Morgunblaðið - 07.08.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.08.1965, Blaðsíða 6
r 6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 7. Sgúst 1965 UTVARP REYKJAVfK Á SUNNUDAGSKVÖLD, 25. júlí, talaði Jóhann Skaptason sýslumaður Þingeyinga um Fnjóská. Fnjóská er bergvatnsá, íyrstu uppsprettulindir hennar eru skammt norðan Sprengi- sands. Hún er 117 km. á lengd, en vatnasvið hennar 1310 fer- kílómetrar. Hún tekur í sig margar þverár á sinni löngu leið um Suður-Þingeyjarsýslu út í Eyjafjörð. Lax og silungsveiði hefur verið í Fnjóská frá því er land byggðist. Hún var fyrst brúð 1908, en nú eru á henni 3 brýr. — Engar áætlanir hafa enn verið gerðar um virkjun ár- innar. Ólafur Haukur Árnason, skóla stjóri, á Akranesi,i talað um daginn og veginn á mánudags- kvöld. Sem vænta mátti ræddi hann einkum fræðslumál. Þótti honum kennaraskorturinn, eink- um á gagnfræðaskólastiginu, ídkyggilegujr. Til lítils væri að reisa myndarleg skólahús, ef ekki fengjust kennarar til að kenna 1 þeim. Og hverjar eru svo prsakir kennaraskortsins? Ólafur taldi slæm launakjör kennara, miðað við ýmsar stétt- ir, eiga þar drýgstan hlut • að máli. Til dæmis fengju nem- endur, sem ynnu að því að hreinsa sement af timbri yfir sumarmánuðina, oft tvöfalt hærra kaup fyrir þann starfa en kennararnir fengju fyrir að kenna þeim á veturna. Kennur- um byðust mörg auðveldari- og betur borguð störf en kennsla, og hyrfu því margir að þeim. — Ólafur sagði, að sig grunaði, að vanmat á gildi kennarastarfsins ylli því, að þeir væru ekki betur launaðir. Til kennarastarfa þyrftu að veljast hæfir mann- dómsmenn, en til þess að svo yrði almennt þyrftu launakjör kennara að batna verulega. — Miklu víðar kom Ólafur við 1 þessu, á margan hátt, ágæta er- indi. Sjálfsagt er það rétt hjá Ólafi, að launakjör kennara mættu batna allmikið miðað við ýmsar aðrar starfsstéttir. En mér skilt, að öll svo nefnd andleg störf séu heldiur treglega launuð hér á landi, þangað til þá þegar loomið er upp í hin æðri embætt- isstörf í þjóðfélaginu. Til dæmis er sagt, að þýðing- ar og ritstörf séu svo illa launuð, að naumast sé gerlegt fyrir aðra en hátekjumenn að hafa þau að aukastarfi, en sem aðalstarf munu þau bjóða litlu betri afkomumöguleika en hinn þunni lofthnjúpur á Mars. Þá standa kennarar þó betur að vígi efnahagslega, enda eru þeir líka opinberir embættismenn. Hitt mun ávallt reynast erfitt að meta manndóm manna til peninga. Mestu manndómsmenn- irnir munu ekki alltaf veljast í hæstu launaflokkana í þjóðfé- laginu, þó ekki væri nema af þeirri ástæðu, að manndómur er ekki hlutur, sem menn geta sýnt bréf upp á, eins og kvittun fyrir greiddu gjaldi eða eitthvað því líkt. Manndómur og hæfni manns til starfa mælist fyrst i starfinu sjálfu og er raunar oft áunnirm í sjálfu starfinu að tals- verðu leytL Launakjörin eru heldur ekki i einhlít leiðarstjarna eða aðdrátt- arsegull hæfileikamanna, og mun reynslan oft vera sú, að góð laun draga ekki síður menn, sem hafa einungis meðalhæfileika til viðkomandi starfa eða þar undir, en hins vegar mikla atorku til að verða sér úti um vellaunuð störf, sem er hæfileki út af fyrir