Morgunblaðið - 07.08.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.08.1965, Blaðsíða 19
Laugardagtir 7. ágðst 1965 MORGUNBLAÐID T9 Þjóðhátíðin í Eyjum liófst í gær ÞJÓÐHÁTIÐIN í Vestmannaeyj- um hófst í gær í ágaetu veðrL Formaður Týs, sem sér um há- tíðina í ár, setti hana með ávarpi. Síðan var haldin guðsþjónusta og prédikaði séra Jóhannes Hlíð- ar, en kór Landakirkju söng und ir stjórn Marteins Húnver. Þá lék lúðrasveit Vestmannaeyja en níðan fór fram handboltakeppni og sýnt var bjargsig. í gærkveldi var haldin kvöldvaka og brennd ur mikill bálköstur. Þjóðhátíðin er mjög fjölmenn að þessu sinni og margt hátíðargesta í Herjólfs- dal. Verður af 5°foeiniauna Kiel 6. ágúst — NTB. VESTUR-ÞÝZKUR kennari, eem nýtur ellilauna, hefur verið dæmdur af dómstóli í Kiel til þess að verða af fimm prósent- um af ellilaunum sínum næstu 10 mánuði sökum þess að kenn- arinn, Lothar Stielau, hefur hald ið því opinberlega fram að Dag- bók Önnu Frank sé fölsuð frá upphafi til enda. Stielaú var rekinn úr kennarastöðu 1959 eft ir að hafa haldið þessu fram. Quaison-Sackey til Washington Flytur Johnson boðskap IMkrumah forseta vegna Vietnam Gdlur ndmsúrangur í Gngníræðuskóla Austurbæjor HINN 31. maí sl. var Gagnfræða- skóla Austurbæjar slitið. Skóla- stjórinn, Sveinbjörn Sigurjóns- son, skýrði frá störfum skólans si. vetur. Sl. haust innrituðust 393 nem- endur, en bekkjardeildir eru alls 15 talsins. 22 fastir kennarar störfuðu við skólann og 8 stunda- kennarar. Úrslit prófa urðu sem hér seg- ir: Gagnfræðaprófi almennrar bók námsdeildar 4. bekkjar luku 59 nemendur, þar af 1 utan skóla, en 29 gagnfræðingar brautskráð- ust úr verzlunardeild. Hæst í al- mennri deild urðu Hannes Guð- mundsson 8,59 og Jenný Sörheller 8,21, en í verzlunardeild Konráð Lúðvíksson 8,68 og Guðmundur Jóelsson 8,56. í almennum bóknámsdeildum 3. bekkjar og verzlunardeild þreyttu 78 nemendur próf. — 67 luku prófi og stóðust. Hæst urðu Einar Símonarson 8,91 og Ástríð- ur B. Steingrímsdóttir, nemandi í verzlunardeild, 8,55. — Grasafræðingur Framhald af bls. 24. ar, er ástæða væri til að leggja áherzluá, en það væri; | að slá snemma og setja hey inn þegar að lokinni verkun. Hvorugt virtist vera mikið atriði hér á landi og undraði sig raunar hve djarfir við vær um að láta heyið liggja úti á túnunum, en hann kvaðst af- saka sig með því að hann vissi tiltölulega lítið um veðurfar hér. Dr. Davis benti á að sér virt ist um of litla beit væri að ræða hér á landi á þeim svæð- um, er hann hefði séð. Hann hefði þó einkum farið um byggð. Það væri landinu til góða að beita það hæfilega og sérstaklega væri ástæða til að beita land, sem fengi áburð að vorinu og fram eftir sumri, en ekki að hausti og vetri. Þá bætti hann því við að hæg- 3ega mætti fá meira út úr beitilandi okkar með því að beita á það nautgripum (holda nautum). Dr. William Davis flytur fyrirlestur í I. kennslustofu Háskólans í dag og hefst hann kl. 11 £. h. Fjallar fyrirlestur- inn um gras og grasrækt. Unglingapróf tóku 140 nemend- ur. 127 luku prófinu og stóðust. Hæstur varð Jörundur Þórðar- son, hlaut ágætiseinkunn 9,37. Auk hans fengu þessir 5 nem- endur ágætiseinkunn á unglinga- prófi: Friðrik Guðbrandsson 9,27, Sigurjón ísaksson 9,07, Jakob Smári 9,03 og Sverrir Guðjónsson 9,00. Landsprófsdeildum Gagnfræða- skóla Austurbæjar var slitið 14. júní. Landspróf þriðja bekkjar þreyttu 79 nemendur, þar af einn utanskólanemandi, 76 þeirra stóð ust miðskólapróf, þar af 48 með framhaldseinkunn 6 og þar yfir í landsprófsgreinum. Hæstir urðu Guðmundur Alfreðsson 9,07 og Egill Þórðarson 8,96. Gr jótkast braut bílrúðu SL. þriðjaid’ag vair bifreiðin R-14337, sem er gulleit Fiat-bif- reið, á ieið til Reykjavíikur eftir þjóðveginum undir Eyjafjöllu'm. Er komið var rétt vesfcur fyrir bamasikólann undir útfjöllunuim, kom jeppabifreið akandd á móti. Skauzt steinn undan hjóli henn- ar og braut fra'mrúðu í Fiaitnum. Talið er, að jeppabifreið þessi sé úr Vestur- Skafíafel Lsisýsilu, og eir ökumaður hennaa- vinsamlegast beðinn að hafa samhand við ra«n sóknarlögregluna í Reykjavíik eða næsfca yfirvald. MYNDIN sýnir grátandi börn við hlið látinnar móður í þorpinu Chan Son í S.