Morgunblaðið - 14.10.1965, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 14. október 1965
MORCU N BLAÐIÐ
21
— Það verður maður að segja
um þessa kínversku matsölustaði,
að maturinn er alltaf nýr hjá
beim.
Eftirfaraadi skeytasendingar
óttu sér stað milli Hitlers og
Mússólínis skömmu áður en
Mússólíni hröklaðist frá völdum
á Ítalíu.
Mússólíni til Hitlers: — Ástand
lð slæmt stop Matarskortur stop
Gera svo vel að senda matvæli
stop.
Hitler til Mússólínis: — I>ví
miður engin matvara aflögu stop
Allt matarkyns notað heima og á
vesturvígstöðvunum stop Verðið
að herða sultarólarnar stop.
Mússólíni til Hitlers: — Gera
svo vel að senda ólar.
— Þetta er laglegt gistihús. Ég
lét skóna mína fyrir utan dyrnar
í gærkvöldi en þegar ég vaknaði
í morgun höfðu þeir ekki verið
snertir.
— Það er eðlilegt. Yður er ó-
hætt að láta gullúrið yðar fyrir
utan dyrnar á kvöldin og um
morguninn munið þér komast að
því, að það hefur ekki verið snert.
Hér eru allir mjög ráðvandir.
Móðir nokkur bað mann sinn
að líta eftir börnum þeirra þrem-
ur meðan hún færi í búðir laug-
ardag einn. Faðirinn, sem var
mjög nákvæmur maður, féllst á
þetta og fór út að ganga með
börnin. Þegar konan kom heim
aftur fékk eiginmaðurinn henni
eftirfarandi skýrslu :
Þurrkaði tár: 9 sinnum.
Batt skóreimar: 18 sinnum.
1 Blöðrur keyptar: 3 handa
Ihverju barni, meðalaldur blaðr-
anna 3 sekúndur.
Varaði börnin við að fara yfir
götuna: 21 sinni Börnin heimta
að fara yfir götuna: 21 sinni.
Tala laugardaga, sem pabbi ger
ir þetta aftur: 0.
Hann: — Ef maður stelur ein-
hverju, alveg sama hvað er, þá á
hann alltaf eftir að sjá eftir því
síðar.
Hún: — En hvað með alla koss-
ana, sem þú stalst áður en við
giftum okkur?
Hann: — Heyrðirðu ekki hvað
ég sagði?
Nokkrir bæjarbúar voru sam-
an komnir og voru að reyna að
finna út hver væri þeirra nízk-
astur. Þá sagði einn þessa sögu
af honum Guðmundi:
— Eitt sinn fann Guðmundur
hóstatöflur úti á götunni og þess
vegna lét hann konuna sína sofa
úti á svölunum nóttina eftir til
þess að hún fengi kvef.
Kennarinn: — Segðu mér, Jón,
hvar finnur maður fílana?
Jón: — Kennari góður, fílarn-
ir eru svo stórar skepnur, að þeir
geta alls ekki týnzL
SARPIDONS SAGA STERKA —•*— Teiknari: ARTHÚR ÖLAFSSON
Konungur mælti: „Vertu frá
augum mér, vondur þræli, og
vita skaltu, að einhver verður
til að lægja ofsa þinn og ójafn-
að“.
Tantilus gekk þá út, og bað
honum enginn góðs, sem inni
var.
Konungur lét þá stefna þing
og spurði, hvort nokkur vildi á
hólm ganga við Tantilus.
Kvaðst hann gefa þeim manni
dóttur sina, sem felldi hann á
hólmi, en enginn var, sem þorði
að gefa sig til þess, því öllum
þótti dauðinn vís, hverjum sem
berðist við hann. Leið svo sá
dagur, að enginn varð lausn
þessa máls.
KARBÚLUS GENGUR
Á HÓLM VIÐ TANTILUS
Daginn eftir eru konungi sögð
þau tíðindi, að mikill skipa-
floti sigli af hafi og leggi þar
til hafnar og furðustór dreki sé
þar í ferðarbroddi.
Konungur mælti: „Gangi
menn til strandar og viti, hvaða
menn það eru. Og ef þeir fara
með friði, þá segið, að eg bjóði
foringja þeirra heim til haliar
með svo marga menn sem hann
vill, því máske oss standi eitt-
hvað gott af þeirra komu“.
Sendimenn fóru og fundu
jarlsson, og var hann þá ný-
kominn á land. Þeir báru upp
erindi sín, og tók hann þeim
blíðlega. Velur hann síðan sex-
tigi af liði sínu, en býður liinuru
að gæta skipanna.
JAMES BOND ->f— ->f-
-* Eftir IAN FLEMING
Bond missir aftur meðvitundina, vegna A meóan hefur bóndi nokkur fundið er Mathis ásamt mönnum sínum á lei 1
kvalanna af að vera brennimerktur af Bentley-bifreið Bonds og skömmu siðar húss Le Chiffre, þar sem dauðinn ríkir nu.
Smersh.
JÚMBÖ —K— —k— ~K- Teiknari: J. M O R A
AuuKynngurinn klappar ánægður á
bumbuna á sér og sagði: — Ég bíð hérna
þangað til þjónninn minn kemur með upp-
lýsingarnar um „tilraunamýsnar" okkar
þrjár.
Júmbó, Spori og prófessor Mökkur
höfðu auðvitað ekki hugmynd um það
sem fram fór þarna hjá auðkýfingunum.
Þeir römbuðu aðeins um höfnina til þess
að finna skip, sem gæti siglt með þá til
heimabæjar þeirra, því að þangað var
þá farið að langa mjög tnikið.
Þeir fundu að lokum skipið og fóru nú
að leita að ferðaskrifstofu, þar sem þeir
gætu fengið keypta farmiða. En sú ein-
asta, sem þeir fundu, var lokuð um miðj-
an daginn.
— Árans vandræði, sagði Júmbó, — ni
verðum við að bíða til kvölds.
SANNAR FRÁSAGNIR
—X— --k- —X— Eftir VERUS
Eskimóarnir í Alaska eru
mjög frábrugðnir frændum sín-
um í suðri, vegna veðurfars og
annarra lifnaðarhátta. List
þeirra er af allt öðrum toga.
Eskimóarnir eru gamlir fiski-
og veiðimenn og eru álitnir
einir beztu hagleiksmenn allra
Indjánastofna. Þeir hafa mjög
lítið úrval efnis, er þeir hafa
gert dásamlega hluti bæði úr
viði og sandsteini. Frægð þess-
ara muna hefur farið víða um
hinn stóra heim og vegna þess,
að lítil framleiðsla er, hafa þess
ir munir hlotið mikið söfnunar-
gildi meðal safnara víða um
heim. Næstum allir munir
þeirra eru skreyttir fingerðum
útskurði. Hnifssköft og aðrir
munir eru oft mikil listsmíð.
Táknrænt dæmi eru gleraugu,
sem notuð eru til þess að skýla Þau eru vanalega gerð úr beinl
augunum fyrir frosti og kulda. eða viði.