Morgunblaðið - 27.07.1965, Side 2

Morgunblaðið - 27.07.1965, Side 2
2 MORGUNBLAÐID Þriðjuctafíur 27. júlí 1965 Bjarni á Laugarvatni, Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, Jensína, skólastjóri, Jónas írá Hrifiu og Þorvaldur arkitekt s kólans. Byrjað að graffa grunn nýs Húsmæðraskóla Suðurlands Landbúnaðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna Laugarvatni, 26. júlí. FÁNAR voru við hún við Hús- mæðraskóla Suðurlands, hér á Laugarvatni, á laugardí inn, — því laugardagur er til lukku, — og taka skyldi fyrstu skóflustung una að hinum nýja Húsmæðra- skóla Suðurlands. Skólanum hef- ur vérið ákveðinn staður skammt frá þar sem hann er nú og hefur verið síðan á árinu 1942. Laust fyrir klukkan 11 söfn- uðust nemendur Húsmæðraskól- ans saman við hinn væntanlega grunn skólans, og með þeim námsmeyjahópur, sem er þar á námskeiði. Voru þær í bláum kjólum, með hvítar svuntur og hvíta kappa á höfði. — Fánar blöktu þar yfir. — Nokkrir gest- ir voru komnir til að vera við athöfnina og skal þar fyrst nefna Ingólf Jónsson, landbúnaðar- málaráðherra, og frú, Sigurð Óia Ólafsson, alþingismann, og frú, þá Jónas Jónsson frá Hriflu, ■Bjarna Bjarnason og arkitekt hins nýja skóla Þorvald Þorvalds son frá Hafnarfirði, en hann starf ar nú hjá Húsameistara ríkisins. Formaður skólanefndar Þórar- inn Stefánsspn flutti stutt ávarp, og lýsti þeirri athöfn er nú skyldi fram fara og bað síðan Ingólf ráðherra ao taka fyrstu skóflu- stunguna fyrir hinum nýja Hús- mæðraskóla Suðurlands. Tók Ing- ólfur vænan hnaus, en strax á eftir fór stór jarðýta af stað til að taka grunn að hinu nýja skóla húsi. Þetta verður heimavistar- skóli sem rúma á 48 nemendur. Grunnflöturinn er um 1100 fer- metrar og er áætlað að hann muni kosta um 20 milljónir króna. — I þessum fyrsta áfanga verksins verður lokið við grunn hússins. Skólinn verður 2 uæðir á kjallara. Að lokinni þessari stuttu at- Fáninn á stöng þar höfn, en sögulegu, bauð skóla- stjóri Húsmæðraskólans, Jensína Halldórsdóttir, og skólanefnd gestum til hádegisverðar. Voru þar margar ræður fluttar um hið mikilvæga hlutverk Hús- mæðraskóla Suðurlands og þær vonir sem við hann eru tengdar í hinu nýja skólahúsi. — Benjamín. .■■■■?.yS'-.'.y.- ..... .... ... ....... ... m skólinn á að rísa. 66,66% gengisf elling í Júgóslaviu og um leið 24% hækkun vöruverðs Belgrad, 26. júlí (AP) % STJÓRN Júgóslavíu hef- ur lækkað gengi júgóslav- nesku myntarinnar, dinars- ins, um 66,66%, og boðað breytingu á gjaldmiðlinum, en samkvæmt henni verða hverjir 100 dinarar að einum. Einnig hefur stjórnin hækkað vöruverð um 24% og boðað frekari ráðstafanir, sem sagð- ar eru miða að því að bæta ástandið í efnahagsmálum landsins. t Fram að gengisfellingunni jafngilti hver dinar um 6 aurum íslenzkum. Stjórnin hefur kunngjört, að 1. janúar nk. verði gefnir út nýir bankaseðlar og jafngildi einn nýr dinar 100 gömlum, en gömlu bankaseðlarnir verða áfram í gildi næstu fjögur til fimm árin. Um leið og tilkynningin var birt í Beigrad, var skýrt frá því af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- j ins, að hann hefði gert eins árs samning um aðstoð við Júgó- slaviu, og nemur hún um 3,5 milljörðum isl. kr. Verður aðstoð inni varið til að endurbæta efna- hagskerfi landsins. í tilkynningu sjóðsins sagði m.a., að stjórn Júgóslavíu hygðist létta nær öll- um hömlum af innflutningi hrá- efna og varahluta, fella niður útflutningsuppbætur, takmarka útlán og draga úr afskiptum stjómarstofnana af fjárfestingar- málum. Þessar aðgerðir miða að aukinni samkeppni í iðnaði og lækkun framleiðslukostnaðarins. Einnig segir sjóðurinn, að stjórn Júgóslavíu vilji reyna að vinna bug á verðbólguþróun og búa þannig um hnútana, að tekjur hækki í réttu hlutfalli við fram- leiðsluaukningu á hinum ýmsu sviðum. Boris Krajger, aðstoðarfor- sætisráðherra, skýrði frá því í júgóslavneska þinginu á