Morgunblaðið - 20.10.1965, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 20. október 1969
8
Umræöur urn skúia-
byggingar í Nd. í gær
TÖLUVERÐAR umræður urðu
um skólabygg’ingramál í neðri
deild Alþingis í gær. Spunnust
þær út aí frumvarpi er nokkrir
þingmenn Framsóknarflokksins
hafa flutt um byggingu átta
nýrra héraðsskóla.
Ingvar Gíslason (F) fylgdi
frumvarpinu úr hlaði við fyrstu
umræðu í neðri deild en í frum-
varpinu er gert
ráð fyrir að
byggðir verði 8
nýir héraðsskól-
ar búnir heima-
vistum handa
nemendum á
kveðnum tiltekn
um byggðarlög-
um. Gerir frum
varpið ráð fyrir,
IMeðri deild
Á FUNDI neðri deildar í gær
mælti fjármálaráðherra Magnús
Jónsson fyrir frumvarpi til laga
um gjaldviðauka og sagði að þar
væri gert ráð fyrir að innheimta
tiltekin gjöld á árinu 1966 með
sömu viðaukum og verið hefði
undanfarn ár. Frumvarpinu var
vísað til annarrar umræðu og
nefndar. Jóhann Hafstein, dóms-
málaráðherra mælti fyrir frum-
varpi um veitingu ríkisborgara-
réttar og kvað viðkomandi um-
sækjendur alla fullnægja settum
skilyrðum um ríkisborgararétt.
Frumvarpinu var vísað til annarr
ar umræðu og nefndar.
Fyrirspurn
um vegatoll
1 GÆR var útbýtt á Alþingi fyr
irspurn um vegatoll á Keflavík
urvegi frá Geir Gunnarssyni og
Gils GuðmundssynL
IVfaðurinn
dó en hjartað
lifði
i
Bal Harbour, Florida,
(John Barbour — AP).
HOLLENZKUM skurðlækn-
lun hefur tekizt að taka
hjarta úr mannsliki, lífga
hjartað við og halda því lif-
andi í sex klukkustundir utan
likamans. Er þetta í fyrsta
sinn, svo vitaö sé, að manns-
hjarta hafi lifað líkama sinn.
Tveir hollenzkir skurðlækn
ar, dr. Dirk Durrer og dr.
Frits L. Meijler, skýrðu frá
þessari tilraun sinni í Bal Har
bour á sunnudag, en tilraun-
ina gerðu þeir nótt eina í i
janúar sl. í sjúkrahúsi Amster ,
damháskóla. Sjötugur maður
hafði látizt úr slagi, og veittu
aðstandendur læknunum heim
ild til tilraunarinnar. Höfðu
læknarnir á’ður gert allt, sem
unnt var til að haida lífi í
sjúklingnum. Dr. Meijer seg-
ir, að það hafi tekið þá um
hálfa aðra klukkustund að
taka hjartað úr líkinu og
koma því fyrir í þar til gedð- 1
um tækjum. Var hjartað nokk '
uð skaddað eftir áfallið, og
gat ekki starfað rétt. En þeim
Meijler og Durrer tókst þó
að fá það til að slá nokkurn-
veginn eðlOega í sex tíma.
Bkki kom til greina að reyna
að græða það aftur í likama
sjúk-lingsins, því heilinn
vedður fyrir óbætanlegum
skemmdum ef blóðrásin til
hana stöðvast lengur eo 1 ör-
Sáar minútur.
að ríkissjóður beri allan kostnað
af byggingu og rekstri þessara
héraðsskóla.
Menntamálaráðherra Gylfi Þ.
Gíslason (A) sagði, að þetta frum
varp væri ekki aðallega um bygg
ingu nýrra hér
aðsskóla heldur
fyrst og fremst
tillaga um breyt
ingu á grund-
vallarreglu um
skiptingu á
greiðslu kostnað
ar við skólabygg
ingar milli ríkis
og sveitarfélaga.
Þá ræddi menntamálaráðherra
þá héraðsskóla, sem fyrir eru
og vakti athygli á, að ríkið sæi
nú alveg um rekstur þeirra þar
sem sýslufélögin utan eitt hefðu
ekki treyst sér til að standa und
ir sínum hluta kostnaðar við
rekstur þeirra.
