Morgunblaðið - 14.10.1965, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 14. október 1965
MÖRG íj nbl aðid
17
Jórunn SSuurðardó'ttir
frá Löndum
Fædd 24. nóvember 1881
að Lágafelli í Landeyjum.
Dáin 8. júlí 1965.
Yfir Fljótshlíð flæðir
funi morgunglóðar,
bjarminn kostum klæðir
konur æsku rjóðar.
Langt í suðri synda
sjónum fyrir meyjar,
hafs við himinlinda,
hlýjar Yestmanneyjar.
Þangað leiðir lágu,
lífið hló við svanna,
studd af feti fráu,
fús til átakanna.
Brátt var hafizt handa,
hér var gott að una
sæl, og vaxin vanda
virti hamingjuna.
— minning
Hlýju kærleiks hlaustu
á heimilinu merka.
Anna og næðis riaustu,
næm til góðra verka.
Þarna blessuð börnin
barst, og við þau ræddir.
Þeim var þekkust vörnin
þegar áföll græddir.
Þakka vinir vilja
verkin þinna hana.
Öll þín kynnin ylja
og í minning standa.
Svo við lokin leiðar
ljóminn þakti velli
fann sér götur greiðar
geisli að Helgafelli.
Þú varst trygglynd, trúuð
traustvekjándi kona.
Elfan breiða er brúuð
— bar þér fylling vona.
- Víst þig vinir trega!
Von til Guðs er bundin.
Hann þér vel til vega
vísi, í dýrðarlundinn.
E. J. E.
Árni Daníelsson, Sjávarborg
Minningarorð
F. 5. ig. 1884. D. 2. ág. 1965.
HANN var fæddur á Harastöð-
um á Skagaströnd í Húnavatns-
sýslu. Foreldrar hans voru Daníel
bóndi á Harastöðum og síðast á
Ingveldarstöðum á Reykjaströnd
í Skagafirði, drukknaði í Göngu-
skarðsá 14. jan. 1888. Hann var
sonur Daníels bónda á Syðri-
Bægisá i Eyjafjarðarsýslu, fædd
ur 1806 Tómassonar bónda Syðri-
Bægisá fæddur 1768 Egilssonar.
Daníel var talinn hæfileikamað-
«ir og nettmenni og búinn mik-
illi dulskyggnigáfu sem hann fór
leynt með nema helzt við öl.
Kona Dalíels og móðir Árna var
Hlíf, fædd 1849, dáin 1918 Jóns-
dóttir bónda Háagerði á Skaga-
etrönd, alsystir Björns Jónssonar
hreppstjórá á Veðramóti og ein
Ihinna mörgu Háagerðissystkina.
Hún var kjarkmikil táp kona,
sem hún átti kyn til. Þó bú-
skaparferill Daníels og Hlífar
yrði ekki langur, náði hann þó
yfir mestu harðindaárin á síðari
hluta 19. aldar. Við það bættist
að á iþessum árum hlóðst á þau
ítalsverð ómegð. Efnahagurinn
varð þvi þröngur svo að ekkjan
varð að bregða búi eftir lát
manns síns, fluttist hún eftir vest
ur á æskustöðvarnar;
Árni var yngstur af börnum
þeirra, er upp komust og fylgdi
móður sinni, skildu þau aldrei
meðan bæði lifðu. Þrír bræður
hans fluttu til Vesturheims strax
og þeir höfðu til þess aldur og
þrosjca. Árni fór síðastur ásamt
móður sinni vorið 1900, þá 15
ára. Þau settust fyrst að hjá
ibræðrum Árna vestra, Jóni og
Þorsteini, en þeir dóu báðir
nokkru síðar.- Fluttist Árni þá
ésamt móður sinni til 3ja bróður-
ins, Andresar, er var búsettur
t Blaine vestur við Kyrrahaf.
Andrés var maður mikilhæfur
og varð síðar kunnur maður sem
þingmaður þar vestra. Þar dvaldi
Árni næ®tu árin, sá þar margt og
lærði margt. En Ámi undi ekki
vetra. Árið 1907 tók hann sig
upp ásamt móðir sinni og flutt-
ist til Islands og vom á Akur-
eyri veturinn 1907—08. Vorið
eftir keypti hann - Sjávarborg í
félagi við frænda sinn, Stefán
Björnsson frá Veðramóti. Bjó
Árni þar með móður sinni til
1912 og í Vík í Staðarhreppi
1912—15. Stefán Björnsson and-
eðist 1914, keypti Ámi þá alla
Sjávarborg og bjó þar til 1920.
Seldi hann -þá Sjávarborg og
flutti aftur til Vesturheims ásamt
heitmey sinni og frændkonu,
Heiðbjörtu Björnsdóttur frá
Veðramóti. Þau giftust vestra
7. des 1920 og settust að í Blaine
við Kyrrahaf, en fluttist síðar út
é landsbyggðina í nágrenninu.
