Morgunblaðið - 20.10.1965, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.10.1965, Qupperneq 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. október 1963 F|ölmennur méf- mælufundur í ifeflcavik Keflavík, 19. okt. FUNDUR sá, er hér var haldinn í gærkvöldi, boðaður af andstæð- ingum vegatollsins, er með allra fjölmennustu fundum sem hér hafa verið haldnir, fyrr og síðar. Var Félagsbíó troðfullt og fyrir utan húsið voru bílar svo tugum skipti, en hátölurum var komið fyrir utan á húsinu. Frummæl- endur voru þeir Ingvar Guð- mundsson kennari hér og Arin- björn Kolbeinsson læknir. Marg- ir fleiri tóku til máls. Þingmenn Reykjaneskjördæmis, þeir Matt- hías Á. Mathiesen, Sverrir Júlíus son og Jón Skaptason voru á fundinum. Fram voru komnar 3 ályktanir gegn skattinum, en fundurinn stóð yfir er blaðið fór í prentun og þær óafgreiddar. Kalnefnd segir nægi legt hey ekki fást Breiðdalsvík, 19. október TÍÐARFARIÐ hér eystra í haust má teljast sæmilegt og gott á köfium. Þó varð ekki góð nýt ing á síðustu heyjum og ýmsir bændur óskuðu gjarnan eftir viðbótarheyi, en þá kom sú til- kynning frá svonefndri kal- nefnd, að ekki yrði unnt að út- vega nema ca. 80% af áður pönt uðu heyi. Þessi frétt kom bænd- um mjög á óvart. Frímerki með Einari Bened iktssy n i FRÍMERKI með mynd Ein- ars Benediktssonar, skálds, verð ur gefið út 16. nóvember n.k. Er foss í baksýn. Frímerkið verður blátt og brúnt að lit, prentað hjá Finn- landsbanka. Verðgildi er 10 krónur. 6 skip með 1300 mál BRÆLA er á síldarmiðunum og allur flotinn í höfn. Fáein skip hafa tilkynnt um smáslatta frá mánudeginum. Samtals tilkynntu 6 skip um afla samtals 1.300 mál og tunn- ur. . Dalatangi Jón Þórðarson BA 100 mál Vonin KE 200 tn. Höfrungur III AK 150 — Auðunn GK 150 — Bjarmi II EA 350 — Gullberg NS 350 mál og tn. FELACSHEIMILI Opið hús í kvöld Kynningarkvöld fyrir verzlunarfólk Gunnar Helgason mætir á fundinum HEIMDALLAR Ákveðið hefur verið að láta fara fram nákvæma skoðun á fóðurbirgðum og ef sú athugun leiðir í ljós brýna nauðsyn á við bótarheykaupum á að gera til- raun til að fá það. Aðalslátrun mun ljúka á morgun, en því sem eftir er verð ur væntanlega slátrað í næstu viku. Vænleiki dilk’a hefur verið svipaður og undanfarin ár, en misjafn eftir bæjum. Sildariðja á Breiðdalsvík hef- ur nú brætt rúmlega 60 þúsund mál síldar, þegar með er talinn úrgangur frá 12 söltunarstöðv- um hér og á Stöðvarfirði. Söltunarstöðin Gullrún hf. hef ur saltað í 5 þúsund tunnur. — Páll. Eldur í vélar rúmi Gullfoss ELDUR kom gl. sunnudag upp í útblástursgrein frá strokkum aðalvélar Gullfoss, er skipið var á leið til Reykjavíkur. Eldurinn var þegar slökktur með kolsýruslökkvitækjum, sem komið var fyrir í útblásturs- greininni fyrir nokkrum árum, er eldur kviknaði þar. Engar skemmdir urðu vegna eldsing, en skipið var stöðvað í klukkustund á meðan gengið var úr skugga um að allt væri í lagi. Frá íslenzku deildinni á Frankf urt-sýningunnL Á myndinni eru. Sverrir Sehopka, starfsmaður deildarinnar, Baldvin Tryggvason, forstjóri AB, og Pétur Ólafsson, forstjóri ísafoldarprentsmiðju. 150 þúsund bókatitlar á sýningunni í Frankfurt Útgefendur kepptust um útgáfuréttinn að Surtseyiajrbók AB EIN MESTA bókasýning, sem haldin hefur verið, stóð í Frank- Ifurt í VeiVur-Þýzkalan/ dag ana 13.—18. október sl. Á sýn- ingu þessari var deild frá íslandi á vgeum Almenna Bókafélagsins og ísafoldarprentsmiðju. Nokkrir íslendingar sóttu sýn inguna, m.a. Baldvin Tryggva- son, forstjóri AB, og Pétur Ól- afsson, forstjóri ísafoldarprent- smiðju. Pétur kom heim í fyrra- kvöld og hefur hann skýrt blað- inu svo frá um sýninguna: — Flestar þjóðir heims tóku þátt í Frankfurt sýningunni, þar á meðal allar Evrópuþjóðirnar með tölu, bæði að austan og vestan, flestar Asíuþjóðir að Rauða-Kína undanskildu, margar Afríkuþjóðir og flestar þjóðir Ameríku. — Þarna voru sýndir 150 þús- und bókatitlar og leikur enginn vafi á því, að þetta er mesta bókasýnirig, sem haldin hefur verið fyrr og síðar. — Hún er haldin fyrir útgef- endur og bóksala fyrst og fremst Má geta þess, að þarna sýndu t.d. 270 brezkir útgefendur, um 230 bandarískir og 150 franskir. — Útgefendur setja þarna bæk ur á markað fyrir aðra útgefend- ur í heiminum og útgáfurétutr gengur kaupum og sölum. Bóksal ar gera líka pantanir sínar. Fjöl- margir rithöfundar sóttu sýning una, ýmsir frægir. — íslendingar áttu þarna sýn- ingardeild í annað skiptið og stóðu