Morgunblaðið - 03.10.1965, Page 11

Morgunblaðið - 03.10.1965, Page 11
Sunnudagur 3. dlrt6ber 1965 MORGUNBLADID 11 Sími 1-30-76. Luxus einbýlishús á bezta stað í Laugarási til sölu. Mikil útborgun. Til boð sendist Morgunblaðinu fyrir 5. október, merkt: „Stórt — 2439“. Radio Corporation of America Hin eftirsóttu RCA-sjónvarpstœki fyrirliggjandi af ýmsum gerðum. Að gefnu tilefni, skal það tekið fram, að RCA- sjónvarpstækin eru framleidd í Ameríku en fyrir bæði kerfin — það ameríska og hið evrópska. Vænt- anlegir kaupendur geri sér þess vegna grein fyrir því, að RCA-sjónvarpstækin eru fyrir bæði kerfin, 220 volt, 50 rið. Hverju sjónvarpstæki fylgir ábyrgðarskírteini, þar sem tekið er fram. að tækin séu gerð fyrir bæði kerfin, og að ábyrgðin gildi í heilt ár. RCA-sjónvarpstækin eru seld með greiðsluskilmálum. Verzlunin Ratsjá hf. Laugavegi 47. — Sími 16031. BALLETT JAZZBALLETT LEIKFIIVfl FRlJALEIKFIMI Amerískir og enskir BÚNINGAR, bolir, sokkabuxur og dansbelti frá DANSKIN og LASTONET. Enskir BALLETTSKÓR, sefingasaui' og táskór frá FREED og GAMBA. ALLAR STÆRÐIR. — PÓSTSENDUM. Bentína Stefáns- dóttir Á M O R G U N verður gerð frá Dómkirkjunni útför Bentínu Stefánsdóttur, Grjótagötu 4. Hún lézt í Landsspítalanum undir miðnætti 27. f. m. eftir fullra tveggja mánaða meðvitund arleysi vegna heilablæðingar. Bar veikindi hennar að með snöggum hætti, er hún var stödd í sumar- leyfi hjá systursyni sínum, Páli Þórhallssyni lækni á Raufarhöfn. Var sem einhver hulin hönd stýrði ferð hennar þangað norð- ur, því að oft hafði hún á orði, að hún vildi að Páll frændi henn- ar væri henni nærri, ef eitthvað kæmi fyrir hana. Samdægurs og sjúkdóm hennar bar að var hún flutt í Landsspítalann, þar sem hún beið síns viðskilnaðar. Óska systkini hennar eftir að mega þakka læknum og hjúkrunar- fólki spítalans fyrir frábæra nær- gætni og hjúkrun henni til handa og biðja öllu því góða fólki gæfu og blessunar á óförnum leiðum. Bentína var dóttir Stefáns Ei- ríkssonar, myndskurðarmeistara, og frú Sigrúnar Gestsdóttur. Eignuðust þau hjón 9 börn er náðu þroskaaldri, hverfur hér hið fyrsta þeirra af sjónarsvið- inu. Fullu nafni hét hún Friðrika Bentína og var heitin eftir vina- fólki foreldra sinna, séra Friðriki Hallgrímssyni og konu hans Bentínu. Á öðru aldursári fór hún í fóstur til móður-móður sinnar, Aðalbjargar Methúsal- emsdóttur, að Fossi í Vopnafirði. Þar dvaldi hún til sextán ára ald- urs, og hvarf þá aftur til foreldra sinna og systkina í Grjótagötu, og skipti aldrei um heimilisfang eftir það. A uppvaxtarárum sínum kynnt ist Bentína við næðing og harð- rétti sveitalífsins, þó að ástúð ömmu hennar brygðist aldrei. (Að Fossi gerðist Heiðarhamur Gunnars Gunnarssonar, og mörg önnur sorg, er nú liggur gleymd undir grónum tóftum). Er Bentína kom síðast á bernskuslóðir sínar sá hún glitra á eitthvað í bæjarlæknum gamla, sem nú var hættur að gegna nokkru hlutverki á þessum stað. Fann hún þar blað af matskeið ömmu sinnar, sem hún tók með sér og geymdi sem helgan dóm. Svo dýrmætir geta verðlausir hlutir verið. ef þeir minna ein- hvern á góða konu. Þegar suður kom var æska Bentínu senn liðin, og upphófst nú hennar raunverulega ævi- starf, samfara skyldum og um- hyggju fyrir foreldrum og yngri systkinum. Var henni bæði ljúft og eiginlegt að vinna öðrum allt Og gleyma sínum eigin þörfum. Þannig leið ævi þessarar heil- steyptu konu, sem ávallt mætti erfiðleikum annarra með því að ieggja ögn meira að sér. Fyrst runnu 29 ár út í sandinn í Fé- lagsbókbandinu, en að þeim tíma loknum stofnsetti hún sína eigin bókbandsstofu í félagi við systur sína Unni, en þær tvær hafa ávallt átt heimili saman og höfðu Framhald á bls. 22. Fiskbúð — Fiskbúð Hef opnað nýja fiskbúð að Kambsvegi 18 (hjá Kamskjöri). Reynt verður að hafa þann bezta fisk og fiskvörur sem fáanlegar eru á hverjum tíma. HALLGRÍMUR JÓNSSON. Nýkomið glsésilegt úrval af hvítu og mislitu Vestur-Þýzku sængurveradamaski Gæðavara. Austurstræti 9. Þetta er vinsæla borðstofusettið, sem teiknað er af hinum stórbrotna arkitekt Sigvalda Thordarsyni, og eingöngu er framleitt á húsgagnaverkstæði Helga Einarssonar. Kaupendum er bent á að forðast eftirlíkingar, sem nú eru komnar á markaðinn, og leita eftir merki framleiðanda á húsgögnum. Húsgagnaverzlun HELGA EINARSSONAR Laugavegi 168 — Sími 23855. Lockheed Avery Háþrýstislöngur og fittings. Lockheed Avery er heimsþekkt úrvalsvara. Vér bjóðum frá Lockheed Avery háþrýstislöngur og fittings Ya”—2” fyrir: KRAFTBLAKKIR — FRYSTIHÚS SKURÐGRÖFUR — LANOBÚNAÐAR- DRÁTTARVÉLAR OG TÆKI — VÖKVASPIL — STURTUR O. FL. Vér munum fúslega veita yður allar nánari upplýsingar. Dzáttarvéljr hf. Suðurlandsbraut 6. — Sími 38-540.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.