Morgunblaðið - 03.10.1965, Síða 30

Morgunblaðið - 03.10.1965, Síða 30
MORCUNBLAÐIÐ I. DEILD LAU G ARD ALS V ÖLLUR: Síðasti leikur ársins á Laugardalsvelli fer fram í dag kl. 3 þá keppa til úrslita Akranes — KR. Verð aðgöngumiða: Stúkusæti kr. 75, Stceði kr. 50, Barnamiðar kr. 15. Komið og sjáið mest spennandi leik ársins. HVOR SIGRAR. Mótanefnd. Innheimtudeild Útvegsbanka íslands er flutt í ný húsakynni á 2. hæð húss bankans við Austurstræti. * t Utvegsbanki Islands Stúlkur óskast Verksmiðjan Föt hf. Hverfisgötu 56. — Sími 10510. Fasteign — Eignarlóð Fasteign á eignarlóð í miðbænum til sölu. Þeir sem hafa áhuga sendi nafn og símanúmer á afgr. Mbl. fyrir fimmtudag merkt: „Fasteign — 2698“. Atvinna óskast Nýstúdent, vanan skrifstofustörfum, vantar vinnu hálfan daginn eða á kvöldin. Margt annað kemur til greina. — Upplýsingar milli kL 6—9 í síma 35562. / Rafvélavirki óskast Rafvélaverkstæði S. IUelsteð Síðumúla 19 — Sími 40526 Byggingortæhniíræðingur Njnrðvíkurhreppur Óskum að ráða byggingatæknifræðing. Skriflegar umsóknir sendist undirrituðum fyrir 5. okt. næst- komandi. — Upplýsingar 1 símum 1202 og 1473. Sveitarstjóri Njarðvíkurhrepps. Jón Ásgeirsson. Afgreiðslustúlkur 'oskast i lyfjabúð Skriflegar umsóknir skulu hafa borist fyrir 6. október. Aðalstræti 4, Reykjavík. . • —........... ( Sunnudagur 3. október 1965 — - — Hungursneyð Framh. af bls. 10. um næga næringu. Þar er vandamálið að finna nægan mat handa þeim 1.600 milljón- um, sem bætast við íbúafjöld- ann næstu 35 áur. Eða tökum Afríku, þar sem búast má við 151% fólksfjölg- un á þessari öld. Af öllu þessu i gífurlega landsvæði er það að- elns Suður-Afríka, sem talin er hafa næga næringu i dag að bjóða ibúum sínum. En Afrika 1 heild, sem í dag verður að flytja inn matvæli, verður að ráða fram úr þeim vanda að finna mat hnda 466 milljónum, sem bætast við íbúatöiluna fram til ársins 2000. 1 stuttu máli má segja að „hungur“-löndin — þau lönd, sem sérfræðingar álíta að hafi ekki næga næringu að bjóða fbúum sínum — hafi innan landamæra sinna um tvo þriðju ailra íbúa jarðar, en framleiði aðeins þriðjung matvælanna. Og það er einmitt í flestum þessara landa, sem fólksfjölg- unin verður mest á komandi árum. STRAUMHVÖRF Það, sem gerir matvælaskort inn enn alvarlegri, er hvað mat vælaframleiðsla í vanþróuðu ríkjunum hefur dregizt saman. Fyrir aðeins einum mannsaldri var um offramleiðslu matvæla að ræða í Asíu, Afriku og Suð- ur-Ameríku. Flutt voru út mat- væli frá þessum heimshlutum til þróaðri landa, einkum til Ev rópu. Nú hefur matvæ’astraum urinn snúið við. Vanþróuðu ríkin, sem áður framleiddu meiri mat :eli en þau gátu not að, verða að flytja inn mat frá þróuðu löndunum. Ástæðan er sú, að matvæla- framleiðsla þessara hungruðu, vanþróuðu landa eykst ekki jafn ört og íbúatalan. Og í raun inni var það svo á árunum 1953-1963 að miðað við fólks- fjölda varð samdráttur í fram- leiðslunni á þessum svæðum. VESTRÆNT VANDAMÁL í samþandi við þessa fólks- fjölgun skapast enn eitt vanda- mál, en það er að fólksfjölgun- in verður minni í kommúnista- ríkjunum en í hinum frjálsa heimi. Telja sérfræðingar að fjölgunin í kommúnistaríkjun- um muni nema 49% á þessum tíma, en í frjálsu löndunum 98%. Afleiðingin gæti orðið sú að matvælaskortur ýtti undir byltingar í löndum, sem ekki fylgja kommúnistum í dag. SKORTUR LANDRÝMIS Fólksfjölgunin, sem fram- undan er, skapar ekki eingöngu matarskort, heldur einni? skort á landrými. Þegar í dag er víða of þéttbýlt. Eftirfarandi tölur sýna íbúafjölda á ferkílómetra í dag og eins og áætlað er að hann verði árið 2000: 1965 2000 Asía .............. 280 523 Afríka ............. 67 168 Evrópa ............ 433 497 Suður-Ameríka ...... 80 202 Norður-Ameríka .... 67 106 Ástralía & eyjarnar .. 