Morgunblaðið - 03.09.1965, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.09.1965, Qupperneq 8
8 MORGUNBiAtolÐ Fostudagur 3. sept. 1965 Bréf sent Mbl: Vegaskattur á S*nesjaveg 1) Flestum var ljóst, að marg- ir bílar aka um Fossvog, Kópa- vog og um Hafnarfjarðarveginn dag hvern. Hins vegar vissu ekki allir, að þeir væru, eins og Vega málastjórnin hefur uppiýst, til jafnaðar 18.000 á sólarhring. Það væri ekki úr vegi, þar eð helzt er talað uun kostnaðinn af vegagerð, að tala lítið eitt um kostnaðinn af vegagerðarleysi, og hvað tapas-t á því að láta standa á löngu áföllnum útgjöld um við vegagerð. Góðar akbraut ir leyfa hraðari og hættuminni akstur en .’élegar. Til þess að gera okkur grein fyrir stærðar- hl'utföllunum skulum við at- huga eftirfarandi. Áætlun, að hver þessarra 18000 bifreiða aki fimm kílómetra eftir Hafnar- fjarðarvegi. Sumir aka lengra, aðrir styttra, en athugun okkar nær til fimm kílómetra spotta vegar. Eins og nú er málum háttað þarf stundum að stanza og við getum gert ráð fyrir, að í stað 30 km/klst. meðalhraða inegi án áhættu aka með 60 km/ klst hraða á fullkomnum vegi. í staðinn fyrir 10 mínútna akst- ur kemirr 5 mínútna akstur. Átján þúsund sinnum á sólar- hring ekur bílstjóri tæki sínu þessa leið. Þetta jafngildir 1500 tímum á dag eða sem næst 550.000 tómum á óri. Sumir hafa farþega, einn, tvo og allt upp í fimmtíu eða sextíu, Aðrir aka atvinnutæki, sem kostar e.t.v. eitt hundrað eða tvö hundruð krónur á klukkustund. Reyndar kunna sumir að vera á leið í Hafnarfjarðarbíó, en fleiri, sem ekki eru í vinnu, eru sjálfsagt að flýta sér heim tól þess að nota birtuna við smiði nýja húss ins. Mjög varlega má áætla, að kostnaður vegna tímataps bíÞ stjóra einna nemi kr. 30.000.000 á ári. Sjálfsagt gætu þessir menn, farþegar og vinnutæki skapað verðmæti fyrir 100.000. 000 krónur á ári í viðbót við aðra sköpun, ef þeir þyrftu ekki að slíta taugunuim á vegum sem þessum. Hvað kostar svo fimm kíló- metra spotti? — Ég mun ekki reyna að svara því, en trúað gæti ég því, að sumir mundu kalla fimm kílómetra vegar- spotta „góðan bisnis“ og lengra veg „ennþá meirj. bisnis"! Nei, vegagerð á þéttbýlum at- vinnusvæðum er ekki lúxus, heldur nauðsyn. Nauðsynin er brýnni en margt annað. 2) Nú er verið að ljúka vega- gerð, sem lengi var beðið eftir. Notkun ófullnægjandi vegar á þeirri leið hefur örugglega kost- að þá, sem nota þurftu margar milljónir umfram það, sem eðli- legt mætti teljast, m.a. vegna slits á farartækjum og öryggis- leysis. Suðurnesjavegur tengir höfuð- borgarsvæðið við svæði, sem telst til fjölbýlustu svæða lands- ins. Á Suðurnesjum eru útgerð- armiðstöðvar, samningssvæði Atlantshafsbandalagsins og Al- þjóðleg flugstöð. Vegurinn er nú að komast í það horf, sem get- ur talizt eðlilegt fyrir notencbur bans. Frétzt hefur frá Vegagerðinni, og sagt hefur verið í blöðum, að nýlega hafi farið fram talning og flokkun bifreiða til undir- búnings álagningar vegartolls. Það virðist skoðun ráðamanna á þessum vettvangi, að það, sem hlýtur að teljast sjálfsagður hlut ur til stuðnings framkvæmdalíf- inu, skuli tollast sem lúxus. Skattar tól vegagerðar eru þó nú þegar teknir með eldsneytisgjöld um oJL. Ekki getur verið eðli- legt að láta þá, sem éður voru útundan borga sérstaklega fyrir framkvæmdir, sem sjálfsagðar eru. Uppsetning sérstakrar, hvim- leiðrar, tollbúðar með tilkostn- aði við starfslið, sem engin verð