Morgunblaðið - 03.10.1965, Síða 12
12
MORGUNBLADIÐ
Sunnudagur 3. október 1965
Matthías Johannessen:
Guðað á bækur
og blöð
„SNEIÐ af mjúkum ávexti“,
sagði Ibsen gamli. Ekki veitir
af eins og málum er háttað.
I>egar ég hef séð blöðin eða
talað' við framtóninga, hvort
sem þeir eru hinir kölluðu í
listum, menningu eða þjóðfé-
lagspexi, dettur mér oft í hug:
er engin manneskja hamingju-
söm í þessu landi? Ætla allir
að komast á þing — eða eru
allir að byggja? Meira að segja
húmorinn er að verða leiðin-
legur á fslandi, það er farið að
nota hann í doktorspróf. Ekki
mundi séra Bjarni þurfa að
verða doktor í húmor.
Eða hvað á maður að halda?
í gamla daga, þegar enginn
hafði til hnífs og skeiðar og
líf manna var metið til svo og
svo margra fiska, virtust allir
vera hamingjusamir, a.m.k.
nokkuð ánægðir með sitt hlut-
skipti. Þá sátu menn klofvega
uppi á grænu baðstofuþakinu
og önduðu að sér guði og blá-
um himni. Og hinir sem voru
ekki sæmilega ánægðir, dóu úr
allskyns kvillum (enda engin
blöð til, þar sem hægt var að
reka upp -eitraðar rokur með
jöfnu millibili), og þeir sem
dóu voru óhræddir — og dóu í
guðs nafni. Nú þarf víst enginn
á því að halda lengur.
Þá var öldin önnur. Þá töl-
uðu allir sem nokkuð áttu und-
ir sér dönsku, hvort sem þeir
voru íslendingar í húð og hár,
eða bara hár. Þá var Reykjavík
danskur bær, og rauðhvítur
krossfáni blakti hátignarlega
yfir harla óþjóðernislegum
timburkumböldum á Akureyri.
Þá talaði enginn um að íslenzk
tunga eða menning væru að
forganga; kannski einmitt þess
vegna lifir hvort tveggja. Einu
ónotin sem nokkuð kvað að
milli íslendinga á síðustu öld,
voru skáldarígshúturnar milli
♦Jónasar og Sigurðar Breið-
fjörðs. Nú á tímum hljóma þessi
brizlyrði eins og barnagæla.
Einhvern veginn er skammdeg-
ið að færast í aukana á íslandi.
En það gerir ekkert, þetta er
velferðarskammdegi. Þrátt fyrir
allt, þrátt fyrir allsnægtir og
yfirfljótandi auðsæld run allar
trissur — já, svo mikla raunar
að innan tíðar verðum við að
hætta síldveiðum á sumrin óg
taka alla báta sem til eru í
þjónustu flatmaganna; já, þrátt
fyrir að senn líður að því að
okkur vanti farartæki fyrir alla
þá sem hafa efni á að skreppa
í utanlandsferðir, færistskamm-
degið í aukana. Það er nefnilega
ekki alveg víst að við höfum
tekið okkur bólfestu í þessu
landi, eins og sagt er. Þjóðin
er alltaf á einhverri sífelldri
hreyfingu, hún er eins og skrið-
jökull. Og hvert stefnir? Út á
hið mikla haf, sem allt gleypir.
Og engu þyrmir.
Já, merkilegir tímar sem við
lifum, mundi einhver segja.
Fyrrum stytti fólk sér stundir
við sagnalestur og rímnasöng.
Þá var oft bjart í þröngu
ranni. Nú dugar ekki 1502 gólf-
flötur á meðal fjölskyldu til
að geislabrot hamingjusólar-
innar nái inn í' okkar hrjáðu
hjörtu. Hvílíkt ástand — hvílík-
ir tímar! Jesús minn, segir Þór-
bergur undir svona kringum-
stæðum. Og þó! Mér var um
daginn sagt af bónda, sem
kannski er hamingjusamur.
Ung leikkona með alltskoðandi
augu og lífsbirtuna eins og
grænt vor í brjósti sínu, sagði
mér um daginn frá því, að hún
hefði skroppið spölkorn upp í
fjallshlíð, þar sem hún var á
ferð, og á miðri leiðinni niður
mætti hún bóndanum og hann
segir við hana: „Hittirðu hana?“
„Nei — ha — hverja?" „Rollu-
skjátu, ég týndi henni í gær.“
Og svo hélt þessi Bjartur í
Sumarhúsum áfram að leita að
þessari saumnál sinni í verald-
arheystakknum mikla.
Ýmsum væri áreiðanlega hollt
að hitta þennan bónda við
tækifæri. Líklega hefur leikkon
an grætt meira á því að kynn-
ast hans þúsund ára gömlu ver-
öld -en af löngu skólanámi hjá
fínum erlendum þjóðum með
heimskúltúrinn í rassvasanum.
