Morgunblaðið - 27.07.1965, Side 21
ÞrlSjudagur 27. JtSlí 1965
MORGUNBLAÐIÐ
21
réðust, eins og Friðsteinn orð-
aði það. í>eir unnu 12—14 tíma
á sólarhring hverjum, eins og
sjá má af afköstunum. Yfir-
smiður var Jón Guðmunds-
son, málarameistari Ingvar
Sörensen, rafvirki Tómas Guð
mundsson úr ólafsvík og_
Gunnar Kristófersson pípu-
lagningarmaður, það verkefni
þurfti einnig að leysa að ná
í meira vatn fyrir hótelið, sem
gert var með yfir 3 km langri
plastleiðslu.
Hótelið á Búðum er venju-
lega opnað 17. júní ár hvert og
lokað um viku af sept., en
eftir það hafa oft verið þar
eitt eða tvö mót eða fundir.
í>etta er of stuttur tími fyrir
hótelrekstur. — Ef við getum
lengt tímann í 90 daga á ári,
er ekki útilokað að þetta geti
staðið almennilega undir sér.
60 dagar er of lítið, segir Frið-
steinn. En hvers vegna íslend-
ingar ekki ferðast nema í júlí
og ágúst, veit enginn vel. Júní
mánuður hefur a.m.k. um und
anfarin ár verið einhver bezti
tíminn hvað veður snertir. Til
að geta haft opið meiri hluta
Hótelii á Búðum stækkai
ársins, þyrftum við líka að
hafa aUa jörðina, svo við gæ-t-
um haft íhlaupafólk af búinu
yfir mesta annatímann segir
Friðsteinn ennfremur.
Nú er hægt að taka á móti
43 gestum í sjálfu hótelinu og
hýsa 11 í viðbót í öðru húsi.
Lóa segir okkur að undanfarin
sumur hafi verið mikil að-
sókn meðan hótelið var opið.
Sömu gestirnir koma ár eftir
ár. Fjölskyldur dvelja nokkra
daga og leyfa börnunum að
leika sér í fjörunni og baða sig
í sjónum á góðviðrisdegi,
ferðafólk hefur þar bækistöð
og ekur á daginn til að skoða
hina ýmsu fallegu staði, sem
stutt er í. Og mikið kemur af
erlendum náttúrufræðingum,
grasafræðingum til að skoða
jurtir í Búðahrauni, jarðfræð-
ingum til að skoða hraun-
myndanir, því þarna má sjá
heila jarðmyndunarsögu á
ýmsum stigum, og fuglafræð-
ingar og fuglaskoðarar til að
sjá hið auðuga fuglalif með
ströndinni. Nú og dagana sem
blaðamenn voru þarna, voru
þar m. a. leikarar að sækja
sér endurmæringu og nóbels-
skáld að fá sér vinnufrið.
Snæfellsnes tók vel á móti
blaðamönnum á föstudaginn.
Sólin skein á hvítan jökul-
skallann, rauða gíghólana, ljós
an sandinn á Löngufjörum og
misgróin hraunin. Það var líka
vel tekið á móti okkur á Búð-
um, svo sem öðrum gestum,
er þar koma. Að kvöldinu er
þær jafnan heitur réttur og
kalt borð, sem var mjög gott
og mikið af íslenzkum réttum.
Margir koma líka og tjalda
við Búðir, til að geta komið
og keypt þar aðalmáltíð dags-
ins. Og um morguninn var ek-
ið kringum jökul og skoðaðir
fallegir staðir. Verst þykir
mér þegar gestir eru búir að
aka kringum jökulinn, þegar
þeir koma hingað og hafa af
ókunnugleika ekkert séð af
því sem Snæfellsnes hefur
upp á að bjóða, ekki farið að
Hellum, ekki Arnarstapa, ekki
að Lóndröngum, . . segir Lóa.
Hún er góður fulltrúi Snæ-
fellinga á Búðum.
Við bygggingin við hóteiið að Búðum.
