða bílstjórinn, en fljót lega kemur í iljós, að þessi „fjallganga“ er aðeins gerð af einskærri hugulsemi við far- þagana, því að ofan af fellinu er afbragðsútsýni í allar áttir Enn víkkar sjónarsviðið, nú bætist við jöklasýn í suðrL Kverkafjöll gnæfa við himin nál. 1900 m há með Dyngjujök- ul á aðra hönd, en Brúarjökul sandorpinn og krossprunginn á hina. Nær er svo Váðalda, breið og bunguvaxin, enda gömul dyngja. Dyngjufjöll eru í vestri en Koilóttadyngja, Eggert og sjálf Herðubreið í norðri. Allt nærsviðið er þakið vikrinum gula, en upþ úr honum skjóta blásvartar hraunborgir kollin- um hér og þar, svo að landið er yfir að líta eins og skerjótt grunnsævi. Framhald á bls. 21. viku, miðvikudaga og föstu- daga. Auðvelda ferðir þessar mörgum, sem annars hefðu ekki átt þess kost, að koma á þessar nafntoguðu öræfaslóðir og sjá þessar frægu eldstöðvar. Til ferðanna er notaður háhjól- aður og sterkbyggður öræfa- bíll með drifi á öllum hjólum, og tekur hann 15 farþega. Þá er bíllinn búinn talstöð, og er að henni mikið öryggi. Ef fleiri farþegar óska eftir fari, er ann- ar bíll til taks með litlum fyrir vara. Bílstjórinn heitir ólafur Proppé, ungur maður og vask- Við hreysi Eyvindar í Herff ubreiðarlindum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.