-Viet- nam. Móðirin beið bana er bandarískir landgönguliðar gerðu árásir á neðanjarðar- byrgi í þorpinu, en þar höfð- ust Viet Cong kommúnistar við. Þannig bíða óbreyttir borgarar bana í styrjöidinni í S-Vietnam. Washiogton 6. ágússt — NTB—AP. UTANRÍKISRÁDHF.RRA Ghana Alex Quaison-Sackey, kom í dag flugleiðis til Washington með sér- stakan boðskap frá Kwame Nkrumah, forseta Ghana, en friðarnefnd frá Ghana hefur ný- lega verið t Hanoi, höfuðborg — Heyvinna Framhald af bls. 3 jeppamum og við spyrjuim hann, hvernig sumarið hafi verið að hains dómi. — Ég tel þetta vera með al- beztu sumrum, setn ég mati eftir. Blnkert af heyjum hefur hrakið og bændur hér urn slóðir eru yfirleifct búnir að hirða eða koma upp í galifca og farnir að slá á engjum. — Þið þurfið víst ekki að óttast heyskort hér, en seljið þið eitthvað af heyi? — Við gerum það nú ekki á Núpum ,en í nýbýlahverf- inu undir Ingólfsfjalli tíðkast það nokikuð. Einin bóndi hefur lagt niður búskap hér í ná- grenninu, en leigir túnin oig stundar akstur í staðinn. Ný alþjóðastefna um skiptingu jarðnæðis ALÞJÓÐLEG ráðstefna um skipt ingu og hagnýtingu jarðmæðis, sem miðar að því að sérfræðing- ar á þessu sviði um heim allan skiiptist á skoðunum og reynslu, verður haldin sumarið 1966. U Thant íramkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og dr. B. R. Sen forstjóii Mafcvæla- og la.nd- Fengu stóran markríl við Hrollatigseyjar Akranesi, 5. ágúst. HINGAÐ kom í dag vélbátur- inn Sigurfari austan frá Hroll- augseyjum með 1500 tunnur af síld til bræðslu. Meðan landað var fundu sjómennirnir einn makríl í síldarkösinni. Hann var um 70 cm langur, og 15 til 20 punda þungur. Kokkurinn sauð makrílinn handa mannskapnum og þótti hann heldur betri en lax til átu. — Oddur. Fylgdist með Nlariners IV DR. Þorsteinn Sæmundsson er nýkominn heim úr tveggja mán- aða kynnisferð um Bandaríkin í boði utanríkisráðuneytisins þar. í ferðinni heimsótti hann 12 geimrannsóknastöðvar og vís- indastofnanir við ýmsa háskóla. Meðal annars heimsótti hann geimrannsóknastöðina á Kenne- dy-höfða, en þaðan er flestum geimförum Bandaríkjamanna skotið. Þá heimsótti hann geim- rannsóknastöðina í Houston í Texas, en þaðan er fylgzt með öllu er varðar geimfarana sjálfa, og aðra stöð í nánd við Washing- ton, þar sem fylgzt er með öllum tækjum í geimförunum. rannsóknum og Gemini Dr. Þorsteinn Sæmundsson fylgdist með öllum rannsóknum varðandi Gemini-geimfarið, sem skotið var á loft 3. júní sl. með tveimur mönnum innan borðs. Einnig hitti hann vísindamenn þá, sem sáu um smíði Mariners IV, sem tók Ijósmyndir af reiki- stjörnunni Mars. Fylgdist hann með rannsóknum þessum um leið og niðurstöður þeirra urðu kunn- ar. Þá fylgdist dr. Þorsteinn einn- ig með rannsóknum Bandaríkja- manna á norðurljósum og segul- mælingum þeirra, en hann vinn- ur hliðstæð rannsóknastörf hér heima hjá eðlisfraeðistofnua Há- skóla íslands. búnaðarstofnunarinnar (FAO) hafa í sameiningu boðið 121 ríki að setnda fulltrúa til ráósfcefn- unnar, sem haldin verðux í aðal- stöðvum FAO í Róm. Þetfca verður í annað sinn setn efnt eir til al þjóðaráðistefcnu um þessi efni, sú fyrri var haldin fyrir 15 árum. Ráðsfcefnan verð- ur fyrst og fremst mikilsverð fyrir þixkinarefca rfíð í vanþróuð- u.m löndium. Til umiræðu verða fjögur höfuð viðfangsefni: — Mat á ríkjan.di ábúðarikerf- um og leigukjörum og þýðingu þeirra fyrir þróun landbúnaðar- ins. Athyglinni verður sérstak- lega beinit að möguleikum þess að samræima áæitlamir um skipt- kigu jarðnæðis með því að skipu legigja fyrirfram hina