13 26 Eins og af þessum tölum má sjá,. verður Norður-Ameríka áfram einn þeirra heimshluta, sem býður íbúum sínum hvað mest landrými. En jafnvel þar tekur að gæta þrengsla. ÁLIT SÉRFRÆÐINGA Er til nokkur lausn á þessu mesta heimsvandamáli? Tvennt verður að gera, segja sérfræð- ingarnir: 1. Auka stórlega matvæla- framleiðsluna. 2. Takmarka barneignir í heiminum. „Þegar til lengdar lætur“, segir dr. Butz, til dærnis fyrir lok þessarar aldar, er takmörk- un barneigna eina lausnin." En dr. Shiroshi Nasu frá há- skólanum í Tókió telur að ekki megi um of treysta á takmörk- un barneigna á næstu árum. Segir hann að skilyrði fyrir þeirri takmörkun sé betri menntun Vamþróaðra þjóða og bætt lífskjör, en hvort tveggja taki langan tíma Og á meðan verður lítt ráðið við fólksfjölg- unina. Telur dr. Nasu því frum skilyrðið að auka sem mest mat vælaframleiðsluna. HLUTVERK BANDARÍKJANNA Gera má ráð fyrir því að Bandaríkin verði að taka að sér veigamikið hlutverk í framtíð- inni á sviði matvælafram- leiðslu. En þar hefur framleiðsl an i undanförnum árum verið svo mikil að stjórnin hefur þurft að takmarka komræktun. Nú virðist þessi stefna stjórn- arinnar vera að breytast. Hinn 23. sept. sl. flutti Öldungadeild- aiþingmaðurinn George Mc Govern frá Suður-Dakota til- lögu á Bandaríkjaþingi þess efnis að ríkisstjóminni væri heimilt að kaupa matvæli þar í landi og selja þau hungruð- um þjóðum á undirverði. „ÞaS er ein mesta þverstæða okkar tíma að láta helming mann- kyns svelta meðan við berjumst við að draga úr offramleiðsl- unni“, sagði þingmaðurinn. „Ég álít að við eigum að segja hungrinu stríð á hendur....... Við eigum að lýsa því yfir I dag ,svo allur heimurinn viti. að við höfum möguleika til auk innar matvælaíramleiðslu, sem við erum reiðubúnir að nýta til fulinustu.* Vitað er að Johnson forseti hefur hug á þessu málL Hann hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni að Bandarikin geti ekki verið nein „eyja allsnægta14 1 heimi sveltandi þjóða. Sá tími mun koma að bænd- ur í Bandaríkjunum verða beðnir að auka matvæJafram- leiðslu sína — í stað þess að takmarka hana. Borgarness Apotek auglýsir VÖRUÚRVAL í SÉRVERZLUN. Dömubindi (margar gerðir, bómull í plastpokum og „steril“-bómull. INNOXA-snyrtivörur í miklu úr- vali. — Hárlakk, hárlagningarvökvi, shampoo, — margar gerðir. — Allt úrvalsvörur. Önnumst sendingar um nærliggjandi sveitir. KJARTAN GUNNARSSON, apotekari. Saumastúlkur Stúlkur óskast í verksmiðju vora í saumaskap og frágang. — Upplýsingar hjá verkstjóra. LADY H.F., Laugavegi 26. Tösku og Hanskabúðin Regnhlífar nýkomnar, fínir tízkulitir. Kuldahanzkar fyrir börn og fullorðna, margar teg. Skinnhanzkar á góðu verði. 3 tegundir HUDSON stíkkar. Tösku og Hanskabúðin við Skólavörðustíg. H eimasaumur Kona vön karlmannabuxnasaumi óskast strax. Tilboð merkt: „Vandvirk — 2694“ sendist afgr. MbL yfrir 7. október. PETER SCOTT hrósar Animals -HINU HEIMSÞEKKTA TÍMARITI UM PETER SCOTT, náttúrufræðingurinn heimskunni, sem m.a. hefur verið við rannsóknir hér á landi, segir svo um ANIMALS: „Þau tvö ár, sem ANIMALS hefur verið gefið út, hefur það getið sér ágætt orð meðal náttúrufræðinga og talsmanna náttúruverndar um allan heim. Mér er einnig kunnugt, að það er mikið notað í bókasöfnum, skólum og dýrafræðideildum háskóla, því að það birtir allar nýjustu fregnir um breytingar og nýjungar á sviði dýra- fræði“. ANIMALS birtir vikulega greinar og myndir um margvíslegar hliðar dýra- lífs um allan heim, Breytingar þess og þróun, margbreytileika þess og fegurð. 1 hverju hefti eru 16 lit- myndasíður, og a.m.k. jafn margar svarthvítar. ANIMALS er áreiðanlegt heimildar- rit, því að viðurkenndir dýrafræðing- ar og náttúruunnendur um allan heim sjá því fyrir efni. Kaupið hefti af Animals strax í dag. Fæst hjá bóksölum um land allt. Verð kr. 21,50

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.