Morgunblaðið - 14.10.1965, Blaðsíða 1
<
28 síður
i
-
ömiWttMa
52. Srgatigur.
234. tbl. — FimmtudagMr 14. október 1965
Frentsmiðja Morgunblaðsíns.
Ný sfefnuyfirlýsing ríkisstjérna rinmir rædd á Alþingi í gær:
Boðar fjölþættar nýjungar
í efnahags- atvinnu- og menningarmálum
Nýr kommúnistafEokk-
ur í Indónesíu?
Lokáð 14 æðri skóEum vegna
stuðnings við uppreisnarmenn
Forsætisráðherra dr. Bjaxni Benediktsson, flytur yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar á fundi í Samein-
Uffu Afþingi í gær.
Heildarendurskoðun fræðslukerfisíns — Háskóli
*
Islands efldur — Hagráð stofnað — Fram-
kvæmdabankinn lagður niður — Stofnðána-
sjóðir atvinnuvegana sfyrktir — Staðgreiðslu-
kerfi skatta 1967 — Verðtrygging sparifjár og
lána — Landgrunnið verndað — Framkvæmda-
sjóður strjálbýlisins
Á FUNDI í Sanieinuðu Alþingi í gær flutti forsætisráðherra,
dr. Bjarni Benediktsson, yfirlýsingu frá ríkisstjórninni, þar
sem hann boðaði margvíslegar umbætur, er ríkisstjórnin
mun vinna að. 1 yfirlýsingu sinni kvað forsætisráðherra
meginstefnu ríkisstjórnarinnar óbreytta frá myndun hennar
1959, en tilkynnti síðan fyrirhugaðar aðgerðir á ýmsum svið-
um atvinnu-, efnahags- og menntamála. Mikið fjölmenni vará
þingpöllum er forsætisráðherra flutti ræðu sína. Helztu mál,
sem ríkisstjórnin mun vinna að eru þessi:
♦ að stofnað verði Hagráð, sem ræði ástand og horfur efnahags-
mála og meginstefnur í þeim málum.
♦ að stefnt verði að því að koma á staðgreiðslukerfi skatta á ár-
inu 1967. Tollgæzla og skattaeftirlit verði hert til þess að jafnt
gangi yfir alla.
♦ að Framkvæmdabankinn verði lagður niður, en stofnlánasjóð-
ir atvinnuveganna styrktir og komið á hagkvæmari skipan
þeirra sjóða og banka, sem fást við veitingu framkvæmdalána.
♦ að kannað verði til hlítar hvort ísland skuli gerast aðili að
Fríverzlunarbandalagi Evrópu.
♦ að unnið verði að viðurkenningu'annarra rikja á rétti Islands
til landgrunnsins alls sbr. ályktun Alþingis 5. maí 1959.
♦ að heildarendurskoðun fari fram á þeim þáttum skólalöggjafar-
innar, sem ekki hafa verið endurskoðaðir á undanförnum árum.
♦ að settar verði nýjar og einfaldar reglur um samskipti ríkis
og sveitarfélaga um stofnun og rekstur skóla og endurskipu-
lagningu yfirstjórnar fræðslumála.
♦ að teknar verði upp vísindalegar rannsóknir á skóla- og upp-
eldismálum.
♦ að gerð verði framkvæmdaáætlun um skólabyggingar á næstu
árum.
Framhald á bls. 8.
Djakarta, 13. okt. — (NTB-AP)
ÁKVEÐIÐ hefur verið, að undir-
lagi Sukarnos forseta og Nas-
utions, varnarmálaráðherra, að
mannaskipti skuli verða í stjórn
kommúnistaflokks Indónesíu og
frá víkja strangsinna kommún-
istar þeir sem til þessa hafa þar
ráðið mestu um gang mála en
við taki þjóðernislega sinnaðri
menn. Er jafnvel haft á orði að
stofnaður verði nýr kommúnista-
flokkur í landinu.
Andstaðan gegn kommúnistum
í Indónesíu magnast nú mjög og
hafa múhameðstrúarmenn uppi
háværar kröfur um að flokkur-
Framh. á bls. 27
Ráðstefna Sjálfstæð-
isflokksins um
sveitastjórnarmál
EINS og áður hefir verið tilkynnt, efnir Sjálfstæðisflokk-
urinn til ráðstefnu í Reykjavík um sveitastjórnarmál í
sambandi við reglulegan flokksráðsfund dagana 23.—24.
þ.m. Er þess vænzt, að þeir, sem boðaðir hafa verið til
ráðstefnunnar, en ekki enn tilkynnt aðalskrifstofu flokks-
ins í Reykjavík um þátttöku. geri það nú þegar.
MIÐSTJÓRN SJÁLFSTÆÐI§FLOKKSINS
JOHANNES Sveinsson Kjar- mannaskálanum á um 30 af Myndin er af nýjasta verki
val, listmálari, verður áttræð- úrvalsverkum hans, sem eru listamannsins og er frá Þing-
ur á morgun. Nokkrir vina í einkaeigu. Sýningin verður völlum. Sjá frétt og myndir
hans efna til sýningar í Lista- opnuð kl. 6 siödegis í dag. á baksíðu. Ljósm.: Ó1.K.M.