sig. — Sammála er ég Ólafi um það, að gildi kennarastarfsins verður seint ofmetið. Á þriðjudagskvöld flutti Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri, fyrra erindi af tveimur um „annað frelsisstríð Bandaríkj- anna“. Flestir munu kunna allgóð skil á fyrra frelsisstríðimu, sem Jón vék einnig að, styrjöldinni 1776-1783, er Bandaríkjaimenn brutust undan yfirráðum Breta. Síðana frelsisstríðið hófst 1812 og átti sér alllangan aðdiraganda. Napóleon mikli réði þá yfir mestu af meginlandi Evrópu. Bretar reyndu að „svelta hann inni“ með hafn- banni, hinu gamalreynda og oft notadrjúga vopni sínu. Þetta bitnaði mjög á Bandaríkjamönn um og verzlunarflota þeirra, því að hinn öflugi herskipafloti 'A' Fylla umsvifalaust hótelin Aldrei fleiri erlendir ferða- menn á íslandii en í sumar. Þetta segja blöðin — og hafa sagt mörg undanfarin sumur. Ferðamennirnir koma ek'ki nema hægt sé að hýsa þá, en þeir fylla líka umsvifalaust hvert nýtt hótel, sem byggt er. í fyrra höfðu yfir tvö þúsund Loftleíðafarþegar eins' eða fleiri daga viðkomu á íslandi (farþegar á leið milli Ameríku og meginlands Evrópu eða Bret lands). Búizt er við að þessum gestum fjölgi um helmimg á þessu ári og þeir hefðu orðið langtum fleiri, ef hótelin hefðu getað hýst alllan þann fjölda, sem vill korna. Þess vegna má búast við að nýja Loftleiðahótelið, sem opn- að verður næsta vor, fullnægi hvergi nærri eftirspurninini frá farþegum félagsins mikinn hluta ársins. -Ar Vöxturinn hvergi meiri Mikill vöxtur hefur líka orð- ið á flutningum Flugfélagsins til og frá landiniu og vélar fé- laigsins í innanlandsfiugi hafa flutt fleiri útlendinga en nokkru sinni fyrr. — Æ fleira fólki er að verða ljóst, að móttaka ferðamanna getur orðið arðbær aitvinmuveg- ur hér á landi sem víðast ann- ars staðar — og þrátt fyrir að þemsla og mikill vöxtur sé nú í allflestum atvinnu- og fram- Breta sýndi skipum þeirra margs konar yfirgang og auðmýkti þá á marga lund. Thomas Jefferson, forseti Bandaríkjanna, (1801—1809) var gætinn í utanríkismálum og friðarsinni, og á valdatíma hans tókst að afstýra styrjöldinni. Við völdum af Jefferson tók James Maddison (1809—1817), sem var einhig hinn mikilhæfasti maður og ekkert áfjáður í að leggja í styrjöld gegn Bretum. ' En snemma sumars, 1812, þótti yfir- gangur Breta ekki þolandi leng- ur, og samþykkti þing Banda- ríkjanna stríðsyfirlýsingu á hendur þeim. Þeirri styrjöld lauk ekki fyrr en 1814, og mun Jón rekja gang þeirrar styrjald- ar í síðara erindi sínu. Á miðvikudagskvöld hóf Óscar Clausen, rithöfundur, að segja frá fjárkaupsferðum um breið- firzkar sveitir fyrir hálfri öld. Þá las Stefán Sigurðsson, kennari, smásögu í eigin þýðingu eftir rússneska rithöfundinn II ja 'Ehrenburg, sem er auk ritstarfa sinna einkum frægur fyrir það, að Stalín lét ekki drepa hann. — Þá flutti Gisli Kristjánsson, ritstjóri, fróðlegan viðtalsþátt leiðslugreinum um allan heim jafnasit seumilegia ekikert á við ferðamálin. í þeirri grein er vöxturinn hreint og beint of- boðsleguir. Jafnvel hinir fraimsýnustu, sem telja sig vera að byggja til næstu tíu ára, uppgötva það, þegar framikvæmdium er lokið, að mannvirkið er þegar of lít- ið, þegar það er tekið í notkun. Þessi saga endiurtekur sig alls staðar — hvort sem um er að ræða byggingu fflugval'la, hót- ela, samgönguæða — alls kon- ar þjónustufyrirtækja vegna ferðafólks. 