☆
SNÆFELLSNES er smækkuð
útgáfa af íslandi. Þar má
finna á einum stað allt sem
aðrir staðir hafa upp á að
bjóða. Það er mikið til í þess-
um ummælum, sem ég hefi
einhvers staðar lesið. í augum
ferðamannsins er Snæfellsnes
hreinasta Gósenland. Það hef-
ur upp á að bjóða tignarlegan
jökul, fjöll með margbreyti-
legu formi, allar tegundir af
hraunmyndunum, fjörur og
sérkennilegar víkur með kyn-
legum dröngum og löngum
fínum baðströndum. Og allt
er þetta blessunarlega lítið
útbíað af mannfólkinu. Það er
ekki að undra þó fólk sæki á
fyrlr aukinn ferðamannastraum
þennan stað, til að ferðast og
kynnast landinu, bæði Islend-
ingar og útlendingar. Enda er
Snæfellsnes að verða einhver
mesti ferðamannastaður á ís-
landi.
En ekki dugir manninum
fegurðin ein, hversu mikil sem
hún er. Honum þarf helzt að
líða vel, til að geta notið henn
ar. A Snæfellsnesi er því þörf
á góðu hóteli og þar er það
líka á sumrin, Hótel Búðir.
1 undanfarin 10 ár hefur Lóa
Kristjánsdóttir rekið sumar-
hótelið með góðri aðstoð
manns síns, Friðsteins Jóns-
sonar veitingamanns, og gert
það á þann hátt að þangað
þykir öllum gott að koma.
Það er mikill hugur í þeim
hjónum að bæta allar aðstæð-
ur á Búðum. Og nú í sumar
hefur verið byggð þar við hús
ið ný álma, auk þess sem
anddyri og snyrtiherbergi
hafa verið gerð upp og nýjum
bætt við og gamla húsið mál-
að og snyrt. Viðbótarbygg-
ingin var tekin í notkun á
föstudag, en þá var blaða-
mönnum boðið vestur til að
skoða hana og fagna góðu og
skjótunnu verki með þeim
hjónum, arkitektinum Hall-
dóri Hjálmarssyni og iðnaðar-
mönnum þeim, sem unnu
verkið.
Miðhlutinn af hótelbygging-
unni er gamalt hús, jafnvel
talið að það sé 148 ára gamalt.
Það var á sínum tíma íbúðar-
hús Finnboga Lárussonar, sem
rak útgerð, verzlun og búskap
á Búðum meðan þar var um-
svifamestur staður á þessum
slóðum. Síðan farið var að
reka þar gistihús hefur verið
byggt ofan á og við húsið.
Frá Búðum á Snæfellsnesi.
Félag Snæfellinga og Hnapp-
dæla reyndi að halda þar uppi
gistihúsrekstri. Og þegar leit
út fyrir að það ætlaði ekki að
ganga, tóku nokkrir snæfellsk
ir athafnamenn sig saman,
mynduðu hlutafélagið Hótel
Búðir og fengu Lóu og Frið-
stein til að taka hótelið að sér.
við hótelið. — Þar eru 10
tveggja manna herbergi,
snyrtiherbergi, steypiböð og
ný setustofa. — Herberg-
in eru björt og snotur með
fallegum teakhúsgögnum. Og.
úr setustofunni, sem er með
stórum gluggum, blasir við
bæði Snæfellsjökull og árós-
Halldór Hjálmarsson, arkitekt, Lóa Kristjánsdóttir og Frið'-
steinn Jónsson.
Lóa er Snæfellingur, frá Dals-
mynni í Eyjahreppi, og ber
hag staðarins ekki síður fyrir
brjósti en aðrir af því nesi.
í ræðum, sem fluttar voru við
vígsluhátíð nýju byggingarinn
ar, var oft minnzt á að hún
hlyti að hafa fengið talsverð-
an skammt af hinni frægu
snæfellsku „þrjósku“ í vöggu-
gjöf. Annars hefði ekki verið
stækkað svo á Búðum og hald
ið svo vel í horfinu, sem raun
ber vitni.