efnahags- legu og félagslegu þróun. — Yfirlit yfir þá reynslu sem fenigizt hefur af ólíkuim aðferð- um við að skipta upp jarðnæði. — Gagnrýnið mat á styrkja- og hjálparráðstöfunuan, eins og t.d. lánasjóðum lamdbúnaðarins, skattastefnu, sam vinmufélöguim og afurðasölu. — Yfirlit yfir þá þýðimgu seim skipting jarðnæðis befur haft fyrir þróun landbúnaðairins og einnig fyrir hina félagslegu og efnahagslegu þróun yfirleitt, svo sem með tilliti til atvinnumögu- leika og tekjujöfnunar, aðfhntn- ings fil borga, iðnvæðingar og notkunar nýrra vísindalegra og tæknilegra aðferða. (Frá S.Þ.) Drenjíiir dettur ÞAÐ slys varð í gær í nánd við fiskitrönur Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar í Flatahrauni, að ungur piltur á skellinöðru datt af hjól- inu og meiddist. Piiturinn, sem heitir Jón Guðmundsson og á heima að Gimli í Garðahreppi, var fluttur á Slysavarðstofuna í Reykjavík. Var hann meiddur á báðum fótum. N.-Vietn»m. QuaLson -Sackey sagði í dag, að boðskapur Ghana forseta, kynni að verða til þess að vinna málstað friðar í Viet- nam gagn. Nkrumah sendi utan- ríkisráðherra sinn til Washing- ton eftir að hafa fengið skýrslu frá friðarnefndinni. Þegar eftir komu sína til Was- hington átti Quaison Sackey fund méð Deam Ru.sk, utamríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Talsmaður Bandaríkjaforseta, Bil Moyers, sagði blaðamönn- um að þeir Rusk og Johnson for- seti hefðu átt viðræðufund um heimsókn utanrikis.ráðherra Ghana í gærkvöldi, og hafi þá verið ákveðið að Rusk ræddi vi'ð Quaison-Saokey yfir hádegisverði í dag. Rusk átti síðan að eiga annan fund með Johnson eftir þær viðræður. Þeir, sem gerzt fylgjast með málu'm, fceija að boðskepur Nkr- umah feli m.a. í sér ósk um að Bandarífcjamenn láti af loft- árásum síivum á N.-Vietnam. SSeinf í gærkvöldi gek-k Quai- son-Saekey síðan á fund John- sons forseta í Hvíta húsinu, og afhenti bonum boðskap Nkr- umah. Örlítil athugasemd í ALÞÝÐUBLAÐINU 25. júní sl. ræðir Ólafur Jónsson orð Þor- steins Ö. Stephensen leiklistar- stjóra um leikhúsmál hér á landi og kemur víða við. Mér fannst viðtalið ágætt að undan teknu einu atriði, sem ég kem að síðar, sem að mínu áliti er fjarstæða. Margt kom þarna réttilega fram svo sem leikferðalög höfuðstaðar búa og fleira. Þorsteinn segir: „Ég hef enga trú á því að „sam- keppni“ leikflokka úr Reykjavík á sumrin eða útvarpsins dragi úr leikstarfinu heima fyrir. í flest- um stöðum er fólk með ódrep- andi áhuga að starfa sjálft og þessar heimsóknir verða því frekar örvun en hitt“. Þessu er ég sammála en svo heldur sam- talið áfram. „Hins vegar hef ég heyrt tíðindi, sum eru raunaleg ef þau eru rétt, að félagsheimil- in nýju hafi síður en svo reynzí leikfélögum neitt skjól eða lyfti- stöng. Þessi hús eru sem sé svo dýr í rekstri að þau eru leik- félögum ofviða, verða að hafa all- ar klær úti að afla sér fjár til aC reksturinn beri sig. Leikfélögin hafa alls ekki fengið þar full- nægjandi aðstöðu til æfinga, hús- in standi frekar lokuð og tóm ef ekki er nóg leiga í boði.. — Hérna vildi ég mega skjóta inn 1 þessum orðum. Ég er búinn aC sviðsetja á fjórða tug leikrita á hinum ýmsu stöðum á landinu og er þessu því örlítið kunnugur. Mér vitanlega hefur ekkert fé- lagsheimili hindrað starfsemi leikfélags staðarins. Þvert á móti hefur samstarfið verið gott og félagsheimilin látið leikfélag staðarins húsið til æfinga og sýn- inga, þegar þörf hefur verið á. Að vísu þekki ég ekki öll félags- heimili landsins en mörg þeirra. Hitt er svo annað mál, að þar sem aðstaða hefur verið þannig að póiitískir flokkar ráða yfir samkomuhúsi staðarins hefur það orðið þrándur í götu fyrir leik- starfsemi staðarins og það er raunaleg saga. En það má ómögu lega blanda þeim saman við fé- lagsheimilin. — Með þökk fyrir birtingu. Höskuldur Skagfjörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.