Morgunblaðið - 07.08.1965, Blaðsíða 16
t6
MORGUNBLAÐID
LaufarðagTlr 7. Sgúst 1965
GEORGETTE HEYER
FRIÐSPILLIRINN
Maturinn er kominn á borðið. Hefurðu krafta til að halda
á hníf og gaffli?
Hún leit á hann með Taros í
augum. — Ekkj það? Jú, það
má segja, að það væri hræðilegt
að þurfa að verða af nokkrum
dansleikum. Ég veit bara ekki,
hvemig ég lifi þa af! Það væri
víst viðkunnanlegt ef ég færi
að biðja hana frænku mína að
koma með mér, eins og ástatt
er hér í húsinu,! Nei, láttu mig
ekki heyra meira af þessu, en
reyndu heldur að hafa af fyrir
henni mömmu þinni en brjóta
heilann um svona vitleysu! í>ú
veizt, hvað hún er taugaóstyrk,
og hvernig smávægilegustu hætt
ur geta komið henni úr jafn-
vægi. Aumingin hún Cecy verð-
ur að róa hana og vera henni til
afþreyingar, afþví að — með
leyfi að segja — þá er ekkert
gagn í honum pabba þínum þeg-
ar svona stendur á.
— Ég veit það, og ég skal gera
það, sem ég get, því að ég get
vel skilið, hvað þetta reynir á
hana Cecy. Mér hrá beinlínis við
þegar ég sá, hvað hún var
þreytuleg. Hann þagnaði, en
bætti svo við, dáltíið settlega:
— Kannski ungfrú Wraxton
gæti hér komið að gagni? Ég
mundi nú ekki fara fram á, að
hún færi inn til Amabel, en ég
er viss um, að ef hún vildi sitja
ofurlitið hjá henni mömmu, þá
gæti það orðið henni til aíþrey-
ingar. Hún er þannig sinnuð, að
.... Hann þagnaði, er hann sá
evipbreytinguna á frænku sinni,
og sagði svo, dálítið hvasst: —
Ég veit alveg, að þú getur ekki
þotað ungfrú Wraxton, en jafn-
vel þú verður að viðurkenna, að
rósemi hennar getur komið að
góðu haldi, þegar svona stendur
á.
— Góði Charles, ég bið þig að
éta mig ekki! Ég efast ekki um,
að þetta er satt sem þú segir.
Reyndu, hvort hún fæst til að
koma hér ixm fyrir dyr.
Meira vildi hún ekki segja, en
það leið ekki á löngu áður en
hr. Eivenhall komst að þvi, að
enda þótt unnusta hans hefði
mikla samúð með fjölskyldu
hans í þrengingum hennar, ætl-
aði hún sér alls ekki að leggja
sig í neina smithættu með því
að koma þarna í húsið. Hún
greip hönd hans innilega og
sagði honum, að mamma sín
hefði harðbannað sér að koma
þanga fyrr en öll hætta væri
liðin hjá. Þetta var ekbi nema
satt, því að frú Brinklow sagði
Charles það sjálf. Og þegar hún
heyrði, að Charles hefði sýnt af
■ér þá fífldirfsku að koma til
Amabel, varð hún sýnilega
hrædd, og bað hann að endur-
taka ekki heimsóknina. Og ung-
frú Wraxton áréttaði þetta og
»agði. — Nei, þetta er ekki skyn
■amlegt, Charles! Og auk þess
er engin ástæða fyrir þig að
leggja þig í þessa hættu. Herra-
menn eiga alls ekki heima í
■júkr as tofum!
— Ertu hrædd um, að ég
smitist og beri sjúkdóminn til
þín? spurði hann blátt áfram.
— Ég biðst afsökunar. Ég hefði
aldrei átt að fara að koma hing-
að, og ætla heldur ekki að gera
það aftur fyrr en Amabel er
komin á fætur.
