Morgunblaðið - 06.10.1965, Qupperneq 5
Miðvikudagur 6. október 1965
M0RGUN3LADIÐ
5
| Helgafel'l heitir einstakt fjall
uxnkringt hrauni á alla vegu
og er suðaustur frá Hafnar-
firði. Sennilega bendir nafn
þess ekki til þess áð þetta hafi
verið „heilagt fjali“ að fornu,
| eins og Helgafell á snæfells-
i nesi, heldur hafi þaó verið
kennt við mann, er Helgi hét,
því að skammt þar fyrir innan
er dalur lítill, sem Helgadal-
ur heitir. — Rétt hjá Helga-
felli eru Kaldárbotnar í kvos
nokkurri. Eru þar margar upp
sprettur og mynda lón það,
sem verið hefir vatnsból
Hafnfirðinga um langt skeið.
Er þarna hið tærasta upp-
sprettuvatn og héldu menn
að það væri óþrjótandi en sú
hefir ekki orðið raunin á í
þurkatfðinni í sumar. Úr þess
um uppsprettum kemur Kald
á. Rennur hún fyrst niður hjá
Kaldárseli og þar í hálflhring,
eins og hún sé að villast, en
steypir sér svo á kaf niður í
hraunið og sést ekki meir.
Gömul þjóðsaga hermir að úr
Þingvallavatni hafi eitt sinn
runnið stór á er Kaldá hét.
Féll hún fyrir norðan Hengil
og síðan vestur með fjöllun-
um og til sjávar á Reykjanesi.
En hún hvartf eitt sinn er
Suðurfjöll brunnu, svo einn
var eldur frá Hengli og út í
sjó á Reykjanesi. >ó varð eft
ir þessi læma fyrir ofan Hafn
arfjörð. Eggert Ólafson segir
í ferðabók sinni, að menn
haldi þá, áð Kaldá renni neð-
anjarðar alla leið út á Reykja
nestá, og þar myndi hún
Reykjanesröstina. Segir hann
að þessi farvegur hennar sé
sýndur á nýasta íslandskorti,
sem gert var á konungs kostn
að. — Skammt frá Kaldárseli
er svo Helgadalur, djúp hvos
með dálítilli tjörn. Er þráð-
beint klettabelti að noi'ðan,
en hinum megin við tjörnina
eru grösugar brekkur. Þykir
fallegt þar. — Myndirnar eru
önnur af Kaldárbotnum en
hin af Helgadal. — Langt er
nú síðan menn hættu að trúa
því að þessi tvö vatnsból
stæðu í sambandi við Þing-
vallavatn. Hér er um áð ræða
efstu uppspretturnar, sem
koma undan hraununum þar
fyrir ofan, en annars fer allt
rigninga og leysingavatn und
ir hraunum miklu lengrí leið.
Kemur sumt fram hjá
Straumi og í Hraununum, en
annað leitar norður á bóginn
og kemur upp í Gvendar-
brunnum, hinu fræga vatns-
bóli Reykvíkinga.
ÞEKKIRMJ
LAIMDIÐ
ÞITT?
70 ára er í daig Guðmundur
Kiistinn Hjörleifsson, verkamað-
ur, Lindargötu 36. Hann verður
að heiman í dag.
60 ára er í dag Petrea Bjarna-
dóttir, Tunguveg 14, Ytri-Njarð-
vík. Hún verður að heiman á af-
mælisdaginn.
>f Gengið
30. september 1965.
1 Sterlingspund ..... 120,13 120,43
1 Banflar dollar ... 42,95 43.06
1 Kanadadoilar _ 39,92 40,03
100 Danskar krón-ur .. 622,45 624,05
100 Norskar krónur .. 601,18 602,72
100 Sænskar krónur 832.70 834.85
100 Finnsk mörk _...._ 1.335.20 1.338.72
100 Fr frankar ....... 876.18 878.42
100 Svissn. frankar 994,8S 997,40
100 Gylllni ....... 1.193,05 1.196,11
100 Tékkn krónur ....... 596.40 598.00
100 V.-þýzk mörk... 1.071,24 1.074,00
100 L.írux ............... 6.88 6.90
100 Austurr. sch.. 166.46 166.88
100 Pesetar ....... 71.60 71.80
100 Belg. frankar... 86,47 86,69
VÍSIJKORIM
' Á FERÐ
Ferðin greiðist, fram á leið
fákar skeiðið herða
yfir heiðahraunin breið.
