Morgunblaðið - 07.08.1965, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLADIÐ
Laugardagur 7. ágwsi 1J
Útgefandi:
. Framkvæmdastjó.ri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
f lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
LANG VARANDI
VINNUFRIÐUR
rpil þess að skrifa forustu-
grein á borð við þá, sem
birtist í Tímanum í gær, þarf
ófyrirleitni, sem Framsóknar-
mönnum einum er lagin, og
frjálslegri umgengni við stað-
reyndir, en tíðkazt hefur í
stjórnmálaumræðum hér á
landi, þótt oft naíi þær verið
harðar.
Tíminn heldur því fram, að
Bjarni Benediktsson, forsætis
ráðherra, sé „mesti verkfalls-
ráðherra íslendinga“ og segir
að „verkföll hafi ekki verið
meiri og tíðári í stjórnartíð
annars forsætisráðherra en
Bjarna Benediktssonar“.
Auðvitað liggur beint við
að svara þessum fullyrðing-
um Tímans, með því að benda
á ástandið í kjaramálum á
tímum vinstri stjórnarinnar,
þegar Hermann Jónasson, þá-
verandi formaður Framsókn-
arflokksins, var forsætisráð-
herra, og í ríkisstjórn voru
tveir flokkar, sem notið hafa
töluverðs stuðnings verka-
lýðshreyfingarinnar. Það kom
mönnum nokkuð á óvart, að
ekki tókst betur til í kjara-
málunum í tíð þeirrar ríkis-
stjórnar, sem sjálfur forseti
Alþýðusambands íslands átti
sæti í, en svo, að allt tímabil
hennar logaði landið í stöð-
ugum verkföllum.
En það sem mestu máli
skiptir í sambandi við þetta
mál er, að í aldarfjórðung
hefur mikill órói ríkt á vinnu-'
markaðinum hér á landi.
Verkalýðshreyfingin og at-
vinnurekendur hafa átt í stöð-
ugum og hörðum kaupdeil-
mn, sem oft haf a leitt til lang-
vinnra og harðra verkfalla.
Niðurstaða þeirra hefur yfir-
leitt orðið sú, að samið hefur
verið um miklu hærri beinar
kauphækkanir, en atvinnu-
vegirnir með nokkru móti
gátu staðið undir. Þetta á-
stand í kjaramálunum, sem
ríkti hér í aldarfjórðung, átti
mikinn þátt í því, að ekki
tókst að hafa meiri hemil á
verðbólgunni en raun bar
vitni um á þe^su tímabilí, og
erfiðleikar atvinnuveganna
voru þar af leiðandi miklir og
kröfðust stöðugra bráða-
birgðaráðstafana til þess að
halda þeim gangandi.
Á þessu verður einmitt al-
gjör breyting í forsætisráð-
herratíð Bjarna Benediktsson
ar. Með júnísamkomulaginu
1964, sem gert var rúmlega
hálfu ári eftir að Bjarni Bene-
diktsson tók við forsætisráð-
herraembætti, var í fyrsta
skipti í áratugi samið um
raunhæfar kjarabætur, sem
íólu ekki í sér beinar kaup-
hækkanir og án nokkurra
verkfalla. Þegar júnísam-
komulagið var gert, gerðu
menn sér ljóst, að hér var um
að ræða tilraun til þess að
marka nýja stefnu í kjaramál-
unum í stað þeirrar, sem
ekki hafði megnað að veita
launþegum raunhæfar kjara-
bætur og halda verðbólgunni
í skefjum. Þess vegna skipti
það miklu máli, hvernig þeir
kjarasamningar, sem gera
átti á þessu vori yrðu. Niður-
staðan varð sú, að samið var
í anda júnísamkomulagsins,
og ekki kom til almennra
verkfalla. Engum hefur dott-
ið í hug að þakka þetta Bjarna
Benediktssyni einum. Það
sem gerzt hefur er, að verka-
lýðshreyfingin í landinu hef-
ur í raun tekið upp nýja
stefnu í kjaramálum, sem
miðar að því að ná fram raun-
hæfari kjarabótum fyrir með-
limi sína en áður og ýmsum
félagslegUm umbótum, jafn-
framt því að taka höndum
saman við atvinnurekendur
og stjórnarvöldin í landinu
um að halda verðbólgunni í
skefjum og verðlaginu í land-
inu niðri. Það er svo annað
mál, að líklega hefði þetta
samkomulag ekki tekizt né
heldur júnísamkomulagið, ef
ríkisstjórnin undir forustu
Bjarna Benediktssonar hefði
ekki verið búin að skapa það
pólitíska andrúmsloft, sem
gerði þessa samninga mögu-
lega.
