Morgunblaðið - 06.10.1965, Síða 15

Morgunblaðið - 06.10.1965, Síða 15
Miðvikudagur 6. október 1965 MOHGUNBLAÐIÐ 15 „Spoon River“ í Reykjavík EINHVERN veginn get ég ekki að því gert, að ég hafði ekki sérstaka ánægju af að lesa þær þýðingar sem Magnús Ásgeirsson gerði á ljóðaflokki Edgars Lee Masters, Úr kirkjugarðinum í Skeiðarárþorpi.. Það kom mér því meira en lítið á óvart að uppgötva eitt kvöld í síðustu viku í Tjarnarbæ, að ljóðaflokk- ur þessi er ein af vörðum heims- bókmenntanna. Auðvitað á Edgar Lee Masters fyrst og síðast þátt í því, hánn leggur til efnið, skáldskapinn — en Brinkmann- flokkurinn færir sér í nyt alla þá möguleika sem fyrir hendi eru. Afleiðingarnar verða þær að Brinkmann-kvöldið er ó- gleymanlegur listviðburður. Ljóðaflokkurinn leynir sem sagt á sér, en í meðferð þessara snilldarleikara verður hann upp- lifun, reynsla, sem enginn ætti að fara á mis við. Ég vona að rit'stjóri Tímans taki það ekki illa upp, þó ég hafi hrifizt svo mjög af ljóða- flokknum Spoon River og túlk- un Brinkmanns-leikflokksins á honum; vonandi lítur hann ekki á það sem goldvoterisma af nýrri gerð eða einhvers konar móðgun við alþjóðlegan kommúnisma! En þó er aldrei að vita, því ritstjóri Tímans er ekki eins og fólk er flest: ef hann hefði búið í Spoon River hefði hann að vísu kunnað vel við sig í smábæjar- nagginu, en hlutur hans hefði áreiðanlega orðið með dálítið sér- stæðum hætti í ljóðaflokknum; Edgar. Lee Masters er nefnilega meistari í tvískinnungi 1 mann- eðlinu. En hvað um það. Þetta grein- arkorn er einungis hugsað sem dálítil ábending til þeirra sem unna Ijóðum og Ijóðlist. Ég hef oft og einatt bent á, að við er- um mjög á eftir í túlkun ljóðlist- ar, og hefur raunar ekkert verið gert til að hún dagaði ekki uppi í íslenzku nútíma þjóðfélagi. Fæstir trúa því, eins og fólk gerði í gamla daga, að hún heyri til líðandi stund, líkt og gerist í öðrum menningarlöndum. Við tölum um ljóðlistina eins og ein- hvern fjarlægan eða óskiljanleg- an hugarburð, þorum ekki af einhverjum ástæðum að taka hana alv^rlega. Nennum því kannski ekki í allri velsældinni. Ég hef margsinnis bent á, með hve miklum blóma ljóðlistin stendur víða erlendis, ekki sízt í Bandaríkjunum, nú síðast bent á þær miklu vinsældir sem Ijóða- upplestur Richards Burtons hef- ur aflað honum vestra. Brink- mann-flokkurinn er staðfesting á þessari staðreynd; hann sýnir okkur að ljóðlistin (jafnvel svo- kölluð óhefðbundin ljóðlist) er eitt áhrifamesta tjáningarform sem til 'er, ef vel er á haldið. En það þarf frábæra leikara til að ná úr ljóðaflokki Edgars Lee Masters þeim áhrifum sem þar leynast; Brinkmann-flokkurinn nær t.d. sérstaklega vel þeirri kímni sem hvarvetna iðar undir yfirborðinu, en mér finnst hafa farið forgörðum í þýðingu Magn- úsar Ásgeirssonar. Ég veit ekki hver ástæðan er, en einhvern veginn er miklu áhrifameira að lesa Spoon River á frummálinu en í þýðingu hans. Þegar ég hlustaði á Brink- mann-flokkinn, datt mér í hug að ástæðan gæti e.t.v. verið sú, að jafn ágætur þýðari og Magnús klæðir þessi ljóð, sem yfirleitt eru óhefðbundin og laus við allt skrúðmál, í viðhafnarbúning, notar t.d. stuðla og talsvert há- tíðlega (en þó óreglulega) hrynj- andi, þannig að manni finnst ljóðin fremur vera eftir Goethe eða