Morgunblaðið - 03.10.1965, Síða 13

Morgunblaðið - 03.10.1965, Síða 13
F Sunnuðagur S. oktðber 1965 MORCUNBLADID 13 ) þess fullviss að blöðin eigi a.m. k. enga sök á því að Njáls saga •kuli ekki enn hafa verið skrif- uð á okkar öld. Halldóri Laxness finnst við blaðamenn sjaldan biðja hann um greinar í blöðin eða rit- gerðir. Ekkert væri eftirsókn- •rverðara fyrir eitt blað en fá greinar eftir hann til birting- er, öruggari söluvara er ekki til — hvað þá ef við lítum _ á menningarlegu hliðina. Ég minnist þess í þessu sambandi eð við ræddum þetta atriði einmitt þegar við hittumst með Olof Lagercrantz í febrúar síð- estliðnum. Eins og allir vita birta skandinavísk blöð, og þá ekki sízt sænsk, talsvert af svo- kölluðu kúltúrefni. Ég spurði Laxness hvort hann vildi ekki ekrifa meira í íslenzk blöð, og minntist á Morgunblaðið í því eambandi. Hann sagði, að fáir hefðu efni á að skrifa í íslenzk blöð, þau borguðu svo illa. Ég spurði hvað hann fengi fyrir venjulega grein í erlendu dag- blaði. Hann nefndi svimandi upphæðir, hálf eða heil mánað- arlaun íslenzkra blaðamanna pr. grein. Menningin er dýr, eins og vera ber. En hvernig eiga örlítil blöð norður á hjara veraldar, sem berjast meira eða minna í bökkum, að keppa við erlend milljónastórveldi í þess- um efnum. Laxness minntist á Observer, það er vikublað. Les- bókin er einnig vikublað. Og ég veit ekki betur en í hverri einustu Lesbók sé ljóð, smásaga og grein um menningu eða list- ir, auðvitað misjafnt að gæð- um. Þetta er byrjunin, mjór er mikils vísir má segja. Annars _ikíl ég nú betur en áður, að Nóbelsskáldið þarf að fá grein- ar sínar vel borgaðar; í nýút- kominni bók segir hann m.a. að hann sé stundum „þrjá til fjóra mánuði að koma saman lesmáii eem vanalegur blaðskrifari af- kastar á einum eða tveimur klukkutímum“. Eftir að ég las þetta sá ég í hendi mér að það væru smámunir einir að borga ekáidinu hálf mánaðarlaun rit- stjóra fyrir grein. Það væri hreint og beint tilræði við menninguna að panta slíkar greinar og borga ekki meir en íslenzk blöð hafa bolmagn til. Annars langar mig að lokum að vekja athygli á undarlegri etaðreynd; fyrir ekki alllöngu var ég beðinn að skrifa ritgerð \rm eitt af öndvegisverkum ís- lenzkra bókmennta eftir síð- asta stríð. Það sem kom mér mest á óvart var hvorki verkið sjálft, kveikja þess né saga, heldur sú blákalda staðreynd, að allt sem skrifað var um það og máli skiptir birtist í dag- blöðunum. Þau hafa sem sé tek- ið við af tímaritunum (enda öll tímarit dauð nema Kennara- talið og Encounter). Þó Nóbels- skáldið sé mér kannski ekki sammála, sé ég ekki betur en þessi sé þróunin. Dagar tíma- ritanna eru að hverfa, blöðin hafa tekið við hlutverki þeirra að miklu leyti. Það fer auðvit- að minna fyrir tímaritaefni, þeg ar það birtist í dagblöðum sem koma út alla daga vikunnar nema einn, og eru 16 upp í 32 síður; auk þess er það frum- skylda blaðanna að leggja á- herzlu á menningarfréttir og gagnrýnL Þó ég sé sammála skáldinu um það að við eigum, öll sem eitt, að taka á til að gera íslenzk dag blöð menningarlegri, sterkari bakhjall fornrar arfleifðar og nýrra strauma, þá er ég þess fullviss að hlutur dagblaðanna er langt frá því eins aum- ur og skáldið vill vera láta. Hann reynir að vísu að skella skuldinni á fólkið sem les dag- blöðin, en það er fjarri lagi að þetta fólk sé neitt verra en aðrir sem lifað hafa á íslandi. Það sýnir m.a. saian á bókum hans. Ingi Ingimundarson hæstaréttarlömaður Klapparstíg 26 IV hæð Simi 24753. Brauðstofan S'imi 16012 Vesturgötu 25 Smurt brauð, smttur, 51, gos og sælgætí. — Opið frá ki. 9—23,30. Hef opnað Lækningastofu að Suðurgötu 3 Reykjavík. Viðtalstími mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 2—4 og á öðrum tímum eftir sam- komulagi í síma 18181 eða 18184. HÖRÐUR ÞORLEIFSSON, augnlæknir. fjr«$tone balastore ííytfwc*1v-,.x-xyW SMJO HJÓLBARÐAR FLESTAR STÆRÐIR FTRIRLIGGJANDI. Verkstæðið opið alla daga frá kl. 7,30—22.00. Krist]án Siggeirsson hf. Stærðir 40—260 cm. Laugavegi 13. — Sími 13879. Skipholti 35 — Sími 31055. í baðherbergið Baðskápar HiIIur Pappírshöldur Sápuskálar Glasahöld Tannburstahöld Öskubakkar Baðmottur Taukassar Massagepokar Baðgrip Snagar Handklæðaslár Handklæðahringir Sápufestingar (segull) Baðvogir W. C. mottur W. C. kústar Baðburstar MJÖG FJÖLBREYTT ÚRVAL J. Þorláksson & IMorðmann hf. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30. Húsbyggjendur athugið MP-stálofnarnir eru fáanlegir með stutt- um fyrirvara. MP-stálofnarnir eru smekklegir, fyrir- ferðarlitlir og verðvægir. — SÆNSK GÆÐAVARA. Verkfræðileg ráðgefandi þjónusta. Einkaumboð á íslandi: StrHndberg heldverzlun Laugavegi 28. — Sími 16462.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.