Frú Brinklow tók þessari yf-
irlýsingu með sýnilegum fegin-
leik, en það fannst dótturinni of
langt gengið og hún flýtti sér
að fullvissa hr. Rivenhall um,
að þama væri hann að vaða
reyk, því að hann væri alltaf
velkominn. Hann þakkaði henni
fyrir, en flýtti sér að fara.
45
Alit hans á henni batnaði ekki
við þetta, og sízt er hann varð
þess var við heimkomuna, að
Oharlbury lávarður sat inni hjá
móður hans. Hann frétti brátt,
að hann væri þama daglegur
gestur, og hver sem tilgangur
hans kynni að vera með því, þá
gat hr. Rivenball ekki annað
en dáðzt að honum fyrir að
vera ekki sótthræddur.
Annar stöðugur gestur var hr.
Fawnhope, en þar sem hann
átti það eitt erindi að heimsækja
Ceciliu, var hr. Rivenhall alveg
laus við alla þakklátsemi hon-
um til handa, fyrir þessar heim-
sóknir hans. En Cecilia var far-
in að líta svo illa út, að hann
stillti skap sitt eftir föngum, og
minntist ekki á þessar tíðu heim
sóknir biðils hennar.
En hefði hann aðeins vitað,
að heimsóknir Fawnhopes vom
Ceciliu til jafnlítillar ánægju og
hann hefði sjálfur óskað! I>að
var í miðri annarri viku veik-
inda Amabel, og hún alvarlega
veik. Cecilia kom upp í sjúkra-
stofuna með fallegan berjaklasa,
og sagði lágt við Soffíu, að
Charlbury lávarður hefði komið
með hann handa Amabel og sent
eftir honum alla leið út á sveita
setur sitt.
— í>að var fallega gert af
honum, ságði Soffía. — Ég vissi
ekki, að Charlbury hefði komið
.... ég hélt það væri hann Aug-
ustus.
— Hann kom líka, sagði Céc-
ilia. — Hann vildi gefa mér
kvæði, sem hann hafði ort um
veikt barn.
I>að heyrðist ekkért, hvort
henni líkaði þetta betur eða
verr, en Soffía sagði: — Guð
minn góður! En nærgætáð af
honum! Var það fallegt?
— I>að hefur það sjálfsagt
verið, en ég kæri mig bara ekki
um kvæði og sízt um slíkt efni,
sagði Cecilia lágt.
Soffía svaraði engu og Cecil-
ia bætti við: — Enda þótt mér
verði aldrei mögulegt að svara
tilfinninigum Charlbury lávarð-
ar í sama, skal ég alltaf muna,
hve nærgætnislega hann hefur
komáð fram við mig, og verið
okkur góður í þessum vandræð-
um okkar. Ég vona, að þér verði
unnt að launa honum það, Soff-
ía. I>ú ert oftast uppi, svo að
þú veizt ekki um allar klukku-
stundirnar, sem hann hefur ver-
ið að hafa af fyrir henni mömmu
talað við hana og spilað við
hana, og áreiðanlega bara til
þess að létta því af okkur.
Soffía gat ekki annað en bros-
að að þessu. — Ekki til að létta
neinu af mér, Cecy, þar sem
hann hlýtur að vita, að það er
ekki í mínum verkahring að
hafa af fyrir henni mömmu
þinni. Ef einhvar á að taka sér
þetta til inntekta, þá er það þú.
— Nei, nei, þetta er bara
trúa því, að hann hafi neinn
aukatilgang með þessu. Hún
brosti -og bætti við, glettnislega:
— Ég vildi bara, að hinn bið-
illinn þinn kæmist í hálfkvisti
við hann!
— Bromford? Nei, farðu ekki
að segja mér, að hann mundi
hætta sér innan hundrað skrefa
fjarlægðar frá húsinu hérna!
Því að ég mundi ekki trúa þér!
— Nei. Og Charles hefur sagt
mér, að hann forðist hann, rétt
eins og hann væri með pestina!