Shakespeare en Edgar Lee Masters (ég tek aðeins eina setn- ingu til skýringar: But pass on into life, segir Lyman King í samnefndu ljóði, en hjá Magnúsi verður þetta: En leggðu út í lífið sjálft af stað). Það sem er einfalt, á að vera einfalt. Það vissi Edgar Lee Masters. Hann yrkir ljóða- flokkinn án þess að kafna í róm- antík, svokallaðri estetík eða yfirborðsleg:u formtildri. Ljóðin eru nakin og einföld eins og lífið í Spoon River. — ★ —1 Þessi greinarstúfur á ekki að vera gagnrýni, Sigurður A. Magnússon sá um þá hlið máls- ins hér í blaðinu í gær — en mig langar aðeins til að ítreka: farið í Tjarnarbæ næst þegar Brinkmann-flokkurinn er þar á ferð og kynnist sjálf möguleik- um ljóðsins. Einustu vonbrigðin eru þau, að maður segir við sjálf- an sig að sýningu lokinni: að hugsa sér, að við skulum ekki eiga neitt í líkingu við þetta hér heima. Ég var víst eitthvað að þusa um þetta í hléinu frammi á gangi, þegar Gunnar Eyjólfsson vatt sér að mér og sagði: Við getum vel gert þetta hér heima, við höf- um leikara til þess. Það þarf bara að fella ljóðin saman, svo út komi falleg og skemmtileg heild. Síðan sagði Gunnar mér frá öðr- um leikflókkum, ekki ósvipuðum En þá er að taka til hendi og sýna það í verki. — ★ — Þegar ég talaði við þau hjón, leikkonuna Ruth Brinkmann og eiginmann hennar, Austurríkis- manninn Franz Schafranek, sem hefur búið ljóðin til sýningar, lagði hann þunga áherzlu á að ekki væri nóg að lesa textana á leiksviðinu, heldur yrði að leggja áherzlu á að dramatísera ljóðin, gefa hverri persónu sitt svið og sitt tungutak. Hann sagði að það kostaði mikla einbeitingu hug- ans og leikarahæfileika að draga upp persónumynd í tíu eða tólf línum; það gætu ekki nema góð- ir leikarar. Þau hjón bentu á að hægt væri að nota margvísleg ljóð á sýningum sem þessarL Þau sögðu mér einnig til gam- ans að fyrsta verkefnið sem leik- hús þeirra, The English Theatre (stofnað 1963), tók til meðferð- ar hafi verið Dear liar, eftir Jerome Kilty, en hann fékk þá hugmynd að gera eins konar leik- rit úr útgefnum bréfum G. B. Shaws og Patrick Campbells (sem Shaw skrifaði Pygmalion fyrir). Þau sviðsettu bréfaskiptin á þann hátt að þau léku efni bréfanna, en létu ekki við það sitja að lesa þau eða „fara með þau“. Þetta þótti nýstárlegt og varð vinsælt og hlaut verkið ágætar viðtökur. Frú Brinkmann er bandarísk leikkona, en maður hennar aust- urrískur, eins og fyrr getur, og er leikstjóri við austurríska sjón- varpið. Frúin fer hvern vetur vestur til Bandaríkjanna og leit- ar að efnivið fyrir leikhús þeirra, og í slíkri „kaupstaðarferð" fékk hún hugmyndina um Spoon River. þessum, m.a. enskum leikflokki sem hefði „fært upp“ ljóð um ensku krúnuna, ef ég man rétt; sagði hann að sú sýning hefði verið í senn frábær og ógleyman- leg, enda vél til hennar vandað í alla staði. Gunnar sagði að við ættum að færa okkur í nyt heim- sókn Brinkmannsleikflokksins og byrja tilraunir með ljóð á leik- sviði og tek ég undir þessi orð hans, og segi við hann og aðra góða leikara: takið ykkur saman í andlitinu, þið hljótið að hafa ein- hvern efnivið til að byrja með. En ég aðvara. Eitt gefur auga- leið. Annars flokks leikarar koma strax upp um sig, ef þeir eiga að standa í sporum Brink- mann-leikflokksins. Formið er svo yfirþyrmandi