Morgunblaðið - 27.07.1965, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Þrtðjudagur 27. júlí 1965
Steindór Steindórssori frá Höðum:
Eimveiðin og dr.
Valtyr Guðmundsson
ÉG var að frétta það um þess-
ar mundir, að ein æskuvin-
kona mín, og hún ekki af lak-
ara taginu, væri sjötug um
þetta leyti. Um leið rifjuðust
upp fyrir mér ótal minningar
frá löngu liðnum árum, um
yndislegar samverustundir, og
hversu mjög ég þráði fund
þessarar vinkonu, og hvernig
samvistirnar við hana opnuðu
mér nýja heima óendanlega
fjarri hversdagsleikanum. —
Ekki. varð þess þó dulizt, að
nokkur var aldursmunurinn
með okkur, því að hún var
komin á táningaaldurinn um
þær mundir, sem ég var að
byrja að skynja lífið í kring-
um mig, og á aldri gjafvaxta
heimasætu, þegar ég komst í
kristinna manna tölu. En
ekkert spillti það vináttu okk-
ar, né heldur hitf, að margir
fleiri en ég, voru álíka heill-
aðir af henni. Og þá er bezt
að gera nafn hennar kunnugt,
en þetta er tímaritið E i m -
r e i ð i n .
Ég var ekki nema rétt orðinn
læs, þegar ég komst í fyrstu
kynni við hana. Mamma átti
hefti úr fyrstu árgöngunum, og
ég stafaði mig fram úr efni
þeirra, eftir því sem getan leyfði.
Ég kjökraði yfir sögunni um
Gunnhildi gömlu, og dreymdi
hrollvekjandi drauma eftir að
hafa lesið Hryllilega bernsku-
minningu, en ég sat líka við og
lærði Litla skáld á grænni grein
og Elli sækir Grím heim, enda
þótt ég áttaði mig varla á því
hver þessi Ellikerling væri, sem
fús væri að dansa og glíma.
Meira að segja reyndi ég að læra
Brautina, þótt ég varla skynjaði,
hvert þar væri stefnt. Og ekki
að gleyma Skeifusögunni um
Sankti Pétur og Drottin. Ekkert
festist þó ef til vill eins í hug-
anum og myndin hans Einars
Jónssonar af Dreng á bæn. Og
svo var það margt, margt fleira.
Það var merkileg bók þessi Eim-
reið.
Árin liðu hægt og hægt eins
og alltaf meðan maður er ungur,
og mér varð það smám saman
ljóst, að Eimreiðin átti ítök í
fleirum en mér. Það var margt
talað um efni hennar, og menn
hlökkuðu til komu hennar á
heimilið. Því var svo háttað, að
þau hjónin, Ólöf skáldkona á
Hlöðum Og Halldór maður henn-
ar, voru kaupendur Eimreiðar-
innar og við inni í bænum bið-
um venjulega með eftirvæntingu
dagana, sem liðu frá því, að heft-
in kómu í póstinum, og þau voru
búin að lesa þau og léðu okkur
þau til lestrar. Þær kvöldvökur,
sem. Eimreiðin var lesin hátt,
voru hátíðisdagar heima á Hlöð-
um. Ef til vill fannst ökkur ritið
standa okkur ögn nær en annað
prentað mál, af því að þar birt-
ust ritverk þeirra Ólafar og Hall-
dórs. Hann átti þar einar tvær
smásögur, en hún bæði kvæði og
ritgerðina Bernskuheimilið mitt.
Vissulega var Eimreiðin þá ná-
tengdari heimilinu á Hlöðum en
nokkurt annað rit.
Ég minnist þess enn hvílíkur
fengur mér var það, þá komnum
undir fermingu, þegar Ólöf bauð
mér alla Eimreiðina frá upphafi
að láni. Ég beinlínis svalg hana
í mig frá orði til orðs, að heita
mátti. Efnið var svo fjölbreytt
og lifandi, og ekki torskildara en
svo, að ég strákurinn' gat lsið
megnið gf því mér til nokkurs
gagns. Ég hika ekki við að full-
yrða, að á þeim árum las ég ekki
önnur rit, sem meira voru mennt
andi á almenna vísu en Eimreið-
in, þegar frá er tekin Saga manns
andans eftir Ágúst H. Bjarnason.
Hún var að vísu þyngri, og ýms-
ir kaflar fóru fyrir ofan garð og
neðan við fyrsta lestur. En engu
að síður var hún eins og gróðrar-
skúr í hugi bókfúsra unglinga
úti um byggðir landsins, þegar
hún kom fyrst út. Og seint munu
þess verða full skil, hversu mikla
þakkarskuld íslenzk alþýðumenn
ing á að gjalda ritum Ágústs H.
