Morgunblaðið - 27.07.1965, Qupperneq 27
Þriðjudagur ST. Jðlí 1965
MORCUNBLAÐIÐ
27
Knaftspyrna
Handknattleikur
Á sunnudaginn fór fram á
Siglufirði leikur í annarri deiid
á milli Siglfirðinga og Reynis
frá Sandgerði. Þessum leik var
fresta'ð eins og sagt hefur verið
frá hér í blaðinu og vildu Sigl-
firðingar ekki fá leikinn gefinn
eins og til stóð.
Þessi leikur hafði enginn áhrif
á úrslit í riðlinum, en með þess-
um leik hækkuðu Siglfirðingar
um tvö stig og eru nú í öðru
sæti í A riðli.
Um algeran yfirburðasigur var
að ræða hjá Siglfirðingum og
sennilega hafa þeir notað tímann
vel til æfinga, en þeir sigruðu
Reynis menn með 8 mörkum
gegn 0.
Á laugardag var leikinn einn
leikur í útihandknattleiksmótinu
á Hörðuvöllum í Hafnarfirði. Þar
áttust við Haukar og Í.R. Hauk-
ar léku nú með það fyrir augum
að sigra og var enginn vonleysis
tónn í leik þeirra. Frá upphafi
voru þeir hinn öruggi sigurveg-
ari. Í.R. liðið er mjög efnilegt,
en vantar greinilega meiri æf-
ingu Haukar unnu þennan leik
«neð 26 mörkum gegn 16.
Mótinu lýkur í kvöld á Hörðu
völlum, en þá leika Haukar : Ár
mann og F.H. : Valur.
Leikurinn Í.B.V. - F.H., sem
fram átti að fara 17. júlí s.l.
hefur verið ákveðinn fimmtudag
inn 29. n.k. Þessi leikur hefur
enginn áhrif á úrslitin í riðlinum
því Vestmannaeyjingar hafa
þegar tryggt sig í úrslit á móti
Þrótti. Leikurinn hefst kl. 20 (8).
- /Jb róttir
■■■■
'■
Hlaupararnir í „startinu“ I 400 m grindahlaupi. Talið frá vinstri: Kristján
Bergsvcinsson, Helgi Hólm og Valbjörn Þorláksson.
Mikaelsson, Hjörleifur
(Ljósm.: Bjarnleifur)
EITT ÍSLANDSMET Á M. í.
I FRiÁLSUM ÍÞRÓTTUM
Framhald á bls. 26
við markið og halda uppi sleitu-
lítilli sókn til loka, en Akureyr-
arvörnin er óvenju góð, og hætt-
Unni er bægt frá.
Sagt að leikslokum: Magnús
Pétursson dómari: — Mér fannst
Bæði liðin sýndu ágætan bar-
áttuvilja og eru mjög lík að styrk
leika. Úrslitin 2:1 eru ekki ósann-
gjörn eða þá jafntefli.
þetta leikur heppni og tilviljana,
það er erfitt að spila í svona roki.
Akureyringar voru heldur betri
og verðskulduðu sigurinn. Mark-
verðirnir stóðu sig báðir mjög
vel, aðrir þóttu mér lítið berá af,
nema helzt Kári.
Árni Njálsson, fyrirliði Vals:
Mér fannst leikurinn lélegur af
beggja hálfu, enda erfitt að spila
yegna hvassviðris. Jafntefli hefði
verið sanngjarnt. Um vítaspyrn-
una vil ég ekki mikið segja, sá
dómur má hafa verið í strang-
asta lagi, en ég tel, að við hefðum
þá líka átt að fá okkur dæmt
víti, þegar Jón Stef. hindraði Her
mann, eins og allir sáu. Beztir af
okkar mönnum voru Sigurður og
Þorsteinn, en af Akureyringum
Kári og bakverðirnir báðir, eða
þeir komu mér mest á óvart.
