Morgunblaðið - 14.10.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.10.1965, Blaðsíða 24
24 M0HGUN3LAÐIÐ Fimmludagur 14. október 1965 PATRICK QUENTIN: GRUNSAMLEG ATVIK Ég var niðursokkinn í lesturinn og hélt áfram.......sleppti sumu en las allt, sem máli skipti. „En auðvitað var ekki nóg að kála Normu, það gerði hún Sylvia ... Ég vissi, þegar hún var þama í íbúðinni í Tamber- laine, að henni þurfti að ryðja úr vegi. Og allt í einu voru all- ar kringumstæður mín megin — megrunarsaltið, reglulega baðið, klukkan hálfsex, hræðsl- an við Tray. Eiginlega var ekki nema eitt í veginum og það var frumritið af bréfinu, og jafnvel það var allt í lagi, því að áður en Sylvia tók fram Ijósmyndina af því, sá ég, að hún bar hönd- ina upp að brjóstinu, og þóttist þá viss um — af því að Sylvia var nú eins og hún var, að hún mundi engum treysta og því bera bréfið undir brjóstahaldinu . . . . Einfaldara hefði það ekki Vantar yður íbúB? Við höfum til sölu m.a. 4ra herb. íbúð, 107 ferm. á 2. hæð í tvíbýlishúsi á góðum stað í Kópavogi. Hiti og þvottahús sér. — Ræktuð lóð. — Bílskúr. Getur verið laus fljótlega. Skip & fasteignir Austurstræti 12 — Sími 21735 Eftir lokun 36329 PFAFF - sanmonómskeið í framhaldi af PFAFF-sníðanámskeiðum verða nú haldin saumanámskeið á vegum Pfaff. Fyrstu námskeiðin hefjast þriðjudaginn 19. okt. Innritun í PFAFF Skólavörðustíg 1 — Símar 13725 og 15054. Sæla Café Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Upplýsingar í skrifstofu Sæla Café Brautarholti 22. NÝKOMIÐ: CELLU-plastlakk — glært og matt. CELLU-patínalakk fyrir Teak og Palaisander CELLU-patina olía fyrir Teak. CELLU-slípimassi. CELLU-slípiolía. Pattex - lím og herðir. Hannes Þorsteinsson, Heildverzlun — Hallveigarstíg 10. Sími 2-44-55. getað verið. Jafnvel lykillinn stóð í skrámni. Þegar við fórum, stakk ég honum í vasa minn. Svo seinna, . þegar þið voruð öll að hvíla ykkur, var auðvelt að læðast þangað með Tray og komast inn. Hún var í baðker- inu og þarna á stól var bréfið, ásamt brjóstahaldinu og sloppn- um. Tray lék sitt hlutverk næst um of vel... fyrst var hama- gangur og svo féll hún sam- an .. ég veit ekki nema hún hafi þegar verið dauð, þegar ég kaf- færði höfuðið á henni.... Það var nú það, og ekkert eftir nema vita, hvað gera skyldi við bréfið. Ég þóttist alveg vita, að Steve mundi sjá um það, sem þyrfti, en ég vissi, að þú mundir ekki eiga neina ró, meðan bréf- ið kæmi ekki fram ... Mér gat ekki dottið annað betra í hug en að skjóta því niður í skart- gripakassann þinn, svo að þú fyndir það þar og vissir, að því væri óhætt........ Enn einu sinni virtist allt vera í lagi, en það var það bara ekki, vegna hennar Lukku, eða hvað? Það var heppni, að þú skyldir segja mér af samtali ykkar, heppni, að þú skyldir sýna mér þetta vitleysislega blað, sem þú lézt hana undir- rita. Ég vissi, að það var ekkert gagn í því. Ég vissi, að það mundi alveg gera út af við þig að þurfa að fóma honum Nikka svona. Ég vissi, að okkur yrði aldrei óhætt meðan Lukka væri ofanjarðar .... En jafnvel það var einfalt mál. Ég gat látið, sem ég yrði eftir þegar hin fóru ég gat flogið til London og beð- ið tækifærisins ... og hvernig yrði það? Koma henni undir strætisvagn? Eða undir neðan- jarðarlest