Morgunblaðið - 03.10.1965, Page 6

Morgunblaðið - 03.10.1965, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. október 1965 IUatthaas Jónasson, prófessor: Síðborið afturhvarf NÝL.BGA gátu íslenzk blöð um samþykkt, sem gerð var eftir harðar deilur á kirkjuþinginu í Rómaborg. I>að fór lítið fyrir þessari frétt í dagblöðunuip, enda hefir verið hljótt um hana síðan. Samt er hér um mál að ræða ,sem haft gaeti áhrif á þá atburðarás, sem við nefnum ver- aldarsögu. Wí er vert að staldra við andartak og íhuga þessa frétt. Kirkjuþingið Og með því æðsta stjórn kaþólsku kirkjunnar sam- þykkti hinn 21. september, er 1965 ár voru liðin frá fæðingu endurlausnarans, að trúfrelsi skuli ríkja meðal manna. Þetta ber vitanlega að skilja þannig, að kaþólska kirkjan veiti áhang- endum sínum trúfrelsi, enda nær vald hennar til slíkra hluta ekki lengra. I>essi samþykkt og þær hörðu deilur, sem voru undan- fari hennar, bera það með sér, að hingað til hafa jálendur kaþólskrar trúar ekki notið slíks frelsis. Hvernig víkur því við? Er trúfrelsi ekki ófrávíkjanleg forsenda sannrar trúar? Getur trú sprottið fram úr innstu ver- und manns samkvæmt skipun og þvingandi valdboði? Sú var tíð, að kristnum mönn- um þótti trúfrelsið eftirsóknar- vert og þeir töldu það til frum- réttinda mannsins. Þetta var á fyrstu öldum kristninnar, þegar kristnir menn voru ofsóttir og guðsdýrkun þeirra bönnuð' nema þeir vildu jafnframt veita guðum ríkistrúarinnar skylda lotning. Gegn þeim mönnum kristnum, sem neituðu þessari takmörkun trúfrelsisins hófust hinar hrylli- legu ofsóknir, sem hinn frægi sagnfræðingur Will Durant segir um, að ekki hafi átt sinn líka fyrr en á dögum rannsóknarrétt- arins, þ. e. hinnar illræmdu pyndingarsérfræðistofnunar, sem kaþólska kirkjan beitti í trúar- ofsóknum sínum. Þá var tíð trú- freisisins löngu liðin. Hún hófst formlega árið 313 e. Kr. þegar hinir tveir ríkjandi keisarar Rómaveldis gáfu út til- skipun, að öllum þegnum heims- veldisins skyldi frjálst að hafa þann átrúnað, sem þeim líkaði. Þetta var hinn mikli sigur frum- kristninnar. En trúfrelsisins naut ekki lengi. Ekki vegna þess að keisarinn gengi á bak orða sinna, heldur hófst nú togstreita meðal valdamanna kirkjunnar og við- leitni til að kúga menn xmdir ákveðna trúarjátningu. Það spáði ekki góðu, að heiðinn keisari neyddist til að kalla saman kirkjuþing (Nikea 325 e. Kr.) til þess að setja niður innbyrðis trúardeilur kristinna manna. Minni hlutinn varð að beygja sig, en þeir fáu, sem ekki létu bugast, heldur héldu fast við trúarskilning sinn, voru bann- færðir af biskupum meirihlutans. Þannig hóf hin unga kirkja þeg- ar í upphafi löglegrar tilveru sinnar hinn ægilega refsivönd sinn á loft. Hann átti eflaust mikinn þátt í trúræknisskipan Og samheidni kaþólsku kirkj- unnar en í skjóli hans þróuðust einnig hvers konar mannlegir lestir Skal það ekki rakið hér. Einstrengingslegt ofstæki ka- þólsku kirkjunnar bitnaði sárlega á frjálshuga mönnum um aldir, varð þróun vísindanna þungur fjötur og leiddi að lokum til grimmilegra styrjalda, þegar trú- að fólk undir forystu Martin Lúthers sneri baki við