Morgunblaðið - 14.10.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.10.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. olttóber 1965 MORCUNBLADIÐ 3 MNGEYRI við DýraJjörð er fallegur og einstaklega róleg- ur staður. Oft hefur mér fund ist tíminn standa þar í stað. Enginn flýtir sér, og þó hafa allir nóg að gera. Staðurinn hefur líka margt gott upp á að bjóða íbúum sinum, sjúkraskýli, kirkju og gott samkomuhús, með ágætu leiksviði. Þarna er iðnaður rekinn í stórum stil ,og ber þar hæst hina landsfrægu vélsmiðju Guðmundar J. Sig- urðssonar, f=em kunn er fyrir öll spilin, sem hún hefur smiðað í bátana okkar. Talsverð útgerð er rekin frá Þingeyri, 3 stórir bátar gerðir þaðan út og margir smærri. Land'búnaður er stundaður í Hér sér inn allan Dýrafjörð frá nýju bryggjunni. Sést á endann á stálþilinu til vinstri. — Ungir Þingeyringar og ein aðkomutelpa virða fyrir sér framkvæm dirnar. Höfn rís á einu sumri fyrir níu milljónir króna Þingeyringar horfa bjartsynisaugum til framtíðarinnar sveitunum I kring, stórt skóla setur á Núpi handan fjarðar- ins, svo að Þingeyri er verzl- unarmiðstöð 1 stóru héraði. Fólkið í plássinu stundar líka sína kartöflurækt á söndunum hjá flugvellinum hjá Sandá, en fíugvellirnir erú raunar tveir, og upplýstir ,svo að hægt er að lenda þar að nóttu til, en slíkt skapar geysilegt öryggi. íbúafjöldinn á Þingeyri hef- ur staðið í stað hin síðari ár, og munu nú vera um 370 manns í kauptúninu, en 454 í hreppnum öllum. í sumar hafa verið miklar framkvæmdir á Þingeyri. Þar hefur nærri því verið lokið við að reisa höfn á einu sumri fyrir 9 milljónir króna. Fólki, sem til þekkir og kom til Þingeyrar í haust brá 1 brún, þegar það sá mann- virkið, því að það virðist hafa risið upp með ævintýraleg- um hraða. Þar sem áður var fjaran fyrir framan bús Sig- mundar kaupmanns og Stein- þórs hafnarvarðar, er nú kom in mikil uppfylling, og fram- undan húsi hins síðarnefnda er risinn 160 metra langur garður úr stórgrýti og möl, og við enda hans og þvert á hann er nú verið að fullgera 60 metra langa hafnarbryggju, sem rammlega er römmuð niður með stálþilL Þessi nýja bryggja kemur svo á móts við gamla tré- bryggjuhausinn. Vegna þessara framkvæmda átti blaðamaður Mbl.,- sem staddur var á Þingeyri í sL mánuði stutt samtal við Árna Stefánsson, oddvita á Þing- eyri. - ’ „Já, þetta hefur gengið all hratt hjá okkur í sumar, og raunar staðizt áætlun, þótt annað slagið hafi staðið á ýmsu efni til framkvæmd- anna, m.a. festingum til að hægt væri að ganga frá stí-l- þilinu. Af Vestfjarðaráætluninni var veitt til hafnarinnar 9 milljónum króna ,og það er r.'iunar Vestfjarðaráætlunin, sem gerir þessa framkvæmd Flakið af gömlu skonnortunni HAMONU, liggur í f jöruborðinu, en I baksýn sést nýi hafnarga rðurinn, en þvert á hann kemur svo stálþilið. (Allar myndirnar teknar með sjálfvirkri Canonet- myndavél). Á þessari mynd sér yfir hafnarsvæðið. Uppfyllingin er i forgrunni, gamla bryggjan til vinstri, en sú nýja með stálþilinu tii hægrL Skarðið í fjöllin handan fjarðarins er GemlufallsheiðL mögulega. Hafnarframkvæmd irnar hafa veitt fólki hér mikla atvinnu ,og lætur nærri að 16 til 18 manns hafi að stað aldri unnið við verkið, en þá eru bíifreiðastjórar taldix með. Óhætt