á þeim tíma þegar mest er að gera? En ég ætla bara að bíða eftir tækifærinu og eiga tilbúið far til Frakklands aftur ... . Ég geng frá þessu eins og afmælisgjöf til þín. Og svo, ef mér tekst vel, sendi ég þér skeyti. Og þá veiztu, elsku Anny, hver endalokin hljóta að verða. Eftir þetta geturðu aldrei horft á mig oftar, og hvers- vegna ættirðu ekki að fá þitt frelsi, eftir að hafa verið bund- in mér öll þessi ár, þegar þú líka elskar Ronnie Light, þegar þú verðskuldar allt, sem fagurt er og gott, þegar ... Þessvegna muntu sjá í blöðunum, daginn eftir að þú færð skeytið... í einhverju ómerkilegu gistihúsi í Var ... gamall maður, magaveik ur, sem hefur tekið ofmargar svefntöflur ... Það verða enda- lokin á einkennilegu lífi, en að minnsta kosti lífi, sem lifað var í hollustu. Vertu sæl, og guð blessi þig. Hans.“ Ég horfði á síðasta blaðið og kreisti það svo milli handanna. Mamma stóð hjá mér. Ég hafði ekki heyrt hana koma og vissi ekki að hún væri þarna, fyrr en hún sagði: — Mér fannst það betra ,elsk- an, að kalla hann frænda. Hjóna bandið okkar var aldrei raun- SMJÖRIÐ — ALLTAF ÞAÐ ln.!liRiid4Qi OSTA OG SMJÖRSALAN ©PIB CðFEKMAGUf COSPER____________"_______________________________________3680 — Þú mátt ekki horfa niður í vatnið, því að þú fælir þá alla fiskana burtu. verulegt, eins og þú veizt. Það var bara gert vegna atvinnu- leyfisins míns, þegar ég var al- veg á nástrái, og vissi ekkert, hvað ég átti til bragðs að taka. En hann hafði verið svo góð- ur, svo tryggur, og þótti svo vænt um mig. Ég gat ekki skil- ið hann eftir, þegar starfsferli hans var lokið, og hann átti sér einskis úrkosta. Ég varð að sjá fyrir honum. Það var það minnsta, sem ég gat gert. Hans frændi. Ég hafði varla hugsað um þann þátt málsins fyrr en blaðamennirnir þyrptust um borð í skipið í New York. „Ung- frú Rood, hver er þessi herra með yður?“ spurðu þeir. Og ég sneri mér að honurri og sagði: „Það er hann Hans frændi ..." Hún hneig niður á rúmið við hliðina á mér. Hún greip dauða- haldi í höndina á mér. — Nikki, Nikki, hvað éigum við að gera. Þetta flug til Frakklands aftur .... litla gistihúsið í Var.... svefntöflumar........Ó, vesl- ings Hans frændi, við verðum að koma í veg fyrir þetta! Þegar ég leit á andlitið á henni, sem var stjórnlaust og æðisgengið, vissi ég í fyrsta sinn, að ég var sá sterkari. Er þetta, hugsaði ég ósjálfrátt.... er það svona að hætta að vera mömmudrengur? — Við megum ekki hindra hann, mamma. Skilurðu það ekki? Þetta verður allt tilgangs- laust hjá honum, nema hann geti endað það. svona. Elsku mamma, þetta verður allt í lagi. Lögreglan spyr auðvitað eitt- hvað í sambandi við hana Lukku, en það verður aldrei úr því annað én slys í troðningn- um á annatíma. Og nú geturðu byrjað nýtt líf. Þú getur gifzt Ronnie ef þú vilt... og meira að segja leikið Ninon..... En mamma hafði fleygt sér á rúmið. Hún gróf andlitið í ljósrauða koddann, og grét eins og hún væri óhuggandi. Gott og vel ,hugsaði ég. Lofum henni að gráta. Látum hana jafha sig af þessú. Ég lagðist við hliðina á henni og lét höndina hvíla á öxl hennar. Ég var alltaf hrif- inn af rúmunum hennar mömmu. Þau vóru eitthvað svo þægileg. En eftir því, sem ég lá þarna lengur og hlustaði á snöktið í henni, vissi