að henni Almenna Bóka- félagið og ísafoldarprentsmiðja, en einnig voru sýndar nokkrar bækur frá Helgafelli. — íslenzka deildin, sem var lítil miðað við aðrar þjóðir, vakti talsverða athygli. Má segja, að þar hafi Surtsey risið úr sæ í annað skipti, því erlendir útgef- endur kepptust um að kaupa út- gáfuréttinn að Surtseyjarbók Al- menna Bókafélagsins. Tvo síð- ustu dagana. var sýningin opin almenningi og það merkilega var, að nær allir, sem litu við í íslenzku deildinni, vissu eitthvað um Surtsey. Hátt á annaíS hundr- að þúsund manns sóttu sýnung- una, auk útgefenda, bóksala og bókagerðarmanna. — Á sýningunni mátti sjá, Sjálfstæðismál Rhodesíu: Úrslífaákvörðun í dag Fyrrum forsætisráðherra landsins, Garfield Todd hvað er að gerast i bókmennta- heiminum, t.d. að skáldsagan er á undanhaldi, en sagnfræðibæk- ur, ævisögur og hvers kyns fræði bækur vinna á. — Reynsla okkar af sýning- unni gerir manni ljósa nauðsyn þess, að fslendingar verða að vera með ef þeir eiga ekki að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Við erum líka staðráðnir í að vera þátttakendur áfram í Frank furtsýningunni framvegis, en hún er haldin árlega. Verður reynt að bæta íslenzku deildina. — Þess má geta að lokum, að um það leyti, sem sýningin stóð yfir bárust fréttir um fund Vín- landskortsins. Urðum við varir við, að það vakti feikna athygti og langar greinar voru skrifaðar um þann viðburð í þýzkum blöðum. Þinghús- bruni í kyrrsettur á búgarði sínum Salisbury, London, 19. okt. — NTB — AP — t Ráðuneytisfundi Rhódesíu stjórnar, sem halda áMi í dag, var frestað til morguns, en þá má vænta endanlegrar ákvörðunar í sjálfstæðismál- inu. • Ian Smith, forsætisráðherra hefur hafnað tilögu Harolds Wil- sons, forsætisráðherra Bretiands um að nefnd, skipuð forsætis- ráðherrum frá brezku samveld- islöndunum, komi til Rhodesíu og reyni að finna lausn á mál- inu. í gærkvöldi sendi Wiison Smitlt aðra orðsendingu og skor- ið ákvörðun um hva'ð gera Skuli, haldi Smith fast við þá ákvörð- un að lýsa yfir sjálfstæði. Ekki hefur verfð tilkynnt opiniberlega hvað gert verður, en AP-frétta- stofan hefur eftir góðum heim- ildum í kvöld, að tekið veriði fyrir öll kaup Breta á tóbaki frá Rhodesíu, — en þau viðskipti hafa numið nær fimm þúsund milljónum króna ísl. á ári, Rhod- esía verði útilokuð frá sterlings- svæðinu og eignir ríkisins í Br.-t- landi frystar. Þá muni Bretar kæra málið til Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna og væntanlega muni Elisabeth Englandsdrottn- ing lýsa sjáfstæðisyfirlýsingu i Rhodesíu strfðsyfirlýsingu á hendur Bretlandi. affi á hann aff grípa ekki til ráffa sem hafa mundu hörmulegar af- • Todd kyrrsettur. leiffingar bæði fyrir Rhodesíu- j Stjórn Ians SmLbhs hefur grip- búa og aðrar Afríkuþjóffir. j ið til þess ráðs, sem dæmi rnunu i • BREZKA stjórnin hefnr tek- i ekki vera til í brezka samveld- inu, að kyrrsetja fyrrum forsæt- isráðherra Rhodesíu, Garfield Todd. Hafði hann ætlað til Eng- lands og Skotlands, þar sem hann m.a. átti áð halda fyrirlestur við Edinborgarháskóla. Hugðist hann þar mótmæla þvi, að lýst yrði ; yfir einhliða sjálfstæði Rhodesíu, ! m.a. á þeim forsendum, að jafn- , vel meirihluti hvítra manna i j landinu væri því andvígur. Gar- field Todd hefur talað máli af- rískra manna í Rhodesíu en neit- ar að hafa haft beina samvinnu við leiðtoga þeirra. • Hann var um það bil að leggja af stað í feriðalag sitt, er honum barst bréf frá stjóminni, þar sem hann var sakaður um samvinnu við afrísku leiðtogana og sagt, að framkoma hans væri andstæð öryggi ríkisins. Var hon um skipa'ð að halda til búgarðs síns í Shabani, þar sem hann skyldi dveljast næstu tólf mán- uði. Todd kveðst munu biðja stjórnina að endurskoða þennan úrskurð. Berlín Berlín, 19. okt. — NTB: ÞAÐ BAR viff í Berlín í kvöld I aff eldur kom upp í þinghús-. inu gamla, þar sem hinn frægi bruni varff áriff 1936 á valda- tímum nazista. Eldinn tókst að slökkva á einni klukku- stund og urffu skemmdir ekki ýkja miklar, þar eff bruninn varff í þeirri álmu hússins, sem enn hefur ekki veriff end urbyggð að fullu. Muzzaffarabad, 19. okt. NTB. • Hin leynilega útvarpsstöð í Kasmír „Rödd Kasmír“ skýrði svo frá í gærkvöldi að indverskir hermenn og lög- reglumenn í Srinagar hefðu beitt skotvopnum gegn þús- undum þátttakenda í fundl nokkrum, þar sem krafizt var þjóðaratkvæðagreiðslu uiu ' framtíð Kasmír.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.