Bjarnasonar og Eimreiðinni.
Dr. Valtýr Guðmundsson.
En hvað var það, sem skapaði
Eimreiðinni þessar vinsældir,
sem hvarvettna komu fram?
Fyrst af öllu var það fjölbreytni
efnisins. Hún flutti nýjungar um
menn og málefni frá hinum stóra
heimi. Þar voru ritgerðir um
náttúruvisindi, sem sjaldséð var
í íslenzkum ritum. Greinar um
landspiál, frásagnir af nýjungum
í tækni og læknavísindum og síð-
ast en ekki sízt kvæðin og sög-
urnar eftir innlenda og erlenda
höfunda. Þarna komu þeir fram,
margir af stóru spámönnunum í
íslenzkum bókmenntum, Matthí-
as, Steingrímur, Þorsteinn Erl-
ingsson, Einar H. Kvaran og
margir fleiri. En þarna áttu líka
margir byrjendur í skáldskapn-
um sitt fyrsta athvarf, sumir
urðu ef til vill aldrei annað en
byrjendur, og Eimreiðin ein
geymir minninguna um það, en
aðrir áttu .eftir að sveifla sér
fram í raðir hinna stóru. Víðsýni
og smekkvísi ritstjórans gerði
Eimreiðina að allsherjar vett-
vangi þeirra sem rita kunnu. Þar
komu fram lærðir menn, bæði
vísindamenn og skáld, en einnig
ungir stúdentar, bændur og aðrir
alþýðumenn úti um byggðir
landsins. Þá má ekki gleyma öll-
um bókafregnunum og ritdómun-
um, skýrum og afdráttarlausum,
sem mörgum reyndust góðar leið-
beiningar í vali lestrarefnis, og
síðast en ekki sízt íslenzka hring-
sjáin um það, sem sagt var og
ritað um ísland og íslenzk mál-
efni erlendis. Ekkert rit fyrr né
síðar hefir gert þeim hlutum jafn
góð skil. Og öllu þessu fjöl-
breytta efni fylgdi einhver fersk-
ur andblær utart úr heimi. Eim-
reiðin færði eitthvað af hinni
miklu kóngsins Kaupinhöfn heim
í íslenzkar sveitir. Mér fannst ég
þekkja þá borg í hverjum krók
og kima eftir að hafa lesið Hafn-
arlíf Jóns Aðils. Og þá varð mað-
ur ekki síður kunnugur um lýð-
háskólana dönsku eftir að hafa
skyggnzt þar um sali undir leið-
sögn þeirra Jóns Aðils og Jónas-
ar Jónssonar frá Hriflu. Ég efast
um, að önnur lesning hafi vakið
meiri löngun mína til skóla-
göngu, en þær greinar, þótt ég
að vísu brygði síðar á aðrar leið-
ir en í danska lýðháskóla. „En
það þýðir ekki að þylja nöfnin
tóm“. í stuttu máli sagt færði
Eimreiðin þjóðinni menningu.
En ekkert rit verður til af
sjálfu sér. Ófrávíkjanlega tengt
við Eimreiðna var nafn stofn-
anda hennar og fóstra dr. Valtýs
Guðmundssonar. Þegar ég komst
á legg og hafði bundið tryggðir
við Éimreiðina var hina póli-
tísku stórsjói, er risu með Val-
týzkunni tekið mjög að lægja. En
samt var dr. Valtýr enn mjög
umtalaður og umdeildur. Og
fjarri fór því, allt um vinsældir
Eimreiðarinnar, að það væru allt
fögur orð, sem um hann féllu í
heimasveit minni, hinu örugga
kjördæmi og æskusveit Hannesar
Hafstein. Ég held næstum, að
ýmsum hafi þótt það maklegt,
þegar einn stórbóndi sveitarinn-
ar, þéttfullur að vísu, jós jir sér
illyrðum yfir dr. Valtý, er fund-
um þeirra bar saman af hend-
ingu, að mig minnir við vígslu
Hörgárbrúarinnar. En ég fékk
snemma hugboð um að... ekki
myndu allar skammirnar, sem
dundu á dr. Valtý á rökum reist-
ar. Maðurinn, sem gaf út Eimreið
ina, hlaut að vera miklu merk-
ari en andstæðingur hans lýstu
honum. En svo komu Aliþin'gis-
rímurnar til sögunnar, en þar
segir:
Glæsimenni Valtýr var
af virðum flestum bar hann.
Þótt um hann þytu örvarnar
aldrei smeikur var hann.