Og þó, og þó! Skammdegið
sezt að og verður að óþolandi
hávaða; en þá fyrst kastar tólf-
unum, þegar menn „láta til sín
heyra“. Ég á ekki við í pólitík-
inni, það markar enginn.
Stjórnmálaskvaldrið-er eíns og
drunurnar í Dettifossi, við hætt-
um að heyra þær. Nei, ég á við
svona almennt. Menn hafa í
frammi misjöfn brögð til að
verða frægir — eða hvað eig-
um við að segja: ná hjarta
fólksins — komast í Söguna.
Einu sinni varð þingmaður
frægur af að segja, að nú ríktu
móðuharðindi af mannavöldum
á íslandi. Sumir dreifa kveikj-
urum, kynbombur klæða sig úr
til að láta á sér bera.
Já, sumir dreifa kveikjurum.
Mér er minnisstætt þegar
Johnson, þáverandi varafor-
seti Bandaríkjanna, breytti
Reykjavík í kúrekabæ í einu
vetfangi. Hann hafði lítinn á-
huga á að tala við ríkisstjórn-
ina sem beið hans inni í Stjórn-
arráðinu, en bað fólkið sem
fagnaði honum á Lækjartorgi
eins og guð sér til hjálpar —
að bíða. Svo fór hann á fund
stjórnarinnar, nauðugur viljug-
ur, þar iðaði hann í skinninu
að komast aftur út „til fólks-
ins.“ Loksins var lokíð fundi
með stjóminni. Allir strunsuðu
út — og varaforseti Banda-
ríkjanna lét ekki á sér standa.
í ganginum kom fyrir óhapp:
hattur varaforsetans fannst
ekki í fyrstu atrennu. „Hún er
til einhvers þessi leyniþjón-
usta, sem alltaf er á hælunum
á rnanni", heyrðist hann muldra.
Svo sneri hann sér að ráðherr-
unum og útdeildi leynivopninu:
kveikjurum með nafni hans eða
upphafsstöfum. Þá fannst hatt-
urinn — og hann ætlaði að
strunsa út, en áður vatt hann
sér að manni sem gnæfði upp
úr íslenzku fylkingunni og sagði
um leið og hann rétti honum
kveikjara: „Eruð þér ekki líka
ráðherra?“ Það var Guðmund-
ur f. Guðmundsson.
Svo fór Lyndon B. Johnson
„út til fólksins".
Svo sannarlega grípur fólk
til margvíslegra bragða til að
láta á sér bera. Arabi nokkur
í írak, Rassak að nafni, nýorð-
inií* forsætisráðherra landsins,
vann það afrek fyrir skemmstu
að finna upp nýja tegund
stjórnarbyltinga — og veitti
ekki af eins og allt hefur hjakk-
að í sama farið í þeim efnum;
hann gerði sem sagt byltingu
gegn sinni eigin ríkisstjórn.
Eg var að glugga í blöðin
undanfarið, af illri skyldu-
rækni frekar en beinlínis af
löngun eða þörf. Þau bera þess
merki að haustið er sezt að í
hugum okkar; skammdegiskvíð-
inn leggst á sinnið. Hann er
ormurinn í laufi tilverunna.r.
Það er ekki lengur eins gaman
að vera til og meðan við stóð-
um á árbakkanum með nið
margra fljóta í eyrum.-Þá sagði
enginn neitt, þá þurfti enginn
að segja neitt. En náttúran,
moldin og lyngið, höfðu orðið;
rödd þeirra sólin í brjósti okk-
ar. Og það var ekki einungis
gaman, heldur einnig hlýtt og
indælt að vera til.
En svo einn góðan veðurdag
voru allt i einu aðeins tvö stig
á Máná á Tjörnesi. Ég fékk ekki
vitneskju um það af að hlusta
á veðurfregnirnar, _þær hlusta
ég yfirleitt ekki á. Ég fann það
út af að lesa blöðin: það var
komið haust í þau, fólk var far-
ið að gapa hvert framan í ann-
að, rífast. Það koma jafnvel
einskonar gestapósnerkjur í
andlit sumra manna, þegar þeir
standa í þjóðfélagspontunni;
þegar þeir „komast í blöðin“.
Og svo ætla ýmsir að verða
frægir í vetur.
Ég gluggaði í grein í Tíman-
um um daginn, hún var eftir
einhvern Ásgeir. Hann hlýtur
að vera ákaflega óhamingju-
samur þessi maður, hugsaði ég
með mér meðan á lestrinum
stóð. Líklega er hann húsamál-
ari eða einhvers konar ljós-
myndari. Hann var óskaplega
hrifinn af sýningu Freymóðs.