laugar- ardaginn, að verðhækkanir myndu að meðaltali nema 24%. Hann sagði, að við framkvæmd gengislækkunarinnar treystu Júgóslavar eingöngu á sjálfa sig, en bætti þó við, að nýgerður samningur við Sovétríkin myndi þó bæta gjaldeyrisafstöðuna. — Hann skýrði þetta ekki nánar, en talið er að Sovétríkin hafi fallizt á að veita Júgóslövum greiðslu- frest á lánum, sem eru um það bil að falla í gjalddaga og ýmis önnur hlunnindi innan ramma verzlunarsamnings. Krajger sagði, að Júgóslavar hefðu nú samband við Banda- ríkjamenn, Breta, ítali og Frakka vegna efnahagsaðgerð- anna, og herma áreiðanlegar heimildir að þeir ætli að fara fram á greiðslufrest á gömlum lánum og biðja um ný. í sambandi við hinar nýju efnahagsráðstafanir verða með- lög með börnum hækkuð um 23% og laun hækka í samræmi við framleiðsluaukningu. Féll ofan í skips- lest og sakaði ekki ÞAÐ ÓHAPP vildi til um borð í Goðafossi, þar sem hann var staddur á ísafirði, á þriðjudaginn var, að 18 ára gamall háseti á skipinu, Einar Bjarnason, Hjallavegi 5, Reykjavík, féll niður í lest skipsins, sem var tóm, en sak- aði ekki. Fall þetta mun vera rúmir 8 metrar. Óhapp þetta vildi til um kl. 8 að kvöldi. Einar var að vinna við lestaropið, þegar hann skyndilega datt í lest- ina. Búið var að leggja alla stokka niður á botn, en svo nefnast þverbitar í lestinni. Einar féll alla leið niður án þess að snerta stokkzna í fall inu. Niðri á botni voru spýt- ur og tunnur og féll Einar á eina spýtuna og vó salt við tunnuna, er hann kom niður, þannig að tunnan og spýtan tóku af honum fallið. Ekki seg ist Einar muna eftir sér í fyrstu, en vaknaði við það, að læknir var kominn á stað- inn. Hann hafi síðan verið Einar Bjarnason fluttur á sjúkrahús, þar sem í hann dvaldist í tvo daga. — é Goðafoss fór frá ísafirði \ seinna um kvöldið, en Einar náði skipinu á Akranesi og J sigldi utan með því í dag. Hon i um varð ekki meint af, nema hvað hann fékk glóðarauga. Islendingur ver doktors- ritgerð í þfóðhagfræði GÍSLI BLÖNDAL varði hinn 7. júlí sl. doktorsritgerð í þjóðhag- fræði við London School of Ecomomics í EngLudi. Gísi.i tók stúdentspróf frá Menntaskólan- um í Reykjavík, 1955, próf í við- skiptafræðum frá Háskóla ís- lands vorið 1959, starfaði um skeið í Seðlabanka íslands, og hélt síðan til framhaldsnáms í hagfræði í London. Doktorsrit- gerðin nefnc-lct á ensku: DevwLp ment of Public Expenditure in Relation to National Income in Iceland" eða þróun rikisútgjalda í hiutfa-lli við þjóðartekjur á ís- landi. Til námsins í Englandi hlaut Gísli styrki úr Vísinda- sjóði og frá Vísinda og framfara- stofnun Sameinuðu þjóðanna í París. Gísli er sonur hjónanna Sig- riðar og Lárusar Þ. Blöndal Góðar heyskap- arhorfur við Djúp Þúfum, 24. júlí: — GÓÐ GRASSPRETTA hefur ver ið undanfarð og hiti í lofti. Gras- hefur þotið upp og er víðast orð ið ágætlega sprottið. Þerrir er nú síðustu daga og lítur vel út með heyskap, ef svona viðrar. Óvíða er búið að hirða nokkuð að ráði, því sláttur hófst með seinna móti. Bryggjugerðinni í Ögri verður lokið eftir fáa daga. Miki.ll ferða mannastraumur er nú í héraðinu og bílaumferð. — P. P. kaupmanns í Reykjavík. Hann er kvæntur Ragnheiði Jónsdótt- ur og eiga þau einn son. Gísli Blöndal Bíllinn fannsf og þjófurinn Keflavik, 26. júlf. í GÆR var auglýst eftir jeppa bifreið, G-2221, er stolið var í Njarðvíkum. Hafði frétzt til ferða bílsins austanfjalls og leitaði lög reglan þar að bílnum. Jeppinn fannst svo í dag fyrir utan húa í Þverholti og hafði þá þe,gar fallið grunur á mann nokkurn og reyndist hann á. rökum reistur, Var sá áður þekktur af lögregL unni. Bíllinn vár óskemmdur. — hsj. Bjart og svalt var um allt ast 2.7'* í lofti, en — land í gær, og í íyrnnótt var 0.80 á grasi. Þó munu kart- hiti sums staðar við frost- öflugrös ekki hafa skemmzt. mark. í Reykjavík var kald-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.