Morgunblaðið - 14.10.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.10.1965, Blaðsíða 28
HAGTRYSGIHGV , ‘"g BOLHQLTI 4 SIMI 33530 HAGUR 234. tbl. — Fimmtudagur 14. október 1965 I Lt i'!' i i1 i; herríifatnaöurherrafatnaöur * V) andersenft lauth (J' St vesturgötu 1*7; .... =Á f S w (j laugaweBÍ .3® .. . M§ » 4 sínxl lO -S lOt... ... Jj herrafatnaóurherrafatnaóur Skipst jórar kærðir fyrir ofhleðsiu Sjómenn vantðr á sum síldveiðiskipin Neskaupstað, 13. október. HÉR liggja nú inni einir fjörutíu til fimmtíu bátar og auk þess tveir Fossar. Bræla er á síldar- miðunum, en Lagarfoss og Detti- foss taka frysta og saltaða sild tii útflutnings. Nokkuð ber á því, að síldveiði bátarnir eigi í erffðleikum að fá fuWan mannskap. Margir sjó- snenn eru hættir og aðrir vilja fá sér frí. Ýmsir bátanna stundA því veiðar ón þess að þeir séu með þann mannfjölda, sem vera skal samkvæmt samningum. í aflah'fotunni að undanfornu voru nokkrir sildveiðiskipstjór- ar kærðir til yfirvaldanna hér á Neskaupsta'ð vegna ofhleðslu skipanna. Mun þetta einnig hafa gerzt á fleiri Austfjarðahöfnum. — Ásgeir. Aðeins 3-4 bátar á síldarmiðunum í»EGAR Morgunblaðið hafði sam- band við síldarleitina á Dala- tanga seint í gærkvöldi voru að- eins 3-4 bátar úti á síldarmiðun- um suðaustur og austur af Gerpi. Höfðu bátarnir ekki fundið neina síld. Veður var orðið sæmi legt, en nokkur gola. 4 togarar hafa selt eríendis FJÓRIR íslenzkir togarar hafa selt erlendis í þessari viku. Söl- ur þeirra allra eru fremur lé- legar. HaukUr seldi sl. mánudag í Bremerhaven 123 tonn fyrir 92.900 mörk og Marz seldi sama dag í Cuxhaven 109 tonn fyrir 92.500 mörk. Sléttbakur seldi einnig sl. mánudag í Grimsby, 128 tonn fyrir 9,395 sterlingspund. Ingólfur Arnarson seldi í Bremerhaven sl. þriðjudag 145 tonn fyrir 106.800 mörk. Ekki er ráðgert, að fleiri ís- í vikunni lenzkir togarar selji erlendis í þessari viku. 60 óro ofmæli * Verzlunai- skóluns í TILEPNI af 60 ára afmæli Verzlunarskóla íslands 15. októ- ber 1965 mun skólanefnd og ekólastjóri hafa móttöku í há- tíðasal skólans n.k. föstudag kL &—7 e.h. Stjórn skólans væntir þess, að nemendur skólans og kennarar, fyrrverandi og núverandi, svo og aðrir velunnarar hans, sýni honum þann sóma að líta inn við þetta tækifæri. Mönnum mun þá gefast kostur á að skoða skóla húsið. Eitt málverkið á sýningunni. Kjarval kallar það „Blómlandslag“. Það hefur ekki verið sýnt áður. Ljósm.: Ól. K. M. Kjarvalssýning opnuð í Listamannaskálanum í dag Sýningarskráin gildir sem mibi i happdrætti til fjáröflunar fyrir nýjan listamannaskála — vinningurinn er eitt af verkum listamannsins Málverkasýning í tilefni átt- rasðisafmælis Jóhannesar S. Sveinn Kjarval, sonur listamann sins, með málverkið „Taktu í horn á geitinni“ eða „Vorgleði “, sem er vinningur í happdrætt- inu. Ljósm. Ól. K. M. Síldveiði við Snœfellsnes Ólafsvík 11. okt. NOKKUR síldveiði var út af Grundarfir’ði í gær. Fékk Grund firðingur 1. 