Hann hefði getað ort honum
ljóð til margvíslegrar dýrðar,
ef hann væri skáld eins og Ing-
ólfur Davíðsson. Mér finnst það
ágætt hjá þeim tveimur að
vera hrifnir af Freymóði. Þeir
fara ekki alfaraleið. Esja hefur
fengið enn einn skæðan keppi-
naut, Freymóður bæjarprýði.
Og svo eru einhverjir menn að
burðast með áhyggjur út af list-
inni. En hvað hét hann nú aft-
ur þessi maður sem var að
skrifa um Freymóð í Tímann?
Ég fletti því upp: Ásgeir Bjarn-
þórsson. Hann hlýtur að vera
ákaflega óhamingjusamur, hann
Ásgeir. Annars mundi hann
skrifa dálítið öðruvísi, kannski
eitthvað likara H. C. Andersen.
„Það eru engir smámunir í
íslenzku umhverfi að hitta fyr-
ir: vit, manndóm, einlægni,
kunnáttu, snilli! Ég hefi heyrt
að sumar myndir Freymóðs
jaðri við barnabrag, það er satt
— en drottinn minn! „Hver
Síðari grein
sem ekki móttekur guðsríki
eins og barn, mun aldrei sjá
það.““
Svona skrifaði hann um Frey-
móð og þótti engum mikið.
Skömmu áður hafði hapn
sagt:
„f hvívetna ræður hér ríkj-
um: heimska, fáfræði og upp-
skafningsháttur — fyllsta sterti-
mennska." Sem sé: það eru
hvorki hann né Freymóður, sem
„ráða hér ríkjum“. Hvílíkt
þjóðarböl!
Svona lífsspeki flýtur eins og
froða ofan á þjóðfélagskraum-
inu okkar, og mörgum finnst
froðan skemmtilegri en blátt
vatn árinnar. Þegar Ásgeir
þessi kom inn á sýningu Kjar-
vals, sem haldin var fyrir upp-
boðið sællar minningar, vatt
hann sér að nærstöddum og
sagði eitthvað á þessa leið:
Þetta er meira ruslið — eins
og Russo sagði við mig: „sterti-
mennin kaupa rusl“ — þetta
sagði Russo listaverkasali í
Róm. Við verzlum með eintómt
rusl, af því þöpullinn vill ekki
annað.
Svo benti hann á myndir
Kjarvals til áréttingar.
Jóhannes Nordal vgr þar við-
staddur sem betur fór. Hann
sagði, mátulega hátt: „En það er
verst að geta ekki búið til svona
rusl sjálfur."
Ég hef lengi verið þeirrar
skoðunar að fólksfæðin væri
höfuðóvinur okkar, en þegar ég
heyri af svona skammdegishjali
dettur mér í hug — að við sé-
um nokkrum snillingum of
margir. En hvað um það. Nú
vitum við að munurinn á Frey-
móði og Kjárval er sá, að hinn
síðar nefndi hefur ekki móttek-
ið Guðsríki eins og barn. Nú er
frost á fróni, frýs í æðum blóð,
mundi eiga sæmilega við á
þessu stigi málsins.
En því miður: Þetta húmor-
lausa, innantóma krampaskvald
ur er því miður ekki einsdæmi
í íslenzkum blöðum; orð eins
og hræsni, óþjóðlegur, hégómi
og sýndarmennska ríða ekki
við einteyming, jafnvel ekki í
skrifum hversdagsprúðustu
manna. Sporðdrekinn verður að
losna við sitt eitur.
Annað dæmi um skammdeg-
ið: Loftur Guðmundsson er á
flestan hátt mætur maður, og
hans húmor hefur oftast verið
í lagi, hann þyrfti ekki að skrifa
doktorsritgerð þess vegna. En
jafnvel hann fékk skammdegis-
gigtina í sig um daginn og átti
þátt í því að gera húmorinn
leiðinlegan. í afar slæmum leik-
dómi í Vísi um Syndafall Art-
hurs Millers verður honum á,
þessum prúða og ánnars kurt-
eisa manni að segja, að
„hann (Arthur Miller) þekkti
það ekki, að lofa þessu vit- s
granna kynbombuholdi að hvíla
í friði (Marilyn Monroe).“
Þetta hefði ekki þótt riddara-
mennska í mínu ungdæmi —
fyrir nú utan það að Marilyn
Monroe átti húmor í pokahorn-
inu sem Loftur Guðmundsson
hefði vafalaust kunnað að meta.