Gylfi Þ. Gíslason kvaðst telja
það spor afturábak, sem í þessu
frumvarpi fælist, það væri aftur
haldsstefna í skólamálum að af-
nema hlut sveitarfélaga að skóla
byggingum. Hins vegar væri ef
til vill ástæða til að endurskoða
kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs að
skólabyggingum. •
Þá vék . menntamálaráðherra
að fullyrðingum um mismunandi
menntunaraðstöðu í sveit og
bæjum og sagðþ að það væri und
ir hverri sveitarstjórn komið
hvort framfylgt væri lagaákvæð
um um skólaskyldu og ekki væri
við ríkisstjórnina að sakast, þótt
það væri ekki gert í nokkrum
byggðarlögum. Það væri hins
vegar vilji stjórnarinnar að
skólaskyldunni væri fullnægt um
landt allt og að því vildi hún
stuðla.
Fjárlögin
■ nefnd
Á FUNDI í Sameinuðu Alþingi
í gær var fjárlagafrumvarpinu
vísað til annarrar umræðu og
fj árveitinganefndar.
Efri deild
Á FUNDI í efri deild í gær
mælti Gylfi Þ. Gíslason fyrir
frumvarpi um breytingar á lög-
um um Stýrimannaskólann í
Reykjavík. Frumvarpinu var
vísað til annarrar umræðu og
nefndar.
Einar Olgeirsson (K) sagði,
að það hlyti að vera aðalatriði
að skólar væru
byggðir. að ekki
væri skortur á
skólum. En jafn-
vel þótt sveitar-
félög hefðu fram
tak í sér til að
þyggja skóla
bannaði ríkis-
stjórnin þeim
það. Það væri ekki að ófyrir-
synju að þessi mál væru tekin
upp. Vandamálið væri einnig í
þéttbýlinu, jafnvel í Reykjavík.
Ingvar Gíslason (F) tók aftur
til máls og sagðist furða sig á
því sem menntamálaráðherra
læsi út úr frumvarpinu. Höfuð-
atriði þess væri bygging nýrra
héraðsskóla.
Jóhann Hafstein, dómsmálaráð
herra (S) tók til máls og kvaðst
ekki mundu ræða sérstaklega það
frumvarp er fyrir lægi umfram
það sem mennta
málaráðherra
hefði þegar sagt.
í þessum umræð
um hefði verið
látið að því
liggja, að ríkis-
stjórnin vildi
hefta menntun í
landinu. Rakti
ráðherrann síð-
an sögu hafta í fárfestingarmál-
um frá stríðslokum, enþau hefðu
verið hér miklu lengur en í öðr-
um Evrópulöndum. Hann kvaðst
minnast þess frá þeim árum, að
ekki hefði fengizt leyfi til að
byggja skóia í Reykjavík en á síð
ustu fimm árum hefðu verið
byggðir skólar i Reykjavík sem
svaraði skóla á stærð við Laugar
nesskólann árlega í fimm ár.
Þá ræddi Jóhann Hafstein um-
mæli Einars OQgeirseonar um
byggingar verzlunarhúsa og sagði
að verzlun hefði lengi verið í
svelti á þessu sviði á haftatímum,
en þá hefðu kaupfélögin út um
land hins vegar fengið leyfi til
mikillar fjárfestingar. Frjálsræð-
ið væri nú að takmarka sjálft
sig. Verzlunarbyggingar í Rvík
væru margar hálfbúnar og erfitt
um vik að fá fjármagn til að
ljúka þeim.
Síðan tók Einar Olgeirsson aft
ur til máls, Gylfi Þ. Gislason tal-
aði tvisvar og ennfremur tóku
til máls Björn Pálsson, Halldór
E. Sigurðsson og Ingvar Gísla-
son á ný en að því loknu var
frumvarpi þessu vísað til annarr
ar umræðu og menntamálanefnd
ar.
SiuníSruð manna haná-
teknir í óeirðum
í Buenos Aires
Buenos Aires, AP.
Hátt á sjöunda hundrað manna
voru handteknir í Buenos Aires
sl. sunnudagskvöld eftir að óeirð-
ir höfðu geisað um hluta borgar-
innar allan daginn. U.þ.b. fimm
þúsund lögreglumenn voru kall-
aðir á vettvang og urðu þeir að
beita bæði táragasi og kylfum.