Jón Stefánsson, fyrirliði ÍBA,:
•— Ég er náttúrlega ánægður með
sigurinn, hann var mjög kærkom
inn, eins og á stóð, og ég held
hann megi teljast sanngjarn.
Þetta var allt annað en við KR
á dögunum. Um aðra leikmenn
vil ég lítið dæma, en mér þótti
Einar ákveðinn og öruggur í
markinu.
Það er síðust athugasemd höf-
undar, að hindrun sú, sem Árni
Njálsson getur um, mun hafa ver
ið utan vítateigs og annar varn-
armaður innan við.
linglingalið
frá Berlín
Á LAUGARDAG kom til Vest
mannaeyja unglingalið frá fé-
laginu Blau Weiss í Berlín.
Liðið leikur 3 leiki í Vest-
J mannaeyjum og kemur til
ij Reykjavíkur í kvöld.
Liðið er hér á vegum KR og
MEISTARAMÓT íslands í frjáls-
um íþróttum fór í am á Laugar-
dalsveMinum um helgina. Heldur
var dauft yfir mótinu, en þó náð
ist sæmilegur árangur í nokkrum
greinum og ber þar hæst íslands-
met Elísabetar Brand, ÍR, í spjót
kasti, meistaramótsmet Jóns Þ.
Ólafssonar í hástökki og meistara
mótsmet Kristleifs Guðbjörnsson
ar í 5000 m. hlaupi. Til mótsins
voru mættir 15 erlendir gestir,
níu Svíar, fjórir Danir og einn
Kanadamaður og áttu þeir stóran
þátt í því að lífga upp mótið.
Annars urðu úrslit á mótinu sem
hér segir:
400 m. grindarlilaup:
1. Kristján Mikaelsson, Á 56,6
2. Helgi Hólm, ÍBK 57,2
3. Valbjörn Þorláksson, KR 57,7
200 m. hlaup:
1. Ólafur Guðmundsson, KR 22,7
2. Sigurður Geirdal, UBK 23,9
3. Ómar Ragnarsson, IR 24,0
Gestir:
Ole Anderss., Mölndals AIK 23,2
John Spencer, Kanada 24,6
800 metra hlaup:
1. Hal'ldór Guðbjörns., KR 1:55,6
2. Þórarinn Arnórss., 1R 1:59,2
3. Halldór Jóhanness., HSÞ 1:59,6
Gestur:
Henning Nielsen, IFK, 1:55,1
Gestahlaup 800 m.:
1. Kirsten Chritensen, IFK 2:24,7
2. Monaliz Larson, IKYmer 2:27,
2. Monaliz Larsen, IKYmer 2:27,7
3. Ingvor Áström, GKIK 2:33,8
5000 m. hlaup:
1. Kristl. Guðbjörnss., KR 14:56,1
Langstökk:
1. Ragnar Guðmundsson. Á 6,60
2. Einar Frímannsson, KR 6,60
3 Páll Eiríksson, KR 6,56
Hástökk kvenna:
1. Sigrún Sæmundsd. HSÞ 1,40
2. Sigurlína Guðm.d. HSK 1,35
3. Magnea Magnúsd., Í.A. 1,35
er þetta annað sinn sem ungl-
ingalið frá Blau Weiss kemur
hingað. Liðið leikur hér 3
leiki, alla á Melavellinum, á
miðvikudagskvöld kl. 20.30
gegn KR, á fimmtudagkvöld
kl. 20.30 gegn Val og miðviku-
dagskvöld 4. ágúst kl. 20 gegn
Reykjavíkurúrvali.
Blau Weiss hefur tvívegis
tekið á móti íslénzkum ungl-
ingaliðum, 2. flokki frá KR
1959 og 2. flokki frá Tý í Vest-
mánnaeyjum, 1962.