Þar hóf Ámi búskap og ræktun
og góðar framtíðarhorfur virtus-t
blasa við honum. En römm er
sú taug er refeka dregur föður-
túna til. Það fór sem fyrr Árni
undi ekki vestra. Árið 1925 tók
Árni sig upp með konu sinni og
þrem börnum þeirra, það yngsta
á 1. ári, keypti sér nýja fólks-
bifreið og ók með þau á henni
yfir Klettafjöllin og yfir þvera
Ameríku til austurstrandarinnar.
Tók sú ferð mánaðartíma. Þaðan
fóru þau með skipi til Reykja-
víkur og höfðu bifreiðina með
sér. Þar dvöldust þau fyrsta vet-
urinn etfir heimkomuna. Keypti
Árni þá Sjávarborg á ný Og reisti
þar bú 1926 og bjó þar ti-1 1951,
er hann fékk börnum sínum Sjáv
arborg með hjáleigunni Borgar-
gerði. Jafnframt rak hann verzl
un á Sauðárkróki, en seldi hana
1955 .Heimili átti hann á Sjávar-
borg til æviloka.
Hér hefur verið bent á nokkr-
ar merkjavörður til glöggvunar
á ævistarfi Árna á Borg. Endur-
tekin kynni Árna af Vesturheimi
og dvölin þar hefur án efa víkk-
að sjóndeildarhring hans á mörg-
um sviðum og átt sinn þátt í
mótun hans.
Árni var enginn málskrafsmað
ur og tamast að vinna í kyrrþey
og láta verkin tala sem svo er
kallað. Með komu hans til
Skagafjarðar fundu þó kun-nugir
að þar var á ferð stórhuga mað-
ur, sem hafði opin augu fyrir
nýjungum er til umbóta horfðu.
Þannig réðist hann í að leggja
á eigin kostnað einkasíma frá
Sjávarborg til Sauðárkróks árið
1916. Hann kom Sjávarborg í ak
vegarsamband við Sauðárkrók
með því að leggja á sinn kostnað
upphleyptan vagnfæran veg frá
þjóðveginum yfir fen og fúaflóa
alla leið heim að Sjávarborg, sem
var mikið átak á þeim tíma.
Hann varð brautryðjandi og kom
fyrstur manna með bífreið til
Skagafjarðar og stundaði þar
bifreiðaakstur með öðrum störf-
um í nofekur ár. Eftir að Árni
settist að á Sjávarborg í síðara
sinni, byggði ha-nn þar stórt
íbúðarhús og öll útihús úr stein-
steypu, ræsti fram engjalönd og
Jfcithaga og ræktaði, um allar þess
ar framkvæmdir var hann í farar
broddi hreppsbúi sinna. Loks
byggði hann sér verzlunar- og
íbúðarhús á Sauðórkróki svo
nokkuð sé talið. Árni var maður
verklaginn, útsjónasamur og hug
kvæmur, hann var einn af þeim
mönnum sem aldrei var óvinn-
andi til hins síðasta og á síðasta
ári er sviplegur sonarmissir svarf
fast að honum var það starfið og
vinnugleðin er helzt hjálpaði hon
um að bera hann, þó kominn
væri um áttrætt.
Árni var meðalmaður á vöxt
og gjörfulegur og búinn fjöl-
þættum hæfileikum. hafði t.d.
skarpa greind og það stálminni,
að talið var að hann þyrfti aldrei
á minnisbók að halda. Hann var
mjög sjálfstæður í skoðunum og
fór gjarnan eigin götur. Hann
hugsaði vandlega mál sitt og varð
teeplega þokað frá stefnu si-nni
ef hann hafði komizt að ákveð-
inni niðurstöðu. Árni var hægur
í framgöngu og prúðmenni og
allt að því hlédrægur, en hýr
og glaður í kunningjahóp. Hann
var hygginn fjármálamaður og
þó hjálpsamur þeim er honum
geðféllu og svo nauðleitarmönn-
um, og loforð hans vom talin
gul-lvæg. Hann var í fáum orðum
sagt drengskaparmaður.
Eins og vænta mátti vom Árna
snemma farin ýms trúnaðarstörf
fyrir svei-t sína en var frekar frá
bitinn þeim og losaði sig við þau
er færi gáfust. Hann var hrepp-
stjóri Skarðshrepps 1934—’47; sat
all-lengi í hreppsnefnd og var
oddviti Skarðshrpps 1946—’4S;
sýslunefndarmaður Skarðshrepps
1919—20, fer þá til Vesturheims
aftur 1937—’54. Var lengi ábyrgð
armaður Sparisjóðs Sauðárkróks
Og í varastjórn hans mörg ár,
svo nokkuð sé talið.