'A' Ferðalög þroska og efla Við íslendingar erum oft svifaseinni en flestir aðrir, e. t.v. meðfram af því, að fjár- magnið er takmarkað og ekki hægt að ráðast í margar stór- framkvæmdir samtímis. En fylgjumst við nógu vel með því hve þróunin verður sífellt ör- ari úti í hinum stóra heimi? Ráðamönnum ber ekki einum skylda til að fylgjast með þró- uninni, heldur eiga allir ein- staklingarnir að kappkosta að reyna að skynja þróunina, straum tímans í hinum stóra heimi. Ferðalög til útlanda eru ekki lengur lúxus, sem fóum útvöldum veitist. Og ferðalög eru menntandi, víkka sjóndeild arihringinn, veita persónulegt samband við umheiminn og aðrar þjóðir. Kynnisferðir al- mennings til annarra landa veita þjóðinni auk-inn kraft á framfarabrautinni — og þau um búnaðartilraunar á Korpúlfs stöðum. Ingólfur Kristjánsson, rithöf- undur, annaðist ’ þátt ,Raddir skálda“ á fimmtudagskvöld. Fjallaði hann um Helga Valtýs- son, rithöfund. — Helgi er fædd- uir 26. maí 1877 í Nesi í Loð- mundiarfirði. Hóf hann ungur ritstörf, fyrsta bók hans, ljóðabókiin „Blý antsmyndir“ kom út 1*907. Alls hefur hann gefið út um 20 bæ'k- ur en auk þess stundaði hann blaðamennsíku og rit stjóm um áratuga skeið bæði hér heima og í Noregi. ^ Baldur Pálmason og Hjörtur Pálsson lásu upp úr verkum hins aldna og vinsæla rithöfundar, sem löngum og athafnasömum starfsdegi hefur u-nnið þjóð sinni ómetanlegt gagn og mikið og gott landkynningarstarf. Sama kvöld flutti Hugrún skáldkona síðara erindi sitt um enska trúboðann William Carey (1761—1834). William þessi flutti til Indlands 1793 ásamt fleiri trú- boðum og vann þar til æfiloka að trúboðsstörfum mannúðar- og framfaramálefnum ýmsum. Hann varð að lokum prófessor við háskólann í Kalkú.tta og kenndi þar málvísindi, m. a. hina fornu tungu Indverja, sanskrít, en málamaður var Carey mikill. Heima á Englandi hafði William Carey gegnt illa launuðum skósmisstörfum, þar til hann fékk trúboðsköllun sína, og nefndi Hugrún þessi yfirgrips miklu og fróðlegu erindi sín hundruð milljóna persónulegra vináttubanda sem ferðalög fólks skapa á hverju ári um allan heim eru þrátt fyrir allt það afl, sem stærsta von gef- ur um frið í vorum heimi. 'Ar Flugvallarstjóri gerir hreint fyrir sír>-- ~> dyrum Og hér kerour bréf frá Gunnari Sigurðssyni, flugvall- arstjóra á Reykjavíkurflug- velli: „Kæri Velvakandi! í pistlum yðar í dag í Morg- unblaðinu birtist bréf frá blaða manni í Los Angeles, Califom- iu, Mr. Gans, varðandi flug- vallargjöld á Reykjavíkurflug velli og fyrirgreiðslu við „Bill“ eða „Pug“ nokkurn Piper, sem átt hafi viðkomu hér. í þessu sambandi þykir rétt að biðja yður að birta eftir- farandi athugasemd: Þann 14. júní s.l. kom hér við flugvél frá Biper Aircraft Corporation, flugmaður H. Piper, á leið sinni frá Syðra Straumfirði í Grænlandi til Stornaway í Skotlandi. Ekki verður séð á skýrslum flugvallarins að önnur flugvél frá „Piper“ verksmiðjunum