í forsætisráðherratíð Bjarna
Benediktssonar hefur tekizt
að tryggja almennan vinnu-
frið í landinu í samfleytt 2Vz
ár, frá því í desember 1963 og
fram til júní 1966 án veru-
legra verkfalla. Auðvitað
verður aldrei hægt að kom-
ast hjá því, að einstök verka-
lýðsfélög geri verkföll kröf-
um sínum til stuðnings, en
mestu máli skiptir, að á þessu
tímabili hefur ekki komið til
almennra verkfalla í neinni
líkingu við það, sem gerðist
hér áður fyrr. Þetta er hið
mikla afrek, sem unnið hefur
verið í íslenzkum stjórnmál-
um síðustu tvö árin. Það er
auðvitað engum einum manni
að þakka, heldur hafa þar
margir lagt hönd á plóginn.
En þessi nýju viðhorf í kjara-
málum og hin breytta stefna
verkalýðshreyfingarinnar eru
þjóðinni ákaflega mikilvæg.
Og það er stórvítavert athæfi
af ábyrgðarlausum pólitíkus-
um eins og skriffinnum Tím-
ans að gera tilraun til að telja
mönnum trú um, að þessu sé
öðruvísi varið en í raun er.
Hin nýju viðhorf í kjara-
UTAN ÚR HEIMI
Æskulýðurinn sker
upp herör gegn hungri
„ÆSKULYÐURINN ætlar sér að
breyta hieiminum — og það getur
hann.“
Það var franskw ráðherra sem
'eitt sirun lét of'angtreind orð fatlla,
og það er þessi sannfæring sem
liggur til grundvallar herferð-
inni sem hefst í Október og mið-
ar að því að kveðja æskufólk
heimsins til baráttunnar við
hungrið.
Heimurinn yngist með hverj-
um nýjum degi. Árleg fjölgun
barna og unglinga eykst hröðum
sikrefum, og í nokikrum vanþró-
uðum lön-dum er helmingur íbú-
anna undir 25 ára al-dri.
Matvæla- og landbúnaðarstofn
un Sameinuðu þj-óðanna (FAO)
hefur á þeim fiimm á-rum, sem
liðin eru síðan herfe-rðin gegn
humgri hófst, íengið ma-rgvís-leg-
ar sannanir ’fyrir hæfileiikum
æsbumann-a ti'l að brífast og eiga
frumtk'væði að hugkvæmnisl-eg-
um hlutum. Holtenzkir ungling-
ar gáfu tíun-da hiutann a-f vasa-
peningum sínum í tíu viikur og
söfnuðu samtals upphæð sem
nam tæpuim 24 milljó-num ís-
lenzkra hróna til matjurtagarðs
í Afríku. Skátar í Laos efndu til
knattspyrnukappteilkja og gáf-u
ágóðann til ba'ráttunina-r ge-gn
hungri. Franskir skátar sendu
yf-ir 70.000 böggla með skólabók-
um tii va-nþróuð-u 1-a-ndianna.
Þannig -mætti lengi telja..
Herferð FAO, sem hefst í
október, á að örva æskulýð
heimsins enn frekar tiíl að leggja
fram sinn sk-erf í því skyni að
linna þjáningarnar í veröldinni.
Þessari herferð verður haldið
áf-ram fra-m í marz 1906.
Hvar er þá hægt að gera?
Fyrst og f-remst verður að gefa
æsikulýðnum bæði í iðnþróuðum
og vanþróuðum löndum fyllri
vitneskju um hungu-r-vaindamál-
ið, jafnt í skólum sem í ýmiss
kona-r fél-a.g.ssam tök-um. Hæ-gt er
að hald-a sérstök námskeið, efna
til fjársaf-nana, jafnvel hrinda
af stokkunum með ejálf-boða-
vi-nnu sérstökum landbún-aðar-
fraimikvæmdum í v-a-nþróuðiu lönd
unum. í löndum, þa-r sem ekki
eru starfandi sérstakar' nefndir
í baráttunni við hiungrið, geta
opinberar etofnani-r og eink-afyr-
irtæ-ki tekið hön-du-m saman við
æsikulýðinn u-m tiltekin vertkefni.
FAO gef-ur ekki n.einar ítarlegar
forskriftir, held-ur er lögð áherkla
á að h-vert land bregðis-t við va-nd
a-num með sínum eigin hætti.
Margir æskum-enin í heiminum
iifa við sult. Þeir verða að læ-ra
-að fnam-leiða n-auðsynl-eg ma-t-
væli. FAO gerir sér vonir u-m,
að framvegis fái þeir meiri
stuðning frá jafnöldrum sínu-m,
sem betur eru í sveit settir.
1966 „alþjóðlegt hrísgrjónaár"
Um h-elmingur al-lra j-airðarbúa
hefuir hrísgrjón að dagleigri að-al-
fæðu. Hrísgrjónauppskera heims-
ins nemur að verðgildi um 20.000
milljónum dolla-ra (86.000.000.000
ísl. krón-a). Upps-keran ey'kst meS
hverju ári, en þó er aiukningin
ekki meiri en svo að hún rétt
held-ur í við hi-na ö-ru fóliksfjölg-
un. Eigi veröldin að losna úr
heljargreipum hungurvofiunnar,
verður að gera ráðstafanir ti-1 að
bæta og aulka hrísgrjóinairækti-na.