Nýja álman er austan megin
inn, sem er svo mikil prýði á
Búðum. Þessi álma er tengd
gamla húsinu bæði um matsal
inn og anddyrið, sem er einn-
ig upp gert og ber mikið á
viði þar úti og inni. Bygging
þessa húss hefur aðeins tekið
40 daga, og hefði mátt draga
10 daga þar frá, ef ekki hefðu
verið verkföll í Reykjavík
annan hvern dag þegar mest
á reið. Þeir voru ekki komnir
til að sofa á sunnudögum vest-
ur á Snæfellsnesi iðnaðar-
mennirnir, sem til þessa verks
Sigríður
Ingimundardóttir
liiinningarorð
A VEGAMÓTUM lífs og dauða
þegar við kveðjum kæra vin-
konu og mágkonu er margs að
tninnast og margt að þakka.
Sigríður giftist ung bróður
mínum, Emil Berndsen — og þar
af leiðandi áttum við marga
ánægjustund saman og líka sorg
arstundir, því Emil sálugi varð
ekki langlífur. Þau voru gefin
saman 22. júní 1933 og hann lézt
11. janúar 1939, svo árin voru fá,
sem þeim auðnaðist saman að
vera, því síðasta árið var hann
á sjúkrahúsi sárþjáður. Þau ár
voru Sigríði skiljanlega mjög erf
ið — sjálf var hún ekki heilsu-
hraust og hafði fyrir ungu barni
þeirra að sjá. Allt þetta bar hún
með stakri hugprýði og þolin-
mæði, og þar við bættist að efn-
in voru ekki mikil, og því oft
úr litlu að spila. En þrátt fyrir
allt lét hún aldrei bugast.
Það var ávallt ánægjulegt að
heimsækja Sigríði, hún hafði svo
sérstaka ánægju af að taka á
móti vinum sínum.
Árið 1945, 21. júlí giftist hún
eftirlifandi manni sínum Guð-
jóni Eyjólfssyni, ágætis dugnað-
armanni, sem reyndist syni henn
ar sem bezti faðir. Var hjóna-
band þeirra mjög til fyrirmynd-
ar. Hann lét heldur ekki sitt
eftir liggja að gera heimilið vist
legt og skemmtilegt að heim-
sækja. Þrátt fyrir að síðustu ár
in væri heilsa hennar alveg að
þrotum komin, lét hún ekki bug
ast, heldur brosti í gegnum tárin.
Hún andaðist 21. júlí á 20 ára
giftingardegi hennar og Guðjóns,
brúðkaupsdagurinn varð minnis
stæður, honum verður fagnað
seinna.
Synir hennar tveir, Birgir
Berndsen og Rúnar Emil Guð-
jónsson, syrgja hana ásamt eig-
inmanni hennar og biðjum við
þeim blessunar guðs í sorginni.
Við hjónin kveðjum þig með
hjartans þökk fyrir samfylgdina.
Drottinn veiti þér eilífa hvíld
og láti hið eilífa ljós lýsa þér.
Mágur «c vinur.
Aflkomubátar
landa hér síld
Akranesi, 23. júlí.
TVEIR aðkomubátar lönduðu
hér í dag síld, Bergur frá Vest-
mannaeyjum 1000 tunnum og
Sigfús Bergmann frá Grindavík
780 tunnum. Síldin fór í bræðslu.
Fiskaskagi landaði i dag 680 kg.
af humar og 3 flýðrum, sem
samtals vógu 180 kg. Svanur
landaði 600 kg. af humar og
Reynir 500 kg. Hvor hinna
tveggja síðartöldu höfðu 4,5 tonn
af fiski.
Þilfarstrillan Haddur kom í
morgun og landaði 8 tonnunít af
færafiski, skakaði vestur á
Breiðafirði, 5 manna áhöfn. —
Oddur.