Morgunblaðið - 07.08.1965, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. Sgást 1969
MORGUNBLAÐIÐ
E I N N blíðviðrisdagurinn
enn og við finnum, að það
er sumar. Við hugleiddum
hversu glaður hóndinn
hljóti að vera, þegar hann
mætir morgunsólinni í bæj
ardyrunum og góðum fyrir
heitum um þurrk og töðu-
ilm. Okkur langaði til að
sjá grænar grundir og
hláma fjallanna austan
heiðar. Þess vegna ókum
við austur í Ölfus í gær að
hitta sumarglafja æsku að
hústörfum. Við ókum niður
að Núpum, sem standa und
ir fjallinu sunnan Hvera-
gerðis og hittum þar fjóra
káta krakka, sem unnu úti
á túni.
Á Núputm er tvíbýli og þar
búa þrír bræður. í>eir Sigigeir
og Gunnlaugur Jóhanruessynir
Við heyvinnu á túninu á Núpum í Ölfusi.
Með albeztu sumrum
I heyskap að IMúpum í Olfusi
sem búa á öðru býldnu, voru
ekki heima við, er okkur bar
að garði, — armar í kaupstað
en hinn á enigjuim. En við hitt
um fyrir fjögur uingmenni,
sem höfðu bruigðið sér heim
á bæ í kaffi frá beyönnum.
hau tóku vei í að við fylgd-
umst með þeim úit á tún aftur
og þar höfðum við næði til
að setjast niður og ræða við
þau í síðdegissólinni. Þau
voru fjögur, Hjördís Þorgils-
dóttir frá ísafirði, Unnur Ing-
ólfsdóttir úr Reykjaví'k, Eirík
ur Gylfi Helgason og Helgi
Kristjánsson, báðir úr Hvera-
gerði.
— Og hver er svo meðalald
urinn? spyrjum við.
— Ætli hann sé ekki i
kringum 14 ár, svaraði Hjör-
dís. Bn ef þú telur hann Kát
hérna með þá snarlækkar
meðalaldur vegna þess, að
hann er bara eins árs.
— Hafið þið verið hérna
áður í sveit?
_ — Já,já, blessaðdr verið þið.
Ég er búinn að vera hér í sjö
sumur, svarar Eiríkur, sem
bar sig mannalega, því að
hann átti að stjórna dráttar-
védinni.
Og það sem bændurnir voru
að beiman og Eiríkux virtist
hafa dýrmaeta reynslu eftir
sjö sumra starf á bænum, þá
inntum við hann eftir helztu
heyskaparfréttum frá Núpum.
— Ja, þetta hiefur bara ver-
ið goirt sumar, svarar Eiríkur.
Við hófum slátt fyrir u.þ.b.
tveim mánuðum og ég býst
við, að töðuigjöldin verði núna
í næstu viku.
— Hvað er túnið sitórt hjá
yfekur?
— Það er 30 hefetarar og
auk þess heyjum við á enigj-
unum, þar sem Gunnlaugur
bóndi byrjaði að slá í gær og
er víst búinn með eina 200
hesta.
— Er mikið komið í hiöð-
una?
— Ég veit nú efcki náfcvæm
lega hvað það er mikið —
eitthvað í krinigum 000 hestar
býst ég við. Hún tekur þús-
und. Svo eru báðar gryfjum-
ar fullar af súrheyi.
— Og hér er sennilega
fj'öldii gripa á fóðrum á vet-
urna?
— Já. Það eru 30 nautgrip-
ir, 190 ær og nokkrir hestar.
— Þið farið sennilega að
slá hána á næstunni?
— Nei, Við sláum eniga há.
— En var sprettan góð í
vor?
— Já, hún var bara ágæt
— þó spratt það eikki úr sér.
— Þú ætlar auðheyrilega
að verða bóndi.
Sigurgeir Jóhannsson bóndi á Núpum ásamt frænda sínum
bróðursyni sínum I.árusi Gunnlaugssyni, er þeir komu með
nýjar hrífur úr kaupstað.
— Nei, ætli það.
— Þið Helgi reisið kannski
gróðurhús í Hveragerði og
ræktið rauðar rósir?
— Nei, það gerum við sko
ekki. Maður er nú búinn að
fá nóg af að vinna í þeim,
svarar Helgi um hæl.
— En hvað segja stúlkum-
ar? Er efefci upplagt fyrir
ykkur fjögur að setja upp tví-
býli á góðri jörð í framtíð-
inni?
— Nei, áreiðantega ekki,
segir Unnur. Það er þó ekki
svo að Skilja þeir séu ekki
nógu duglegir strákarnir. Ég
vil bara mikiu heldur búa í
bænum.
■— Hvað gerið þið, þegar
daglegum störfum lýfcur?
Krakkamlr á Núpum taka sér hvíld frá störfum. Frá vinstri:
Ingólfsdóttir, Helgi Kristjáns son og Eiríkur Gylfi Helgason.
Hjördís Þorgiisdóttir, Unnur
(Ljósm.: Gísli Gestsson).
— Þá fara stráfcamir í út-
reiðartúr og teyfa ofckur ekki
að koma með, segir Hjördís.