Gestir:
Ann Bramer, GKIK 1,35
Margit Olsson, GKIK 1,35
Hástökk:
1. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 2,02
2. Sigurður Lárusson, Á 1,80
3. Erlendur Valdimarss., ÍR 1,75
100 m. hlaup (gestahlaup):
1. Ann Bramer, GKIK 13,2
2. Else M. Johansson, GKIK 13,5
3. Aase Davidsson, GKIK 13,6
100 m. hlaup kvenna:
1. Björk Ingimundard UMSB 13,1
2. Halldóra Helgadóttir, KR 13,2
3. Sigrún Ólafsdóttir, UBK 13,5
4x100 m. boðhlaup kvenna:
Sveit ÍR ’ 54,8
Sveit HSK 55,8
Sveit UBK 56,1
Gestir:
Sveit GKIK 53,4
Kúluvarp:
1. Guðm. Hermarmss,, KR 15,53
2. Erling Jóhannsson, HSK 14,05
3. Sigurþór Hjörleifss. HSK 13,76
Kúluvarp kvenna.
1. Ragnheiður Pálsd, HSK 10,35
2. Ólöf Halldórsdóttir, HSK 9,45
3. Fríður Guðmundsd., HVl 9,08
Gestur:
Margit Olsson, GKIK 8,50
Spjótkast:
1. Björgvin Hólm, ÍR 61,08
2. Kristján Stefánsson, ÍR 59,97
3. Valbjörn Þorláksson, KR 59,10
Gestur:
Jörgen Poulsen, IFK 55,81
Spjótkast kvenna:
1. Elísabet Brand, 1R 34,51
ísl. met
2. Arndís Björnsd, UBK 26,76
3. Birna Ágústsd., UBK 25,25
4x100 ni. boðhlaup:
Sveit Árma. .is 44,6
Sveit KR 45,0
Sveit UBK 45,8
Gestir:
Blönduð sveit 48,3
80 m. grindahlaup kvenna:
1. Halldóra Helgadóttir, KR 13,3
2. Björk Ingimd., UMSB 13,8
3. Linda Ríkharðsdóttir, ÍR 13,9
Gestur:
Ann Bramer GKIK 12,6
110 m. grindahlaup:
1. Valbjörn Þorláksson, KR 15,5
Sigurður Lárusson, Á 15,8
100 m. hlaup: (Meðvindur)
1. Ragnar Guðmundsson, Á 11,0
2. Guðmundur Jónss, HSK 11,1
3. Valbjörn Þorláksson, KR 11.2
Gestahlaup 100 m:
Ole Anderss, Mölndals AIK 11,0
John Spencer, Kanada 11,8
200 m hlaup kvenna:
1. Halldóra Helgadóttir, KR 27,4
ísl. met
2. Sigrún Ólafsdóttir, UBK 28,5
3. Þuríður Jónsdóttir, HSK 28,5
Gestahlaup 110 m:
Ann Bramer, GKIK 27,7
Aase Davidsson, GKIK 28,0
Juta Saar, GKIK 28,3
Monica Leandersson, GKIK 28,5
400 m. hlaup:
1. Kristján Mikaelsson, Á 50,9
2. Ólafur Guðmundsson, Iltt 51,3
3. Þórarinn R. Arnórsson, fR 53,4
Gestahlaup 400 m.