eða flugmaður að nafni ,Piper‘ hafi ,haft hér viðkomu og er því ekki ólíklegt að hér sé um sömu flugvél að ræða og þá sem Mr. Gans, ræðir um 1 fyrr nefndri grein. Mr. Piper flugmaður þessar- ar vélar greiddi í flugvalla- gjöld, þ.e. lendingar- og stæðis gjöld kr. 175.29, krónur eitt- „Skósmiðurinn, sem varð próf- essor“. Hitler, fyrrverandi ríkisleið- toga Þýzkalands var sýnt bana- tilræði 8. nóvember 1939. Var komið fyrir tímasprengju í'bjór- kjallara í Múnchen, þar sem Hitler hélt fund með helztu sam- starfsmönnum sínum. En Hitler slapp undan tilræði þessu, ein* og öllum öðrum, enda mun hana samkvæmt útlistingum lögfræð- inga ekki vera dauður enn að forminu til, þótt hann sé „hætt- ur að praktisera", eins og skáld- ið kvað. — Lengi hefur verið margt á huldu um þetta bjór- kjallarasamsæri. Var jafnvel hald sumra, að þetta samsæri hefði verið sviðsett af Hitler sjálfum í áróðursskyni, enda héldu nazistar því fram, að brezka leyniþjónustan hefði átt upptökin að samsærinu. En nú komu þeir Björgvin Guðmundsson og Tómas Karls- son með nýjar upplýsingar I málinu á föstudagskvöldið. Sam kvæmt þeim var það% sjálfur Himmler, sem var potturinn og pannan í samsærinu. Hitler sjálfur á að hafa haft sterkan grun eða jafnvel vissu um, hvernig í málinu lá, án þess þó að skerða hár á höfði höfuð- paursins. — Fremur verður það að teljast ósennilegt, því að sam- kvæmt flestum heimildarritum, bar Hitler fullt traust til Himml- ers, allt þar til þess, er hinn síðarnefndi fór að ræða um frið Framhald á bls. 17 hundraðsjötíuog fimm og tutt- uguog níu aura eða $ 4.01. Um ókurteisi í garð þessa manns, fremur en annara flugmanna er hér eiga leið um er ekki að ræða, þvert á móti hefir þeim verið veitt öll hugsanleg að- stoð, svo sem útvegun hótel- herbergja og þeir jafnvel hýst ir í flugtuminum þegar svo hefir staðið á. Hugsanleg skýring á ummæl um Rob Cummings, gæti verið sú, að vélin kom frá Syðri Straumfirði, en þar mun kraf- izt nokkuð hárra flugvalla- og þjónustugjalda og hann þvl farið flugvallavillt, eða að Mr. Piper hafi á reikningnum rugl að saman krónum og dollurum, sem raunar er ótrúlegt. Flugvallagjöld af smáflug- vélum, sem hér hafa viðkomu á leið sinni yfir hafið eru yfir leitt mjög lág, eða sjaldan yfir kr. 200. — á viðkomu, og með þeim lægstu sem þekkjast. Með þökk fyrir birtinguna, Reykjavíkurflugvelli 5. ág. ’65 Gunnar Sigurðsson" * Ekki Keflavík Gunnar hringdi fyrir mig suður á Keflavíkurflugvöil og athugaði hve mikið þeir taka fyrir afgreiðslu smávéla þar. Upphæðin er tuttugu dollarar, en 125 dollarar, þegar um vél ar þyngri en 10 tonn er að ræða. Vonandi hefur Bob Cumm- ings ruglað saman Straumfirði og Reykjavík í frásögninni og varð það að samkomulagi milli okkar Gunnars, að hann skrif- aði Mr. Piper, en ég blaða- manninum Gans. En ég minnist þess að hafa lesið ferðapistil eftir hinn heimsfræga flugmann Max Conrad fyrir nokkrum árum. Sagði hann þá m.a. frá lend- ingu á Keflavíkurflugvelli og var mjög óánægður vegna þesa hve mikið honum var gert að greiða þar. Því miður á ég ekki blaðið lengur. I Nýtt símanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.