ég, að henni var hjálp að því einu, að ég væri hjá henni, og þá datt í mig uppreisnarhugmynd: Nú skal verða endir á þessari Anny Rood og Fjölskyldu Hennar. Mamma skyldi andstöðulaust klifra upp frægðarstigann aft- ur, hærra og hærra. Vitanlega myndi hún það. En nú skyldi ekki nein Fjölskylda hanga ut- an í henni, nú skyldu engar kvensur biðja um rithöndina mína framar. Frelsi. Orðið tók einhvernveg- inn á sig sköpulag í huga mín- um, eins og ofurlítið fræ, sem mundi taka að vaxa, þegar kyrrð væri komin á eftir storm- inn. Frelsi og friður — friður til að verða tvítugur í staðinn fyr- ir nítján ára, friður til að elska mömmu, sem það dásamlega undur, sem hún var, án þess að neinir vaxtarverkir þyrftu að fylgja því, frelsi til að gerast aftur rithöfundur í París, með innblæstri hinnar dásamlegu Moniku, Hönd mín lá enn á öxl mömmu. Hún snökti enn. Það var alveg undursamleg tilfinn- ing, sem nú ríkti hjá mér — ég var orðinn nýr maður, eirubeitt- ur, verndandi, þroskaður! — Þetta verður allt í lagi, elsku mamma! — Nei, Nikki, það verður það ekki. — Þú hefur aldrei þurft neinnar hjálpajr við. Skilurðu það ekki? Þó svo enginn hr. Piquot hefði verið. .. enginn Hans frændi.. .þá hefði það al- veg verið sama. . . þú hefðir alltaf náð upp á hátindinn. Þetta var ekkert öðrum að þakka. Bara sjálfri þér. — Já, en, Nikki, hann Hans, veslings Hans frændi ... — Heldurðu, að hann vildi láta þig liggja svona. og gefa upp alla von og missa móðinn? Ég fann nú, að nú gat ég haft vald á henni, sem ég hafði aldrei áður getað. Þessi ást mín var ný ást, sem sá hana ná- kvæmlega eins og hún var, án þess þó að missa neitt af inni- leik sínum. — Elsku mamma, hugsaðu bara um, hvað þú átt mikið ógert. Þú verður að hringja til Palladium og aflýsa sýningunni... Eða .. kannski fresta henni. Já, hversvegna frestarðu henni ekki bara? Þú gætir fyrst leikið Ninon hjá hon um Ronnie og svo komið til Palladium, sem einleiksþáttur. Þú þurftir aldrei neitt 'á okkur að halda. Það veiztu bezt sjálf. Sem einleiksþáttur mundirðu gera miklu meiri lukku! Höfuðið á henni hreyfðist of- urltíið á koddanum og svolítið dró úr snökktinu. — Og það er ekki einasta Palladium. Það er afmælisveizl- an þín. Allir vinirnir þínir. Þeir verða komnir eftir tvo klukku- tíma. Ertu viss, um að allt sé tilbúið? Og hvað er með sauma- konurnar? Andlitið á henni hafði ekki látið neitt á sjá ... vitanlega. Það var eins glæsilegt og óspillt og nokkru sinni. Með ofurlitlu angurværðarbrosi vafði hún mig örmum. — Ó, Nikki, elsku litli Nikki minn. — Þær hljóta að vera búnar að laga fellinguna. Ó, Nikki, var ég ekld andstyggi- leg við þær, var ég það? Hún horfði á mig stóru augunum — sem voru í rauninni smá- telpuaugu. — Elskan mín, hvað mér þykir leiðinlegt ef ég er andstyggileg við fólk. Þú veizt það, er það ekki? En þetta er svo áríðandi. Að vera leidd fyr- ir hennar hátign. Hvílíkur heið- ur! Ég verð að vera tilefninu vaxin! Hún stóð upp af rúminu, rétt eins og í eyrum hennar væri þegar fyrsta skrjáfið, sem til- kynnti komu hennar hátignar, Elisabetar II. Hún var ekki al- veg hin „eina sanna“, en hún yrði það, þegar stundin kæmi. Það efaðist ég ekki um leng- ur. (Sögulok).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.