mæti skapar, hlýtur að dæmast óeðlileg framkvæmd. Þeir, sem nota veginn greiða sín gjöldr lum leið og þeir greiða fyrir elds- neyti. Notkun þessa vegar ,sem og annarra vega, er yfirleitt fyrir heildina, eigi einungis bifreiða- eigendur, Sá, sem ferðast með eða bíður eftir bifpeiðaeigandan um nýtur einnig. Fyrir kostnað í atvinnurekstri verður neytand- inn að greiða, jafnt vegatolla sem og aðra tolla. Er það skoðun Vegagerðar Ríkisins, að þeir, sem starfa á Suðurnesjum, geri svo litið fyrir þjóðarheildina, og skili svo litlum arði til þjóð- félagsins, að íþyngja þurfi þeirra hag umfram hag ann- arra? Meðal þeirra, sera ekki virðast eiga gott skilið eru þess- ir: 1) Sjómennirnir á Suðurnesj- um. 2) Loftleiðir á Keflavíkurflug- velli og farþegar þeirra. 3) Starfsmenn Varnarliðsins við Keflavík. Af dæminu uim Hafnarfjarð- veginn má sjá, að varla er hægt að beita þeim rökum, að verið sé að setja undir þá Suðurnesja- menn þann lúxus, sem þeir ein- ir slculi borga fyrir. Hvað starf- semi Vamarliðsins snertir, mætti minnast þess, að drjúgar gjaldeyristekjur haÆa verið af framkvæmdum þess á vissum tímabilum ,er aðrar gjaldeyris- tekjur voru með minna méti. Verktakinn, sem bezt var fær um hina miklu framkvæmd byggir veldi sitt á framkvæmd- um Varnarliðsins. Framlag ís- lands tíl NATO hefur varla ver- ið svo mikið peningalega, að ástæða sé til þess að finna leið- ir, áður ónotaðar hér á landi, ti.l þess að skattpma velgjörðar- mennina. Þessi ve-gur er enginn einka- vegur, og Suðumesjamenn hljóta að rísa upp á móti þess- arri þróun í vegamálum. Aðr- ir þjóðvegir fylgja þessum, og allir landsmenn ættu að geta tekið undir mótmæli gegn því, sem virðist skoðun þeirra, er stýra vegamáhrm, að nothæffir þjóðvegir teljist lúxus. Sveinn Ouðmnndsson, verkfræðingnr. í sumarleyfi suður á Ítalíu ÞAÐ geíkk á ýmsu áður en Beatrix riikisarfi Hotóendinga fékik vilja sínum framgengt og þing og þjóð lögðu blessun sína yfir manninn sem stúlik- an vtódi eiga, Þjóðverjann Klaus von Airrnsberg. En nú er þegar farið að fymast ytfir erj'urnar, Klaius er í óða önn að læra ihollenzikiu oig Beatrix aðstoðair ihann dyggilega. Þau eru nú í sumanleyfi siu&ur á ítailiíu og eru svo luikiku'leg með lítfið og tilveruna að ljós- miyndarannir, sem elita þau auðvitað á röndium, mega þaikika sínum sæla. Inn lyrir veggi „Hvíita fíls- ins“ í Porto Brcole, komast ljósmyndara'rnir -ek'ki, þar er her manna fyrir til varnar ágenigni þeirra, bæði ítalsikir oarabini'eri og holienskir hirð- meistarar. Þar eru Júlíana drottning og Berrihard prins, maður hennar, og þangað kom líka Irena prinsessa, sú er gitftist suður tád Spánar, í heimsótfcn til foreild'ra sinna og systur. Og svo segja sannorð- ar heimildir að drottning eldi sj’álf ofan í al'l't sitt fóil'k ag þyki gamian að, en diætrum hennar ekki eins, „því mamraa býr til of góðan mat“. KóngaÆóilkið skemmtir sér eins og annað fólk í sumar- leyfi sínu, syndir, fer í sól'bað, Skreppur út á bátum og fer á sjóskíðium, eíbur út í sveit tii að skoða sig um og slkreppur ka'nnski til San SteÆano etftir inatinn drottingar til að borða ís, af því þeir í San Stetfano búa til svo góðan ís. En oftast halda þau sig þó heima við, bæði drottning og dóttir henn- ar og landarnir Berníh'ard prins og Klaus von Amsberg. Þau hatfa lika um nóg að tala, brúðkaupið er efcki langt und- an og Klaus þarf ýmisiegt að læra annað en hollenzikuna eina