Stunduim förum við í berjamó
hérna upp í fjallið og þá fáum
við tvær að fljóta með til þess
að tína berin upp í þá.
— Þið virðisit ekki skel-
eggar í kvenréttíndabarátt-
unni. En hefur berjasprettan
verið sæmileg í sumar?
— Já, tvímælalaust með
bezta móti, svarar Eiríkur.
Hún er í það minnsta * mifclu
betri en í fyrra, því að þó
var varla nofckurt ber að
finma.
— Em nofc'krir leyndardóm
ar á fjallinu?
— Nei, bara mosi og grjót
og arnarhreiður, sem hjónin
hafa víst löngu yfirgefið. Og
úr því að ég er nú að tala við
blaðamemn, segir Eiríkur, þá
vil ég mimnast á, að þeir hafa
spáð nokkuð rétt á Veðurstof-
unni í suirmar.
★
Nú er sólin að hverfa handan
fjallsins og langir skuggar
boða komu kvöldsims. Siggeir
b' ndi er að remna í hlaðið á
Framhald á bls. 23.
STAKSTHNAR
I peningaleit
Eins og skýrt var frá í þessun*
dálki í gær ,er Magnús Kjartans-
son, ritstjóri Þjóðviljans, ná
kominn heim úr heimsókn tfl
Sovétríkjanna, en þangað mxmv
hann hafa farið ásamt Eiðl
Bergmann, framkvæmdastjór*
Þjóðviljans, að afla aukins fjá*
til starfsemi kommúnistaflokks-
ins hér á landi, og þó sérstak-
lega til útgáfu Þjóðviljans.
Fyrir tveimur til þremur ár-
um hófust kommúnistar handa
! um víðtækar lagfæringar á húsa
kynnum Þjóðviljans, jafnframt
því sem blaðið var stækkað og
ný prentvél var keypt. Þessi
prentvélakaup urðu allsöguleg,
og raunar er sú prentvél, sem
Þjóðviljinn er nú prentaður í,
ekki sú sem upphaflega var
keypt í þeim tilgangi, en hún
mun hafa eyðilagzt á hafnar-
bakkanum í Kaupmannahöfn.
Til kaupa á þeirri prentvél, sem
! nú þrykkir Þjóðviljann, fengn
kommúnistar lán til 99 ára í Sov-
étríkjunum. Vafalaust eru raun-
verulegir vextir og afborganir
af þessu láni mjög háir og ætlazt
til, að endurgreitt verði í marg-
víslegri mynt. Jafnframt þessum
prentvélakaupum hófst blaðið
handa um víðtækar lagfæringar
á húsakynnum sínum, sem nýlega
er lokið, og er hús Þjóðviljans
orðið hið myndarlegasta hús, og
gefur alls ekki til kynna að þeir,
sem þar ráða ríkjum hafi ver-
ið í nokkrum verulegum fjár-
hagserfiðleikum við að koma því
upp. Auk þess að kaupa þessa
nýju og dýru prentvél og byggja
við hús sitt við Skólavörðustíg,
hafa kommúnistar orðið að
standa undir töluverðum rekstr-
arhalla á Þjóðviljanum á hverju
ári, sem fremur mun hafa farið
vaxandi. Rekstrarhallinn á Þjóð
viljanum mun árlega nema 2,5
til þremur milljónum króna, og
hefur svo verið a.m.k. undanfar-
in ár, og ef marka má minnkandi
sölu blaðsins, sem nú er líklega
selt í færri eintökum en
nokkurt annað dagblað á Is-
landi, má búast við, að þessi
rekstrarhalli minnki ekki á
næstu árum. Engum getum skal
að því leitt, hversu mikið fé
kommúnistar þurfa að hafa und-
ir höndum til þess að standa
undir þessum mikla halla ásamt
víðtækum framkvæmdum, en
liitt er ljóst, að samskot meðal
stuðnintrsmanna þeirra nægja
ekki til þess.
Arangursrík för?
Spurningin nú er þess vegna
sú, hversu árangursrík för þeirra
Magnúsar ritstjóra og Eiðs fram-
kvæmdastjóra hefur orðið til
Sovétríkjanna. Ef að líkum læt-
ur hefur hún borið jákvæðan
árangur, og sjálfsagt þurfa menn
ekki að óttazt, að Þjóðviljinn
hætti að koma út á næstunni,
þrátt fyrir neyðaróp blaðsins
undanfarna mánuði, vegna
meintra fjárhagserfiðleika. Þau
neyðaróp eru hinsvegar nauðsyn
leg til að villa um fyrir mönnum,
og fela þá staðreynd, að komm-
únistar liér á landi njóta nú víð-
tæks fjárstuðnings frá húsbænd-
um sínum í austurvegi. Kannski
hefur Magnús Kjartansson líka
notag tækifærið, þegar hann var
í Moskvu til þess að leggja að
forráðamönnum flokksins þar, að
gefa nú hinn gamla kommúnista-
foringja, Einar Olgeirsson upp á
bátinn, og fela sér í staðinn for-
mennsku kommúnistaflokksins,
en eins og allir vita er það mesta
metnaðarmál Magnúsar Kjartans
sonar um þessar mundir, atf
verða höfuðleiðtogi og alfaðir
flokkshræsins hér á landi.