400 tunnur og Far- sæll svipað magn. Valafell kast- aði seint í gærkvöldi og fékk um 100 tunnur. Síldin veiðist einkum í námunda við svoköll- uð Selsker og er þar í nokkuð dreifðum torfum enn sém kom- ið er. Hingað til hafa síldarleitar skip einskis orðið vör við Snæ- fellsnes, en úr því virðist vera að rætast núna. Er síldin nokkuð seinna á ferðinni núna en í fyrra, en þá byrjaði hún að veiðast út af Snæifellsnesi um 20. ágúst. Bræla er á mi'ðunum í dag og allir bátar í höfn. — llinrik. Kjarvals, sem er á morgun, verð ur opnuð klukkan 6 síðdegis í dag í Listamannaskálanum. Þar verða sýnd um 30 málverk hans, sem öll eru í einkaeigu. Lisfa- maðurinn sjálfur hefur óskað þess, að allur almenningur fái ókeypis aðgang að sýningunni, en þar verði til sölu happdrætt- ismiðar og renni ágóðinn til hygg ingar nýs listamannaskála. Hefur Kjarval gefið eitt af verkum sín- um sem vinning í happdrættinu. Fyrir sýningunni í Listamanna- skálanum standa sex af vinum og velunnurum Jóhannesar Kjar vals, þeir Sigurður Sigurðsson, landlæknir, Jón Þorsteinsson, Kristján Jónsson, Alfreð Guð- mundsson, Sveinn Kjarval og Ragnar Jónsson. í gær var unnið að því áð hengja upp málverkin í Lista- mannaskálanum og annaðist Sveinn Kjaival það verk. Morg- unblaðið leit þangáð inn og hitti þá félaga, er að sýningunni standa. Ragnar Jónsson tjáði blaðinu, að þeir hefðu farið fram á við Kjarval að fá að halda mikla heiðurssýningu í tilefni af af- rnæli hans, en hann hafi afþakk- að það, en lagt til að afmæli'ð yrði notað af vinum sínum til að afla fjár til byggingar nýs lista- .mannaskála. Því hafi það or'ðið úr að efna til sýningar á nokkrum úrvals- verkum listamannsins, sem eru í einkaeigu, og almenningur á ekki kost á að sjá. Þá hafi Kjar- val gefið eitt af sínum mestu verkum, sem vera skal vinningur i happdrætti í sambandi við sýn inguna, og skuli ágóðinn af sölu mi'ðanna renna í sjóð, sem renni til byggingar hins fyrirhugaða listamannaskála á Miklatúni. Ragnar sagði, að Kjarval hafi lagt á það sérstaka áiherzlu, að allur almenningur skuli fá ó- keypis áðgang að sýningunni og hann vonist eftir því, að sem flestir vinir hans og velunnarar komi á sýninguna, en hún verð- Framh. á bls. 27 Atkvæði greidd nm súttatillögu FUNDIR voru haldnir í Meistara fétagi húsasmiða og Trésmiða- félagi Reykjavíkur í gær til að ræða sáttatillögu þá, sem sátta- semjari ríkisins hafði lagt fram til lausnar í launadeilu féiag- anna. í gærkvöldi var atkvæða- greiðsla hjá bóðum félögunum um tillöguna og heldur henni áfram í dag, en á að vera lokið kl. 8 síðdegis. Atkvæði verða talin hjá sátta- semjara klukkan 9 í kvöld. Konan lézt af völdum slyssins á Hofsv.götu KONAN, sem slasaðist mest í bílaárekstrinum á Hofsvallagötu sl. mánudag, lézt í Landsspítal- anum í fyrrinótt. Hún hét Soffía Guðmundsdóttir, til heimilis að Fögrubrekku, Seitjarnarnesi. Soffía fæddist 8. nóvember 1913. Hún lætur eftir sig eigin- mann og 5 uppkomin börn. Stúlkunni, sem lærbrotnaði og hlaut fleiri meiðsli í þessum sama árekstri, líður eftir atvik- um. Hún heitir Ósk Magnúsdótt- ir til heimilis að Sæbóli á Sel- tjarnarnesi og er 17 ára að aldri. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.