Charles hæðist nú að þessu, en
hinsvegar víkur hann ekki orði
að framkomu Eugeniu.
— Það væri nú líka til ofmik-
ils ætlazt.
Einhver hreyfing £ rúminu
gerði enda á þessu samtali, og
ekki var minnzt á það framar
milli þeirra frænknanna. Sjúk-
dómurinn komst á hámark hjá
Amabel og útilokaði allar aðr-
ar hugsanir. f nokkra daga
gengu allir í húsinu í stöðugum
ótta, og Fóstra gamla, sem neit-
aði alveg að trúa á þessa ný-
mróðins sjúkdóma, olli einu
versta kastinu hjá frúnni með
því að trúa henni fyrir því, að
hún hefði frá fyrstu byrjun séð,
að þetta var taugaveiki. Þarna
þurfti að ganga maður undir
manns hönd að sannfæra hana
um það, með aðstoð læknisins,
að þetta væri óþarfa hræðsla,
en lávarðurinn, sem einnig hafði
heyrt þetta, leitaði huggunar á
sinn venjulega hátt, svo að það
þurfti ekki einasta að fylgja hon
um heim úr klúbbnum, heldur
fékk hann líka slæmt kast af
gigtinni sinni og komst ekki út
fyrir hússins dyr í nokkra daga
á eftir.
En Amabel lifði þetta af. Hit-
inn fór að minnka og enda þótt
hún væri máttlaus og horuð, þá
gat læknirinn fullvissað móður
hennar um, að ef henni ekki
versnaði aftur, væri góð von um
fullan bata. Hann var svo kurt-
eis að þakka Soffíu fyrir þetta
að miklu leyti og frú Ombers-
ley felldi tár og sagði, að ekki
vissi hún hvernig þetta hefði
allt farið, ef þau hefðu ekki not-
ið hjálpar hennar elsku frænku
sinnar.
— Jú, jú, hún er allra dugleg-
asta stúlka og það er dóttir yð-
ar líka, sagði læknirinn. Meðan
þær eru hjá ungfrú Amabel, get-
ið þér verið rólegar, frú.
Hr. Fawnhope, sem kom
þarna inn, fimm mínútum síðar,
varð fyrstur manna til að heyra
þessi gleðitíðindi, og skellti á
svipstundu upp kvæði um bata
Amabel. Frúnni fannst þetta
mjög hrærandi og bað um að
gefa sér afrit af því, en með því
að það fjallaði meira um hina
fögru mynd Ceciliu, sem laut
yfir rúm sjúklingsins, en þján-
ingar Amabel, vakti það engan
fögnuð hjá þeirri persónu, sem
því var stefnt að. Miklu meira
þakklæti lét Cecilia í ljós, er
hún fékk fagran blómvönd frá
Charlbury lávarði, handa litlu
systur sinni. Hún hitti hann ekki
nema rétt til að þakka honum.
Hann lagði ekkert að henni að
doka við hjá sér, heldur sagði,
þegar hún bað sig afsakaða: —
Ég skil þetta fullkomlega! Ég
hafði ekki vonazt til að fá svo
mikið sem eina mínútu af yðar
dýrmæta tíma. En það var yður
líkt að koma hingað niður. Ef
ég bara gæti veri viss um að
hafa ekki eytt fyrir yður dýr-
mætum hvíldartíma.
— Nei, alls ekki, svaraði hún
og hafði varla vald á röddinni.
— Ég sat hjá systur minni
uppi, og þegar blómin komu frá
yður gat ég ekki stiUt mig um
að hlaupa niður til þess að segja
yður, hvað hún var hrifin af
þeim. Þetta er svo fallega gert
af yður. En afsakið. Ég má
ekki vera lengi burtu.