Kirsten Chirstensen, IFK . 62,2
Monaliz Larsson, IKYmer @5,5
Ingvor Aaström, GKIK 70,0
1500 m. hlaup:
1. Halldór Guðbjörnss, KR 4:02,5
2. Kristl. G iðbjörnss., KR 4:05,3
3. Halldór Jóhanness., HSÞ 4:10,7
Gestir:
Henning Nielsen IFK 4:03,0
Bjarne Hein, IFK 4:27,9
Nils Olsson, Utby IK 4:28,1
4x400 m. boðhlaup:
Sveit Ármauus 3:23,9
Sveit UBK 3:43,2
Kringlukast:
1. Þorsteinn Löve, ÍR 47,28
2. Þorsteinn Alfreðss,. UBK 46,81
3. Hallgr. Jónss., íBV (Týr) 45,00
Kringlukast kvenna:
1. Ragnheiðui Pálsd., HSK 33,08
2. Fríður Guðmundsd., HVÍ 32,33
3 Guðbjörg Gestsd., HSK 30,80'
Gestur:
Margit Olsson, GKIK 17,6«
Sleggjukast:
1. Þórður Sigurðsson, KR 51,30
2. Jón Magnússon, ÍR 47,99
3. Jón Þormóðsson. ÍR 47,15
Langstökk kvenna: (Meðvindur)
1. Björk Ingim.d., UMSB 5,23
2. Magnea Magnúsdóttir, ÍA 5,00
3. María Hauksdóttir, ÍR 4,95
Gestur:
Ann Bramer, GKIK 5,18
Þrístökk:
1. Karl Stefánsson, HSK 14,05
2. Guðm. Jónsson, HSK 13,69
3. Ingólfur Ingólfsson, UBK 12,34
Stangarstökk:
1. Valbjörn Þorláksson, KR 4,00
2. Páll Eiríksson, KR 3,75
3. Kári Guðmundsson, Á 3,45
Úrslit í fimmtuþraut karla og
kvenna og 300 m. hindrúnar-
hlaupi verða birt síðar.
Blómadrottning kjörin
Hveragerði, 26. júlí.
HINN árlegi „Blómadansleik-
ur“ var haldinn í Hvéragerði síð-
astlfðinn laugardag. Oft hefur
verið margt um mannihn á slík-
um skemmtunum, en nú væri
því bezt lýst með því að segja,
að gestir hafi verið eins og síld
í tunnu.
Sjö stúlkur voru valdar til að
koma upp á sviðið o>g var ein
þeirra kosin blómadrottning af
samkomugestum, með almennri
atkvæðagreiðslu. Það er skemmti
leg tilviljun, að í fyrra var blóma
drottningin hjúkrunarnemi frá
Húsatóftum, en nú er hún hjúkr-
Villtust í þoku
unarnemi frá Efstadal, ungfrú
Ásrún Aúðbergsdóttir. Ásrún er
dóttir hjónanna Margrétar Jóns-
dóttur og Auðbergs Indriðasson-
ar. Hún er 19 ára og hefur stund-
að hjúkrunarnám í 2 ár. Hún
vildi ekki svara, er hún var
spurð, hvort hún væri lofuð.
| Mikil blómaskreyting var í
salnum á blómadansleiknum,
eins og nafnið hlýtur að hafa í
för með sér. Gefa garðyrkjubænd
ur Kvenfélaginu öll blómin og
sáu þeir Ólafur Sveinsson og
Niels Buck um skreytinguna.
Ragnar Michelsen bjó til kórón-
una og krýndi blómadrottning-
una.
Dansleikurinn fór í alla staði
vel fram, þrátt fyrir þennaa
mikla mannfjölda. — Georg.
á trillu
EINS og skýrt var frá í Morg-
unblaðinu á sunnudag, var sakn
að lítillar trillu með 2 mönn-
um í þoku á laugardag, en trill-
an átti að koma til Ytri-Njarð-
vikur um kl. 3 aðfaranótt laug-
ardags. Leitað var til Sl.vsa-
varnafélag'sins undir hádegið og
sendi það þyrluna af stað, en
þegar hún var komin til Kefla-
vikur, höfðu mennirnir náð
iandi í Njarðvík.
Mennirnir tveir, Hans Tómas-
son og Haukur Clausen, sem
báðir eru búsettir í Njarðvík,
voru í róðri, er þokan skali yf-
ir aðfaranótt laugardags. Villtust
þeir í þokunni og voru komnir
inn undir Gróttu, er skyggni tók
að skána og þeir sáu, hvar þeir
voru staddir. Héldu þsir þá rak-
leitt til Njarðvikur, en trillan
varð benzínlaus a leiðinni og
urðu þeir félagar að rói siðasta
spölinn. Þeir komu til Ytri Njarð
víkur um kl. 2 á laugardag.
Ásrúu Auðbergsdóttir,
drottning
blónia*