Þess vegna h-efur Matvæla- og
land-búnaðairstofnun Sameinuðu
þjóðanna (FAO) á’-iveðið að gerá
árið 1966 að „hinu alþjóðlega
hrísgrjónaári“. Að þVí er forstjóri
FAO, dr. • B. R. Sen, hefuir látið
uppskátt, er ætlunin með þessu
sú, að árið 1966 rmarki upphafið
á þolimm-óðiri og langvinnri við-
leitni margra manna, sam leiði
til raunhæfs áraingars í glím-unni
við hrísg.rjón av-and a-má lið.
999 tegundir sjúkdóma
Hin alþjölega flokkun á sjúk-
dómum og dána.rar.söiku-m (sem
gerir læiknum um heim allan
kl-eift, að nota sömu heiti y-fiir
þessi fyrirbæri) h-efur verið betr
umbætt og færð til nýtízkulegra
horfs á ráðstef-nu, sem nýle-ga
laiuk í Genf. Það - v-ar Alþjóðaheil
brigðiismál-a-stofinunin (WHO)
sem ge-kikst fyrir ráð'stefnunni, og
þar va-r fynst og frem-st fj-allað
um „n-ýtízbu sjúkdóma“ eins og
ik-rabbamein, tauga- og hjarta-
sjúkdómia.
(FráS.Þ.)
Þessi unga dama sem sést hér
á myndinni með kútinn er að-
eins 10 mánaða gömul og ku
vera flugsynd. Hún byrjaði að
læra sund 5 mánaða gömul en
ennþá hefur ekki þótt hæfa að
láta hana synda kútlausa. Móð-
ir hennar, sem sést á myndinni
með henni segir þó að hún ætll
að leyfa henni að synda kút-
lausri, þegar hún verði eins ára.
Ekki er ólíklegt að hún eigi ein-
hvern tímann seinna eftir að
láta að sér kveða í sundíþrótt-
inni ef satt er, sem sagt er. að
æfingin skapi meistarann.
málum hafa skapazt án til-
verknaðar Framsóknarmanna,
og væntanlega mun í fram-
tíðinni takast að halda þeirri
stefnu og þeim friði á vinnu-
markaðinum, sem ríkir nú og
ríkt hefur, án þess að til Fram
sóknarmanna þurfi að leita.
UMRÆÐUR
Á ALÞINGI
/~kft hefur verið deilt hart á
Alþingi íslendinga fyrir
það, að umræður um stjórn-
mál einkennist um of af fúk-
yrðum og stóryrðum í garð
andstæðinganna. Margt bend-
ir þó til þess, að meiri menn-
ingarbragur sé yfir umræð-
um á Alþingi íslendinga en í
þjóðþingum ýmissa nágranna-
landa okkar, og er skemmzt
að minnast fregna, sem fyrir
skömmu birtust í Morgun-
blaðinu frá fundi í brezka
þinginu, sem oft hefur verið
kallað „móðir þinganna“, en
þar kom til mjög harðra orða-
skipta milli forsætisráðherr-
ans og leiðtoga stjórnarand-
stöðunnar, og tóku þingmenn
mikinn þátt í þeim orðaskipt-
um með framíköllum og upp-
hrópunum, sínum manni til
stuðnings.
Nú er það að vísu svo, að
þetta háttalag brezkra þing-
manna á sér gamla og rót-
gróna hefð, og Bretum mundi
ekki finnast mikið til þings
síns koma ef ekki slægi stund-
um í jafn harðar brýnur þar
og varð að þessu sinni, og ó-
neitanlega eru vissir töfrar
yfir þeim umræðumáta, sem
einkennir brezka þingið.
Samt sem áður gefur þetta
okkur vísbendingu um, að um
ræður í Alþingi okkar séu til
muna rólegri og málefnalegri
en í merkum og virtum stofn-
unum eins og brezka þinginu,
og ætti það að vera okkur
nokkuð ánægjuefni.
Oft er líka deilt á þingmenn
okkar fyrir of lítið sjálfstæði
í skoðunum á þeim málum,
sem fyrir eru tekin á Alþingi,
og talið að þeir séu um of
bundnir af flokksaga. Þá verð
ur að taka tillit til þess að
stjórnarfar okkar er byggt
upp á þann veg, að ef þing-
flokkarnir stæðu ekki saman
um þau mál, sem þeir hygð-
ust koma fram, þrátt fyrir
nokkurn skoðanaágreining
milli einstakra þingmanna, er
hætt við að lítið mundi vinn-
ast í þingstörfum. Æskilegra
væri þó, að þingmenn létu
mál meira til sín taka en nú
er, þegar öll stærstu málin,
sem fyrir þingið koma eru
runnin undan rifjum ríkis-
stjórnarinnar. En hvað sem
um það er, er ljóst af fyrr-
nefndu dæmi frá brezka þing-
inu, að umræður í Alþingi
okkar eru oft málefnalegri en
í samsvarandi stofnunum er-
lendis.