vandmeðfarið og næsta erfitt að leiða athygl- ina frá hæfileikaskorti eða kunn- áttuleysi með ýmisskonar tilburð um og uppáfyndingum, eins og oft vill brenna við í venjulegum leikritum. Aftur á móti hafa góð- ir, eða frábærir leikarar meiri möguleika á að sýna snilld sína á ljóðakvöldi sem þessu en nokkurs staðar annars. Þetta sagði ég við Gunnar Eyjólfsson, og mér virt- ist hann sama sinnis. Samt sem áður hélt hann fast við fyrri skoðun sína, að við gætum eign- azt svona reynslu með íslenzk- um leikurum og íslenzkum efni- viði. Vonandi hefur hann rétt fyrir sér. Edgar Lee Masters Annars var það Charles Aid- man sem fyrstur sviðsetti Spoon River, en flokkur hans lagði höf- uðáherzlu á upplesturinn, síður leikinn; Ijóðaflokkurinn var sem sé ekki dramatíseraður undir hans stjórn, heldur einungis les- inn. Má ímynda sér að verkið sé mun áhrifameira, eða a.m.k. fjölbreyttara, í þeirri mynd, sem Brinkmann-flokkurinn dregur upp. Þess má geta að ljóðin í flokkn- um eru um 250 að tölu, en Brink- mann-flokkurinn notar 77 þeirra. Spoon River er í Miðvesturríkj- um Bandaríkjanna. Á bökkum hennar liggja þrjú þorp sem Edgar Lee Masters slengir sam- an í eitt og kallar Spoon River. í þessi þorp, eða öllu heldur kirkjugarða þessara smábæja, sækir skáldið persónur sínar. Ruth Brinkmann sagði mér frá því, að önnur tveggja persóna í ljóðaflokknum sem bæru nokk- urn veginn rétt nöfn, væri amma Edgar Lee Masters, Lucinda Mat- lock, sem að vísu hét Lucinda Masters í lifanda 1 ífi. Skáldið hafði mikla ást á þéssari gömlu ömmu sinni, en síður á foreldr- unum. í Ijóðaflokknum, sem bregður yfirleitt upp kaldhæðn- um og nokkuð beizkum myndum af lífi og dauða (eins og sjá má af ummælum Henry Phipps: I was not, after all, particular care of God!, eða: As for myself I Ruth Brinkmann og Franz Schafranek. overcame my lower nature / Only to be destroyed by my brother’s ambition, segir Thomas vesalingurinn_ Ross, sjá þýðingu Magnúsár Ásgeirssonar; The reason I believe God crucified His Own Son / To get out of wretc- hed tangle is, because it sounds just like Him, segir Wendell P. Bloyd) — er Lucinda eina full- komlega bjartsýna manneskjan — sú eina sem hefur góðar hend- ur og hlýtt hjarta, eins og stóð í minningargrein í Morgunblað- inu á sunnudag. Þeinp sem eiga eftir að sjá Brinkmann-flokkinn skal bent á, að Lucinda kemur síðust allra persónanna fram á sviðið og talar með sínum sænsk- ameríska framburði; hún og maður hennar voru sænsk að uppruna, og er skáldið þannig komið af þessum frændum okk- ar, eins og Carl Sandburg. Yfirleitt býr Edgar Lee Mast- ers til nöfnin á persónum ljóða- flokksins, en þó má sjá part þeirra á grafsteinunum við Spoon River. Eina persónan, sem lifði á þessum slóðum og fær nafn sitt algerlega óbrenglað inn í ljóðaflokkinn, er Anne Rut- ledge. Þjóðsagan hermir að hún hafi verið fyrsta og einasta ást Abraham Lincolns, en hún dó mjög ung. Þeim til glöggvunar, sem eiga eftir að sjá sýningu Brinkmanns-flokksins, má geta þess að leikstjóranum hefur þótt rétt að láta söngvarana fara með hlutverk Annes Rutledges og svertingjans Shack Dyes, sem er aðeins gefin rödd, en ekki útlit. Líf þeirra birtist okkur eins og helgisögn, og fer vel á því. I Ijóði Annes Rutledges hefði mátt nota upphafið tungutak