Minnisstæðast úr Alþingisrímun-
um var mér þó ríman um það,
þegar Benedikt Sveinsson vitjaði
Valtýs afturgenginn, og lýsti yfir
fylgi sínu við Valtýskuna. Það
þótti mér eðlileg niðurstaða, þeg-
ar ég kom síðar til vits Og ára.
En mikið langaði mig til að sjá
þenna umdeilda mann, sem
þrisvar á ári sendi okkur Eim-
reiðina sína heim í fásinni ís-
lenzkra sveita. Lítið óraði mig
fyrir því þá, að það mundi fyrir
mér liggja að kynnast honum,
og sitja langtímum og rabba við
hann í stofunni, þar sem Eim-
reiðin hafði verið búin til ís-
landsferðar árum saman, og þar
sem postulínshundurinn úr Al-
þingisrímunum sat í háu sæti og
sperrti sitt gyllta trýni. Það var
þá óendanlega langur vegur heim
an úr Hörgárdal og suður að
Eyrarsundi. En ekki vissi ég þá,
hversu miklu lengri og örðugri
vegurinn var, sem dr. Valtýr
hafði fetað, frá Heiðarseli í
Gönguskörðum upp í prófessors-
stól við Hafnarháskóla.
En árin liðu, og einn góðan
veðurdag stóð ég augliti til aug-
litis við dr. Valtý á heimili hans,
og naut hinnar ástúðlegu gest-
risni hans og samræðna við hann
mörgum sinnum.
Varla mun nokkur íslendingur
hafa verið ausinn auri jafnákaft
og dr. Valtýr var um árabil. Og
enn er verið að kasta slettum að
kumli hans. Það sézt þar sem
víða annars staðar, að Hannes
Hafstein hafði rétt fyrir sér, „að
lakasti gróðurinn ekki þar er,
sem ormarnir helzt vilja naga“.
Vafalaust hefir dr. Valtý mis-
sýnzt um ýmsa hluti, og í hita
baráttunnar hefir hann sennilega
stundum látið orð falla eða beitt
vopnum, sem ekki voru í sam-
ræmi við hugsjónir hans, eða eins
og honum hefði bezt samað. En
hver er sá maður, sem ekki get-
ur skjátlazt? Hitt er það, sem víst
er, að dr. Valtýr er einn af
merkustu mönnum sögu vorrar á
síðéiri tímum. Pólitík hans leysti
iþann rembihnút, sem islenzk
stjórnmál og frelgisbarátta var
komin í fyrir ófrjóan einstefnu-
akstur á Alþingi árum saman.
Dr. Valtýr átti stærri drauma
og bjartari hugsjónir um við-
reisn og framfarir lands og þjóð-
ar andlega og efnalega, en flestir
samtíðarmenn hans. Og hann
hafði manndóm til að kveðja sér
hljóðs um stefnu sína og berjast
fyrir henni, þótt svo færi að lok-
um, að aðrir skæru upp, það sem
hann hafði til sáð. í stjórftmálun-
um ruddi hann brautina og benti
á nýjar leiðir, með Eimreiðinni
vann hans ómetanlegt menningar
starf um meira en tvo tugi ára.
Og það vita þeir þezt, sem dr.
Valtý þekktu gerzt, að torfund-
inn verður betri og trúrri ís-
lendingur. En þó liggur hann enn
óbættur hjá garði, og saga hana
óskráð, ,til lítillar sæmdar þeim,
sem sískrifandi eru um sögu
landsins.
Ætlunin með þessum orðum
var einungis að ræða um æsku-
vinkonu mína Eimreiðina, en
slíkt var ekki unnt, nema að geta
um leið stofnanda hennar og föð-
ur, enda þótt til þess hefði þurft
miklu meira og vandaðra mál,
en hver veit, nema unnt verði að
gera honum betri skil síðar.
Vér sem vorum ungir, þegar
Eirftreiðin var á æskuskeiði tök-
um nú að eldast. Það gerir hún
einnig. En ólíkt oss mönnunum
kastar hún sífellt ellibelgnum,
og lifir í snertingu við samtíð
sína og er ung með henni. Vera
má, að oss þessum gömlu, sem
munum hana unga, þyki hún hafa
glatað æskuljómanum, eins og
svo margar jafnöldrur okkar hafa
gert. En ætli það sé ekki okkar
sök.
Akureyri
á síðasta vetrardag 1965.
(Prentað með leyfi höf. ú~
„Heima. er bezt“).