og þeir Bemhard sitja löngum á tali saman meðan Beatrix og Júlíana ráðslaga við Irenu um brúðarkjólinn og boðsgesti og a'lllt tilstandið í kringum brúðkaupið, sem efeki hefur enn verið áitoveðið hvenær verði. Sögusagnir voru á kireiki urn að hjónaefn in hietfðu viljað að það yrði um jólaleytið, en hólilenzltou hirðinni þótti betur hlýða að fresta því til vons. Allt um það er aldrei nema gaman til þess að vita, að krónprinsessiur nú till dagis þurifi etoki einlægt að giftast sér þvert um geð, hedd ur fái að ráða sér sjálfar. Námskeiö fyrir stjorn- endur lúörasveita STJÓRN Samibands íslenzkra lúðrasveita boðaði blaðamenn k sinn fund s.l. föstudag og skýrði frá fyrirhuguðu námskeiði fyrir stjórnendur lúðrasveita. í sam- bandinu eru nú 16 lúðrasveitir víðsvegar á landinu eða allar, sem nú eru starfandi. Auk þess eru allmargar bamalúðrasveitir sem starfa í skólum landsins. Sambandið fékk nýverið aukna fjárvertingu til starfsemi sinnar og er þetta m.a. afleiðing henn- ar. Þá hyggst sambandið efna til útgáfu á nótum fyrir lúðra- sveitir og samxæma um leið hljóðfæraskipun í þeim. Lúðrasveitir eru lítt launaðar en njóta ofulítilla styrkja frá bæjarfélögum og ríki, en starf einstaklinga er nánast allt sjálf- boðavinna og frístundastarf. Áv- alt hefir verið hörgull á mönn- um er notið hafa þjálfunar við stjórn lúðrasveita og er nú fyr- irhugað að bæta úr því. Stjórn SÍL segir svo um þetta efni: Á síðasta aðalfundi Sambands ísl. lúðrasveita (SÍL) var sam- þykkt, að etfna til námskeiðs fyr- ir stjórnendur og aðra áhuga- menn um máletfni lúðrasveita. Stjórn SÍL hefur nú ákveðið að efna til slíks námskeiðs í Reykjavík dagana 9. til 19. sept- n.k. og setur formaður SÍL, Hall dór Einarsson námskeiðið í Hljómskálanum hinn 9. sept. kl. 2 síðdegis. Námskeið þetta er hið fyrsta sinnar tegundar sem hér er efnt til. Undirbúningur að því hefur verið allmikill og kennaraval vandað svo sem frekast er kost- ur á. Aðalkennarar eru þeir Páll Pamphicler Pálsson, er kennir hljómsveitarstjóm bæði fræði- lega og einnig verklega á æfing- um lúðrasveitanna hér í Reykja vík, og Jóhann Moravék Jó- hannsson, sem kennir radd- færslu og þau vinnúbrögð er lúta að gerð nótna fyrir lúðra- sveitir. Þá mun einnig verða haldin erindi um hljómlist á stafanir verið gerðar til að námskeiðinu og verða þeir Pill Isólfsson og Jón Þórarinsson meðal þeirra, er þau erindi flytja. Aformað er að kennt verði um 5 stundir á dag meðan námskeið ið stendur yfir auk þess sem farið verður í heimsóknir til lúðrasveita á kvöld-æfingar. Þátttakendur geta þvi ekki æ€l- að sér önnur verkefni samtím- is námskeiðinu. Þótt hér sé um nýlundu að ræða og margir þurfi um lang- an veg að sækja er þótttakan góð, og munu flestar sveitir SÍL eiga þarna einhvern nemanda en í sambandinu eru 16 lúðra- sveitir. Um endanlega tölu þátttakenda er enn ekki vitað, iþví þátttökutilkynningar eru enn að berast, en áhugi lúðra- sveitarmanna er mikill enda er hér um mál að ræða, seru lengi hafa verið uppi óskir urrv. þótt aðstæður hafi til þessa ek-ki leyft að úr framkvæmd yrði. Kennslan á námskeiðinu verð ur nemendum að kostnaðarlausu Undirbúning námskeiðs þessa 'hefur stjóm SÍL annast, ea hana skipa Halldór Einarsson, Karl Guðjónsson ag Eiríkur Jóhanin- esson og auk hennar þeir Guð- mundur Norðdahl og Björn Guð jónsson. 18000 bílar fara um Fossvog

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.