í þýð- ingu. Ljóðið um Shack Dye er einn áhrifamesti þáttur ljóða- flokksins, einfalt og barnslegt með ívafi ógleymanlegs líkinga- máls; hann segir frá því, að hvítu mennirnir hafi strítt honum öll- um stundum; eitt sinn þegar hann kom í smiðjuna sína, hrökk hann við: hánn sá nokkrar hesta- skeifur skríða eftir gólfinu, eins og þær væru lifandi —' það var Walter Simmons sem lét sér detta í hug að nota segulstál til að framkalla þennan hrekk. Og hann heldur áfram, þessi skot- spónn hvítu mannanna: And you didn’t know anymore than the horse — shoes did / What moved you about Spoon River. Til að gefa nokkrar frekari upplýsingar má loks bæta því við, að söngvararnir syngja göm- ul þjóðlög, sem ýmist eru inn- flutt frá Evrópu eða eiga rætur í Bandaríkjunum sjálfum og eru þannig hluti af þessum lítt meng- aða arfi sem blómgaðist í Mið- vesturríkjunum, þessum „Amer- icana“. Lögin og söngvarnir mynda skemmtilegan bakgrunn fyrir sýninguna. — ★ — Edgar Lee Masters var ekki talinn í hópi bandarískra stór- skálda, fyrr en hann orti Spoon River. Þegar hann hafði lokið við ljóðaflokkinn, sem hann skrifaði fyrir dagblað í Miðvesturríkjun- um og birtist.. á 2—3 árum ef ég man rétt, varð hann sjúkur og gat ekkert unnið um eins árs skeið, svo mjög lagði hann að sér við verkið segir þjóðsagan. Eftir það skrifaði hann nokkrar bæk- ur, en engin þeirra hefur náð sömu hylli og Spoon River. En vegna þessa ljóðaflokks hans er óhætt að telja hann í hópi þeirra skálda, sem hvað mestan þátt áttu í bókmtenntalegri endur- reisn, sem hófst í Miðvesturríkj- unum og breiddist um öll Banda- ríkin; aðrir í þessum hópi eru Theodore Dreiser, Sinclair Lewis og Carl Sandburg, svo nöfn séu nefnd. Spoon River hefur haft mjög víðtæk áhrif á heimsbókmennt- irnar, og öll helztu smáþorps- skáldin hafa keppzt við að lýsa yfir, að ljóðaflokkurinn hafi haft mikil áhrif á verk þeirra; t.d. sagði Thornton Wilder að leik- rit hans, Bærinn okkar, væri innblásið áf Spoon River, og brezka stórskáldið Dylan Thom- as, sem orti mikið um smábæjar- lífið í Wales eins og kunnugt er og var einn bezti ljóðaupplesari enskrar tungu, sagði að Spoon River hefði haft mikil áhrif á sín verk, og þá einkum Under Milkwood. Þessi meðmæli ættu nokkurn veginn að nægja okkur. Þegar ég gekk út af leiksýn- ingunni, sagði einhver við mig á þessa leið: Mikið hefði verið gaman, ef Edgar Lee Masters hefði skrifað eftirmæli um sjálf- an sig, eins og aðra í Spoon River. Ég get frætt hann og aðra á því, að það gerði hann einmitt: Good friends let’s to the fields, I have a fever .... Þessi kafli, sem fluttur er á sýningunni, stendur á legsteini skáldsins í Spoon River. Hann sagðist heldur vilja skrifa sína eigin grafskrift, en aðrir gerðu það. Kona hans, Ellen Masters, sem enn er á lífi og kennir bók- menntir við Pennsylvaníuhá- skóla, er mjög ánægð með hversu vel hefur til tekizt með flutning ljóðaflokks manns hennar á sviði. Hún sagði við Ruth Brinkmann, að hún hefði viljað að maður hennar hefði lifað — „þá hefði hann getað séð með eigin aug- um, hversu vel hefði til tekizt. Hann hefði notið þess“, sagði ekkja skáldsins. En — það er svo sjaldgæft að skáld njóti þess sem þau gera í þessu lífi! Matthías Johannessen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.