Vonað hafði verið, að sjúkl-
ingurinn þyrfti ekki eins á að
halda stöðugri vöktum, þegar
henni færi að fara fram, en brátt
kom í ljós, að hún var óþolin-
móð og fór að rella ef hún var
lengi í umsjá Fóstru gömlu og
Jane Storidge. Hr. Rivenhall,
sem læddist inn í herbergið
nokkru eftir miðnætti eina nótt-
ina, brá í biún þegar hann sá,
ekki Fóstru, heldur Soffíu sitj-
andi vil litla eldinn sem brann
á arninum. Hún var að sauma
við kertaljós, en leit upp þegar
dyrnar opnuðust, brosti og lagði
fingur á varir sér. Skermur
hafði verið settur milli rúmsina
og kertisins, svo að hr. Riven-
hall sá ekki systur sína nema
óglöggt. Hún virtist sofa. Hann
lokaði dyrunum hljóðlega, gekk
að arninum og hvíslaði: — Mér
skildist hún Fóstra eiga að sitja
hjá henni á nóttunrii. Hvemig
vikur þessu við? Þú hefur ekki
gott af þessu, Soffía!
Hún leit á klukkuna á hill-
unni og fór að taka saman saum
ana sína. Hún kinkaði koUi að
dyrunum inn í fataherbergið,
sem stóðu í hálfa gátt, og svar-
aði lágt: — Fóstra sefur á legu-
bekknum þarna innL Hún var
dauðuppgefin, veslingurinn.
Amabel er mjög óróleg £ nótt og
hefur verið allan daginn. En
vertu ekki hræddur. Það er góðs
viti þegar sjúklingurinn fer að
verða rellóttur og erfiður. En
hún er orðin svo vön þvi að fara
sínu fram við hana Fóstru, að
hún gætir hennar ekki nægi-
lega vel. Seztu niður. Ég ætla
að hita mjólk handa henni að
drekka, og ef þú vHt, máttu
dekstra hana tH þess, þegar hún
vaknar.
— Þú hlýtur að vera kúg-
uppgefin, sagði hann.
— Alls ekki. Ég svaf allan
seinnipartinn, svaraði hún og
setti skaftpott á eldinn. — Ég er
eins og hertoginn með það að
geta sofið á íhvaða tíma sem er,
Aumingja Cecy getur aldrei sof-
ið á daginn, svo að ég vil
láta hana vaka á nóttunni!
— Þú átt við, að þú hafir á-
kveðið það, sagði hann.
— Hún brosti bara og hristi
höfuðið. Hann sagði ekki meira,
en horfði á hana, þar sem hún
kraup fyrir framan eldinn, og
beindi allri athygll sinni, að
mjólkinni, sem var að hitna,
Eftir nokkrar minútur tók Ama-
bel að bylta sér. Næstum áður
en hún hafði kallað á Soffíu,
veikum rónú, hafði Soffia stað-
ið upp og gengið að rúminu.
Amabel var heit og þyrst og
leið iUa, og vildi ekki trúa að
hún gæti haft gott af neinu. Þeg
ar hún var reist upp, tU að laga
koddann hennar, fór hún að
gráta, hún vildi láta Soffíu baða
á sér ennið, en kvartaði svo um,
að sig srviði undan lavendelvatn-
inu, þegar það var gert.
Bloðið kostor
5
krónur
í lonsosölu
JAMÍS BOND
Efiir IAN FLEMING
— Við skulum skála fyrir nýja
kjólnum þínum, Vesper, — en segðu
mér annars. Hvers vegna heitir þú
Vesper?
— Það var mjög hvasst í veðri
kvöldið sem ég fæddist. Það virðist,
lem foreldra mína hafi langað til að
muna það. Sumum geðjast að þvú
Öðrum ekki.
— Mér finnst það fallegt nafn. Má
ég fá það lánað fyrir nýja kokteilinn,
sem ég hef fundið upp?
— Með því skilyrði, að ég fái að
bragða á honum fyrst.
— Við skulum fá okkur einn slíkan,
þegar þessu Hússamáli er lokið, hvort
sem við vinnum eða töpum, en segðu
mér nú: Hvað mundir þú vilja fá í
kvöldverð?