Morgunblaðið - 06.10.1965, Side 3

Morgunblaðið - 06.10.1965, Side 3
Miðvikmlagur 6. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 1 Að fara yfir götu STÚtLKA kemur gangandi yfir götuna á móti rauðu ljósi og utan við bólurnar við gang brautina. Hinum megin tekur lögregluþjónn á móti henni. — Svona á ekki að fara yfir götu! Sbúlkan lítur flóttalega í kringum sig, sér að allir horfa á hana, roðnar upp í hársræt- ur, en segir ekkert. Það er auðséð að hún veit vel hvað hún hefur gert rangt. —Þér gerið þetta ekki aft- ur, segir lögregluþjónninn. — Nei hvíslar stúlkan og skotrar augunum á fólkið í kring. Þetta gerðist nokkrum sinn- um á gatnamótunum við Lækjartorg á sjötta tímanum í gær, þegar umferðin var mest. Þar var staddur einn af 10 lögregluþjónum, sem daglega koma sér fyrir við umferðarhornin og reyna að kenna fólkinu að farg yfir götu. En það er einn þáttur- inn í víðtækri fræðslustarf- semi um umferðarmál, sem umferðardeildir lögreglunnar og gatnamálastjóra efna til í vetur i samvinnu við ýmsa aðra aðila. Það er orðinn mjög brýn nauðsyn áð koma Reykvíking- um í skilning um að þeir búa Þær höfðu farið yfir á rauðu ljósi og lögreglan veitir þeim ámlnningu. ferðardeildanna til að hjálpa þar til, er nú búið að afhenda um 16 þús. skólabörnum bækling með leiðbeiningum um umferðaröryggi, dreifa um 20 þús. öðrum dreifimið- um í hús með póstinum og festar hafa verið upp um 300 auglýsingamyndir tU áminn- ingar víðs vegar um borgina. Auk þess fara fram sýningar á umferðarkvikmyndum í skólunum. Við gengum í gær út á helztu umferðarhomin í mið- bænum með þeim Pétri Svein björnssyni, fulltrúa hjá um- ferðardeild gatnamálastjóra Strætisvagnafarþegum hættir til að fara skáhallt yfir Kalkofnsveginn, og leggja sig í hættu, þó -sebrabetU sé rétt hjá. Pétur Sveinbjörnsson og Erlingur Pálsson við eitt af áminningarspjöldunum, sem fest hafa verið upp í bæn- og Erlingi Pálssyni, yfirlög- regluþjóni, en þá voru lög- reglumenn önnum kafnir við að leiðbeina vegfarendum og áminna Þá. — Þó við höfum svo marga lögregluþjóna við öll helztu gatnamótin aðeins Jí 10—14 daga núna, þá verður haldið áfram að reyna að fræða fólkið og kenna því í vetur, sagði Erlingur. Og þeg- í borg, þar sem um 10 þús. bílar fara um göturnar, og að þeir dagar eru liðnir er þeir gengu um troðninga uppi í sveit, þar sem ekki var von á nokkru farartæki. Margir af íbúðum borgarinnar hafa að vísu ekki búið lengi í borg, en flest meðalgreint fólk á að geta lært nauðsynlegar um- ferðarreglur. í viðleitni um- ar búið er að kenna því og ala það vel upp í þessu, þá má grípa til þess að sekta. En við förum mjög vægilega í sakirnar fyrst um sinn. Að- spurður hvort það yrði jafn dýrt að ganga yfir götu á rauðu og í Kaupmannahöfn, þar sem er 50 d. kr. sekt fyrir fyrsta brotið, vildi Erlingur lítið segja. En það er auðséð að þessi aðferð að sekta gefur góða raun í Danmörku. Fólki virðist annara um peningana sína en lífið. Pósthúshornið er slæmur staður. Þar kemur fólk frá Landsbankahorninu og tekur skástefnu yfir götuna að póst- húsdyrunum. Pétur segir okk- ur, að næstu daga verði reynt að setja þarna upp hindrun. Annar slæmur staður er við Kalkofnsveg. Við sjáum hvar hópur kemur út úr strætis- vagni. Nokkrir vegfarendur taka sig út úr og koma ská- halt yfir götuna í umferðinni yfir á hornið hjá BSÍ, þótt sebrabraut sé gkarnmt frá. Þarna tók lögregluþjónn 120 manns og áminnti fyrstu 1-2 klst., er hann stóð þar. En nú virðast menn vera að byrja að læra, segja lögreglumennirnir. Enda hefur lögregluþjónn ver ið þar næstum allan daginn að undanfömu. Sem við göngum milli götu- hornanna í miðbænum á anna tímanum, sjáum við margs- konar umferðarbrot og glanna skap í umferðinni, sem sýnir að börgarbúar skynja ekki enn hvað umferð i borgum er og nauðsyn þess að kunna sig í henni, ef manni er