Hörð skal reiðin vera.
Pétur Hannesson
frá Sauðárkróki.
KLLTIJR í ÞÖGLAHVERFINU
Klæöningar — Bólstrun Barmahiíð 14. Sími 16212. Tökum að okkur alls konar klæðningar á bólstruðum húsgögnum. Úrval af áklæðum. Til sölu kjóldragt nr. 46 og kjóll nr. 44, fermingarkápa og kápa, skjört. Uppl. í síma 36466.
Athugið! Gufuþvoum mótora í bíl- um og öðrum tækjum. — StimpiU, Grensásveg 18. Sími 37534. Stúlka óskast til heimilisstarfa. Gott herbergi fylgir. Sími 11818.
-
2ja—3ja herb. íbúð óskast til leigu fyrir litla reglusama fjölskyldu. Uppl. á daginn í síma 23375. Sauðfjárbónda í Borgarfirði vantar mann til aðstoðar við fjárförgun í mánaðartíma. Uppl. í , Ráðningarstofu Reykjavik- ur.
Barnlaus hjón óska eftir 1—2 herb. íbúð í Kópavogi. Uppl. í síma 40813.
Herbergi óskast til leigu strax. Uppl. í sima 17920.
íbúð óskast
Barnlaus hjón óska eftir íbúð strax. Fyrirfram- greiðsla. Uppl. í síma 36584. Til sölu Kjellberg rafsuðutransari, verð kr. 11000,00 og fleixi járnsmíðaverkfæri. UppL í síma 12335 kl. 12—1 og 7—8.
Ung kona,
sem hefur stúdentspróf og reynslu í skrifstofustörf- um og vélritun óskar eftir vinnu fyrir hádegi. Uppl. í síma 12690 f. h. Bílskúr til leigu í Vesturbænum. Uppl. i síma 14437.
Sængurfatasaum Tek sængurfatnað í saum, ennfremur gluggatjöld eft- ir máli. Una, Vatnsstíg 10. Sími 13593 frá kl. 1—4 e.h.
Til sölu lítið notað mahöny skrif- borð og hjónarúm. Uppl. í síma 17558 og 36387.
Ung kona með stúdentspróf frá verzl- unarskólanum óskar eftir gjaldkerastarfi. Tilb. send- ist afgreiðslu MbL, merkt: „Gjaldkerastarf —~2456“. íbúð óskast í Keflavík sem fyrst, 2—3 herbergi og eldhús. Upplýsingar í síma 1804, Keflavík.
Afgreicslnstúlka óskast
nú þegar í sérverzlun. Hálfsdags stúlka gæti komið
til greina. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl.
merkt: „Vön — 2453“ fyrir laugardag.
Unglingstelpa
óskast til sendiferða á skrifstofu vorri,
fyrir hádegi.
Röskan og ábyggilegan
sendisvein
vantar okkur nú þegar, hálfan eða allan daginn.
Guðm. Guðmundsson & Co.
Hafnarstræti 19 — Sími 14430.
Húseigendur
Rólegur eldri maður óskar eftir stóru og góðu her-
bergi, helzt forstofuherb. með aðgang að baði,
einnig kæmi til greina lítil íbúð.
Uppl. í síma 38244 milli kl. 3 og 5 í dag og á morgun.
Verksmiðjuvinna
Maður óskast til verksmiðjustarfa. Framtíðarat-
vinna. — Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Málmsteypa Ásmundar Sigurðssonar
Skipholti 23.