Morgunblaðið - 14.10.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.10.1965, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 14. október 1965 7 lönd eru komin í lokakeppnina um heimsmeistaratitilinn TTNGVERJALAND og Chile hafa hafa tryggt sér rétt til þátttöku í lokakeppninni um heimsmeist- arabikarinn í knattspyrnu. Vng- verjarnir unnu s.L laugardag A-I»ýzkaland með 3—2 og hafa þá hlotið 7 stig í 6. riðli undan- keppninnar. A-Þýzkaland hefur hlotið 2 stig og Austurríki 1 stig, en tvö síðasttöldu löndin mæt- ast í kappleik 31. Chile sigraði á mánudaginn lið Ecuador í „auka“-úrslitaleik í Lima í Perú. Lið landanna urðu jöfn og efst að stigum í 12. riðli keppninnar og var því nauðsyn- legur aukaleikur á hlutlausum velli. Varð Lima fyrir valinu. Columbía var þriðja landið sem keppti í þessum riðli. Chile-menn náðu tveggja marka forskoti, en Ek:uador tókst að skora í síðari hálfleik. Úrslit urðu sem sagt 2—1. Hin liðin fimm, sem þegar hafa öðlast rétt til þátttöku i loka- keppninni í Englandi næsta sum- ar eru England (gestgjafarnir) Brasilía (núverandi heimsmeist- ari), Argentína, Uruguay, og Mexico (sem sigraði Bandaríkja- menn). f leik Ungverja og A-Þjóðverja skoruðu mörkin þeir Hakosi og Novak, sem báðir eru liðsmenn Ferencvaros og Farkas. Leikur- inn var mjög spennandi og var Nep-leikvangurinn fullskipaður, eða um 90 þúsund áhorfendur. Dönsku stúlkurnar unnu þœr norsku fvívegis RVENNALIÐ Dana og Norð- manna í handknattleik háðu tvo landsleiki um s.l. helgi og fóru Heimsmeistarakeppnin: Miðar seldir um 50 mill|. ísl. kr. fyrir SALA aðgöngumiffa á lokakeppn ina um heimsmeistaralitil í knatt spymu nemur nú rúmlega milljón dölum, eða sem svarar um 50 milljómim ísl. króna. — Keppnin fer fram á átta völlum i Englandi í júnimánuði næsta sumar. Ritari brézka knattspymusam- bandsins sagði fréttamönnum í gær, að síðustu tölur um selda miða sýndu að selt hefði verið fyrir 37S þús. pund (1.050.000 dali). „Við hö'fum sett ökkur það takmark að hafa selt fyrir 4000 þús. pund (1,12 millj. dali) í októberbyrjun“, sagði ritarinn. „Og þó við höfum ekki fyllilega náð því marki, erum við mjög ánægðir með aðgöngumiðasöl- una“, sagði hann. Ritarinn sagði að aldrei fyrr hefði aðgöngumiðasala á loka- keppni um heimsmeistarakeppni gengið svo vel sem nú. báðir fram í Danmörku. Danska liðið vann sigur í báðum leikj- unum, hinn fyrri í Næstved með 9—8 og hinn siðari í Hróarskeldu með 14—9. Fyrri leikurinn var eins og úrslitin bera með sér mjög jafn og spennandi frá upphafi. Norska liðið hafði forystu framan af, en tókst ekki að halda henni. f síðari hálfleiknum var danska liðið allan tímann betra liðið þó norsku stúlkurnar væru alltaf skeinuhættar. Aðeins í lok fyrri hálfleiks, tókst norska lið- inu að ógna því danska. Skoruðu norsku stúlkurnar 3 mörk í röð. sem minnkuðu forskot Dana í 8—6. Danska liðið lék mjög hratt og það var fyrst og fremst hrað- inn sem sigurinn skapaði. Mörk danska liðsins skoruðu Anna Hansen 3, Anne Christiansen, Kirsten Nilsson og Anne Marie Nielsen 2 hver og Hanne Lagger- bon eitt. íslenzka liðið á í vændum leik við Danmörku og er sá leikur liður í undankeppni fyrir heims- meistarabikar kvenna í hand- knattleik. M0LAR 5000 æskumenn í Japan tóku þátt í íþróttahátíð á Olympíuleikvanginum í Tók- íó um sl. helgi. Var þess þá minnzt að liðið er ár síðan Olympíuleikarnir voru settir í Japan. Meðal áhorfenda var Akihito krónprins og Sato forsætisráðherra. . 