Rómar- kirkjunni. Hugvitssemi kaþólsku kirkjunnar á pyndingar þeirra „trúvillinga“, sem hún náði til, átti sér takmörk á því einu, ef dauðinn leysti fórnarlambið of snemma frá kvölunum. Hversdagslega eru þessar á- virðingar horfnar í fyrnd og gleymsku, en nú rifjast þær upp og vekja nokkurn ugg um hald- gæði trúfrelsisyfirlýsingarinnar, þegar á reynir í framkvæmd. Áhangendur margvíslegs átrún- aðar eru dreifðir um víða veröld og náin samskipti einstaklinga af ólíkum trúflokkum því óhjá- kvæmileg. Eitt tilvik slíkra kynna er hjónabandið. Róm- verska kirkjan hefir um alllangt skeið veitt áhangendum sínum Jeyfi til þess að bindast maka af annarri trúarjátningu og jafnvel úr hópi „trúvillinga", en þó að- eins með því ófrávíkjanlega skil- yrði, að væntanleg afkvæmi al- ist upp til hinnar einu sönnu trúar, þ. e. kaþólskrar trúarjátn- ingar. Þetta mun sjaldan hafa komið hart við íslendinga, því að kaþólski söfnuðurinn hér á landi er bæði fámennur og að yfirgnæfandi hluta frjálslyndur. Auk þess eru íslendingar tor- fengnir til ofstækis £ trúmálum. En þar sem trúarbrögð kljúfa stórar þjóðir og orðalag trúar- játningar er gert að sáluhjálpar- atriði, fær enginn tölum talið það böl, sem þetta skilyrði fyrir hjónavígsluleyfinu hefir valdið. Togstreita, samvizkukvalir og hjúskaparrof eru algengar af- leiðingar þess. Hjartahreinir unn endur slíta tryggðum vegna þess- arar kröfu, sem grípur svo ó- vægilega inn í líf þeirra. Þau börn, sem samkvæmt henni hafa bætzt í kaþólskan söfnuð, eru því dýru verði keypt, ef metið er til persónufrelsis og mann- legrar hamingju. Þess vegna vaknar nú sú spum, hvort trúfrelsisyfiriýsing kirkju- þingsins í Róm 1965 boði frá- hvarf kaþólsku kirkjunnar frá þessari misbeitingu hins kirkju- lega valds. Þess ber að vænta, að reyndin svari henni játandi. En ef trúfrelsissamþykktin tekur ekki til þess sjálfsagða persónu- frelsis, að börn hjóna af tveim ólíkum trúflokkum fái óátalið að vaxa upp í þeirri trú, sem þau sjálf og foreldrar þeirra óska, þá er hún yfirskin eitt og markleysa. Og markleysan ein- ber verður hún, nema æðsta stjóm kaþólsku kirkjunnar láti sér umhugað um að skýra inntak hennar og gildi fyrir hverjum söfnuði og hverjum einstaklingi. Með því væri þá viðurkennt að nýju það, sem játendum frum- kristninnar þótti svo mikilvægt, að trúfrelsi er gmndvallarréttur hvers einstaklings og stendur ofar öllu trúrækniskipulagi og kirkjulegum myndugleika. >á væri upphafin sú þvingun til- finninga, sem óhjákvæmileg hlýtur að verða, þegar sterk ást- hneigð til maka og barna rekst á trúarleg boð og bönn. Slík viðurkenning í verki á jafnrétti æðri trúarbragða mætti verða öllu mannkyni fordæmi og hvatn ing á vegferð þess til vaxandi umburðarlyndis og þess réttlætis í samskiptum, sem leitt gæti til sátta og friðar. Nú stendur skráð á helga bók, að ekki sé vænlegt að hella nýju víni í gamla belgi. Hætt er við, að sú speki ásannist enn í fram- kvæmd yfirlýsingarinnar, eink- um með þjóðum, þar sem mennt un alþýðu hefir verið vanrækt og ofstækisfull þröngsýni ræður Sýning Harðar UNGUR íslendingur, sem bú- settur er erlendis, heldur sýn- ingu á