Morgunblaðið - 03.09.1965, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.09.1965, Qupperneq 17
Fðstudagur 3. sept. 1965 ¥ORCUNBLAÐIÐ 17 Eftir óeirdirnar í Los Angeles Blökkumaður rænir skóm úr ve rzlunarglugga í Los Angeles. KYNÞÁTTAÓEIRÐIRNAR í Los Angeles á dögunum, sem kostuðu rúmlega 30 manns lífið, hafa enn á ný beint athygli manna að hinu mikla vandamáli sambúðar hvítra manna og þeldökkra í Bandaríkjunum. Hér á eft- ir fer úrdráttur úr þremur greinum eftir fréttamenn „The Observer“, og eru þær allar skrifaðar vegna ó- eirðanna í Los Angeles. Sú fyrsta er eftir Patrick O’- Donovan og fjallar um kyn- þáttavandamálið almennt, síðan er grein um túlkun Pekingstjórnarinnar á óeirð- unum í Los Angeles eftir G. S. Warren, og loks úrdrátt- ur úr grein um Los Angeles eftir John Ardagh. Blökkudrengir Ieika sér að pen- ingakassa, sem stolið hefur ver- ið úr verzlun. Uppreisn blökku- mannanna Blökkumenn í Bandaríkj- unum hafa nú gefið heift sinni lausan tauminn. í borg um Norðurríkjanna hafa þeir afneitað leiðtogum eins og dr. Martin Luther King, vegna þess að þeim finnst þeir ekki herjast af nægilegri hörku. Heiftin er ekki blandin hugsjónum, hún er sprottin í hugum manna og kvenna, sem hafa þolað of mikið, misst þolin- mæðina og langar til að herða svartar hendur að hvítum hálsum svo ÞEIK megi þjást líka. Það var engin paradís, sem þessum fyrrverandi þrælum opnaðist, þera þeir voru leystir úr ánauð fyrir um 100 árum. Formlega fengu þeir full ríkis- borgararéttindi og deildu lífs- baráttunni, frelsinu og ham- ingjunni með samborgurum sínum, en óvíða hlutu þeir raunverulegt jafnrétti. f>eir hafa verið sviknir um það í .hundrað ár og eru enn í neðsta þrepi þjóðfélagsstigans. Blökkumennirnir láta heift síha í ljós með glæpum og of- beldi og með því að neita að aðlaga sig siðvenjum hvítu niannanna. Auðvitað eru ekki allir blökkumenn á sama stigi. Það eru hinir ungu, sem láfa heift sína í ljós á fyrrnefndan hátt á götunum, en hinir eldri og virðulegri núa saman hönd- um og eru áhyggjufullir vegna atburðanna, þótt lang flestir þeirra séu bitrir í hjarta sínu. Það er venjulega þannig um' byltingar, að þær eru gerðar, þegar mesta óréttlætinu hefur verið bægt frá. Þetta sannast nú í Bandaríkjunum, því að undanfarið hefur meira verið gert á skömmum tima til að auka jafnrétti blökkumanna,' en nokkru sinni fyrr, frá því að þeir fengu frelsi. Johnson, for- seti, hefur fengið samþykkt lög, sem tryggja blökkumönnum kosningarétt, algert jafnrétti og atvinnu. En umbæturnar vekja ekki þakklæti heldur gera það að verkum, að minningarnar um harðræði fortíðarinnar verða æ ljósari. Þrátt fyrir öll nýju jafnréttis lögin, eru fordómarnir óhagg- anlegir. Það er ekki unnt að setja mannshjartanu lög. — Menn vilja ekki búa í næsta húsi við blökkumannafjöl- skyldu, því að venjurnar, sem þeir hafa tamið sér á 100 ára niðurlægingartímabili eru allt aðrar en hinna hvítu. Verka- lýðsfélögin vilja helzt ekki veita blökkumönnum aðgang og í -uga þeirra er alltaf þessi spurning: „Verður mér vel tek- ið í þessari verzlun, á þessu gistihúsi eða þessum bar?“ Eins og ástandið er nú má segja, að blökkumennirnir heimti ást og virðingu með byssustingina á lofti. Mennta- menn i þeirra hópi, eins og t.d. James Baldwin, neita að fallast á málamiðlun, og það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað þeir vilja, en kröfur þeirra eru miklar og það fer í vöxt, að þeir neiti að hlusta á öll sjón- armið, sem ekki eru í full- komnu samræmi við þær. — „Frjálslyndur“ er nú skammar- yrði á vörum blökkumanna, þrátt fyrir allt, sem frjálslyndir hafa áunnið þeim í hag. Hinir hvítu eru „maðurinn" eða „hr. hvítur“ og í stað allra tilrauna til úrbóta og málamiðlunar er komin alger afneitun og óyfir- stíganleg andúð. Það eru ekki blökkumanna- leiðtogarnir, sem hafa æst til óeirða í borgum Bandaríkjanna að undanförnu. Heldur eru það víðast ungir menn og vinkonur þeirra, sem gera sér grein fyrir hve æska þeirra er stutt og sjá eymdina, sem fyrir höndum er. Þau eiga slæm heimili og áhugi þeirra beinist fyrst og fremst að því að komast yfir bifreiðir. gnægð peninga, fata og víns. Þau vilja gleyma stund og stað í vímu og draumar þeirra ná ekki lengra en til skamm- vinnra, innantómra skemmt- ana. Þau eru illa menntuð og hafi þau vinnu, er áhuginn á henni lítill og framtíðarmögu- leikar engir. Þetta stafar ekki af því að allir hvítir menn í Bandaríkj- unum séu illmenni. En þeir hafa ekki viljað flækja sig í samskipti