Árni ólst upp við kröpp kjör
í æsku en með dugnaði, hyggind
um og þra-utseigju, samfara góð-
um hæfileikum, brauzt hann á-
fram og varð efnaður maður og
forustumaður sveitar sinnar.
Hann andaðist í svefni á heimili
sínu.
Kona Arna var, sem áður er
getið, Heiðbjört Björnsdóttir
hreppstjóra á Veðramóti Jónsson
ar og konu hans Þorbjargar
Stefánsdóttur frá Heiði í Göngu
skörðum, systir Stefáns alþingis
manns og skólameistara á Akur-
eyri og séra Sigurðar alþingis-
manns í Vigur. Heiðbjört er
mikilhæf kona sem hún á kyn
til. Börn þeirra voru þessi: 1. Hlíf
húsfr. Sjávarborg, gift Krist-
mundi Bjarnasyni fræðim. og
bónda í Sjávarborg. 2. Þorsteinn,
læknir, er lézt s.l. vetur, þá
nýlega búsettur á Sjávarborg,
kvæntur Önnu Jóhannsdóttur.
3. Haraldur skrifstofum., Sauð-
árkrók, búsettur á Sjávarborg,
kvæntur Margréti Árnason.
J. Sig.
Ársæll Jónsson, múrara-
meistari — IViinning
ÁRSÆLL Jónsson, múrarameist-
ari, Þjórsárgötu 2, varð bráð-
kvaddur við vinnu sína 16. sept-
ember, og var hann jarðsunginn
frá Neskirkju hinn 24. sama mán-
aðar.
Ég hafði kynni af Ársæli í 30
ár og allnáin um nokkurra ára
skeið. Harma ég það helzt við frá
fall hans að hafa ekki rækt þann
kunningsskap betur, mér til fróð-
leiks og skemmtunar, á meðan
tími vannst til.
Tel ég, að Ársæll heitinn hafi
verið einn merkasti maður í
múrarastétt, er ég hef haft kynni
af. Hann var afburða dugnaðar-
og þrekmaður til starfa á mann-
dómsárum sínum og ágætur fag-
maður, en múraraiðn er sem
kunnugt er með erfiðustu hand-
verkum og múrarar margir hin-
ir mestu dugnaðarmenn.
Auk þess að vera prýði stéttar
sinnar, hvað handbragð snerti,
var Ársæll fjölgáfaður maður,
víðlesinn og gerðist margfróður
með aldri, þar sem hann var
bæði bókhneigður og stálminn-
ugur. Einkum voru ljóð stór-
skáldanna, ættfræði og annar
þjóðlegur fróðleikur honum hugð
arefni. Hann var einnig frábær
stærðfræðingur, þótt ekki væri
hann langskólamenntaður. Kom
það alloft fyrir, að hann skilaði
í huga réttum lausnum á flókn-
um verkefnum á skemmri tíma
en verkfræðingar með reiknings-
stokka og önnur hjálpargögn.
Tel ég víst, að Ársæll hefði, sök-
um óvenjulegra gáfna sinna,
sómt sér betur við andleg störf,
þótt hann væri hinn nýtasti mað-
ur í iðn sinni, svo sem fyrr var
sagt.
Ársæll starfaði um árabil sem
meistari í múraraiðn og útskrif-
aði á þeim árum nokkra nema,
sem sumir hverjir eru athafna-
og dugnaðarmenn, s. s. systur-
sonur hans Haukur Pétursson,
Agnar Guðmundsson o. fl. Er
mér fullkunnugt að öllum nem-
um Ársælls þótti vænt um hann
vegna framúrskarandi góðvildar
hansog annarra mannkosta.
Ársæll heitinn fæddist 1. janú-
ar árið 1900, austur í Gaulverja-
bæjarhreppi og ólst upp með for-
eldrum sínum að Seljatungu þar
í sveit. Lá leið hans snemma til
Reykjavíkur, þar sem hann
stundaði ýmis störf, unz harin
hóf nám í múrsmíði hjá Einari
Guðmundssyni, múrarameistara,
og lauk hann því með hinum
bezta vitnisburði.
Hann kvæntist um þær mund-
ir Kristínu Lúðvíksdóttir, og
eignuðust þau einn son, Þorstein,
múrara. Þorsteinn andaðist á sl.
ári og lét eftir sig konu og 3 dæt-
ur. Hann var hinn mesti efnis-
og dugnaðarmaður og skrifaði
Eggert Þorsteinsson, núverandi
ráðherra, mjög falleg og verð-
skulduð minningarorð um hann
í Alþýðublaðið, enda var að Þor-
steini hinn mesti mannskaði, er
hann féll frá í blóma lífs síns.