Fimmtugur:
Baldur Gunnarsson
PLEST jarðarinnar börn eyða
mestum tíma sínum í brauðstrit,
sér og sínum til framdráttar og
eru því virðingarverðari sem af-
köst þeirra eru meiri. En brauð-
stritið eitt er manninum ekki
nóg. Han verður að hefja sig upp
úr hversdagsleikanum öðru hvoru
og svífa á bylgjum gleðinnar,
gleyma öllum áhyggjum um
stund og ganga síðan léttari til
starfa sinna á ný.
En það er ekki nóg að leggja
peningana á borðið og segja þenn
an skammt af gleði vil ég fá.
Menn verða að leggja sig sjálfa
fram líka. Ean það er ekki öllum
gefið. Það þarf oft leiðtoga í því
sem öðru. Einn af þeim leiðtog-
um er fimmtugur í dag, Baldur
Gunnarsson frá Fossvöllum.
Hann hefur verið dansstjóri
gömlu dansanna hátt á annan
tug ára og þeir skipta vafalaust
mörgum þúsundum er hafa dans
að undir hans stjórn, og þeir
eru ekki margir er hafa farið
þungir í skapi heim. Baldri hef-
ur verið þac sérstaklsga lagið að
fá alla til að skemmta sér og það
væri rannsóknarefni út af fyrir
sig hvers vegna þunglyndi getur
alls ekki þrifizt í nálægð hans.
— En þótt mörg nóttin hafi lið-
ið hjá án þess að Bali i gæí.st
tími til hvíldar hefur hann orð-
ið að hefja sitt brauðstrit að
morgni. Ekki hefur skemmtana-
lífið lamandi áhrif á starfsþrek
hans og vinnugleði. Hann hefur
lagt gvörva hönd á margt og
honum hefur verið gefin sú trú-
mennska og lagni að margur
meistarinn í uppmælingafræðum
mætti öfunda hann af.
Ekki mun það vera að skapi
Baldurs Gunnarssonar að lesa
greinar um sjálfan sig og skal
það látið bíða að skrifa æviágrip,
enda tæpast tímabært um jafn
ungan mann, en höfuðtilgangur
þessara fátjj^legu orða er að
flytja Baldri bæði mínar per-
sónulegar þakkir og fjölda ann-
arra fyrir margar gleðistundir og
höfðingsskap er hann hefur veitt
jafnt á skemmti- og vinnustöð-
um svo og í heimahúsum. Jafn-
framt fylgja einlægar óskir um
að hann megi alltaf verða jafn
ungur sem hingað til hversu
mörg sem árin kunna að verða
og ef til vill fylgir því ekki lítil
sjálfselska er maður óskar þess
a ' hann eigi eftir að stjórna hin-
um gömlu góðu dönsum í mörg,
mörg ár í viðbót.
Ef við flokkum mannsævina 1
tímabil á svipaðan hátt og við
skipt.um árinu í mánuði, er hægt
að segja að í dag sé jónsmessa 1
lífi Baldurs Gunnarssonar.
Jónsmessan er einn fegurstl
tími ársins og langt sumar fram-
undan. Að þvi loknu er hægt að
hugsa sér að haustið komi svíf-
andi í léttum vals, skreytt með
stjörnum óendanleikans.
Vinur.
Hópferðir í Þórsmörk um
verzlunarmannahelgina
EINS og undanfarin sumur verð-
ur nú mikið um að vera í Þórs-
mörkinni um verzlunarmanna-
mannahelgina, sem verður um
næstu helgi. — Ferðaskrifstofa
Úlfars Jacobsen mun sjá um
ferðir þangað nú eins og undan-
farnar helgar og verður fyrst far-
ið á föstudag og þá kl. 8 um
kvöldið og einnig á laugardag og
verður þá farið frá því kl. 1—3.
Komið verður svo aftur heim á
mánudag.
í Þórsmörkinni verður upp-
lýstur skemmtipallur og afgirt
svæði fyrir þá, sem fara
með ferðaskrifstofu Úlfars. Far-
gjaldið verður 675 krónur og er
þar innifalið skemmtanagjald og
skógræktargjald. Unglingahljóm-
sveitin Solo leikur fyrir dansi á
laugardags- og sunnudagskvöld
og á 'Skemmtisvæðinu verða
einnig varðeldar o. fl.
Fyrir þá, sem koma sjálfir á
bílum, verður einkabílastæði inn
við Krossá og ferðaskrifstofan
mun flytja það fólk að skemmti-
svæðihu gegn mjög vægu verðL
í fyrra flutti ferðaskrifstofa Úlf-
ars tæplega 1000 manns í Þórs-
mörk og er allt útlit fyrir að ekki
verði hópurinn minni núna.
)