Tilefni óeirðanna var, að for-
seti landsins, Arturo Illia, hafði
bannað fjöldafund Perónista,
sem halda átti til að minnast
þess ,að tuttugu ár voru liðin frá
því verkamenn fengu Peron lát-
inn lausan úr fangelsi með fjöl-
mennum mótmælaaðgerðum, —
en það var upphafið að níu ára
einræðisstjórn hans í Argentínu.
Illia, forseti sá sig tilneyddan
að banna fundinn sökum hinna
alvarlegu óeirða sem orðið hafa
undanfarna daga vegna dvalar
eiginkonu Peróns, Mariu Estelu
Martinez. Hún kom til landsins
sunnudaginn 10. okt. og hugðist
ávarpa fundinn og lesa fjöldan-
um boðskap manns síns. Hefur
hún orðið að flytjast stað úr stað,
vegna óeirðanna.
Að því er AP-fréttastofan
hermir höfðu forystumenn perón-
ista enga forgöngu um óeirðirnar
á sunnudag og reyndu víst frem-
ur að stilla til friðar, en ýta und-
ir átökin. En mikill fjöldi fólks
hafði safnazt saman í skemmti-
garðinum „Parque Patricios’*
sem er í útjaðri borgarinnar um-
kringdur verkamannabústöðum,
en þar átti að halda fundinn. Er
ekkert varð af fundinum hófust
ólæti. Vitað er, að a.m.k. þrír
menn meiddust hættulega og
ljósmyndari bandaríska sjón-
varpsfyrirtækisins National
Broadcasting Company var hætt
kominn, er hópur manna króaði
hann af og otaði að honum log-
andi lurkum. Var honum ekki
farið að lítast á blikuna, — en á
síðustu stundu kom lögreglan á
staðinn og hinir herskáu hlupu
á brott.
Af 659 mönnum, sem handtekn-
ir voru í óeirðunum hafa 20 ver-
ið sakaðir um að bera á sér vopn
í óleyfi.
Iðnskólaver á að
rísa í Hafnarfirði
Byrjað
I FRAMTÍDINNI á að rísa í
Hafnarfirði fullkomið iðnskóla-
ver og er þar nú hafin vinna við
lóð undir nýja iðnskólabyggingu.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur
úthlutað undir þetta iðnskólaver
3 ha landssvæði við Reykjavíkur
veg og væntanlegt Garðahraun.
Og skólastjóri Iðnskólans, Sigur-
geir Guðmundsson, var ráðinn
arkitekt. Hafa uppdrættir hans
að byggingum og lóð verið sam-
þykktir og hafizt handa um
að undirbúa grunninn að fyrsta
húsinu. En Byggingarfélagið Þór
hefur tekið að sér verkið.
Meðfylgjandi teikning sýnir
skipulag hins nýja iðnskólasvæð-
is og byggingar, sem þar eiga að
rísa. Neðst til hægri er skólahús
ásamt anddyri, sem er fyrsti
áfangi í byggingum á lóðinni.
Það eru tvær hæðir með kjallara
og rúmar húsið 9 kennslustofur
og aðstaða er til verknáms-
kennslu í kjallara. Áfast við
á fyrsta grunninum
anddyrið til vinstri er samkomu-
salur. í framhaldi af skólahúsinu
og meðfram Reykjavíkurvegi
(efst til hægri) er verkstæðis-
bygging, tengd skólahúsinu og
öðrum byggingum með tengi-
álmu. Þannig að innangengt er
milli skólastofa og vinnusala.
Efst til vinstri er heimavistar-
bygging og neðst til vinstri eru
byggingar fyrir umsjón og kenn-
arabústaði. Arkitektinn, Sigur-
geir Guðmundsson, hefur einnig
skipulagt skólasvœðið mjög
skemmtilega. Sem skólastjóri
Iðnskóla Hafnanfjarðar hefur
hann aS sjálfsögðu mikil kynni
af þörfum slíks skóla, auk þess
sem hann kynnti sér nýjar iðn-
skólabyggingar í Noregi og Dan-
mörku meðan hann vann að
teikningum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
veitti 1,2 millj. til byggingarinn-
ar á fjárhagsáætlun þessa árs og
á fjárlögum var álíka upphæð til
skólans.
Uppdráttur *» nýja iðnskólaverimi í Hafnarfirðl. Byrja® er á grunninum á skóUhúsinu neSst ttt hægrf.