630 þús. drengir æfa knatt- 1spyrnu innan vébanda ^ þýzka knattspyrnusambands- ins. Knattspyrnusambandið þar er stærst allra sérsam- banda þar í Iandi. Telur það 2.2 milljónir félaga. Innan þess eru 15 þúsund f élög, sem samtals senda um 70 þús. liðs- hópa til keppni í ýmsum ald- ursflokkum ár hvert. 11. deild inni eru 16 lið og keppnistíma bilið 1964/1965 greiddu yfir 6 millj. manns aðgang að leikjum í deildinni. Þjóðverjar gera mjög mikiff fyrir sína íþróttaæsku. Hvergi í héiminum eru jafnmargir, jafndreifðir og jafngóðir skól ar fyrir íþróttafólk og þjálf- arar, enda falla flestir útlend ingar er Þýzkaland heimsækja í stafi yfir framtaki Þjóffverja á þessu sviði. Myndin er tekin í æfinga- búðum sem þýzka sambandið rekur fyrir drengi 15 ára og' yngri. byggja æfinga- svæði fyrir IHexico-leikaBta RÚSSNB9K íþróttayfirvöld hafa nú á prjónunum áform um að koma upp tveim. æfingasvæðum til fjalla, þar sem rússneska Þjóðverjar vilja heimskeppnina 1974 ÞJÓÐVERJAR hafa sótt um að fá að annast lokakepni um heimsmeistaratitilinn í knatt- spymu árið 1974. Gera sér mikl- ar vonir um að alþjóða knatt- symusambandið feli þeim verk- efnið, þó þegar séu komnir tveir umsækjendur, nefnilega Spánn auk Þýzkalands. Þjóðverjamir sóttu um að fá að annast lokakeppnina sem fram fer á næsta ári. En þeir urðu undir í atkvæðagreiðslunni um málið. Bretum var falið verkefn- ið ekki sízt vegna þess að enska sambandið minnist um leið 100 ára afmælis síns. Munaði þó ekki miklu á Bretum og Þjóðverjum í atkvæðagreiðslunni. Fái Þjóðverjar verkefnið, þurfa þeir ekki að leggja í neina kostnaðarsama manvirkjagerð. Allt sem til þarf til lokakeppn- innar er þegar fyrir hendi í Þýzkalandi. í V-Þýzkalandi er þegar m.a. 12 vellir sem rúma frá 50 til 95 þúsund manns í sæti. Stærstur þeirra valla er Ol- ympíuleikvangurinn frá 1936. — Hann þótti stórglæsilegur á sín- um tíma og enn er hann fallegt og tignarlegt mannvirki. Myndin hér að ofan sýnir leik- vanginn í Berlín, sem byggður var 1936. íþróttafólkið á að venjast þunnu lofti og öðrum skilyrðum sem eru lík og gerist í Mexico Cíty. Talsmaður rússneska hópsins, sem nú er í Mexico í sambandi við „litlu Olympíuleikana" skýrði frá þessu í viðtali í Mexico. Sagði hann að aðrar búðirnar yrðu i Ká k as usf j öl 1 u m en hinar í Mið- Asíu. Á báðum stöðunum er hæð yfir sjávarmál svipuð og er i Mexico City. Rússinn sagði að sovézkir lækn ar sem eru með íiþróttafólkinu nú í Mecico City væru að safna upplýsingum og reynslu sem byggt yrði á í sambandi við æfingasvæðin tvö. Hann sagði ennfremur að sú staðreynd að frjálsíþróttafólkið rússneska hafi verið of gamalt, hefði verið orsök þess hve „léleg frammistaða" Rússa hefði verið í frj á Isíþróttakeppni Tokyóleik- anna. „En við lærðum af biturri reynslu, og einbeitum okkur nú að því að mynda kjama nýs liðs“. Tékkar unnu Tyrkland með 6—0 í knattspyrnuleik sl. laugardag. Leikurinn er liður í undankeppni heims- meistarakeppninnar. Leikur- inn fór fram í IstanbuL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.