annt um líf og limi. Ein og ein mann- eskja rýkur yfir götuna móti rauðu ljósi, beint fyrir fram- an bílana, strákar á hjóli koma á fullri ferð inn á braut ina, þar sem gangandi .menn eiga að vera öruggir, og bíl- arnir beygja réttilega á sínu græna ljósi og koma svo þvert á brautir hinna gangandi, án þess að virða rétt þeirra og bíða. Allir fá áminningu frá lögregluþjóninum, og allir verða jafn skömmustulegir.. Vita á sig sökina. Vonandi muna þeir það enn þegar roð- inn er horfinn úr kinnunum. Bílarnir eiga réttinn, en hvað skyldi þessi ungfrú vera að hugsa, standandi úti á mið'ri götunni? * STAKSTFIMAR Síldin og kommúnistai Að undanförnu hefur verið mokafli á síldarmiðunum fyrir Austurlandi. Allar þrær á Aust- fjörðum eru að fyllast og vinnu- afl skortir til þess að vinna afl- ann í landi. Tekjur þjóðarbúsins af þessum. afla eru gífurlegar, en þó er sá hængur á, að nokkur óvissa er um sölu á* sildinni, fyrst og fremst vegna neitunar Sovétrikjanna á að kaupa af okk- ur saltsíld í jafn ríkum mæli og undanfarin ár. Fyrir einu ári jíomu forustumenn kommúnista hér á landi heim frá Moskvu, og fluttu þau stórtíðindi, að Rússar væru reiðubúnir til þess að kaupa af okkur mjög aukið magn sildar, aðeins ef íslenzk stjórn- arvöld fengjust til þess að taka upp samninga við þá um aukna sölu. Eftir þessu loforði komm- únista hefur verið gengið i eitt ár, og lauk þeim tilraunum með þvi, að samningaviðræðum um nýjan viðskiptasamning milli ls- lands og Sovétríkjanna til þriggja ára var frestað í ágúst, þegar ljóst var orðið, að Sovét- rikin voru mjög treg til að kaupa af okkur síldarvörur, vildu stór- minnka kaup á saltsíld og hætta með öllu kaupum á frystri síld. Skömmu siðar bárust fregnir um saltsíldarsölur Sovétríkjanna á mörkuðum okkar í Vestur-Evr- ópu og fyrir nokkru hafa þau selt frysta síld undir heims- markaðsverði til Vestur-Þýzka- lands. Hvað gerðist? Nú má vel vera, að viðræður þær, sem væntanlega verða tekn- ar upp við Sovétríkin á ný, fyrir áramót, leiði til þess, að gerður verði nýr viðskiptasamningur og þau fallizt á að kaupa af okk- ur saltsíld og frysta síld. En ó- neitanlega hefur framvinda þess- ara mála að undanförnu verið nokkuð önnur en ætla hefði mátt eftir yfirlýsingar félaga Bres- nevs og Einars á síðastliðnu sumri, og fullyrðingar kommún- ista hér á landi um möguleika á síldarsölum austur á bóginn. Kommúnistamálgagnið hefur ver ið óvenju fámált í sumar nm þessi mál, og hafa skrif þess nú stungið mjög í stúf við mikil skrif blaðsins á síðastliðnu sumri. Hér í Mbl. hefur þeirri spurn- ingu verið beint aftur og aftur til kommúnista, hvað raunveru- lega hafi gerzt í Moskvu í fyrra- sumar og hver skýring sé á tregðu Sovétríkjanna nú til að kaupa af okkur síld. Þeim spurningum er enn ósvarað og eru þær hér með ítrekaðar. Ó- skiljanlegt er, af hverju stendur á svari. Spilin á borðið Hér er um svo mikilvæg mál að ræða fyrir íslenzka þjóð, að kommúnistar hér á landi verða að leggja spilin á borðið og gera hreint fyrir sínum dyrum. Þeil hafa í eitt ár rekið víðtæka blekkingarherferð út um land, sérstaklega á Norðurlandi vestra, þar sem kaupstaðir og kauptún hafa orðið fyrir þungum búsifj- um vegna síldarleysis á miðun- um fyrir Norðurlandi. En nú er komið í Ijós, að öll gylliboð kommúnista í þeim landshíuta hafa reynzt staðlausir stafir, og þeir menn, sem þau hafa haft uppi, standa berskjaldaðir, sem ósannindamenn og blekkinga- smiðir. Annaðhvort er, að yfir- lýsing Bresnévs og Einars hefur verið blekking ein, eða þessi litla þjóð er nú Iátin finna fyrir því, að hið volduga stórveldi í austri telur sér hagkvæmt að beita hana viðskiptalegum þvingunum í pólitískum tilgangi. Hver sem skýringin er, er almenn krafa, að kommúnistar geri hreint fyrir sínum dyrum. Spilin á borðið!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.