málverkum sínum þessa dagana í Ásmimdarsal við Freyjugötu. Það er Hörður Karls son, sem hér á í hlut ,og við hér heima höfum aðeins kannazt við þennan unga listamann, vegna þess að hann hefur verið sigursæll í alþjóðakeppnum um teikningu á frímerkjum, og sama dag og sýning þessi var opnuð, komu út Evrópufrímerki, er teiknuð voru af honum. Á sýningu Harðar eru 24 mál- verk og nokkrar krítarmyndir, og ætti það að gefa góða hug- mynd um getu listamannsins. Það er fjörlegur og hressilegur blær á þessari sýningu, og yfir- leitt vinnur Hörður myndir sín- ar nokkuð frábrugðið því, sem við eigum að venjast hér á ís- landi. Hann málar af inn/blástri og vinnugleði og beitir hug- myndaflugi og frjálslegri hugs- un í myndbyggingu sinni. Litirn- ir eru yfirleitt í sterkum tónum og verka á stundum nokkuð hrá- • Óregluleg útborgun ellilífeyris „X“ skrifar: „Þar sem ég er ókunnugur tryggingalöggjöfinni, eins og hún er nú, langar mig til að spyrjast fyrir um það hjá hlut- aðeigendum þessara mála, hvernig háttað sé fyrirmælum um útborganir, í þessu tilfelli útborganir ellistyrks. Ég veit að vísu, að í Reykjavík fara greiðslur fram mánaðarlega og ef til vill víðar í kaupstöðum, en því er ekki þannig varið í sveitunum. Þar fer útborgun fram fjórum sinnum á ári. >ó að talsvert sé þannig gert upp á milli þéttbýlis og strjál býlis, væri það þó sök sér, ef útborgxm færi fram á þriggja mánaða fresti, en því er ekki að heilsa, a.m.k. ekki alls stað- ar._ í héraði því, sem ég á heima, hefur aðeins ein útborgun far- ið fram á þessu ári, um miðjan april, en nú er kominn 13. sept- ember. Ég hef svo þessi orð ekki fleiri að sinni, en fæ ekki betur séð en við höfum sama rétt, hvort við sem búum í sveit eða við sjó. — X“. Velvakandi spurðist fyrir um málið og fékk þau svör, að í sveitunum væri „allur gangur hafður á“ um útborganir elli- lífeyris. Víðast hvar mundi hann vera greiddur út á þriggja mánaða fresti, en sums staðar mundi líða lengra á milli eða skemur. Ekkert væri hægt við því að segja, þótt hann væri aðeins greiddur út einu sinni á ári. — Um þetta virðast því ekki vera nein ákvæði í lögum eða reglugerðum. • Sorphreinsun í Hlíðahverfi „Kæri Velvakandi! Það er margt, sem ber á góma í dálkum þínum. Eitt er það, sém ég hef lengi beðið eft- ir að sjá, og það er kvörtun á framkvæmd sorphreinsunar í bænum. Nú er mælirinn fullur, svo að ég get ekki orða bundizt og tek mér penna í hönd. Hér í Hlíðarhverfinu þykir manni hátíð, e.f vinirnir sjást einu sinni í viku til að tæ-ma ruslatxmnurnar. En nú í seinni tíð koma þeir svona á tíu til tólf daga fresti. Öllum framförum bæjarins hef ég tekið með fögnuði, en hvað lengi eigum við að bíða eftir því að fá sómasamlega sorphreinsun? Lágmarkskrafan er, að hún fari fram tvisvar í viku. — Vongóð". • Veiðibjöllur í borg- arlandinu Velvakanda minnir, að eitt- hvað hafi verið minnzt á þessi mál á dálkum hans í sumar. Sorphreinsunin mun hafa þá afsökun, eins og margir aðrir, að vinnuaflsskortur hefur verið um hríð, svo að örðugt hefur reynzt að ráða nógu marga menn til þess að gegna starf- inu fullkomlega. Ekki bætti eftirvinnubann Dagsbrúnar