er að fullyrða, að þetta veldur gjörbyltingu í hafnarmálum Þingeyrar, því að fram til þessa hefur ekki verið hér nein lífhöfn, og þótt hér séu oft miklar still- ur voru skipin óvarin gegn vondum veðrum úr öllum átt- um. Þá geta með þessari framkvæmd öll strandferða- skipin lagst. hér upp að. Eitt er þó mikilsverðast, að öll aðstlfea til útgerðar hefur við þetta stórbatnað, og standa vonir til að útgerð aukist hér og fólki fari hér ört fjölgandi í framtíðinni, því að aukin útgerð skapar Framhald á bls. 19 STAKSTFINAR Fjárlögijn Alþýðublaðið ræðir fjárlögin i forustugrein í gær, og segir þar m.a.: „Ólíklegt er, að ágreiningur sé um þá stefnu rikisstjómarinnar, að afgreiða greiðsluhallalaus' fjárlög fyrir næsta ár, þrátt fyrir þá staðreynd, að við margvíslega örðugleika er að etja í efnahags lifinu. Um þetta eru áreiðanlega allir sammála. Ríkisstjórain hef- ur kosið að fara þá leið, al halda útgjöldum ríkissjóðs á næsta ári innan þeirra marka, áð greiðsluhalla megi forðast án þess að grípa til almennra skatta hækkana. Yið undirbúning fjár- laga fyrir næsta ár, var augljóst að miðað við sömu tekjustofna, óumflýjanlega útgjaldaauikningu og fyrirsjáanlegar hækkanir á verðlagi og launum, að um tals- verðan greiðsluhalla hlyti að verða að ræða hjá ríkissjóðL Greiðsluhalli á fjárlögum mundl hafa mjög óheillavænleg áhrif á efnahagsþróunina í landinu, og er sú leið af þeim sökum ófær". Álögur á takmörkuðum sviðum Og Alþýðublaðið heldur áfram: „t stað þess að grípa til nýrra almennra skattahækkana, hefur ríkisstjórnin valið að hækka ýms ar álögur á takmörkuðum svið- um, og má fullyrða að sú leið mun reynast öllum þorra fólks léttbærari en almenn skatta- hækkun. Þær hækkanir, sem nauðsynlegar eru til þess að endar nái saman í ríkisbú- skapnum eru þessar: verð á áfengi og tóbaki hefur verið hækkað, benzínskattur verður hækkaður, þar sem fella á niður beint framlag ríkissjóðs til vega mála. Raforkuverð mun hækka nokkuð, þar sem létt verður af ríkissjóði að greiða rekstrarhalla Rafmagnsveitna ríkisins, hækk- aðar verða ýmsar aukatekjur ríkissjóðs, lagt verður sérstakt gjald á farseðla til útlanda en undanþegnir þessu eru þó sjúkl- ingar og námsmenn, sem leita þurfa utan“. Hækkuð framlög til almannaþarfa Síðan segir Alþýðublaðið: „Verulegar hækkanir verða á ýmsum liðum fjárlaga tiá al- menningsþarfa. Þannig hækki framlög til almannatrygginga um 90 millj. kr., til kennslumála um 53 milljónir og til landbúnaðar- mála um 21 milljón, og það eink- um vegna aukinna jarðræktar- framlaga. Stjórnarandstaðan hefur gengið hart fram í að gagnrýna ríkisstjórnina á öllum sviðum. Það, sem vekur mesta athygli í þeim málflutningi. er, að þar er aldrei bent á ný eða raunhæf úrræði, sem að gagni gætu komið. Þetta er sameigin- legt einkenni á skrifum og ræð- um kommúnista og Framsóknar- manna. Hnýfilyrðin eru þar ekki spöruð, en ef málflutningurinn er krufinn til mergjar, sézt sem fyrr, að þar er ekkert nýtt, að- eins gömlu slagorðin með nýj- um undirleik. Um það verður ekki deilt, að við mikinn vanda var að etja í sambandi við af- greiðslu fjárlaga og tvímælalaust hefur ríkisstjórnin valið þar skynsamlegustu leiðina, sem um var að ræða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.