” Ársæll Jónsson var maður I
hærra meðallagi eftir því sem
gerðist á fyrri hluta þessarar ald-
ar. Hann var mjúkur og stæltur
í hreyfingum, sterkur og fylginn
sér, enda góður glímumaður á
yngri árum. Hann mátti teljast
fríður maður sýnum, bjartur yfir
litum og sviphreinn. Hann var
hógvær og yfirlætislaus, hlédræg
ur nokkuð, en var þó hýr og
skemmtinn í félagahópi.
Ég vil með minningarorðum
þessum votta hinum framliðna
virðingu mína og ekkju hans og
öðrum ástvinum samúð og góðar
óskir. Að endingu vil ég segja;
Megi gáfur Ársæls Jónssonar og
mannkostir lifa og þroskast í
niðjum hans. Sigurður Ólafsson.
HANN várð bráðkvaddur á
vinnustað 16. sept sl. og fór út-
förin fram frá Neskirkju 24. sept.,
að viðstöddu fjölmenni.
Með Ársæli Jónssyni er til
moldar genginn mætur maður,
sem með lífi sínu og starfi naut
trausts og virðingar samferða-
' manna sinna og lætur eftir sig
ljufar minningar.
Hann var fæddur í Garðshús-
um í Flóa 1. janúar 1900, sonur
hjónanna Kristínar Þorláksdótt-
ur og Jóns Erlendssonar af Vík-
ingslækjarætt. Þau fluttust
nokkru síðar að Seljatungu i
sömu sveit, þar sem Ársæll ólst
upp yngstur 7 systkina. Eru þau
nú öll látin nema yngsta systirin,
Valdís, sem lét sér mjög annt
um yngri bróður sinn og heimili
hans. Ársæll minntist oft æsku-
stöðva sinna og gladdist yfir
þeim miklu framförum, sem nú
hafa orðið þar í sveit. Þaðan átti
hann líka margar og kærar minn-
ingar og ósjaldan kenndi
hann sig við æskuheimilií|
Seljatungu.
Rúmlega tvítugur að aldri fór
Ársæll úr foreldrahúsum og til
Reykjavíkur, þar sem hann vann
fyrst alla algenga vinnu, en hóf
síðan nám í múrsmíði hjá Einari
B. Guðmundssyni múrarameist-
ara og lauk sveinsprófi .1931. Síð-
an starfaði hann, sem sveinn og
síðan meistari í iðn sinni. Var
hann eftirsóttur iðnaðarmaður,
sem sameinaði dugnað og vand-
virkni og einn færasti múrara-
meistarinn í járnlögn og upp-
steypu húsa. Sem meistari út-
skrifaði hann nobkra nema í iðn-
inni og meðal þeirra einkabarn
sitt Þorstein, sem varð aflburða
verkmaður, en andaðist fyrir
aldur fram 20. sept. á liðnu ári,
aðeins 39 ára að aldri.
Enda þótt Ársæll væri hlé-
drægur að eðlisfari tók hann
virkan þátt í félagsstarfi stéttar
sinnar og þegar stéttinni var
skipt í sveina og meistara, varð
hann fyrsti gjaldkeri Sveina-
félagsins og síðar gjaldfeeri
styrktarsjóða félagsins. Var
hann líka samviskumaður í öll-
um sínum störfum, stálminnugur
og stærðfræðingur góður .
Þótt Ársæll Jónsson hefði efefei
„gengið menntaveginn“, eins og
svo er kallað, bjó hann yfir mikl-
um fróðleik og þekfeingu um
menn og málefni, enda víðlesinn
og átti mikið og gott bókasafn.
Hann var ættfróður, sérstaklega
um ættir austuan fjalls, ljóðelsfe-
ur og kunni góð skil á bundnu
máli. Á góðum stundum gat
hann flutt kvæSi góðskáldanna
af næmri tilfinningu og án þesa
að líta í bók, en mest dáði hann
þó Einar Benediktsson og Hall-
grím Pétursson, Passíusálmana
kunni hann lífea utanbókar og
mörg hin andríkustu kvæði Ein-
ars.
Ársæll hafði mikla samúð
með þeim, sem miður máttu sín
í lífinu. Hann var mikill dýra-
vinur, barngóður og ljúfur í allri
umgengni. Á skilnaðarstund
finria því margir til saknaðar og
ekki sízt eftirlifandi, kona hans
Kristín Lúðvíksdóttir, sem nú
hefur kvatt ástfólginn eiginmann
eftir 40 ára samúð. Hans er líka
saknað af tengdadóttur og þrem-
ur ungum sonardætrum, sem nú
hafa kvatt kærann afa hinzta
sinni. — En minningin um góð-
an dreng lifir, og í ljósi þeirra
minninga finnum við mátt þess
eilífðar anda, sem gefur dánum
ró og þeim líkn, sem lifa.
S. G. S.