Morgunblaðið - 06.10.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.1965, Blaðsíða 1
28 siður 52. árgangur. Skæruliðar í Vietnam nota börn sem skildi Saigon, 5- október, NTB. BANDARÍSKUK þyrluflug- maður skýrði frá því í Sai- gon í dag, að hann hefði fyr- ir fjórum dögum horft á það úr lofti er skæruliðar Viet Cong báru fyrir sig börn sem skildi þegar þeir fóru yfir á eina í Binh Dinh-héraðinu. Sagði flugmaðurinn, að hóp- ur skæruliða hefði setið í bátnum sem yfir ána fór og haidið börnunum í kjöltu sér, en tveir þeirra hefðu stjakað bátnum yfir ána. Þegar svo báturinn hafi verið nærri kominn að bakkanum hinu megin hafi mennirnir þust í land, en kastað börnunum út í ána. Þegar er þeir hefðu verið komnir í öruggt skjól hefði svo verið hafin skothríð frá hinum ár'ba'kkanum og hefðu mörg barnanna orðið fyrir skoti og a.m.k. eitt þeirra beðið bana, sagði flug- maðurinn. Samkvæmt upplýsingum frá Saigon var ekkert herlið stjórnarmanna statt á bakk- anum þaðan sem skothríðin kom. DMWWlíl 227. tbl. — Miðvikudagur 6. október 1965 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Leiðtogar Sovétrikjanna á fundi í Æðstaráðinu. Leonid Bre/.hnev, aðalritari kommúnistaflokksins er yztur til hægri, þá Alexei Kosygin, forsætisráðherra, síðan Anastas Mikoyan forseti og næstur honum Podgorny, en lengst til vinstri er Mik- hail Suslov. V ■ Hitler. — Tekur dóttir hans Gyðingatrú? Hrökklast Sukarno fró völdum í dag? Nasutlon sagður hafa tögl og hagldir - bardagar á Jövu i gærdag M J Ö G er nú nm það deilt, hvort Súkarnó Indónesíufor- seti muni halda völdum eftir ríkisráðsfundinn í sumarhöll hans í Bogor í dag og telja sumir að dagar hans sem stjórnanda séu taldir. Haft er eftir erlendum sendimönnum í Djakarta, að forsetinn hafi sjálfur átt upptökin að upp- reisninni 30. september, sem beint hafi verið gegn hægri- sinnuðum hershöfðingjum, er Súkarnó hafi þótt orðnir of valdamiklir, eða a.m.k. hafi uppreisnin verið gerð í sam- ráði við hann, en áður hermdu fregnir að uppreisnin hefði verið að undirlagi kommún- ista einna og stefnt gegn for- setanum, sem kommúnistar hefðu frétt að eiga myndi skammt eftir ólifað. Allra augu beinast nú að Abdul Haris Nasution, land-1 herráðs landsins, sem slapp varnarráðherra og yfirmanni I Framháld á bls. 27. Johnson forseti gengst undir uppskurð Washingtoh, 5. okt. — AP LYNDON B. Johnson Banda- ríkjaforseti, skýrði sjálfur frá því á fundi mech fréttamönnum Dóttir Hitlers hyggst giftast Gyðingi U M þessar mundir vekur ákveðið mál mikla athygli meðal Gyðinga víða um heim. Hér er um að ræða upplýsingar um að dóttir Adolfs Hitlers muni á næstunni giftast Gyðingi, syni rabhíprests. Fregnir þessar eru einkum komnar til Gyðinga í blaðinu Letz- er Nyes, en það blað er gef- ið út í Tel Avív og sent jiddishmælandi mönnum um allan heim, þó sérstak- lega í Bandaríkjunum og Evrópu. Síðan heimsstyrjöldinni síð- ari lauk hafa Adolf Hitler verið kennd mörg börn, bæði drengir og stúlkur. Meðal þeirra aðila, sem mest hafa unnið að því að kanna hvað hæft er í þessu, er bandaríska leyniþjónustan í Evrópu, og mun hún hafa komizt á snoðir um eitt og annað, sem rennir stoðum undir sögur þessar. ísraelsmenn könnuðu mál þessi einnig, og munu og hafa komizt að þeirri niðurstöðu og fundið a.m.k. nokkur barna þeirra, sem kennd hafa verið Hitler. Upplýsingarnar um börn Hitlers, sem flest búa í V- Þýzkalandi, utan eitt, sem býr á Ítalíu (San Remo), birtust fyrir nokkrum mánuðum í v- þýzkum blöðum, og veit því almenningur deili á málunum. En til þessa hefur allt verið hljótt um, að eitt Hitlersbarn- anna, stúlka, hyggist ganga í "hjónaband með Gyðingi. Danska blaðið 'Information segir í frétt um þetta, að blað- ið geti ekki staðfest þessar fréttir, en segir að því hafi borizt upplýsingar um málið frá Gyðingum í Danmörku og Frakklandi, og jafnframt hafi þessir Gyðingar bent á frétt um þetta mál í fyrrnefndu blaði, sem gefið er út í Israel, og birtist mynd af fréttinni í Letzer Nyes hér með þessari grein. í þýðingu er fyrirsögnin svohljóðandi: „Dóttir Hitlers hyggst giftast Gyðingi“. í fréttinni sjálfri segir síðan m.a.: „Sonur rabbíprests hef- ur kynnzt einni af hinum óskil getnu dætrum Hitlers, Giselu Fleischer, er þau voru í læknis fræðideild háskólans í Frank- furt (í V-Þýzkalandi). Móðir Giselu, Tilli Fleischer, var þekkt þýzk Ólympíuíþrótta- kona“. Þá segir ennfremur í blað- inu, að Gisela hafi verið ávöxt ur „ástaleiks“ Hitlers og Tilli, og í raun og veru hafi Hitler átt sæg af óskilgetnum börn- um. Framhald á bls. 19 í kvöld, að hann myndi leggjast inn á sjúkrahús áNfimmtudag og gangast undir uppskurð. Segja forsetinn að hann hefði haft af því töluverð óþægindi undan- farið að gallblaðra hans starfaði ekki eins og vera bæri og eins væri hann með gallsteina og “'ramh. á bls. 27 ndon B. Johnson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.