úr skák, meðan það stóð. Annars er forráðamönnum sorphreins- xmarinnar að sjálfsögðu heimilt rúm hér til svara. Halldór Jónsson, verk- fræðingur, skrifar: „Svartbakur er lögum sam- mestu innan kirkjunnar. Það er því enginn lokasigur, þó að meiri hluti kirkjuþingsins, einkum biskupar og kardinálar frá þjóð- um, sem frjálslyndi er löngu runnið í merg og blóð, hafi knú- ið samþykktina fram. Ofstækið heldur velli fyrir því, ef páfi og ráðgjafar hans láta sitja við orð- in tóm. Trúfrelsisyfirlýsingunni þarf að fylgja eftir af öflugum baráttuvilja fyrir endurnýjuðum skilningi á guðstrú og eðli henn- ar og þeim þætti í boðskap Krists, að trúarjátning, sem ekki sprettur fram úr dýpstu verund og nærist í auðmjúkum hug ein- staklingsins, á sér ekki gildi framar en hljómur málms og bjöiluglymur. Matthías JónassoiK ir, eins og listamanninum hafi ekki tekizt að samræma vinnu- gleði sína yfirvegaðri íhugun. Þetta er auðvitað mikill galli á málverki, en í sumum þessara verka tekst Herði að hafa hemil á litum og myndfleti, og þau verk bera af á þessari sýningu. Með öðrum orðum, þessi sýning er nokkuð misjöfn, en hún sýn- ir, að listamaðurinn hefur hæfi- leika, sem eru nokkuð sérstæðir, og á ég þar einkanlega við list- meðferð hans. Hún hefur ein- hvern annarlegan heitan blæ sem sjaldan er að finna í íslenzkri myndlist, og það er sannarlega skemmtilegt að sjá þetta fyrir- bæri á íslenzkri grund. Ég hafði ánægju af að lita inn á sýningu Harðar Karlssonar, og ég get ekki að því gert, að mér hlýnaði um hjartaræturnar í hvert sinn, sem ég verð þesa var, að ungur og þenkjandi lista- maður kemur fram á sjónarsvið- ið. En það er gamla sagan einu sinni enn, það er ekki nægilegt að gera skeinmtilega hluti. Mél- aralistin er margslungin og erfið listgrein, sem krefst alls af þeim, er vilja ná árangri. Það verður forvitnilegt að sjá, hverju fram vindur hjá Herði Karlssyni. Valtýr Pétursson. kvæmt réttdræpux hér á ís- landi og fé heitið til höfuðs honxxm. Samkvæmt því mun enginn landeigandi mega hindra það, að svartbakur sé drepinn í landi hans. Én í kringum höfuðstaðinn lífir þessi vágest- ur góðu lífi í fjörunum. Almenn notkun skotvopna mun vera bönnuð innan borgar- landsins og af skiljanlegum ástæðum. En ber þá ekki borgin sjá ábyrgð á því, að í laiidi hennar séu ekki griðlendur fyrir fugl þennan? Eftir því. sem ég bezt veit, er lítið gert til þess að eyða varginum af opinberri hálfxr, utan það, a3 Lárus Salómonsson er fenginn til þess að skjóta hann á tjörn- inni, þegar andalífið kemst i hvað bráðastan háska. En eng- inn má við margnum, og bjallan er fjölmennari en Lár- us. Því heldur hún áfram að lifa kóngalífi við útstreymi hol- ræsa borgarinnar. Gæti maður ekki eftir þessu ræktað refi i borgarlandinu í trausti þess, að þeir yrðu látnir í friði? Halldór Jónsson, verkfr.** Satt var orðið, hvimleið er veiðibjalian. Ætti að gera meira aí því en gert er, að stugga við eða fækka ýmsum ðþrifafugl- um, sem lifa hér á úrgangi, svo sem mávxim og dúfum. 6 v 12 v 24 v BO SC H flautnr, 1 og 2ja tóna. BRÆÐURNIR ORMSSON hf Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.