við hinn litaða hluta íbúanna. Þeir vilja helzt ekki að börn þeirra alist upp með blökkubörnum og reyna að forð ast í lengstu lög, að þau gangi í sömu skóla. Hvítir menn í Bandaríkjunum eru ekki verri en gerist annars staðar, en and- úðin á blökkumönnum er þeim í brjóst borin. Þeir óttast þá og óttinn er sterkasti grundvöllur- inn undir hatur. Blökkumannauppþotin eru ó- markviss. Fólkið, sem þau ger- ir, hefur enga ljósa hugmynd um hvað það vill. Það er vart viðmælandi, öskrar annað hvort af hatri eða gerir tilraun- ir til meiðinga. Bilið milli hvítra manna og þeldökkra í borgum Bandaríkjanna er raun verulega að breikka og erfitt er að koma auga á leið út úr ó- göngunum. í augum blökku- manna tákna lögreglumenn, hvort sem þeir eru hvítir eða þeldökkir, þvinganir og bönn, og þeir virða hvorki eignir, presta, konur, lög eða reglur. Flestir eru þeir á lægra sið- ferðisstigi en hvítir menn. Þeir virða hjóriabandið lítils, drekka, neyta eiturlyfja, spila og slást í endalausri leit að stöðu í þjóð- félaginu, sem þeim hefur verið haldið utan við. Og margir þeirra sækjast aðeins eftir hin- um skammvinnustu líkamlegu gæðum, sem þjóðfélagið hefur að bjóða. Þeir styðja dugandi stjórnmálamenn eins og t.d. Adam Clayton Powell, fulltrúa- deildarmann frá Harlem. En það er ekki vegna þess hve at- hafnasamur hann er í þinginu heldur fyrst og fremst vegna þess hve snilldarlega honum tekst að orða tilfinningar þeirra. Og sýni hvítir menn honum vantraust eða móðganir, eykur það fylgi hans meðal hinna þeldökku. Óeirðir, eins og þær sem urðu í Los Angeles á dögunum, gjósa venjulega upp vegna at- burða, sem þykja nægileg af- sökun til að hleypa af stað of- oeldisverkum, t.d. handtöku eða líkamsárása. Það, sem raun verulega veldur óeirðunum er það sama og fær blökkumann tii að öskra blótsyrði á eftir bifreið, fremja rán eða svara saklausum vegfaranda skætingi. Og þær geta jafnt orðið í litlum borgum í New York-ríki og blökkumannahverfum stórborg- anna. Ástandið í kynþáttamálunum í Bandaríkjunum er vægast sagt ömurlegt og því meir, sem maður kynnist .því, þeim mun tregari verður maður til að skella skuldinni á einhvern einn aðila. Blökkumaðurinn er fórnarlamb, einnig hinn hræddi og reiði lögreglumaður, mið- stéttar húseigandinn, sem ótt- ast um eignir sínar og jafnvel hvíti blökkumannahatarinn í Suðurríkjunum. — Bandarikja- menn eru nú að greiða fyrir syndir feðra sinna. Með baráttunni gegn fátækt- inni, tilraunum til að veita blökkumönnum menntun og at- vinnu, hinu vinsamlega frjáls- lyndi, sem vísað hefur verið á bug, og hinni ötulu baráttu for- setans fyrir bættum kjörum blökkumanna, er verið að reyna að breyta ranglæti í rétt- læti. En þetta er meira vanda- mál en styrjöldin í Víetnam. Því að á mestu velferðartím- um, sem Bandaríkin hafa lifað, er hluti íbúanna sjúkur af heift Klnverja á óeirðunum I Los Angeles Kínverskir kommúnistar hafa tilhneingu til að túlka öll þjóðfélagsleg umbrot I ljósi kenninga Marx og Len- ins. Það kemur því ekki á óvart, þótt þeir telji óeirð- irnar í Los Angeles lið í bar- áttunni gegn heimsvalda- sinnum. Blöð í Peking jafna óeirðunum við baráttu þjóð- frelsishreyfinga í Afríku, baráttu gegn vestrænum árásaraðilum í S-Víetnam og uppreisninni í Dóminí- kanska lýðveldinu. Það, sem tengir þessa atburði í augum Kínverja, er að andstæðing- arnir eru alls staðar banda- rískir heimsvaldasinnar. Samkvæmt niðurstöðum I Peking, eru kynþáttaóeirðirnar stéttabarátta. Þar af leiðandi benda Kínverjar á kenningar Marxismans um, að í slíkri bar- áttu séu kúgarar og hinir kúg- uðu ósættanlegir, hinir kúguðu hljóti að sigra og þar af leið- andi verði endirinn óhjákvæmi- lega hrun kapítalismans i Bandaríkjunum. En það ætti auðvitað hver sannur komm- únisti að þrá, og stjórnin í Pek-r ing er óspör á að lofa blökku- mönnum stuðningi. Þessi stuðningur er fyrst og fremst fólginn í áróðri og á því sviði býr Pekingstjórnin yfir mikilli reynslu. Það var fyrir tveimur árum, sem Mao Tse- tung, hélt langa ræðu og skor- aði á heiminn að veita blökku- mönnum í Bandaríkjunum stuðning í kynþáttabaráttunni, en fram að þeim tíma höfðu Kínverjar veitt þessari baráttu takmarkaða athygli. Að vísu höfðu fjálgar yfirlýsingar verið birtar af og til í Peking, oftast í sambandi við heimsóknir bandaríska blökkumannaleið- togans dr. W. E. B. Du Bois. Þegar Mao hélt fyrrnefnda ræðu, lá Du Bois, sem þá var 96 ára, banaleguna. Það var þvi F*ramh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.