En hann finnum við ekki um
þessar mundir á leiksviði Þjóð-
leikhússins. Skáldið hefur sagt
sitt siðasta orð. Hann hefur
séð fyrir því, að á leiksviðinu
stendur þessi fyrrum eiginkona
Arthurs Millers og lyktar eins
og útikamar. Ef ég hefði verið
í sporum Lofts Guðmundsson-
ar, hefði ég heldur snúið íér
að þeirri hlið málanna í stað
þess að nudda minningu fólks
upp úr strákslegu — nei ógeðs-
legu orðbragði, eins og honum
varð á í miðri andaktinni.
Svona er skammdegið að hlaupa
með okkur í gönur og bráðum
liggur það á sálinni, eins og
ólæknandi drepsótt!
— ★ —
Annars hef ég verið að fletta
síðustu bók Halldórs Laxness,
Upphaf mannúðarstefnu, en I
henni fjallar skáldið m.a. um
leikritun og minnist þó nokkr-
um sinum á vonzku veraldar,
þ.e. blaðamenn og fjölmiðluni-
artæki ýmis konar. Hann seg-
ir kumpánlega um fréttamenn:
„Blessaðir mennirnir", og rit-
stjórarnir eru í hans augum
„kátir karlar“. Það vantar bara
Kútter Harald í þetta ritgerð-
arsafn Nóbelsskáldsins, þá væri
allt á sínum stað.
Fyrir nokkru hélt Halldór
Laxness blaðamannafund,
skemmtilegan og sérstæðan að
vanda, ekki síður en uppboðið á
málverkum Kjarvals. Mér
finnst að uppboð Kjarvals og
blaðámannafundir með Laxness
ættu að vera fastir liðir í dag-
skrá skammdegisins, eins og
útvarpið mundi segja. Athyglis-
verðustu ummæli skáldsins á
fundinum voru þau (ef marka
má blöðin), að hann kvaðst
„ekki hafa neina trú á ríkis-
rekstri menningarinnar. Sjálfur
mundi hann hætta að skrifa, ef
ríkið færi að segja honum fyr-
ir verkum“. Morgunblaðið hef-
ur sérstaka ástæðu til að gleðj-
ast yfir þessum ummælum hins
reynsluríka skálds; það gæti
sagt eins og sjálfumglatt þjóð-
félagsaðhald: þarna sjáið þið,
þetta hef ég alltaf sagt! En
kómedía lífsins lætur ekki að
sér hæða: menn verða að reka
sig á sjálfir; einnig Nóbels-
skáld. '
Annars ætlaði ég að minnast
hér í lokin á ummæli Laxness
um íslenzku blöðin. Hann setti
þau öll, til frekara öryggis, und-
ir sama hatt, enda hægust
heimatökin með því móti:
„Hann fór mörgum orðum um
menningarleysi íslenzkra dag-
blaða, sem væru reyndar speg-
ilmynd af andlegum vesaldómi
þeirra sem blöðin væru ætluð
fyrir. íslendingar hefðu ekkert
við það að athuga að lesa kúlt-
úrlaus blöð.“ ,
Síðan gagnrýndi hann grein-
ar um „börn sem væru að leika
sér við Tjörnina“. E_n ég spyr:
„Hvað er kúltúr?“ Ég er ekki
viss um að það sé meiri kúltúr
í skrifum allra rithöfunda eða
skáldmenna en leik barna við
Tjörnina. í flestum tilfellum
mundi ég biðja um hið síðar
nefnda; þar er a.m.k. engin
hótfyndni, ekkert * hégóma-
skvaldur tízkufrægðarinnar eða
sensasjónsfiðringur þeirra full-
orðnu sem er að verða að sjúk-
dómi (og blöðin eiga hvað
mestan þátt í). Nei, má ég biðja
um börn og endur
Það er vafalaust rétt að mörgu
fer aftur í veröldinni. Og þó
blöðin eigi sök á ýmsu. bera þau
ekki alla ábyrgðina. Ég minn-
ist þess að ég átti samskraf við
Laxness fyrir alllöngu, og röbb-
uðum við óþvingað um heima
og geyma. Hann er skemmtileg-
ur í viðræðum eins og allir vita,
og ungum mönnum eftirsókn-
arvert kúltúrgaman. Hann gagn
rýndi m.a. ungu ljóðlistina, ég
reyndi auðvitað að malda í mó-
inn („auk þess legg ég til að
Kartagó verði lögð í eyði er
úreltur brandari á 20. öld) En
Hajldór Laxness kojn mér í
opna skjöldu, sagði blátt áfram:
„En hvernig er það Matthías,
hefur nokkur Gunnarshólmi
verið ortur á íslandi á þessari
öld?“ Ég var auðvitað afvopn-
aður, en reyndi þó að stama út
úr mér: „Nei — ætli það? En
hvernig er það, ætli nokkur
Njáls saga hafi verið skrifuð
á þessari öld?“ Síðan hef ég
stundum hugsað um þessi orða-
skipti, og þegar ég nú festi þaú
til gamans á pappír, þykist ég